Tíminn - 28.04.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Timirm
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
NíelsÁrni Lund
Aðstoöarritstjóri: OddurÓlafsson
Fréttastjórar: BirgirGuömundsson
EggertSkúlason
Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:,
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild)
og 686306 (ritstjórn).
Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.-
Að loknun
kosningum
Úrslit alþingiskosninganna sýnast um margt óvenjuleg,
einkum við fyrstu sýn, en eru í raun og veru í samræmi við
hvernig stofnað var til framboða í kosningunum og hvernig
áróðri var hagað í kosningabar áttunni. Framboðsmergðin
einkenndi kosningarnar og afleiðingar þess láta ekki á sér
standa, þ.e.a.s. fjölgun flokka sem tefur fyrir myndun
starfhæfrar ríkisstjórnar. Framgangur Borgaraflokksins
og fylgisaukning Samtaka um kvennalista verður síst til að
bæta stjórnarfarið heldur mun það auka vandann við að
mynda samhenta ríkisstjórn eftir að núverandi ríkisstjórn
hefur misst meirihluta á Alþingi vegna ósigurs Sjálfstæðis-
flokksins.
Framsóknarflokkurinn á nú aftur þingmenn í öllum
kjördæmum. Flann er stærsti flokkur fjögurra kjördæma
og næst stærstur í þremur. Kona var nú kjörin á þing fyrir
Framsóknarflokkinn í fyrsta sinn í rúm 30 ár, Valgerður
Sverrisdóttir úr Norðurlandskjördæmi eystra.
Formaður Framsóknarflokksins, Steingrímur Her-
mannsson, forsætisráðherra sigraði með glæsibrag í Reykja
neskjördæmi og ber af öðrum flokksforingjum í því efni
eins og sést á því að Svavar Gestsson og Þorsteinn Pálsson
urðu að þola afhroð í kjördæmum sínum og Jón Baldvin
Hannibalsson náði ekki því marki sem hann stefndi að sem
sigurvinningi fyrir sinn flokk og fyrir sjálfan sig. Steingrím-
ur hefur því sýnt í verki að hann er sterkasti sjórnmálamað-
ur landsins eins og skoðanakannanir hafa ævinlega bent
til. í Reykjaneskjördæmi hefur staðan gjörbreyst því að
nú er flokkurinn næst stærsti flokkur í kjördæminu en hlaut
ekki þingsæti síðast.
í Austurlandskjördæmi þar sem Halldór Ásgrímsson
sjávarútvegsráðherra og varaformaður Framsóknarflokks-
ins er í forystu kemur Framsóknarflokkurinn heill og
sterkur út úr kosningunum. Þar er atkvæðahlutfall flokks-
ins hæst á landinu og Framsóknarflokkurinn á þar bæði
fyrsta og annan þingmann kjördæmisins sem er óvenjulegt
og sýnir styrk Framsóknarflokksins á Austurlandi.
í Norðurlandskjördæmi vestra náði Framsóknar-
flokkurinn framúrskarandi árangri. Þar er atkvæðahlutfall-
ið næst hæst í landinu og vegur flokksins eins og best
verður á kosið undir forystu Páls Péturssonar formanns
þingflokks framsóknarmanna og Stefáns Guðmundssonar
formanns stjórnar Byggðastofnunar.
í Suðurlandskjördæmi voru úrslitin Framsóknarflokkn-
um hagstæð og verður Guðni Ágústsson ungur maður
fulltrúi flokksins ásamt Jóni Helgasyni landbúnaðarráð-
herra. Úrslitin í Vesturlands- og Vestfjarðakjördæmi urðu
að vísu ekki eins góð og æskilegt hefði verið. Eigi að síður
er Framsóknarflokkurinn stærsti flokkur á Vesturlandi og
Alexander Stefánsson fyrsti þingmaður kjördæmisins.
í Reykjavík hefur flokkurinn haldið stöðu sinni og á þar
try^gt fylgi sem er flokknum mikilvægt.
I Norðurlandskjördæmi eystra varð innbyrðissundrung
til þess að draga úr fylgi flokksins í bili en þar náði
flokkurinn tveimur fulltrúum eins og að var stefnt og
heldur öruggu sæti sínu sem stærsti flokkur kjördæmisins.
Heildarúrslit kosninganna eru Framsóknarflokknum í
vil. Úrslitin sýna að flokkurinn er víðsýnn landsmála-
flokkur sem starfar á breiðum grundvelli og nýtur traustrar
forystu. Pingflokkur framsóknarmanna er öflug sveit
ábyrgra stjórnmálamanna sem eru tilbúnir að takast á við
vandasöm verkefni af alvöru og raunsæi.
Þriðjudagur 28. apríl 1987.
GARRI
Konur til ábyrgðar
Úrslil kosnin)>anna sýna |>aA
meðal annars að þess cr krafíst af
nýkjörnum þingkonum Kvcnna-
listans að þær fari að láta meira til
sín taka við raunvcrulega stjórnun
þjóðmála. Fylgisaukning þeirra
sýnir, að því er Garri fær best scð,
að kjóscndur ætlast til að þær taki
cftirleiðis ábyrgari afstöðu til verk-
cfna Alþingis en verið hefur.
