Tíminn - 28.04.1987, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.04.1987, Blaðsíða 16
16 Tíminn [ ftjjaL C I naiT^ Ti nA H . _ Jy Þjóðleikhúsið Ég dansa við þig - Ballettsýningin sem nýtur svo mikilla vinsælda að verið hefur uppselt á hverja einustu sýningu. Engin sýning er um helgina, en næsta sýningi verður á þriðjudagskvöld og þar næsta á miðvikudagskvöld. Ausasálin - cftir Molicre verður ekki Fáar sýningar eftir á Aurasálinni - Hér eru Bessi Bjarnason, Lilja G. Þorvaldsd. og Pálmi Gestsson í hlutverkum sínum. sýnd fyrr en á fimmtudagskvöld í næstu viku, en nú er hver að verða síðastur að sjá þessa vinsælustu Moliére-sýningu sem ; hér hefur komið á fjalirnar. WÉPR& WðiUSmHF Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. Pósthólf 10180 Eitt af verkum Rögnu Róbertsdóttur. Myndlistarsýning í „Ganginum" Ragna Róbcrtsdóttir sýnir verk sín í „Ganginum“ dagana 11. apríl-11. maí. „Gangurinn“ er aö Rekagranda 8 í Reykjavík. Kynning á Ferðafélaginu í Gerðubergi - Breiðholti Miðvikudaginn 29. apríl kl. 20.30 efnir Ferðafélagið til kynningar í Gerðubergi, menningarmiðstöð Breiðholts. Ólafur | Sigurgeirsson sýnir myndir úr ferðum félagsins og segir frá tilhögun þeirra. Gestum gefst tækifæri á að korna með spurningar um starf F.l. Kynnið ykkur ferðir Ferðafélagsins og fjölbrcytni þcirra. Allirgetafundiðferðviðsátt hæfi. Aðgangur kr. 50.00 Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Ferðafél ag fslands Gunbritt Lawruns sýnir málverk sín að Kjarvalsstöðum Sýning vcrður á verkum Gunbritt Lawruns, frá Gautaborg, að Kjarvals- stöðum frá 25. apríl til 10. maí n.k. Gunbritt Lawrunsstundaði myndlistar- nám við Domus listaskólann í Gautaborg 1973-1977. Hún hefur haldið sex einka- sýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Gunbritt hcfur séð um listskreytingar í opinberum byggingum í Svíþjóð. Hún hefur hlotið listamanna- styrki, bæði í Svíþjóð og Ítalíu. Málverk hennar eru oft af blómstrandi engjum eða, frá gönguferðum um Botaniska skrúð- garðinn í Gautaborg. Alþýðuleikhúsið: „Eru tígrisdýr í Kongó?“ Finnska leikritið um sjúkdóminn eyðni^ eftir þá Johan Bcrgum og Bengt Ahlfors' hefur Alþýðuleikhúsið sýnt fyrir fullu húsi í veitingahúsinu í Kvosinni í margar vikur. Leikarar eru Viðar Eggertsson og Harald G. Haraldsson. Næstu sýningar verða þriðjudaginn 28. apríl kl. 12:(K), miðvikudaginn 29. apríl kl. 12:00 og fimmtudaginn 30. apríl, og laugardaginn 2. maí kl. 13:00. Miðapant- anir í síma 15185 allan sólarhringinn. Frá sýningunni SJÁ í Nýlistasafninu. Jörð til leigu Jörðin Torfastaðir í Vestur-Húnavatnssýslu er til leigu í vor. Upplýsingar í síma 95-1641. Sveit Ég er 14 ára strákur, sem óska eftir sveitaplássi í sumar, er vanur. Upplýsingar í síma 91-36576. Guðrún Guðmundsdóttir, Dynskógum 7, Hveragerði, andaðist á páskadag á Borgarspítalanum. Útför hennar fer fram frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 2. maí kl. 2. Jarðsett verður á Kotströnd. Systkini hinnar látnu og aðrir vandamenn. SJÁí Nýlistasafninu Föstud. 24. apríl, var opnuð í Nýlista- safninu við Vatnsstíg málverkasýning, sem ber yfirskriftina SJÁ. Að sýningunni standa Aðalsteinn Svan- ur Sigfússon og Hlynur Helgason. Þeir útskrifuðust saman úr málunardeild M.H.Í vorið 1986. Sýningin stendur til 3. maí og verður opin kl. 14:00-20:00 um helgar, en á virkum dögum kl. 16:00-20:00. , Ragna Ingimundardóttir með eitt af verk- um sínum. t Böðvar Lárus Hauksson viðskiptafræðingur Kambaseli 14 verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 28. april kl. 13.30. Ása Guðmundsdóttir Arnar Freyr Böðvarsson fris Laufey Árnadóttir Lára Böðvarsdóttir Haukur Eggertsson Keramiksýning að Kjarvalsstöðum Dagana 25. apríl til 10. maí heldur Ragna Ingimundardóttir keramiksýningu að Kjarvalsstöðum. Ragna lauk prófi frá Keramikdeild Myndlista- og handíða- skóla fslands 1981. Framhaldsnám stund- aði hún við Gerrit Rietveld Academi í Hollándi árin 1982-1984. Þetta er önnur einkasýning Rögnu, en hún hefur tekið þátt í samsýningum hér og í Hollandi. Sýningin er opin alla daga kl. 14:00- 22:00. Kvennanámskeið Iðntæknistofnunar Námskeið í markaðs- og vöruþróun. sérstaklega ætlað konum, verður haldið hjá Iðntæknistofnun dagana 27.