Tíminn - 28.04.1987, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 28. apríi 1987.__________________________________________________________________________________________________________ Tíminn 9
lliililllllll VETTVANGUR llllilllllllllllllilllllllilllllliíllliillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^
Neyð í New York
Að undanförnu, sem og svo oft áður, hefur mikið verið
rætt um námsmenn og kjör þeirra. Ennþá er í gildi 15-20%
skerðing lána til framfærslu sem menntamálaráðherra kom
á s.I. vor. En hvernig eru aðstæður námsmanna í raun og
veru? Eru kjör þeirra jafn slæm og haldið hefur verið fram
í fjölmiðlum, eða hafa þeir aðlagast skertum fjárhag?
Undirrituðum þótti þetta for-
vitnilegt viðfangsefni. Við ákváð-
uni því að gera könnun á högum
íslenskra nemenda í New York.
Við tókum húsnæðismál sérstak-
lega fyrir, þar sem New York er
önnur dýrasta borg í heimi og
hlýtur það óneitanlega að hafa
áhrif á hag þeirra námsmanna sem
þar stunda nám.
Urtakið nær yfir um helming
íslenskra námsmanna á New York
svæðinu, eða 30 manns og af þess-
um 30 náðist í 23. Við völdum
einstaklinga sem voru barnlausir
og höfðu ekki maka á sínu fram-
færi. Einnig þurftu þeir að hafa
síma svo hægt væri að ná í þá.
Há leiga
Þeir sem við ræddum við borg-
uðu leigu á bilinu $315-500 (kr.
12.600-20.000)* á mánuði, að með-
altali $385,40 (kr. 15.400). Fram-
færslan er nú $790 (kr. 31.600) á
mánuði, þannig að um helmingur
hennar fer í leigu.
*(Miðað við að $ l=kr. 40)
f töflunni hér fyrir neðan má sjá
hversu mikið viðmælendur okkar
greiða í leigu.
i
Klósett inní fataskáp
Algengast er að námsmenn deili
íbúðum með öðrum, oft með fólki
sem það þekkir ekki áður. Von-
laust er fyrir einstaklinga að leigja
einir, sökum hárrar leigu.
Samkvæmt könnuninni búa að
meðaltali 2,4 í sömu íbúðinni og
eru ulþ.b. 10 fm á mann.
f íbúðum viðmælenda var í flest-
um tilvikum sér baðherbergi og
einhvers konar eldunaraðstaða.
Hjá þeim sem búa á görðum var
sameiginlegt baðherbergi fyrir
ganginn, en engin eldunaraðstaða.
Þær íbúðir sem eru í þeim verð-
flokki sem íslenskir námsmenn
hafa „efni“ á, munu seint teljast
íbúðarhæfar á íslenskan mæli-
kvarða. Margar íbúðirnar eru án
innréttinga í eldhúsi, með baðkar í
eldhúsinu og klósettið inni í fata-
skáp. Kuldi og saggi og eilíf barátta
við skordýr af öllum stærðum og
gerðum er okkar daglega brauð.
í New York búa námsmenn
annað hvort á garði eða leigja á
hinum frjálsa markaði. Mjög erfitt
er að fá húsnæði á görðum og allt
að fimm ára biðlisti í þá. Húsnæði
þar er yfirleitt hvorki betra né
ódýrara en á almenna markaðnum
og vegna húsnæðisleysis í borginni
eru garðar oft langt frá skólum.
Skv. könnuninni er algengast að
íslenskir námsmenn leigi á hinum
almenna markaði, eins og sjá má á
eftirfarandi töflu.
Fjöldi %
Búa á garði 3 13
Búa á alm. markaði 20 87
23 100
Rusl hirt
Nær allir leigja íbúðir án hús-
gagna og hafa flestir þurft að koma
sér upp „búslóð" hér. Ymsar leiðir
eru notaðar til að afla sér hús-
gagna, svo sem að hirða hluti úr
ruslabingum á götunni og snurfusa
aðeins til. Margir útvega sér muni
frá Hjálpræðishernum eða öðrum
góðgerðastofnunum. Margar
skemmtisögur eru sagðar um ís-
lenska námsmenn, sem sést hafa
læðast út að næturþeli til að leita í
ruslabingum að einhverju nýtilegu.
