Tíminn - 28.04.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Þriðjudagur 28. apríl 1987.
FRETTAYFIRLIT
LUNDÚNIR — Ferjuslysið
við Zeebrugge í Belgíu í mars-
mánuði, þar sem um 200
manns létu lífið, varð nær ör-
ugglega vegna þess að skipið
lét úr höfn með dyrnar á fram-
stafninum opnar. Þaðvarrann-
sóknarnefnd á vegum bresku
ríkisstjórnarinnar sem komst
að þessari niðurstöðu. í gær
tókst að koma ferjunni aftur á
flot og var hún dregin til hafnar.
TOKYO — Bandaríkjadalur
heldur áfram að lækka á al-
þjóðlegum gjaldeyrismörkuð-
um og í gærmorgun var hann
seldur á 137,25 yen. Hann
hækkaði hinsvegar nokkuð í
verði er líða tók á daginn og
var að þakka stöðugum kaup-
um seðlabanka Japans á
gjaldmiðlinum.
LÚXEMBORG — Utanrík-
isráðherrar Evrópubandalags-
ríkjanna hófu tveggja daga
fundarhöld í gær og ráðgerou
þar að ræða viðskipti við Jap-
ana, friðarhorfur í Mið-Austur-
löndum og umsókn Tyrkja í hið
tólf ríkja bandalag.
STOKKHÓLMUR
Hernaðarsérfræðingur hjá
hinni áhrifamiklu sænsku
vopnarannsóknarstofnun
sagðist hafa sannanir fyrir því
að tvö ríki innan Varsjábanda-
lagsins hefðu selt vopn til
Contra skæruliðanna í Nicar-
agua, sem njóta stuðnings
Bandaríkjastjórnar.
LISSABON — Mario Soar-
es forseti Portúgals hefur kall-
að rikisráðgjafa sína á sérstak-
an fund í dag þar sem ræddir
verða möguleikar á að halda
kosningar í Portúgal fyrr en
áætlað er.
LUNDUNIR - Útvarpið í
Teheran sagði frana hafa
hrundiðáttagagnárásum íraka
við vígstöðvarnar í norðaustri
og halda áfram sókn sinni á
því svæði.
*ARÍS - Yitzhak Shamir
orsætisráðherra ísraels kom
il Frakklands f gær í fjögurra
laga opinbera heimsókn. Gert
ir ráð fyrir að Shamir ítreki, í
riðræðum við franska ráða-
nenn, andstöðu sína við hua-
nyndir um alþjóðlega ráð-
itefnu um málefni Mið-Austur-
anda.
Fortíð Austurríkisforseta enn í sviðsljósinu:
Waldheim meinað að
heimsækja Bandaríkin
Wavhinotnn - Rpntpr
Washington - Reuter
Kurt Waldheim fyrrum aðalritari
Sameinuðu Þjóðanna og núverandi
forseti Austurríkis fær ekki að koma
til Bandaríkjanna sem almennur
borgari vegna tengsla hans við að-
gerðir þýska hersins í síðari heims-
styrjöldinni. Það var dómsmálaráðu-
neytið bandaríska sem frá þessu
skýrði í gær.
Þetta er í fyrsta skipti sem stjórn-
völd eins ríkis ákveða að nægar
sannanir séu fyrir hendi sem tengja
Waldheim við ódæðisverk nasista.
Dómsmálaráðuneytið hefur látið
fara fram rannsókn á máli Wald-
heims alveg síðan ásakanir um tengsl
hans við nasista komu fyrst fram
fyrir rúmu ári.
Það er Alþjóðaráð gyðinga sem
mest hefur kafað ofan í fortíð Wald-
heims og hafði það ítrekað hvatt
yfirmann dómsmálaráðuneytisins
Edwin Meese til að banna austur-
ríska forsetanum að koma til Banda-
ríkjanna.
