Tíminn - 28.04.1987, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.04.1987, Blaðsíða 11
10 Tíminn Þriðjudagur 28. apríl 1987. Þriðjudagur 28. apríl 1987. ÍÞRÓTTIR ■11 llllllllllll; (ÞRÓTTIR iiiniliiii llllllllilllllllll 111 Tíminn 11 Illlllllllilll Ta W NBA Úrslit í fyrsta hluta í úrslita- keppninni í bandaríska körfu- boltanum um helgina: Atlanta-Indiana ...110-94 Detroit-Washington . . . 106-92 Milwaukee-Phil. 76ers ..................107-104 Houston-Portland . . . 125-115 Lauk þar meö fyrstu umferö en í 2. umferð urðu úrslit þessi (staðan í viðurcignum liðanna fylgir cn þrír sigrar tryggja liöi áframhaldandi þátttöku): LA Lakers-Denver (Lakers leiða 2-0) Seattle-Dallas........ (Jafnt 1-1) Utah Jaz/.-Golden State 139-127 112-110 103-100 (Utah leiðir 2-0) Boston Celtics-Chicago . 105-96 (Celtics leiða 2-0) Phil. 76crs-Milwaukee (fr.) ...................... 125-122 (Jafnt 1-1) Atlanta-Indiana .........94-93 (Atlanta leiðir 2-0) Detroit-Washington . . . 128-85 (Detroit lciðir 2-0) Knattspyrna: Unglingalandsleikur - Island-Danmörk ytra í Evrópu- keppninni í kvöld íslendingar og Danir cigast við í Evrópukeppni unglingalandsliða (u- 18 ára) í dag og verður leikið á Bornholm. Auk þessara tveggja liða eru Belgar og Pólverjar í þessum riðli. Næstu leikir íslenska liðsins eru gegn Belgum hér hcima 26. maí og gegn Dönum 8. júní. Handknattleikur: Bryn jar áf ram h já KA - Jón fer líklega í Val Frá Ásgeiri Pálssyni á Akureyri: Öruggt er að Brynjar Kvaran mun þjálfa 1. deildarlið KA í handknatt- leik næsta keppnistímabil. Aðeins er eftir að ganga frá undirskrift samnings sem báðir aðilar hafa ann- ars samþykkt. Brynjar þjálfaði sem kunnugt er KA síðastliðinn vetur. KA-menn hafa endurheimt tvo leik- menn, þá Jakob Jónsson og Erling Kristjánsson. Tveir leikmenn ntunu kveðja hópinn, Eggert Tryggvason sem fer í nám til Danmerkur og Jón Kristjánsson sem mun að öllum líkindum leika með Val næsta kepp- nistímabil en hann verður við nám í Háskóla íslands. símakerfið koinið Lausnin er auðveldari en þig grunar Nú býður Póstur og sími takmarkaðan fjölda af hinum viður- kenndu Fox 16 símakerfum, sem eru sérhönnuð fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þú færð í einum pakka: Símakerfi með 6 bæjartínum, 16 innanhúss- númerum og 12 skjátækjum á ótrú- lega lágu verði: Aðeins 230.000. * * Með söluskatti, takmarkað magn. POSTUR OG SÍMI Söludeild Rvk, sími 26000 ogpóst- og símstöðvar um land allt. íslenska unglingalandsliðið tapaði illa fyrir Svíum í síðasta leik Norðurlandameistaramótsins en hafnaði eigi að síöur í 2. sæti. Hér skorar Þorsteinn Guðjónsson úr hraðaupphlaupi undir lok leiksins. Tímamynd pjetur Norðurlandameistaramót 18 ára pilta í handknattleik: íslenska liðið í öðru sæti Norðmenn urðu Norðurlandameistarar erí Svíar í 3. sæti íslenska unglingalandsliðið í handknatt- leik skipað leikmönnum f. 1968 og síðar hafnaði í 2. sæti á Norðurlandameistara- móti pilta sem háð var í Digranesi um helgina. íslenska liðið sigraði í þremur leikja sinna, gerði jafntefli við Norðmenn