Tíminn - 19.05.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.05.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 19. maí 1987 Menntamálaráðuneytið: Tillögur um heildarstefnu í tölvuvæðingu skölanna Menntamálaráðuneytið hefur kynnt tillögur nefndar um stefnu- mótun í tölvumálum skólakerfis- ins. Tillögur nefndarinnar að stefnu eru í níu meginliðum. í fyrsta lagi verði stefnt að því að allar kennarastofur séu búnar tölvum þannig að kennarar þjálfist í að nota þær í starfi sínu eftir því sem tilefni gefast. í því sambandi verði gerð tilraun í fimm skólum með verkefna- og námsefn- isgerð og til þess fenginn sérstakur búnaður. í öðru lagi verði lögð sérstök áhersla á tölvuna sem hjálpartæki í kennslu. Haldið verði áfram með tilraunir til að nota vélmálið LOGO í skólastarfinu. En það er eina forritið sem þýtt hefur verið á íslensku og er sérstaklega ætlað fyrir skóla. Þá verði aflað hugbún- aðar erlendis frá til skoðunar og aðlögunar að aðstæðum hér ef henta þykir. Einnig verði kannað með hvaða hætti er unnt að nýta gagnabanka í skólum. I þriðja lagi verði kannað hvort sé unnt að efla samstarf heimila og skóla á sviði tölvufræðslu, en tölvur í eigu einstaklinga eru trúlega hvergi fleiri en hérlendis. í fjórða lagi leggur nefndin til að tölvunotkun f skólum verði skipu- lögð þannig að sú þjálfun sem nemendur fá nýtist þeim í atvinnu- lífinu. í fimmta lagi er lagt til að kennaramenntun á þessu sviði verði efld, en talsvert hefur miðað í þá átt undanfarið. { sjötta lagi leggur nefndin til að unnið verði markvisst að því að nýta tölvutæknina við ýmis verk- efni tengd stjórnun skóla. í sjöunda íagi verði lögð áhersla á að ná sem hagkvæmustum kjör- um við innkaup á tölvubúnaði. { áttunda lagi er lagt til að komið verður upp tveimur vinnuhópum til að vinna að framkvæmd tillagn- anna. Annars vegar er um að ræða þriggja manna framkvæmdanefnd, sem þegar hefur verið skipuð. í henni eiga sæti Hörður Lárusson skrifstofustjóri í menntamálaráðu- neytinu, Jóhann P. Malmquist prófessor og Jón Þór Þórhallsson forstjóri SKÝRR. Hinn hópurinn verður ráðgjafahópur skipaður eft- ir tilnefningu eftirtalinna aðila: Bandalagi kennarafélaga (2), Námsgagnastofnun (1), Kennara- háskóla íslands (1), Háskóla ís- lands (1) og menntamálaráðuneyt- inu (1). Hefur verið leitað eftir tilnefningu frá þessum aðilum. Loks leggur nefndin til að áætlun sú, sem unnin verður út frá tilióg- um nefndarinnar verði endurskoð- uð á tveggja ára fresti. Telja nefnd- armenn það nauðsynlegt m.a. vegna þeirrar öru þróunar sem er í tölvum og hugbúnaði. Menntamálaráðuneytið hefur í ár 7-8m.kr. til að hrinda áætluninni í framkvæmd og er gert ráð fyrir að það fjármagn dugi til að hefjast handa við alla liði hennar. Pá kom fram að ráðuneytið fjármagnaði helminginn af kostnaði við kaup vélbúnaðarins, en allan kostnað af gerð hugbúnaðarins, sem yrði ef- laust dýrasti pósturinn. Sveitarfél- ögin yrðu að taka á sig helminginn af kostnaðinum við tölvukaupin eins og reyndar gerist með annan búnað grunnskóla. í starfshópnum sem vann tillög- urnar áttu sæti: Jóhann P. Malm- quist prófessorogformaður, Hörð- ur Lárusson deildarstjóri í menn- tamálaráðuneytinu, Jóhanna Ax- elsdóttir kennari, Jón Þór Þórhalls- son forstjóri SKÝRR og Yngvi Pétursson lektor við Kennarahá- skólann. Starfsmaður nefndarinn- ar var Agla Sigurðardóttir tölvun- arfræðingur. ÞÆÓ Nýr ferðabæklingur Sögu: Bæklingur um ferða- áætlanir - skipuleggur m.a. ferðir til Kína Ferðaskrifstofan Saga hefur gefið út bækling með upplýsingum um áætlunarferðir innanlands í sumar og um ferðir til fjölmargra staða í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Ferðaskrifstofan