-29. apríl nk. Markmið námskeiðsins er að gera þátttakendur færari um að skipuleggja markaðs- og vöruþróunarverkefni með því m.a. að meta veikar og sterkar hliðar eigin fyrirtækis, skilgreina þarfir og kröf- ur markaðarins og finna nýjar fram- leiðslu- cða þjónustuhugmyndir. Námskeið þetta er haldið í framhaldi af geysivinsælum kvennanámskeiðum stofn- unarinnar um stofnun og rekstur fyrir- tækja á sl. ári, en þátttaka er þó ekki bundin við að hafa lokið slíku námsk'eiði. Innihald námskeiðsins er það sama og á hefðbundnum markaðs- og vöruþróunar- námskeiðum stofnunarinnar, en auk þess er tekið tillit til og fjallað um sérstakar aðstæður kvenna við atvinnurekstur. Fleiri námskeið fyrir konur um stofnun og rekstur fyrirtækja eru fyrirhuguð í vor. Nánari upplýsingar um kvennanámskeið ITÍ gefur Karl Friðriksson, Rekstrar- tæknideild, í síma 68-7000. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins: Vornámskeið um fatlanir barna Vornámskeið Greiningar- og ráðgjaf- arstöðvar ríkisins um fatlanir barna verð- ur haldið dagana 6. og 7. maí n.k. í fundarsal ríkisins að Borgartúni 6, Reykjavík. Efni námskeiðsins er “Þroski og þroskafrávik - Fyrstu árin“. Námskeið þetta er ætlað fagfólki úr hinum ýmsu stéttum scm vinnur að upp- eldi barna, jafnt fatlaðra sem ófatlaðra. 1 fyrra stóð Greiningarstöðin fyrir vor- námskeiði, en þá var fjallað um hreyfi- hömlun barna. Það námskeið sóttu um 120 manns úr héilbrigðis- og uppeldis- stéttum. Óskað er eftir að væntanlegir þátttak- endur tilkynni þátttöku sína til Greining- arstöðvar ríkisins, Sæbraut 1, Seltjarn- arnesi, sími 611180, fyrir I. maí. Þátt- tökugjald er kr. 3000 og er innifalið í því námskeiðsgögn, máltíðir og kaffi. Eigendur Ábcndis s.f. eru þær Þórunn. Felixdóttir ráðgjafí og kennari, Nanna Christiansen ráðgjafí og kennari og Águsta Gunnarsdóttir sálfræðingur ÁBENDI - Náms- og starfsráðgjöf Nýlega tók til starfa í Reykjavík nýtt fyrirtæki ÁBENDI SF sem sérhæfir sig i Náms- og starfsráðgjöf fyrir einstaklinga og ráðningarþjónustu og ráðgjöf við' starfsmannahald. Náms- og starfsráðgjöf hentar öllum þeim sem standa frammi fyrir náms- eða starfsvali, og þeim sem vilja breyta til, eða fá staðfestingu á að þeir séu á réttri braut. Þegar fyrirtæki þurfa að gera upp á milli hæfra starfsmanna t.d. við ráðningar án milligöngu ráðningaþjónUstu, stöðu- hækkanir eða uppsagnir, getur sérhæfing Ábendis í mati starfsmanna verið góð fagleg lausn. Eigendur Ábendis eru þær Ágústa Gunnarsdóttir ;.A. í sálfræði, en hún hefur hlotið sérfræðimenntun á sviði starfsráðgjafar í Minnisota U.S.A. , Nanna Christiansen, kennari og ráðgjafi, en hún annast daglegan rekstur Ábendis og Þórunn H. Felixdóttir, Verslunar- skólakennari og ráðgjafi. Ábendi s.f. er til húsa að Engjateig 7 (gegnt Hótel Esju). Opnunartími skrif- stofunnar er kl. 09:00-15:00 alla virka daga, og síminn er 91-689099. Norrsna húsið: Tónleikar Tónlistarskólans Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur tón- leika í Norræna húsinu miðvikud. 29. apríl kl. 20.30. Hrafnhildur Guðmundsdóttir, mezzo- sópran, syngur lög eftir Gluck, Pál Isólfs- son, ÁrnaThorsteinsson, Gustav Mahler, Hugo Wolf, Richard Strauss, Erik Satie, Reynaldo Hahn og Arnold Schönberg. Þessir tónleikar eru hluti af einsöngvara- prófi Hrafnhildar. Við píanóið er Anna Guðný Guðmundsdóttir. