Tíminn - 28.04.1987, Blaðsíða 15
Þriöjudagur 28. apríl 1987.
liílllllllllll MINNING iillllllllllllll
Tíminn 15
Böðvar Lárus Hauksson
Fxddur 11. október 1946.
Dáinn 19. apríi 1987.
Böðvar L. Hauksson, mágur
minn, sem hér er minnst, lést á
páskadag á Borgarspítalanum eftir
stutta og stranga legu úr sjúkdómi,
sem gerði engin boð á undan sér.
Fyrir mánuði gekk hann heill til
skógar, - í dag er hann borinn til
grafar, aðeins fertugur að aldri, og
er sárt saknað af þeim, sem til hans
þekktu.
Böðvar fæddist 11. október 1946.
Hann var yngsta barn Láru Böðvars-
dóttur og Hauks Eggertssonar, for-
stjóra Plastprents hf. Eldri systkini
hans eru Ágústa, tónlistarkennari,
gift Jónasi Ingimundarsyni, píanó-
leikara, og Eggert. viðskipta-
fræðingur, kvæntur undirritaðri.
Böðvar varð stúdent frá VÍ 1967
og viðskiptafræðingur frá Hl 1972.
Hann starfaði sem fulltrúi hjá Plast-
prent hf. 1972/73, skrifstofustjóri
Iðnlánasjóðs 1973/77, á ný fulltrúi
hjá Plastprent hf. 1977/80 og loks
viðskiptafræðingur hjá Hagdeild
Landsbanka íslands frá 1980.
Böðvari var starf sitt í Landsbank-
anum mikils virði, þar sem hann
tókst á við vaxandi verkefni og
ábyrgð. Hann var nýorðinn for-
stöðumaður í Hagdeild bankans og
framkvæmdastjóri Útflutningslána-
sjóðs, sem er sameignarstofnun
Landsbankans, Iðnaðarbankans og
Seðlabankans. Hann fór oft utan á
vegum bankans og kom fyrir
skömmu úr ferð frá Bandaríkjunum,
þar sem hann kynnti sér hliðstæð
störf í þarlendum banka og heimsótti
íslenskt fyrirtæki, sem Landsbank-
inn á viðskipti við.
Starfsfélagar Böðvars í Lands-
bankanum stækkuðu vinahóp hans,
sem hann og fjölskylda hans eignað-
ist góðar stundir með. Þessir félagar
reyndust honum, ásamt öðrum
vinum, ómetanlegir í veikindum
hans, stöppuðu í hann stálinu og
biðu þess að úr rættist.
Böðvar var tengdur foreldrum
sínum og fjölskyldu sterkum
böndum, þar sem umhyggjusemi og
hlýja sátu í fyrirrúmi. Samband þeirra-
mæðgina ver sérstakleg náið, bland-
að alvöru og glettni. Samræður
viðskiptafræöingur
þeirra voru oft á við góða skemmti-
þætti. Þeim var leikur einn að kitla
hláturtaugar viðstaddra án þess að
vega að nokkurri sálu.
Föður sinn studdi hann með ráð-
um og dáð við rekstur Plastprents
hf., sem fjölskyldan stofnaði ásamt
öðrum fyrir 30 árum. 24. mars s.l.,
tveim dögum áður en Böðvar veikt-
ist, mætti hann á aðalfund Plastprent hf.
þar sem glaðst var yfir árangri síðasta
árs og ákvörðun tekin um verkefni
framundan. Minnisstætt er, þegar
hann í fundarlok fór með föður
sínum og bróður að skoða nýja
verksmiðjubyggingu fyrirtækisins,
sem flutt verður í innan skamms.
í sjúkdómslegu sinni vék hugur Böðv-
ars oft að þessum stærsta áfanga í
sögu Plastprents hf. og fylgdist hann
áhugasamur með daglegum fram-
gangi mála þar. Hann starfaði mikið
fyrir þetta fyrirtæki, sem líf fjöl-
skyldunnar hefur meira og minna
snúist um síðustu áratugina, og tók
þar á með föður sínum og bróður,
þegar mikið lá við. Hann hélt sam-
bandi við gamla starfsfélaga úr Plast-
prent hf. sem minnast hans á þessari
stundu.
Böðvar var kvæntur Ásu Guð-
mundsdóttur, ritara hjá Framkvæmda-
sjóði og áttu þau 6 ára son, Arnar
Frey. Þá á Ása 24 ára dóttur, trisi
Laufeyju. Ása er dóttir hjónanna,
Önnu Steindórsdóttur og Guðmund-
ar Magnússonar, byggingarmeist-
ara.
Ása og Böðvar hófu búskap fyrir
10 árunt. Þau eignuðust fyrir nokkr-
um árum rúmgott raðhús, þar sem
þau bjuggu sér fallegt heimili. Asa
var stoð og stytta Böðvars og fallegur
og þróttmikill drengurinn auga-
steinn þeirra beggja. Þó Böðvar
bæri ekki tilfinningar sínar á torg,
leyndi sér ekki, að þau voru stærsta
gleðin í lífi hans. Kom það vel í ljós
síðustu vikurnar, þegar syrti að,
hvers virði þau voru hvert öðru, og
að velferð þeirra og framtíð var
honum allt.
Böðvar var vinafastur og naut þess
að taka rausnarlega á móti gestum.
Hann var skemmtilegur gestgjafi og
ekki þurfti hann að hafa áhyggjur af
veitingunum. Þau mál voru í traust-
um höndum Ásu, enda var hann
stoltur af húsmóðurhæfileikum
hennar.
Þakklæti er mér efst í huga, þegar
ég hugsa til Böðvars Haukssonar.
