Tíminn - 28.04.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.04.1987, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 28. apríl 1987. Tíminn 7 Nýr þingflokkur Framsóknar kemur saman á morgun- FLEIRIÞINGMENN ÚR ÞÉTTBÝLINU Þingmennirnir Á morgun kemur saman nýr þing- flokkur Framsóknarflokksins, eftir kosningarnar. Þrettán þingmenn munu nú sitja fundinn í stað fjórtán fyrir kosningar. Breyting hefur orðið á hlutfalli þingmanna flokksins í dreifbýli og þéttbýli, frá því sem var fyrir kosn- ingar. Flokkurinn átti aðeins einn þingmann úr þéttbýlustu kjördæ- nrunum, Reykjavík og Reykjanesi en bætti við sig tveimur í Reykjanesi og hefur nú þrjá þingmenn af þrettán úr þessum tveimur kjördæmum. Ef litið er á einstök kjördæmi kemur í ljós að í Reykjavík bætti flokkurinn lítilsháttar við fylgi sitt frá því í kosningunum 1983, en náði ekki að bæta við sig manni. Guð- mundur G. Þórarinsson tekur nú aftur sæti á Alþingi sem þingmaður Reykvíkinga. Alls fékk flokkurinn 9,6% greiddra atkvæða. í Vesturlandskjördæmi féll Davíð Aðalsteinsson út, en ekki munaði nema 38 atkvæðum á honum og síðasta kjördæmakjörnum rnanni. Alexander Stefánsson er því einn þingmaður Framsóknar í kjördæm- inu. Alls fékk flokkurinn 25,6% greiddra atkvæða í kjördæminu. Loksins þegar tölur bárust frá Vestfjörðum kom í Ijós nokkurt Stefán Guðmundsson, Noröurlandi vestra: Persónulegur kosningasigur Stefán Guðmundsson er annar þing- maður Fram- sóknarflokks- ins í Norður- landskjördæmi vestra. Honum var spáð falli fyrir kosningar. „Við hlutum góða kosningu og ég er ákaflega ánægður, Það bar mikið á því í kosningabaráttunni að við áttum fylgi að fagna hjá unga fólk- inu. Þetta var persónulegur sigur hjá mér og ég stend í þakkarskuld við það fólk, sem vann ötult starf þrátt fyrir andstreymi.11 þj Jóhann Einvarösson, Reykjanesi: Viðhöfumgóða málefnastöðu „Maður er mjög ánægður með þessa niðurstöðu. Ég tel að við höf- um haft bæði góða málefna- stöðu og unnið mjög skipulega í þessari kosn- ingabaráttu. Síðast en ekki síst hafa persónulegar vinsældir Steingríms og forystan í ríkisstjórninni komið okkur mjög til góða,“ sagði Jóhann Einvarðsson, 2. þingmaður flokksins á Reykjanesi. „Flokkurinn getur verið sæmilega ánægður með sinn hlut í öllum kjördæmum. Það hefur verið venjan að ríkisstjórnarflokkar hafa verið heldur í vörn. Við stöndum okkur bærilega alls staðar, nema í Reykja- vík. Þar hefði mátt sjá skemmtilegri tölur. Þá kemur á. óvart það mikla fylgi sem flokkurinn fær, þrátt fyrir framboð Stefáns Valgeirssonar í Norðurlandi eystra. Vesturland og Vestfirðir eru sérstakir. T.d. á Vest- urlandi erum við aðeins með 1 nú þrettán í staö fjórtán fyrir kosningar fylgistap, eða ríflega sex prósent. Niðurstaðan varð sú að Ólafur Þ. Þórðarson náði kjöri, en Framsókn missir einn mann frá því í kosningun- um 1983. Alls fékk flokkurinn 20,6% greiddra atkvæða í kjördæm- inu. Páll Pétursson og Stefán Guðm- undsson hafa ástæðu til þess að fagna úrslitum í sínu kjördæmi, Norðulandi vestra. Flokkurinn bætti verulegu fylgi við sig, eða 6,4% og fékk samtals 35,2% greiddra at- kvæða í kjördæminu. Var það tölu- vert meira fylgi en flokknum hafði verið spáð í kjördæminu. Guðmundur Bjarnason og Val- gerður Sverrisdóttir eru þingmenn Framsóknarflokks fyrir Norður- landskjördæmi eystra. Er það einum þingmanni færra en var eftir kosn- ingar 1983. Stefán Valgeirsson bauð fram J-listann og fékk hann mann kjörinn. Allsfékk Framsóknarflokk- ur 24,9% greiddra atkvæða í kjör- dæminu. Halldór