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Þriðjudagur 28. apríl 1987. Franskur sagnfræðingur flytur tvo háskólafyrirlestra Hinn heimskunni franski sagnfræöing- ur, Georges Duby, prófessor við Collegc de France í París, flytur tvo opinbera fyrirlestra í boði heimspekideildar í lok apríl. Fyrri fyrirlestur vcrður lluttur þriðj- udaginn 28. apríl kl. 17:15 i stofu 101 í Odda og ncfnist „La condition de la femme au 12e sieclc cn Franee" (Kjör konunnar á 12. öld í Frakklandi) og verður fluttur á frönsku. Síðari fyrirlestur verður miövikudaginn 29. apríl kl. 17:15 í stofu 101 í Odda og nefnist „La catliédralc, la cité et le pouvoir royal“ (Dóntkirkjan, borgin og konungsvaldið) og verður fluttur á ensku. Georges Duby hefur gegnt prófessors- embætti við hinn þekkta skóla Collége de France síðan 1970. Á síðustu árum hefur hann fengist sérstaklega við fjölskyldu- og kvennasögu miðalda. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir. Fyrirlestur um sérkennslu á íslandi Þriðjudaginn 28. apríl flytur Þórey Eyþórsdóttir talkennari fyrirlestur á veg- um Rannsóknastofnunar uppeldismála er nefnist: Skipulagning og stjórnun á sér- kennslu á ístandi 1983-1984. Fyrirlesturinn verður haldinn í Kennar- askólahúsinu við Laufásveg og hefst kl. 16:30. Öllum heimill aðgangur. Iðntæknistofnun islands: Námskeið í ráðgjafatækni Námskeið í ráðgjafatækni fyrir starf- andi ráðgjafa í atvinnulífinu verður hald- ið á vegum Iðntæknistofnunar dagana 4.-6. maí n.k. og svo aftur 6.-8. maí. Námskeiðið er byggt upp með fyrir- lestrum, æfingum og leikhlutverkum. Fyrirlesari og stjórnandi er Erik Kuhman frá Teknologisk Institut í Danmörku. Þeir þættir sem hann tekur fyrir eru: táknmál líkamans, áhrifabeiting, traust- vekjandi viðmót, samtalstækni, kynning- artækni, raddbeiting og stefnúmótun. íslenskir fyrirlesarar segja frá reynslu af ráðgjöf á Islandi og Árni Vilhjálmsson hdl. fjallar um lagaleg atriði ráðgjafar og tekur fyrir íslensk dæmi. „Með þessu námskeiði gefst starfandi ráðgjöfum einstakt tækifæri til menntunar í ráðgjafatækni og þar mcð til að ná betri árangri í starfi. Krafist er mikillar virkni og einbeitingar af þátttakendum, og m.a. vegna þess verður námskeiðið haldið utanbæjar, - á Hótel Borgarnesi," segir í fréttatilkynningu frá Iðntæknistofnun Islands. Nánari upplýsingar um námskeiðið gef- ur Karl Friðriksson, rekstrartæknideild Iðntæknistofnunar í síma 687000. Húnvetningakaffi á sunnudag Húnvetningafélagið í Reykjavtk býður öllum eldri Húnvetningum til kaffi- drykkju í Domus Medica næstkomandi sunnudag 3. maí kl. 15:00 (3 e.h.). Verið velkomin. Stjórnin Kvennadeild Skagfirðingafélagsins - Veislukaffí og hlutavelta 1. maí Kvennadeild Skagfirðingafélagsins í Reykjavík verður með veislukaffi og hlutaveltu í Drangey, Síðumúla 35, föstu- daginn 1. maí n.k. kl. 14:00. 24: apríl 1987 kl. 09.15 Kaup Sala Bandaríkjadollar......38,650 38,770 Sterlingspund.........63,697 63,8950 Kanadadollar..........29,0170 29,107 Dðnsk króna........... 5,6891 5,7067 Norsk króna........... 5,7631 5,7810 Sænsk króna........... 6,1579 6,1770 Finnskt mark.......... 8,8202 8,8476 Franskur frankl....... 6,4368 6,4568 Belglskur frankl BEC .. 1,0283 1,0315 Svissneskur franki....26,3203 26,4020 Hollenskt gyllini.....18,9903 19,0493 Vestur-þýskt mark.....21,4270 21,4935 itölsk líra........... 0,03004 0,03013 Austurriskur sch...... 3,0475 3,0570 Portúg. escudo........ 0,2771 0,2779 Spánskur peseti....... 0,3067 0,3076 Japanskt yen.......... 0,27623 0,27709 irskt pund............57,266 57,444 SDR þann 20.03 .......50,1084 50,2632 Evrópumynt............44,5673 44,7057 Belgískur fr. fin..... 1,0292 1,0324 Samt. gengis 001-018 ..293,20057 294,11112

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.