Það er sannast sagna að á síðasta
kjörtímabili þótti Garra að athafnir
þeirra á þingi bæru oft niciri svip
af leikaraskap en alvöru. Engu var
líkara en þær væru þar að njóta
þcss að vera konur í karlahópi; þær
lctu karlana áfram um að vinna þar
öll verkin og leyfðu þeim samtímis
að stjana við sig í fullum takti við
hcfðbundin samskipti kynjanna.
Úrslit kosninganna sýna hins
vegar að þetta dugar ekki lengur.
Núna heimta kjóscndur að verkin
séu látin tala. I komandi stjórnar-
myndunarviðræðum verður því til
þess ætlast að þær taki til hendinni
og fari að vinna rétt eins og karlarn-
ir. Fínar frúr, sem ekki fást til að
dýfa hendi í kalt vatn, duga ekki á
þingi.
Fallvaldur
ríkisstjórnarinnar
Þá er það líka Ijóst að hinn
raunverulegi fallvaldur ríkisstjórn-
arinnar í þessum kosningum er
Albcrt Guðmundsson. Þaö er á
hans ábyrgð að núverandi stjórn-
arflokkar hafa ekki lengur þann
meirihluta á þingi seni geri þeim
kleift að halda áfram samstarfi sínu
um stjórnun þjóðarskútunnar.
Þetta á við jafnt fyrir það þótt
Albert Guðmundsson: Fallvaldur
ríkisstjórnarinnar.
Framsóknarflokkurinn hafí komið
mun sterkari út úr kosningunum
en ýmsir höfðu spáð. Fyrir fjórum
árum tók ríkisstjórn Steingríms
Hcrmannssonar hér við bullandi
verðbólguástandi, en undir styrkri
forystu hennar tókst að skapa hér
þjóðarsamstöðu um sameiginlegt
átak til að ráða á þessu bót. Með
því móti tókst að ná verðbólgunni
niöur, og síöan hefur ríkisstjórnin,
undir forystu framsóknarmanna,
unnið mikið starf til þess að halda
hér áfram þróttmikilli uppbygg-
ingu atvinnuveganna, til hagsbóta
fvrir alla íslendinga, jafnt til sjávar
og sveita. Útkoma framsóknar-
manna í kosningunum sýnir að
þetta skilur þjóðin og metur að
verðleikum.
Það óheillaframtak Albcrts
Guðmundssonar að efna til klofn-
ingsframboðs á síðustu vikuin
kosningabaráttunnar er hins vegar
ástæða þess að Sjálfstæðisflokkur-
inn tapaði fylgi og fékk ckki að
njóta þeirra góðu vcrka sem hann
átti aðild að í stjórn Stcingríms
Hermannssonar. Af þeirri ástæðu
er Albert Guðmundsson hinn eig-
inlegi fallvaldur ríkisstjórnarinnar.
Óvissuástandið að því er varðar
komandi stjórnarmyndunarvið-
ræður er því hans sök. Fari svo að
hér komi til langvarandi stjórnar-
kreppu þá verður það aifarið að
skrifast á hans rcikning. Albert
Guömundsson hefur nú sýnt að
hann er ekki einn þeirra traustu og
ábyrgu stjórnmálaleiðtoga sem
þjóðin þarfnast ef henni á að takast
að halda atvinnulífí sínu og efna-
hagsmálum í öruggum farvegi
framfara og farsældar.
75% fylgi fjórflokksins
Þcgar úrslit kosninganna eru
skoðuð nánar kemur i Ijós að
hvorki meira né minna en fullir
þrír fjórðu hlutar kjósenda hafa
greitt gömlu flokkunum ijórum
atkvæði. Þetta má vera nokkur
lexía fyrir þá sem hæst hrópa um
fjórflokkinn sem þurfí að brjóta á
bak aftur til að koma hér á nýju
flokkakerfí.
En hér gilda leikreglur lýðræðis-
ins, og vilji kjósenda er skýr. Þótt
flokkarnir fjórir séu orönir gamlir
hafa þeir eigi að síður fylgt þróun
þjóðfélagsins. Það sýndi sig nú um
helgina að yfirgnæfandi meirihluti
þjóðarinnar vill hafa þá áfram.
Garri.
llllllinilllllilllll vItt og breitt niniiii!:iigi!"':■;:::;:::iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini!ii:;::
Stjórnin felld en
stefnan hélt velli
Ekki skýrðust línur í íslensku
stjórnmálalífi eftir að talið var upp
úr kjörkössunum, sem háttvirtir
kjósendur fylltu s.l. laugardag.
Samt urðu þáttaskil. Ef marka má
belging Alþýðubandalagsins um
vinstrimennsku, er bersýnilegt að
hún er að geispa golunni.
Allaballar héldu því mjög á lofti
að þeir væru eini valkostur vinstri
manna og þeir sýndu og sönnuðu
að allir aðrir flokkar væru til hægri,
en þeir einir héldu uppi merki
sósíalisma og vinstri hugsjónum.