hefur skipulagt fjölda ferða á vörusýningar erlendis á þessu ári og yfirlit yfir þær er að finna í bæklingnum. Bæklingnum fylgja verð á flugfargjöldum, hótelg- istingu og bílaleigubílum í hinum mismunandi löndum. Saga hefur einnig skipulagt nokkr- ar sérferðir í sumar og í haust og eru þar m.a. ferðir til Kína og verða þær ferðir farnar í samvinnu við kín- versk-íslenska-menningarfélagið Ferðast verður með lestum, ferjum og flugvélum. Einnig eru skipulagð- ar nokkrar ferðir til höfuðborga í Austurlöndum fjær. Ferðaskrifstofan Saga hóf starf- semi í október 1986, en um miðjan júní flytur hún í nýtt húsnæði í Suðurgötu 7 samfara stækkun fyrir- tækisins. Framhaldskór Tón- listarskóla Rangæinga: I söng- ferð til Banda- ríkjanna Framhaldskór Tónlistarskóla Rangæinga er nú í viku söngferð í borginni Charlotte í Carolina í Bandaríkjunum. Kórinn mun syngja í kirkjum þar vestra og skólum. í kórnum eru 14 ungmenni áaldrinum 16-21 árs en stjórnandi er Sigríður Sigurðardóttir skólastjóri. Farar- stjóri er Sveinn Elíasson. Söngferð þessi er til komin fyrir milligöngu Ingva K. Jónssonar sem er í tónlistarnámi í Charlotte. Framhaldskór Tónlistarskóla Rang- æinga áður en hann hélt utan. Tímamynd Fjetur Halldór Ásgrímsson: Nýjar reglur um uppsetningu trolla - hugsanlegur möguleiki Hafrannsóknarstofnun mun á næstunni skila sjávarútvegsráð- herra niðurstöðum úr þorskrann- sóknum sem voru í gangi í vetur. Sjávarútvegsráðuneytið hefur beð- ið í nokkurn tíma eftir að fá niðurstöðurnar úr hinum svo köll- uðu togararallý rannsóknum. Niðurstöðunum seinkaði talsvert vegna verkfalls náttúrufræðinga, en í þeim kemur fram ástand þorskstofnsins. Tíminn hafði samband við Hall- dór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð- herra út af þessu máli og bar undir hann í leiðinni hvernig ráðuneytið tæki áskorun útgerðarmanna um lokun stórra svæða um langan tíma, til verndar smáfiski. „Eitt af því sem við höfum verið að athuga hér er að breyta reglum varðandi trollin. Það er vitað mál að þessi stóri möskvi hefur ekki skilað þeim árangri sem menn vonuðust eftir og það er vegna þess að möskvinn lokast þegar verið er að taka trollið inn. Við höfum verið að athuga með hvaða hætti mætti halda möskvanum meira opnum, þannig að smáfiskurinn slyppi meira út. Við erum með í athugun hvort ekki megi setja nýjar reglur um uppsetningu á trollinu. Það er þá verið að hugsa Lögun venjulegs poka og leggpoka í drætti. um leggpoka“ sagði Halldór. Leggpokinn virkar þannig að leggurinn heldur möskvanum opn- um og trolli. Það veikir trollið og ekki er hægt að hafa jafn mikið í því og það er ekki híft inn af jafn miklum krafti og þar með verður minna í því þegar það er tekið inn. „Þetta þarf náttúrlega frekari rannsókna og athuguna við og síðan þarf að setja einhverjar regl- ur með fyrirvara, þannig að menn geti breytt því. En við höfum mikinn áhuga á því,“ sagði Halldór að lokum. í 17. tölublaði Fiskifrétta er grein eftir Guðna Þorsteinsson um leggpoka og kemur þar fram að það hefur verið sagt að leggpokarn- ir hafi minna slitþol en felld net og þoli síður snögg átök. Því hefur cinnig verið haldið fram að meiri hætta sé á festun í botni, þar sem trollið er dregið þvert á aðra leggja- röðina í pokanum og að leggpok- arnir verði dýrari en aðrir vegna verri nýtingar. En Kanadamenn hafa notað leggpoka í vetur með góðri reynslu. Fiskurinn sem fæst í leggpokann er greinilega stærri en sá sem fæst í venjulega poka, en aflinn að sjálfsögðu minni. En það er rétt að bíða eftir nánari niðurstöðum frá Kanada áður en frekari ákvarðanir verða teknar. - SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.