Tryggingarfé
Hér í borg eru leigusamningar
oftast gerðir til 1-2 ára í senn og við
undirritun þeirra er einn mánuður
greiddur fyrirfram, auk þess sem
greitt er tryggingarfé, sem nemur
leigu fyrir einn mánuð. Á það skal
bent að um er að ræða reiðufé, en
ekki tryggingarvíxil. Tryggingar-
féð er endurgreitt að leigutíma
loknum, en það hjálpar ekki með-
an á námi stendur.
Hér tíðkast að fá íbúðir í gegn-
um leigumiðlara, eða auglýsingar í
blöðum. Leigumiðlarar taka
venjulega 10% af ársleigu eða sem
nemur mánaðarleigu fyrir sína
þjónustu.
Miðað við meðalleigu ($385,40)
og ef þjónusta leigumiðlara er
notuð, þarf að greiða $ 1.150 (kr.
46.000) við undirritun samnings.
LÍN tekur ekkert tillit til þessara
útgjalda, enda mun það algengt að
peningar sem eiga að notast til að
greiða skólagjöld, séu notaðir til
að komast yfir húsnæði. Síðan er
reynt að greiða skólagjöldin eftir
getu.
Boka- og
efniskostnaður
Bóka- og efniskostnaður fyrir
síðustu önn var að meðtaltali $ 510
(kr. 20.400), en LIN veitireinungis
$ 142 (kr. 5.680) fyrir honum ncma
í sérstökum tilfellum. Þarna vantar
að meðaltali $ 368 (kr. 14.720) og
ef við deilum þeirri upphæð jafnt á
fjóra ntánuði (eina önn), þá eru
það $ 92 (kr. 3.680) sem dragast frá
framfærslunni hvern mánuð.
Útgjöld
Eins og sést af framangreindu
hafa íslenskir námsmenn hér ekki
úr of miklu að spila. Hér fyrir
neðan er tafla sem sýnir fastan
kostnað fyrir hvern mánuð. Tekið
er meðaltal af okkar tölum. Bóka-
og efniskostnaður er reiknaður
eins og áður segir og tryggingarfé
Svanhildur Bogadóttir, skjalfræði-
nenii.
og leigumiðlunarkostnaði er deilt á
tólf mánuði.
Útgjöld
f. hvern mán. $ Kr.
Lciga 385,40 15.416
Bóka-ogefniskostn. 92,00 3.680
Tryggingarfé 32,10 1.284
Leigumiðlun Ferðakostn. 32,10 1.284
tilogfráskóla 60,00 2.400
Alls 601,60 24.064
Framfærsla LÍN 790,00 31.600
- Föst útgjöld -601.60 24.064
Alls 188,40 7.536
Fásinna er að ætla það að nokkur
maður geti lifað af $ 188 (kr. 7.520)
á mánuði. Af þessari upphæð á
eftir að taka mat, síma, hreinlætis-
vörur fatnað og aðrar nauðsynj-
Sólveig Hreiðarsdóttir, hagfræði-
nemi.
ar. Það er einfaldlega ómögulegt
að lifa af þessu.
Molbúaháttur
En hér er ekki öll sagan sögð:
LÍN greiðir $ 5.000 (kr. 200.000)
hámark í skólagjöid fyrir tvær
annir í fyrrihluta námi (undcrgra-
duate). Margir eru í mun dýrara
námi og þurfa þeir að greiða mis-
muninn sjálfir. Eðlilegt væri við
svona aðstæður að námsmönnum
væri gcfinn kostur á að vinna upp
í mismuninn. Það leyfir LÍN ekki.