Ásgrímsson og Jón Krist- jánsson verða áfram þingmenn flokksins í Austurlandskjördæmi, þrátt fyrir að flokkurinn bætti við sig fylgi og teljist sigurvegari kosning- anna í kjördæminu. Alls fékk flokk- urinn 38,5% greiddra atkvæða í kjördæminu. Jón Helgason og Guðni Ágústsson eru kjörnir þingmenn flokksins í Suðurlandskjördæmi. Flokkurinn tapaði ríflega einu prósenti frá síð- ustu kosningum, en fékk mun meira fylgi en honum hafði verið spáð. Alls fékk flokkurinn 26.9% greiddra atkvæða í kjördæminu. -ES þingmann, þó að við séum lang- stærstir og skorti sáralítið upp á Davíð,“ sagði Jóhann að lokum. - SÓL Guðmundur Bjarnason, Norðurlandi eystra: Ungt fólk skilaði sér „Framsókn- arflokkurinn kom í heild mjög vel út. Ég er ánægður með niður- stöðuna, hún ber vitni um að þjóðin er ánægð með for- ystuhlutverk Framsóknarflokksins. Kosning Steingríms á Reykjanesi var einnig glæsileg. Flokkurinn sýndi í kosningabaráttunni hvers hann er megnugur. Hann lagði áherslu á sín kosningamál og náði að verða áber- andi, sem er nýtt. Það hefur oftast mistekist. Nýir kjósendur, unga fólkið, skilaði sér vel. Það er orðið þreytt á öfgastefnum," sagði Guð- mundur Bjarnason, þingmaður í Norðurlandi eystra. „Ég er ánægður með niðurstöðuna í Norðurlandi eystra. Við áttum við ákveðna erfiðleika að stríða í byrjun, erfiðleika sem allir þekkja og settu þeir ákveðinn svip á kosn- ingabaráttuna. Nýir listar gerðu mikla óvissu um úrslit, en við stefnd- um á að ná inn 2 mönnum, og það náðist. Við stefndum einnig að því að vera áfram stærstir og náðum því einnig. Valgerður náði öruggri kosn- ingu. Ég vil þakka öllum sem lögðu hönd á plóginn. Ég þakka þeim fyrir það brautargengi sem þeir veittu okkur“ sagði Guðmundur að lokum. - SÓL Halldór Ásgrímsson, Austurlandi: Stefndum á þrjá „Ég tel að ástæðurnar fyr- ir því hversu vel gekk séu að við stilltum snemma upp okkar lista og um hann var mikil sam- staða. Þá tók- um við ákvörðun um það síðastliðið haust að berjast fyrir því að ná inn þriðja manninum hér í kjördæminu. Við trúðum að það væri hægt að ná meiri afgangi í kjördæminu og góðri kosningu á landsvísu. Þetta tókst og við hefðum verið inni með þrjá menn samkvæmt gömlu lögunum og hefðum átt rétt á þriðja manninum ef við hefðum náð heldur betri kosningu á landsvísu," sagði Halldór Ásgrímsson í samtali við Tímann í gær. Framsóknarflokkurinn fékk hæsta hlutfall, nokkurs flokks í nokkru kjördæmi, í Austurlandskjördæmi. Halldór sagðist að vonum vera ánægður með útkomuna og minntist sérstaklega á hversu vel flokknum hefði gengið í þéttbýlinu. Að lokum vildi Halldór þakka stuðningsmönn- um sínum fyrir baráttuna og þá sérstaklega þeim fjölda ungs fólks sem tók þátt. - ES Guðmundur G. Þórarinsson, Reykjavík: Sigur fyrir flokkinn „Útkoman í Reykjavík er góð. Það sem hlýtur að vekja athygli um allt land er að þing- maður Fram- sóknarflokks- ins í Reykjavík hefur fleiri at- kvæði að baki sér en nokkur þing- maður á landinu. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur í Reykjavík 3 sinnum fleiri atkvæði að baki sér en Framsóknar- flokkurinn, en 6 sinnum fleiri þingmenn, og önnur hlutföll eru eins“ sagði Guðmundur G. Þórarins- son, þingmaður Framsóknarflokks- ins í Reykjavík. „Framsóknarflokkurinn bætti við sig og er með nærri 40% meira fylgi en í borgarstjórnarkosningunum fyr- ir ári síðan. Árangurinn náðist fyrst og fremst sakir mikillar samstöðu fólksins á listanum og mikils og óeigingjarns starfs fylgismanna okkar. Útkoman yfir landið er mikill sigur fyrir