Tíminn - 28.04.1987, Blaðsíða 13
Þriöjudagur 28. apríl 1987.
Tíminn 13
Andrésar-Andar leikarnir á skíðum:
Spennandi keppni
Frá Ásgeiri Pálssyni á Akureyri:
Andrésar Andar leikarnir á skíð-
um fóru fram í Hlíðarfjalli við
Akureyri í lok síðustu viku. Um 420
keppendur mættu til leiks auk
margra fararstjóra. Ágætt veður var
á Akureyri meðan á leikunum stóð.
Leikarnir voru settir á miðvikudags-
kvöld með skrúðgöngu, messu og
mótseldur tendraður þar á eftir.
Að morgni fyrsta sumardags hófst
keppnin með stórsvigi 7 ára. í flokki
drengja sigraði Jóhann Þórólfsson
Akureyri en í flokki stúlkna Eva
Dögg Pétursdóttir ísafirði. Eva
Dögg kom í mark á rúmum tveimur
sekúndum betri tíma en næsti kepp-
andi. Veitt voru verðlaun fyrir 6
efstu sætin.
í stórsvigi 8 ára drengja sigraði
Páll Jónasson Seyðisfirði en Arna
Rún Guðmundsdóttir Akureyri í
flokki stúlkna. Arna kom í niark
rúmri sekúndu á undan næsta kepp-
anda.
Það var hörkukeppni í stórsvigi 9
ára drengja. Sveinn Bjarnason
Húsavík sigraði en Grímur Rúnars-
son ísafirði varð annar. í flokki 9 ára
stúlkna sigraði Brynja Þorsteinsdótt-
ir með miklum yfirburðum.
1 stórsvigi 10 ára drengja sigraði
Gísli Már Helgason Siglufirði, kom
í mark einni sekúndu á undan næsta
keppanda. í flokki stúlkna í sama
aldursflokki sigraði Hjálmdís Tóm-
asdóttir Neskaupstað glæsilega,
hafði nær fjögurra sekúndna forskot.
í stórsvigi 11 ára drengja sigraði
Sverrir Rúnarsson Akureyri örugg-
lega. Par með hófst sigurganga hans
en hann sigraði í þremur greinum á
leikunum. Sandra Björg Axelsdóttir
Seyðisfirði sigraði hjá stúlkunum í
sama aldursflokki.
Ásbjörn Jónasson KR sigraði í
stórsvigi 12 ára eftir mikla keppni
við Arnar Friðriksson Akureyri. Sísí
Malmquist sigraði nokkuð örugglega
í stórsvigi 12 ára stúlkna.
Birgir Karl Ólafsson Seyðisfirði
sigraði í svigi 12 ára drengja en Elín
Porsteinsdóttir Siglufirði í svigi 12
ára stúlkna.
Sverrir Rúnarsson sigraði örugg-
lega í svigi 11 ára drengja. Greinilegt
er að hér er mikið efni á ferðinni en
hann kom í mark rúmum 3 sek. á
undan Sveini Brynjólfssyni Dalvík
sem varð annar. Hildur Ösp Þor-
steinsdóttir Akureyri sigraði í svigi
11 ára stúlkna eftir mikla keppni við
Söndru Björk Axelsdóttur Seyðis-
firði.
Gísli Már Helgason Siglufirði sigr-
aði í svigi 10 ára drengja en Hjálmdís
Tómasdóttir Neskaupstað í stúlkna-
flokknum.
Eftir fyrri umferð í svigi 9 ára
drengja hafði Sveinn Þorvaldsson
Dalvík forystu en í seinni umferð
missti hann hana til Bjarka Más
Flosasonar Siglufirði. Brynja Þor-
steinsdóttir Akureyri krækti í sín
önnur gullverðlaun með sigri í svigi.
Naumur var þó sigurinn því Brynja
og Hrefna Ólafsdóttir Akureyri, sem
varð önnur, fengu sama tíma í síðari
umferð.