Þakklæti fyrir það, hvernig hann tók
mér frá fyrstu kynnum, þegar bróðir
hans fór að bjóða mér inn á heimili
þeirra í kvöldte. Þakklæti fyrir að
miðla mér af sjónarmiðum sínum,
en rauði þráðurinn í lífsstefnu hans
var að leggja öllum gott til og gæta
þess að ryðjast ekki fram fyrir nokk-
urn mann. Hann hafði ánægju af
börnum. Þegar systkinabörn hans
voru lítil færði hann þeim oft gjafir,
sem valdar voru af ótrúlegri natni,
enda hittu þær beint í mark.
Böðvar bar óvænt og óvægin veik-
indi sín af æðruleysi þess, sem hefur
allt sitt á hreinu gagnvart samferð-
arfólki og almættinu. Starfsfólki
Borgarspítalans, sem gerði allt, sem
í mannlegu valdi stóð til að bjarga
lífi hans og létta honum stundir, eru
færðar alúðarþakkir. Sjálf er ég
þakklát fyrir að hafa orðið þeirrar
gæfu aðnjótandi að kynnast þessu
valmenni, sem mér er ekki kunnugt
um að hafi eignast óvildarmann um
dagana. - Hann var lifandi dæmi um
það, að heiðarlegur maður er göfug-
asta verk Guðs.
Sigríður Teitsdóttir.
Guðmundur
Sveinsson
Fæddur 9. apríl 1913
Dáinn 9. apríl 1987
Af eilífdar Ijósi bjarma ber
sem brautina þungu greidir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
Einar Bcncdiktsson.
9. apríl s.l. var einn af okkar fögru
vetrardögum, þegar fjöllin speglast í
sjávarfletinum og jörðin er snævi
þakin eftir óveðurshrinu sem dunið
hafði yfir hér á Vestfjörðum.
Síminn hringir. Frétt berst frá
Landakoti að Guðmundur Sveins-
son mágur minn væri látinn.
Skyndilega var eins og dimmdi
yfir öllu. Aðeins örfáum dögum
áður þegar við heimsóttum þau
hjónin kvaddi hann okkur með
handabandi og áttum við síst von á
því að það væri í hinsta sinn.
Fráfall hans var því óhagganleg
staðreynd sem enginn mannlegur
máttur gat breytt.
Mín fyrstu kynni af Guðmundi
voru þegar hann gekk að eiga Bjarn-
eyju systur mína, var ég þá 10 ára
gömul.
frá Góustöðum
Ég minnist hans sem aufúsugests
sem kom færandi hendi inn á mitt
bernskuheimili. Glaðlegur var hann
í viðmóti og sögufróður enda sem
hafsjór af fróðleik og var því kær-
kominn gestur inn á barnmargt
heimilið.
Eftir að Eyja og Guðmundur giftu
sig varð mikill samgangur milli heim-
ilanna og á unglingsárum mínum
varð þeirra heimili sem mitt annað
heimili og stend ég ávallt í stórri
þakkarskuld við þau hjónin.
Að leiðarlokum er mér efst í huga
þakklæti fyrir trausta vináttu um
áraraðir.
Eyja og Guðmundur eignuðust
fjögur börn, Magna Örvar, Önnu
Lóu, Þórdísi og Svein sem öll eru
gift.
Elsku Eyja. Ég og fjölskylda mín
vottum þér og börnum þínum og
öðrum vandamönnum dýpstu
samúð.
Arndís Ólafsdóttir.
T
LANDSVIRKJUN
Landsvirkjun auglýsir til sölu og brottflutnings tvo
olíugeyma viö Elliðaár.
Þvermál 14,63 m, hæð 11,25 m, plötuþykktir 4,7 -
6,6 m, eigin þungi um 40 tonn hvor, rúmmál hvors
um sig 1.892 m3, smíðaár 1946.
Kaupandi skal fjarlægja geymana á sinn kostnað
og skila tímaáætlun um verkið með tilboði sínu.
Nánari upplýsingar veitir innkaupastjóri
Landsvirkjunar. Tilboðum skal skila til Landsvirkj-
unar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, fyrir kl.
14.00, 8. maí 1987.
riff | LAUSAR STÖÐUR HJÁ
m REYKJAVIKURBORG
Starfsmaður óskast í fullt starf við Áfangastaðinn
Amtmannsstíg 5A, sem er heimili fyrir konur sem
hafa farið í áfengismeðferð.
Félagsráðgjafamenntun eða sambærileg háskóla-
menntun áskilin eða reynsla á sviði áfengismeð-
ferðar.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma
26945, f.h. virka daga. Umsóknarfrestur er til 18.
maí n.k.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á
sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
Laus staða
Laus er til umsóknar hálf dósentsstaða í matvæla-
fræði við efnafræðiskor raunvísindadeildar Há-
skóla íslands. Aðalkennslugreinar eru matvæla-
efnagreining, og gæðamat og matvælalöggjöf.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf
umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og
námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðu-
neytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 20.
júní n.k.
Menntamálaráðuneytið
24. apríl, 1987.
W Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. gatna-
málastjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í
steyptar gangstéttir, gerð stíga og ræktun víðs
vegar í Reykjavík.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju-
vegi 3, Reykjavík gegn kr. 5.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn
6. maí n.k. kl.11.
innkaupastofnun reykjavíkurborgar
Frílufkju»«gi 3 - Sínú 25800
W Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgarf.h. pípugerð-
ar Reykjavíkurborgar óskar eftir tilboðum í hræri-
vél, ásamt flutnings og skömmtunarbúnaði.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju-
vegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða^opnuð á sama
stað miðvjkudaginn 10. júní n.k. kl.11.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍXURBORGAR
Frfkirkjuvagi 3 — Simi 25800