Tíminn - 19.05.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.05.1987, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 19. maí 1987 Tíminn 7 Áslaug Brynjólfsdóttir starfandi formaður Menntamálaráðs: Þörf fyrirsköpunargleði á sviði lista og menningar Ávarpfluttviðafhendingu listamannastyrkja Menntamálaráðs 14. maí s.l. Góðir gestir! Fyrir hönd Menntamálaráðs vil ég leyfa mér að bjóða ykkur öll innilega velkomin. Eftir því sem þjóðfélagið verður tæknivæddara, ofstýrðara og allt bendir til þess að tjáskipti fólks fari dvínandi, erum við í æ ríkari þörf fyrir frumkvæði og sköpunargleði á sviði lista og menningar. Það er okkur því sannkölluð gleðistund tilefni þess að við erum samankomin hér í dag, en það er til að leggja örlítið lóð á vogarskál- ina til örvunar hinna ýmsu list- greina. En Alþingi hefur falið Menntamálaráði að úthluta viður- kenningu í þessum efnum úr Menningarsjóði. Menningarsjóður var stofnaður fyrir nálega 60 árum (eða 1928) og hafði þá víðtæka fyrirgreiðslu við menntir og listir í landinu. Hlutverk hans nú, skv. lögum frá 1957 eru þessi: 1. Bókaútgáfa. 2. Styrkur við íslenska tónlist og myndlist. 3. Efling þjóðlegra fræða og athug- ana á náttúru landsins. 4. Styrkir til listamanna vegna utanferða. 5. Kynning á íslenskri menningu innan lands og utan. 6. Önnur menningarstarfsemi. Einnig er í þessum lögum kveðið á um stuðning við kvikmyndagerð, en kvikmyndasjóður hefur tekið við því verkefni. Viðamesti þátturinn í starfsemi Menntamálaráðs og Menningar- sjóðs hefur frá upphafi verið bóka- útgáfan, sem frá árinu 1940 hefur verið í tengslum við útgáfu Hins íslenska Þjóðvinafélags. Sjóðurinn hefur einkum sinnt ýmsum fræði- og fagurbókmenntum, svo og sér- tækum og oft viðamiklum ritverk- um. Þessi rit hafa verið talin mjög þörf fyrir menningu okkar, þótt þeir fjármunir, sem til þess hefur verið varið, skili sér oft ekki fyrr en löngu síðar. Hefur með þessum hætti verið forðað frá glötun eða gleymsku ýmsum þjóðlegum verð- mætum og vitneskju um siði og ■venjur liðinna kynslóða. En það er þáttur í að efla okkar þjóðarvitund og metnað. Þá hefur Menningarsjóður átt samstarf við rannsóknarstofnanir innan Háskóla íslands um fræðileg- ar útgáfur bókmennta- og sagn- fræðirita. Ég vil leyfa mér að nefna hér nokkur verk útgáfunnar frá síðast- liðnu ári. Ber þar hæst stórvirki dr. Lúðvíks Kristjánssonar, „íslenskir sjávarhættir“, sem er fimmta bindið, en hið fyrsta kom út 1980. Samtals er blaðsíðnafjöldi þessa mikla verks 2530 síður og myndir 2008. Ritið er helgað minningu íslenskra sjómanna og er ætlað að kynna og skilgreina forna strand- menningu og minna um leið á orð Jóns skálds Magnússonar „Föður- land vort hálft er hafið.“ Þá vil ég nefna bókina „Hjá fólkinu í land- Áslaug Brynjólfsdóttir. inu“ en hún hefur að geyma ræður og ávörp eftir dr. Kristján Eldjárn, er hann flutti þjóðinni í forsetatíð sinni. Auk þess vil ég drepa á örfáar aðrar bækur „Refsku" eftir Kristján J. Gunnarsson, fyrrv. fræðslustjóra, skáldsaga sem minn- ir víða á fslendingasögur um brag og túlkun. Ljóðabækur eftir þá sr. Bolla Gústafsson í Laufási, og Gylfa Gröndal, „Ljóð og ritgerð- ir,“ eftir Jóhann Jónsson, „Leynd- armálLaxdælu“,eftirdr. Hermann Pálsson og „Hvalveiðar við ísland" 1600-1939, eftir Trausta Einarsson sem er í ritröð Sagnfræðirann- sókna. Menningarsjóður hefur nú um alllangt skeið veitt stuðning til menningarstarfsemi og var auglýst að þessu sinni eftir umsóknum um dvalarstyrki til handa listamönn- rum, styrk til