Alþjóðaráð gyðinga hefur sakað
Waldheim um að hafa verið foringi
í njósnadeild þýska hersins á Balk-
anskaga í síðari heimsstyrjöldinni, á
sama tíma og fjöldamorð voru fram-
in á júgóslavneskum bændum og
grískir gyðingar voru fluttir í þús-
undatali í útrýmingarbúðir. Wald-
heim hefur þrálátlega neitað öllum
slíkum ásökunum en nýlega birti
sérstök deild innan dómsmálaráðun-
eytisins, sem fæst við stríðsglæpi
nasista, ný sönnunargögn sem gera
fortíð Waldheims enn grunsamlegri.
Kurt Waldheim fyrrum aðalritari SÞ
og núverandi Austurríkisforseti:
Kominn á svarta listann í Bandaríkj-
unum
Waldheim myndi sem forseti
Austurríkis geta farið í opinbera
heimsókn til Bandaríkjanna en slík
heimsókn myndi örugglega verða
tilefni nýrra vandræða fyrir þennan
fyrrum aðalritara SÞ og ólíklegt
þykir að Reagan forseti muni bjóða
Waldheim velkominn eftir þessa
ákvörðun dómsmálaráðuneytisins.
Suður-Kórea:
Roh þykir líklegur
eftirmaður Chuns
Seoul - Reuter
' Stjórnarflokkurinn í Suður-Kóreu
tilkynnti í gær að hann myndi halda
landsfund þann 10. júní og þar yrði
ákveðið hver tæki við af forsetanum
Chun Doo Hwan. Kjörtímabili hans
lýkur í febrúar á næsta ári.
í tilkynningu Lýðræðislega rétt-
lætisflokksins var ekki tekið fram
hverjir væru líklegastir til að berjast
um hnossið. Stjórnmálaskýrendur
voru þó flestir sammála um að
flokksformaðurinn Roh Tae-Woo,
54 ára gamall, væri manna líklegast-
ur til að hljóta útnefninguna. Roh
útskrifaðist úr herskóla árið 1955
ásamt vini sínum Chun, síðan hafa
þeir verið nánir samstarfsmenn.
Chun náði völdum árið 1979 og
síðan þá hefur Roh gegnt ráðherra--
embætti, fyrir pólitísk samskipti,
íþróttamál, innanríkismál og verið
forseti Ólympíunefndar Seoulborg-
ar, en varð síðan formaður flokksins
árið 1985.
Samningaviðræður milli stjórnar-
innar og stjórnarandstöðunnar um
nýja stjórnarskrá hafa siglt í strand
og nýlega tilkynnti Chun forseti að
hin umdeilda stjórnarskrá hans frá
árinu 1980 yrði í gildi, allavegana
fram yfir Ólympíuleikana sem verða
haustið 1988. Það þýðir að þjóðin
fær ekki að kjósa forseta sinn í
desembermánuði heldur verður það
5300 manna ráð sem Chun og flokk-
ur hans hafa töglin og haldirnar í.
Margir hafa orðið til að mótmæla
þeirri ákvörðun Chuns að fresta
breytingum á stjórnarskránni og í
gær hófu 79 rómversk-kaþólskar
nunnur hungurverkfall í borginni
Kwangju. Þær gengu til liðs við 15
presta sem fastað hafa frá því í
síðustu viku til að leggja áherslu á
kröfur sínar um að stjórnin segi af
sér og frjálsar kosningar fari fram.
Reuters fréttastofan um alþingiskosningarnar
hér á landi:
Kvennalistinn
með lykilinn að
stjórnarmyndun
Reuters fréttastofan skýrði
nokkuð náið frá gangi mála í
alþingiskosningunum hér á landi
og í gær birti Reuter fréttayfirlit
þar sem kvennalistakonur voru
sagðar hafa verið hinir eiginlegu
sigurvegarar kosninganna. Því var
þó við bætt að mikil óvissa ríkti á
stjórnmálasviðinu eftir fall ríkis-
stjórnarinnar.
Rcuter sagði Sjálfstæðisflokkinn
hafa tapað fjórðung þingsæta sinna
sem hefði valdið hruni ríkisstjórn-
arinnar og því að Kvennalistinn
hefði nú lykilinn að völdunum í
höndum sér.