Nú sjá þeir svart á hvítu að kjós-
endur kæra sig kollótta um vinstri
stefnu eða þau pólitísku mýrarljós
sem allaballar hafa fyrir stafni.
En harðsvíruð hægri stefna á
heldur ekki upp á pallborðið hjá
kjósendum. Afhroð Sjálfstæðis-
flokksins er sönnun þess að óheft
markaðshyggja og frelsi fjármagn-
seigenda er ekki það sem kjósend-
ur bera helst fyrir brjósti þegar þeir
ganga að kjörborði.
Alþýðubandalag og Sjálfstæðisf-
lokkur verða að bíta í það súra epli
að bíða sameiginlegt skipbrot.
Þessir flokkar, sem löngum hafa
talið hvor annan höfuðandstæðing,
renna sameiginlega á rassinn í
sömu kosningunum. í rauninni
hafa þeir nærst hver á öðrum og
hefur pólitíska umræðan oftar en
ekki samanstaðið af stóryrtum
orðahnippingum milli íhalds og
komma. Sú ófrjóa stjórnmálabar-
átta hefur nú fengið sinn dóm.
Höfuðandstæðingar
Sú árátta stjórnmálaforingja, að
velja sér höfuðandstæðinga, hefur
verið svolítið kjánaleg upp á síð-
kastið. Sjálfstæðisflokkurinn hafði
kommana lengstum í því hlutverki.
Svo var söðlað um í vetur og
kratarnir allt í einu orðnir höfu-
ðandstæðingar og rétt fyrir kosn-
ingar var Borgaraflokkurinn
sæmdur titlinum.
Að sama leyti var íhaldið höf-
uðandstæðingur kommanna. Ör-
fáum dögum fyrir kosningar var
Kvennalistinn orðinn hægri sinnað-
ur hernámsflokkur og hálfu hættu-
legri en hinir stríðsæsingaflokkarn-
ir, og öllum spjótum beint gegn
konunum. Annars var helst að
heyra á allaböllum að allir aðrir en
þeir væru svo sem sama hægra
kraðakið og valkosturinn því ekki
annar en að kjósa þá eða hægra
liðið.
Val þingflokkanna
Þegar nú kjósendur hafa lokið
sér af og tekið afstöðu, standa
þingflokkarnir frammi fyrir vali.
Þeim ber skylda til að koma saman
starfhæfri ríkisstjórn. Til þess eru
þeir kosnir.
Þótt gamli stjórnarmeirihlutinn
sé ekki lengur fyrir hendi vegna
hruns Sjálfstæðisflokksins, er ekki
þar með sagt að stjórnarstefnan
hafi beðið afhroð. Stofnandi
Borgaraflokksins og aðalnúmer
hans tók þátt í stjórnarstörfum allt
fram á síðustu vikur, og brotthvarf
hans úr stjórninni og stofnun nýs
flokks hafði ekkert með ágreining
um stjórnarstefnu að gera og í
stefnuskrá nýja flokksins er ekkert
sem boðar róttækar breytingar.
Klofningur Sjálfstæðisflokksins
er siðferðisbrestur og hefði hugtak-
ið siðgæði betur aldrei haldið inn-
reið sína í flokkinn, að minnsta
kosti frá sjónarhóli þeirra sem vilja
hann stóran og öflugan.
En það er tómt mál að tala um
samstarf gamla íhaldsins og hins
nýja. Siðferðið kemur í veg fyrir
það. En það er heldur ankannalegt
að stjórnarstefnan heldur velli þótt
stjórnin sé kolfallin.
Enn er mönnum heitt í hamsi
eftir kosningaslaginn og þvf ekki
tímabært að reka um of á eftir
myndun nýs meirihluta á Alþingi,
þótt ekki sé eðlilegt að það bíði
lengi.
Engin „kjölfesta“
Stjórnmálaforingjarættu að hafa
í huga að það er enginn kosinn á
þing til að vera þar í stjórnarand-
stöðu, ekki heldur kvennaflokkur-
inn. Þeir ættu því að manna sig upp
í að koma saman starfhæfri ríkis-
stjórn fyrr en sfðar.
Þingflokkarnir eru nú orðnir sex
að viðbættum Stefáni Valgeirssyni.
Sú staðreynd krefst nýrra vinnu-
bragða og að pólitísk hugsun verð-
ur að ná út fyrir þrönga flokkshags-
muni.
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki
lengur sú „kjölfesta“, sem hann
hefur miklað sjálfan sig af að vera
í íslensku stjórnmálalífi. Alþýð-
ubandalagið er heldur ekki öflugur
málsvari verkalýðs eða eins eða
neins, aðeins smáflokkur sem er að
skreppa saman og hæfa þessir höfu-
ðandstæðingar hvor öðrum.
Sú staða kom upp úr kjörkössun-
um að möguleiki er á ótrúlega
margs konar samsetningum ríkis-
stjórnar. Hver sem niðurstaðan
verður er fullljóst að ekki var kosið
á móti stjórnarstefnu Steingríms
Hermannssonar um síðustu helgi.