Sá molbúaháttur er ríkjandi hjá
Lánasjóðnum að námsmaður rná
ekki fara yfir kr. 20.900 á mánuði
í sumartekjur. Af hvcrri krónu
sem fer yfir þetta mark eru teknir
65 aurar (65%) ogsíðan er heildar-
upphæðin dregin af framfærslunni.
Hér að neðan kemur dæmi um
námsmann sem vinnur í þrjá mán-
uði og hefur kr. 30.000 í mánaðar-
laun.
Laun kr. 90.000
— tekjumark — 62.700
Umfrarn 27.300
-65% - 17.745($444)
Eins og sjá má, þá telst náms-
maðurinn hafa 27.300 í tekjur
umfram framfærslu yfir sumarið.
Eftir að sumartekjur hans hal'a
verið umrciknaðar, eru dregnar
kr. 17.700 ($444) af láni til fram-
færslu vetrarins. Þetta þýðir að
námslán hvers mánaðar lækka urn
$50eða úr. $790 í $740. Námsmenn
lenda í þeirri aðstöðu að því meira
sem þeir vinna á sumrin, því meira
er dregið af lánum þeirra.
Lögbrjótar og
foreldrar
Af einstakri „snilld" hefur LÍN
skapað þennan vftahring fyrir ís-
lenska námsmcnn. Eina lausnin er
að leita eftir aðstoð t'oreldra og/eða
reyna að vinna með námi. Hér í
Bandaríkjunum er erlendum stúd-
entum bannað að vinna, en samt
eru flest okkar hér í vinnu, þ.c.
ólöglegri vinnu. í flestum tilvikum
er þetta óþrifaleg og illa launuð
vinna.
Hér fyrir ncðan er tafla sem
sýnir fjölda þeirra sem eru í vinnu
og/eða fá aðstoð að heiman, og
einnig þau sem vinna ekki.
Fjöldi %
Fá aðstoð og vinna 10 44
Fá aðstoð, vinna ekki 8 35
Engin aðstoð, vinna 4 17
Engin aðstoð vinna ekki 1 4
23 100%
Eins og sést af töflunni eru flest
okkar hér í ólöglegri vinnu og
þiggjum aðstoð að heiman. Það
verður seint of mikil áhersla lögð á
það að þau okkar sem cru í ólög-
legri vinnu taka ótrúlega áhættu
með því, auk þess sem það tekur
tíma frá náminu. Ef upp um okkur
kemst erum við umsvifalaust rckin
úr landi. Námslán eru nú 80-85%
af framfærslu og það er fáránlegt
að menntamálaráðherra skuli
neyða okkur til að vinna með
náminu og þar með að brjóta lög
annars lands! En mcðan framfærsl-
an er svona lág, hvað er til ráða?
Niðurstaða
Niðurstöður okkar eru á þann
veg að hinn íslenski námsmaður í
New York býr í afar litlu og lélegu
húsnæði. sem svo sannarlega væri
kallað hjallur á íslandi. Kartöflur,
kaffi og hveitilcngjur er
meginuppistaðan í fæði hans.
Hann er í ólöglegri vinnu og þiggur
aðstoð foreldra sinna. Þeir sem
ekki hafa unnið né fengið aðstoð
að heiman hafa hreinlega hrökklast
heim.
Námslánin nægja engan veginn;
ekki til framfærslu, og ekki til að
brúa bilið hvað varðar bóka- og
efniskotnað og skólagjöld. Ef sú
hugmynd sem nú er uppi, að lækka
framfærsluna enn frekar, kemur til
framkvæmda, þá eiga höfundar
hennar og stuðningsmenn á sam-
viskunni að hafa hrakið fleiri lugi
námsmanna frá nárni.
Þá fer orðið lítið fyrir uppruna-
legu markmiði sjóðsins, að tryggja
jafnrétti allra til náms.
Svanhildur Bogadóttir
Sólveig Hreiðarsdóttir
-------------- ------------------'
Fínt eldhús á okkar mælikvarða.