„Það er enginn vafi á því að
ríkisstjórnin er fallin og ég óttast
að nú fari í hönd upplausnartímabil
á fslandi", var haft eftir Steingrími
Hermannssyni forsætisráðherra,
óumdeilanlega vinsælasta stjórn-
málamanni landsins.
Fréttamaður Reuters taldi lík-
legast að stjórnarmyndunartilraun-
ir myndu beinast að því að fá
þingmenn Kvennalistans til
samstarfs. Fréttamaðurinn hafði
eftir pólitískum heimildum hér á
landi að líklegast væri að Fram-
sóknarflokkurinn og Sjálfstæð-
isflokkurinn reyndu að fá Kvenna-
listann með sér í stjórn en einnig
væri hugsanlegur möguleiki sam-
starf Sjálfstæðisflokks, Alþýðu-
flokks og Kvennalista.
Reuter minntist einnig á hið
mikla atkvæðamagn sem hinn ný-
stofnaði Borgaraflokkur Alberts
Guðmundssonar fékk en taldi ólík-
legt að hann færi í stjórn, reyndar
sagði í skeytum fréttastofunar að
væntanlegar stjórnarmyndunarvið-
ræður gætu reynst svo erfiðar að
vel gæti svo farið að efna yrði til
kosninga aftur í haust.
Filippseyjar:
Nicaragua:
Ráðstefnumiðstöð
gefið nafn Palmes
Ráðstefnumiðstöð sem kennd er
við nafn Olofs Paime hefur nú
verið byggð í Managua, höfuðborg
Nicaragua. Salarkynnin eru í mið-
borg Managua og var Lisbet
Palme, ekkja sænska forsætisráð-
herrans fyrrverandi, viðstödd opn-
unarhátíðina um helgina.
Fyrsta samkundan í Olof Palme
ráðstefnumiðstöðinni hófst síðan í
gær þegar þar komu saman 107
fulltrúar ríkisþinga víðs vegar úr
veröldinni. Fundarhöld þeirra
standa yfir fram í næstu viku.
Stjórn Sandinista hefur látið
byggja upp miðborg Managua í
áföngum síðan hún tók við stjórn-
artaumunum eftir að einræðisherr-
anum Somoza hafði verið komið
frá völdum. Managuaborg lagðist
nánast í rúst í miklum jarðskjálft-
um árið 1972.
(Byggt á Nicaraguan News)
Dýrin á Calauit
fá félagsskap
Manila-Reuter
íbúum eyju einnar á Filippseyj-
um, sem sonur Ferdinand Marcosar
fyrrurn forseta gerði að einkaveiði-
svæði sínu, mun verða leyft að snúa
aftur til síns heima. Þetta var haft
eftir talsmanni stjórnskipaðrar
nefndar í gær.
Talsmaður Mannréttindanefndar
Filippseyja sagði að sonur Marcosar,
Ferdinand yngri, hefði friðlýst eyj-
una Calauit árið 1976 og látið flytja
íbúanna til nærliggjandi eyja. Þetta
hefði þó aðeins verið yfirskyn því
Ferdinand yngri hefði notað eyjuna,
sem veiðistað sinn.
Það er einkastofnun sem sér um
rekstur Calauit nú og mótmælti tals-
maður hennar mjög fyrirhuguðum
aðgerðum stjórnvalda. Sagði hann
að mörg hinna fágætu dýra Filipps-
eyja, sem flutt hafa verið til Calauit,
væru í hættu settist fólk aftur að á
eynni.
Mannréttindanefndin heldur því
hinsvegar fram að þær 250 fjölskyld-
ur sem hraktar voru á brott frá eynni
geti vel lifað í sátt og samlyndi við
dýrin þar.
Calauit er ein sjö þúsund eyja sem
mynda Filippseyjar og þar má finna
fágætar tegundir hjartardýra svo og
páfagauka, krókódíla og skjaldbök-
ur svo eitthvað sé nefnt.