Það gekk ekki vel hjá Páli Jónas-
syni Seyðisfirði í fyrri umferð svigs-
ins í 8 ára aldursflokknum en glæsi-
leg seinni umferð færði honum fyrsta
sætið. Aðalheiður Reynisdóttir Ak-
ureyri sigraði í svigi 8 ára stúlkna.
Arnrún Sveinsdóttir Neskaupstað
kom, sá og sigraði í svigi 7 ára
stúlkna en Sturla Már Bjarnason
Dalvík sigraði í sama aldursflokki
drengja.
Á leikunum var keppt í göngu
með hefðbundinni aðferð og einnig
göngu með frjálsri aðferð. Sigurveg-
arar urðu: Ingólfur Magnússon
Siglufirði (7 ára, I km), Hafliði
Hafliðason Siglufirði (8-9 ára, 1,5
km), Már Örlygsson Siglufirði (10-
11 ára, 2.0 km), Hulda Magnússon
Siglufirði (12 ára og yngri 2,0 km),
Kári Jóhannesson Akureyri (12 ára,
2,5 km.)
Norðlendingar hirtu öll gullverð-
launin í göngunni að undanskilinni
göngu með frjálsri aðferð þar sern
Davíð Jónsson Ármanni sigraði í
tlokki 10-11 ára. Önnur úrslit í
göngu með frjálsri aðferð urðu:
Albert Arason Ólafsfirði (9 ára og
y), Hulda Magnúsdóttir Siglufirði
(12 ára og y) Kári Jóhannesson
Akureyri (12 ára).
1 skíðastökki voru gefin stig fyrir
lengd og st.il. Stefán Sigurðsson
Akureyri sigraði í 10 ára flokki með
121,8 stig. í flokki II ára sigraði
Sverrir Rúnarsson með 134,5 stig og
hlaut þar með sín þriðju gullverð-
laun. Ásmundur Einarsson Siglu-
firði sigraði örugglega í flokki 12 ára
nteð 136,9 stig.
Meðan á leikunum stóð heimsóttu
margir góðir gestir keppendur. M.a.
lék Valgeir Guðjónsson „Hægt og
hljótt" í fimm mismunandi útgáfum
i íþróttahöllinni. Á laugardag var
leikunum síðan slitið og héldu kepp-
endur til sinna heima staðráðnir í að
mæta aftur að ári.
Frjálsar íþróttir:
Góður árangur hjá Carl
Lewis í langstökkinu
Carl Lewis náði góðum árangri í
sinni fyrstu langstökkskeppni í
heilt ár er hann keppti á frjáls-
íþróttamóti í Bandaríkjunum um
helgina. Lewis stökk 8,77 m i of
miklum meðvindi en lengsta lög-
lega stökk hans mældist 8,66 m.
Stökkserían hjá honum var mjög
góð, 8,63, 8,64, 8,77, 8,66, 8,66,
8,66.
Lewis segist vera mun betur
búinn undir keppnistímabilið i ár
en hann var í fvrra. „Nú er andlega
hliðin í lagi, ég var orðinn eitthvað
þreyttur á þessu í fyrra'* segir
Lewis.
John Brenncr setti nýtt amcrískt
met í kúluvarpi á þessu sama móti,
varpaði 22,52 m.
0
sm
nðarl
EFLUM STUDNING VID ALDRADA.
MIDIÁ MANN FYRIR HVERN ALDRADAN.
vinn*
Umboð í Reykjavík
’ * og nágrenni:
AÐALUMB0D: Tjarnargúlu 10, símar: 17757og 24530.
Sparisjólur Reykjavlkur og nágrennls.
Austurstrúnó 3, Seltjarnamesl, siml: 625956.
Bókaverslunln Huglóng, Biólstorgi, slml: 611535.
Verslunln Heskjor, Ægisslóu 123, slmar: 19832 oo 19292.