en tapaði fyrir Svíum. Norðmenn urðu Norðurlandameistarar en Svíar höfnuðu í NM u-18 ára í handknattleik: Þorsteinn bestur í vörn Konráð og Héðinn ofarlega á lista yfir markaskorara Þorsteinn Guðjónsson úr KR var valinn besti varnarleikmaður Norðurlandamest- aramóts 18 ára pilta í Digranesi um helgina. Þorsteinn er snaggaralegur og baráttuglað- ur leikmaður og er hann vel að þessum titli kominn. Það voru þjálfarar liðanna sem stóðu að vali bestu manna mótsins og voru verðlaun afhent í hófi að mótinu loknu. Svíinn Thomas Svensson var valinn besti markvörðurinn og kom það víst fáum á óvart enda er drengurinn sá talinn vera næst besti markvörðurSvía í dag, í A-landsliðinu vel að merkja. Rune Erland frá Noregi þótti bestur í sókninni og Peter Jörgensen frá Danmörku fékk viðurkenningu fyrir að skora flest mörk, 36 alls, en þann titil tryggði hann sér með því að skora 11 mörk í tveimur síðustu leikjunum. Konráð Olavs- son varð í 2. sæti yfir markaskorara.igerði 34 mörk og Héðinn Gilsson varð þriðjiimeð 32 mörk. 3. sæti. íslenska liðinu hafði verið spáð góðu gengi fyrir mótið, jafnvel meistaratitlinum en ekki fór nú svo að þessu sinni. Árangur íslenska liðsins á mótinu var þrátt fyrir allt góður, að Svíaleiknum frátöldum. Hann gerði út um endanlega niðurröðun liðanna og hefði átt að vinnast, til þess hefði aðeins þurft eðlilegan leik íslenska liðsins. Það virðist loða við íslensk handknattleiks- landslið að eiga einn slakan leik í móti og svo sannarlega var Svíaleikurinn af því tagi en vonandi fer „Svíagrílan" ekki að leggjast á unglingalandsliðið til viðbótar A-landslið- NM u-18 ára í handknattleik: Taugarnar brugðust - og Svíar gjörsigruðu afspyrnuslaka íslendinga Leikur íslenska unglingalandsliðsins gegn Svíum, úrslitaleikur Norður- NM í körfuknattleik: Neðsta sætið - slakasti árangur íslenska landsliðsins á Norðurlandamótinu frá upphafi íslenska landsliðið í körfuknaltlcik reið ekki feitum hesti frá Norðurlandainótinu í körfuknattleik sein lauk í Horsens í Danmörku á sunnudaginn. íslenska liðið tapaði öllum sínuin leikjum á mótinu og hal'naði í neðsta sæti. Fyrir mótið hafði veriö rætt um að íslenska liðið ætti góða möguleika, hér væri á ferðinni eitt sterk- asta landslið íslands og fleira í þá átt en árangurinn varð langt frá því sem menn höfðu búist við. Mótið hófst með leik gegn Norðmönn- um sem tapaöist 70-75 eftir slaka byrjun. Næsti leikur var gegn Svíum og höfðu fslendingarnir þá forystuna framanaf en töpuðu síðan 80-96. Þriðji leikurinn var gegn Finnum á laugardaginn og þar mættu Islendingar ofjörlum sínum, lokatölurnar urðu 71-107, 36 stiga munur. Heimamenn voru síðastir á dagskrá íslenska liðsins. Sá leikur var jafn en íslcnska liðið þó ávallt yfir. Þannig var það líka fáeinum sekúnd- um fyrir leikslok, staðan 86-85 fyrir ísl- andi. Dæmt var á íslcnska liðið og Danir höfðu tvær sckúndur til að komast yfir. Það tókst þeim og sigurinn gekk íslend- ingum úr greipum, sárgrætilcgt. Islenska liðið fékk rækilegan rassskell á þessu Noröurlandamóti, kannski óverð- skuldaðan, en