Framsóknarflokkinn og stjórnarstefnuna. En fyrst og fremst sigur fórsætisráðherra. Útkoman er sigur Steingríms Hermannssonar, bæði stefnu hans og persónulegur. Við megum vel við una,“ sagði Guðmundur að lokum. - SÓL menn Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra hlaut góða kosningu í Reykjaneskjör- dæmi. Ólafur Þ. Þórðarson þingmað- ur Vestfjarðakjördæmis. Guðni Ágústsson, Suðurlandi: Varnarsigur „Það má segja að við höfum unnið varnarsigur og við unum þess- ari útkomu þokkalega. Auðvitað hefð- um við viljað sjá fylgisaukn- ingu í kjördæminu vegna sterkrar málefnastöðu og forystu flokksins," sagði Guðni Ágústsson annar þing- maður Framsóknar í Suðurlands- kjördæmi í samtali við Tímann í gær. Sagði hann að Ijóst hefði verið allan tímann að baráttan yrði tvísýn og erfið. „Tvö ný framboð komu fram hér á Suðurlandi, Kvennalisti og Borgaraflokkurinn. S-listinn tók fylgi víðar en frá Sjálfstæðisflokkn- um og með tilliti til þess unum við þessum úrslitum þokkalega," sagði Guðni. Hann vildi að lokum þakka öllum stuðningsmönnum fyrir mikla og góða baráttu og sagði að sigurinn hefði ekki unnist nema af því að margir lögðust á eitt. Páll Pétursson, Norðurlandi vestra: Hérna var mikil fram- sóknarsveifla „Ég er ákaf- lega ánægður með þessa kosn- ingu og úrslitin hefðu dugað okkur til að fá þrjá menn á þingeftirgamla kerfinu," sagði Páll Pétursson, 1. þingmaður Norðurlands vestra, en þar fékk Framsóknarflokkurinn tvo kjördæmiskjörna þingmenn og 35,2% atkvæða. „Listinn var sam- hentur og kosningabaráttan einstak- lega skemmtileg, ekki síst vegna þess að í þetta sinn urðum við ekki að biðjast afsökunar á neinu. Hér í kjördæminu var mjög mikil fram- sóknarsveifla. Ég er ákaflega þakklátur öllum sem unnu fyrir okkur í þessurn kosningum og léðu okkur stuðning sinn,“ sagði Páll Pétursson að lokum. Þj Jón Helgason landbúnaðar- ráðherra. Jón Kristjánsson þingmaður Austulandskjördæmis. Alexander Stefánsson, Vesturlandi: Við náðum forystunni „í hcild gct- um viðveriðtil- tölulega ánægðir fram- sóknarmenn. Okkur varspáð slæmu, en út- koman var góð og glæsileg á einstaka stöð- um, eins og t.d. hjá formanninum. í Vesturlandi er sá Ijósi punktur að við náðum forystunni í kjördæminu. Hins vegar er mjög slæmt að missa Davíð út af þingi. Hann var einn af farsælli þingmönnum flokksins," sagði Alexander Stefánsson í spjalli við Tímann um úrslit kosninganna. Alexander sagði samhuginn hafa verið mikinn og sagði fólk hafa unnið mjög vel og mundi hann ekki eftir snarpari vinnu hjá fólki en nú. „En ég er ekki bjartsýnn á fram- tíðina. Urslitin eru áhyggjuefni fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á.hlutun- um. Það er ekki bjart framundan," sagði Alexander að lokum. -SÓL Valgerður Sverrisdóttir, Norðurlandi eystra: Áfram stærst í kjördæminu „Ég er mjög ánægð með út- komuna og við höldum því að vera stærsti flokkurinn í kjördæminu. Miðað við allar aðstæður held ég að við getum vel við unað,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir annar þingmaður Framsóknarflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra í gær. Hún sagðist sömuleiðis vera ánægð með útkomu flokksins á landsvísu og alveg sér- staklega með útkomu formannsins í Reykjaneskjördæmi. „Það er ekki lítils virði að hann hafi fengið jafn góða kosningu og raun ber vitni.“ Valgerður sagðist vera mjög ánægð með það að kona ætti nú sæti í þingflokknum, burtséð frá því hvort það væri hún eða einhver önnur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.