Bókaverslunln Ullarslell, Hagamel 67, slml: 24960.
Sjóbúóln Oranóagarðl 7, slml: 16814.
Sparisjóóur Reykjavikur og nágrennis,
Skólavúróusllg 11, slmi: 27766.
Passamynólr hl., Hlemmlorgi, slml: 11315.
Sparisjoóurinn Punóió, Hátun 2 B, simi: 622522.
Bókaversiunin Orilflll, Sióumúla 35, slmi: 36011.
Hreylill, benslnatgreiósla, Fellsmúla 24, simi: 685521.
Paul Helóe Glæslbæ, Allheimum 74, slmi: 83665.
Hralnlsla, skrllslolan, slmar: 38440 og 32066.
Bókabúó Fossvogs, Clslalanól 26, slml: 686145.
Lanósbankl Islanós, Rolabæ 7, slml: 671400.
Bókabúð Brelóholts, Arnarbakka 2, slml: 71360.
Straumnes, Vesturberg 76, slmar: 72800 og 72813.
K0PAV0GUR: Bóka- og rltlangaverslunln Veóa, Hamraborg 5, slml: 40877.
Borgarbúóln, Hólgerði 30, sími: 40180.
GARDABÆR: Bókaverslunln Grlma, Garóatorg 3, slml: 656020.
HAFNARFJÖROUR: Kárl- og Sjómannalálaglí, Stranógötu 11-13, slml: 50248.
Hralnisla Halnarflrúi, slml: 53811.
M0SFELLSSV6IT: Bóka- og rltfangaverslunln Aslell, Háholt 14, slml: 668620.
Þökkum okkartraustu viðskiptavinum
og bjóðum nýja velkomna.
R
Happdiætti
Dualarheimilis Aldmöra Sjómanna
Breidd 12,20 m. Lengd 33 m.
Breidd 12 m. Lengd 24 m.
Þessi hús sem eru byggð úr stálgrind og sérstöku níösterku plast-
efni, sem þolir mikil veöur og eld.
Húsiö má setja upp á nærri hvaða jaröveg sem er. Það tekur aðeins
örfáa daga aö setja húsin upp eða taka þau niöur.
Op verðið er eins og á meðalbfl: 8-900.000,-
Einnig er hugsanlegt að leigja húsin.
Gísli Jónsson og Co hf.
Sundaborg 11, sími 686644.
rafflhjólp
Af marggefnu tilefni og ábendingum frá ótalmörgum
vinum Samhjálpar um land allt, sjáum við okkur ekki
annað fært en vekja athygli á því, að allar vörur Sam-
hjálpar eru áprentaðar með Samhjálparmerkinu og
aðeins slíkar eru frá Samhjálp, hvað svo sem bjóðend-
ur vamings gefa í skyn.
Þá bendum við einnig á, að allir starfsmenn Samhjálp-
ar bera starfsmannapassa, sem þeir sýna mjög fúslega.
Með von um áframhaldandi stuðning við málefni okkar.
Virðingarfyllst,
Samhjálp
Óli Ágústsson.
I^^SSjúkraliðar
Sjúkraliöa vantar aö dvalar- og sjúkradeild Horn-
brekku Ólafsfiröi. Umsóknarfrestur er til 22. maí
1987. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma
96-62480.
Auglýsing
frá Útvegsbanka íslands um innlánsreikninga
Samkvæmt 7. gr. laga nr. 7, 18. mars 1987, um
stofnun hlutafélagsbanka um Útvegsbanka fs-
lands skulu innlánsreikningar viö Útvegsbankann
flytjast til Útvegsbanka íslands hf. þann 1. maí n.k.
nema innistæðueigendur óski annars.
Jafnfram.er bent á, aö ríkisábyrgð á innistæðum í
Útvegsbanka íslands hf. helst til 1. maí 1989.
Útveqsbanki íslands.