svona nokkuð ætti að kenna íslendingum lexíu sem gott verður að hafa í huga þcgar kemur að þátttöku annars landsliðs - handknattleikslands- ' liðsins - á Ólympíuleikunum í Seoul. Það verður ncfnilcga alltaf að gera ráð fyrir tapinu líka þó möguleikar á sigri virðist góðir. landameistaramóts 18 ára pilta í handknatt- leik, varð ekki sá úrslitaleikur sem flestir áttu von á. Frá fyrstu mínútu mátti sjá merki taugaveiklunar á íslensku strákunum og Svíarnir nýttu sér það og sigruðu auð- veldlega. Leikurinn var hreint grátlegur á að horfa og íslenska liðið alls ekkert líkt því sem það á að sér. Lokatölurnar urðu 25-19 sem þó dugði Svíum ekki til að ná í 2. sætið, íslendingar héldu því á örlítið betra mar- kahlutfalli. Annað sætið á mótinu verður að teljast góður árangur þótt óneitanlega hefði verið gaman að sjá Norðurlandabikar- inn á íslandi í fyrsta sinn síðan 1970. Svíarnir náðu strax undirtökunum og komust í 4-1. íslendingar náðu að jafna 4-4 um miðjan hálfleikinn en aftur dró sundur með liðunum og staðan í hálfleik var 13-8. Enn bættu Svíar við og mátti sjá tölur eins og 18-10 og 22-12. Þá birti aðeins yfir landanum og staðan breyttist í 23-17. Sami munur var í lokin, 25-19. Um leik íslenska liðsins er í sjálfu sér ekki mikið að segja annað en það að hann gleymist vonandi fljótlega. Taugaveiklun réði þar ferðinni lengst af. Líkast til hafa miklar væntingar orðið þessum ungu leik- mönnum ofraun. Einna eðlilegast lék Berg- sveinn Bergsveinsson f markinu sem varði 14 skot, þar af tvö víti og Konráð Olavsson og Héðinn Gilsson skoruðu mörg faileg mörk. Mörkin, Island: Konráð Olavsson 8(2), Héðinn Gilsson 7, Þorsteinn Guðjónsson 2, Árni Friðleifsson 1, Sigurður Sveinsson 1. Svíþjóð, markahæstir: Claudio Zec 9(6), Allan Delac 7. íþróttir eru einnig á bls 12-13. Knattspyrna, Ísland-Frakkland: Tigana, Battiston og Ferreri ekki með Þrír franskir knattspyrnulands- liðsmenn leika ekki með liði sínu gegn íslenska landsliöinu í Evrópu- leiknum í Frakklandi annað kvöld. Patrick Battiston, Jean Tigana og Jcan-Marc Ferreri eru allir inciddir en í stað þeirra koma inn i hópinn Jcan-Francois Domergue, Fabrice Poullain og Dominique Bijotat. Þrímenningarnir sem ekki verða með eru allir lykilmenn í franska liðinu og léku allir mcð liðinu í Heimsmeistarakcppninni. Meiðsl þessara manna veikja óneitanlega franska liðið en að sama skapi ættu möguleikar íslenska liðsins á hag- stæðum úrslitum að aukast. Liðin léku sem kunnugt er í Evrópu- keppninni á Laugardalsvelli í haust og urðu úrslit þá 0-0. Þá mættu Frakkar með sitt sterkasta lið. Vinningstölurnar 25. apríl 1987. Heildarvinningsupphæð: 4.396,408,- 1. vinningur var kr. 2.200.508,- Aðeins einn þátttakandi var með fimm réttar tölur. 2. vinningur var kr. 658.952,- og skiptist hann á 164 vinningshafa, kr. 4.018,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.536.948,- og skiptist á 6.099 vinningshafa, sem fá 252 krónur hver. Upplýsingastmi: 685111 LANDSVERK Langholtsvegi 111, sími 686824.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.