tónverkaútgáfu, ferða- styrki til listamanna eða annarrar menningarstarfsemi og styrki til fræðimanna sem Menntamálaráði er falið að úthluta samkvæmt sér- stakri fjárveitinu. Er sú fjárveiting samtals kr. 224 þús. og nú í ár hljóta 14 vísinda- og fræðimenn 16 þús. hver. Þessir styrkir eru fyrst og fremst ætlaðir þeim, sem hljóta litla eða enga aðra umbun og er hugsað sem viðurkenningarvottur til þeirra alþýðufræðimanna, sem fást við ýmis þjóðleg fræði og rannsóknir af áhuga, vilja og eigin frumkvæði. Það hefur allt frá upphafi þótt nauðsyn að íslendingar bregði sér til annarra landa í því skyni að kynnast útlendum þjóðum og víkka sjóndeildarhringinn. Lítið þótti til þeirra koma, sem hvergi hleyptu heimdraganum, en hins vegar fór saman viðförli og snilld: „Voru þeir því ágætari og víðfræg- ari sem þeir fóru víðar segir á einum stað í „Ólafs sögu helga“. Menningarsjóður veitir í ár samtals 425 þúsundir króna til farareyris til annarra landa til handa 17 listamönnum og einnig hljóta 8 listamenn 70 þúsundir króna hver til dvalar erlendis sam- tals 560 þúsund krónur. Alls sóttu 45 listamenn um dval- arstyrki að þessu sinni og reyndist valið því erfitt, en furðanlega fljótt tókst þó ráðsmönnum að komast að sameiginlegri niðurstöðu um þá aðila sem ég vil nú leyfa mér að greina frá og biðja viðstadda að koma hingað og veita viðtöku þessu umslagi, sem hefur að geyma ávísum á hina umræddu upphæð. Áskell Másson, tónlistamaður Gunnar Reynir Sveinsson, tón- skáld Helgi Skúlason, leikari Kristín ísleifsdóttir, myndlista- maður. Kristján Guðmundsson, listmálari. Laufey Sigurðardóttir, fiðluleikari Ólafur Haukur Símonarson, rit- höfundur Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri. Síðan vil ég greina frá styrk til tónverkaútgáfu að upphæð 100 þús. kr., en honum var skipt jafnt milli tveggja þekktra tónlistar- manna þeirra: Snorra Sigfúsar Birgissonar, sem hlýtur 50 þús. og Þóris Baldurssonar, sem einnig hlýtur 50 þús. Góðir styrkþegar! Forn málsháttur segir, „Fengins fjár neyttu framlega" og ég vil leyfa mér að taka undir þessi spaklegu orð. Ég veit að þið, sem hljótið þessa styrki í ár hafið til að bera það sem í Laxdælu telst til stórmennsku, að kunna þá list að verja þessum litla auði sjálfum ykkur til dýrðar og öðrum til yndis. Þakka ykkur fyrir. SAMVINNUMÁL ■III Jón L. Ámason teflir fjölteili í Holtagörðum. veglegt tölublað af Hlyn, blaði LÍS, þar sem rakin er saga Starfsmanna- félags Sambandsins, en þar hafa hafist mörg mál sem síðan hafa haft áhrif út í önnur starfsmannafélög samvinnuhreyfingarinnar. Hefur Starfsmannafélag Sambandsins ætíð verið mjög virkt og staðið vel í ístaðinu fyrir félagsmenn sína. Nú- verandi formaður félagsins er Matt- hías Guðmundsson. (Fréttatilkynning.) Fallhlífastökk við Holtagarða á af- inælisdaginn. SFS 50 ára Starfsmannafélag Sambandsins í Reykjavík átti 50 ára afmæli sunnu- daginn 10. maí. í því eru nú nokkuð á annað þúsund félagar, en það var stofnað af 24 starfsmönnum Sam- bandsins þennan dag árið 1937. Talsvert hefur verið gert í tilefni afmælisins. Óvenju mikilfengleg árs- hátíð var haldin í janúar í íþróttahúsi Digranesskóla, en það vareina húsið á Reykjavíkursvæðinu sem gat rúm- að allan þann fjölda sem þar kom. Á sjálfan afmælisdaginn og fyrir hann var líka mikið um að vera. Hófst sú hátíð fimmtudagskvöldið 7. maí með fundi með forstjóra og framkvæmdastjórum Sambandsins. Var hann vel sóttur af starfsmönnum og bar margt á góma. Á föstudagskvöldið 8. maí var opið hús í Fóstbræðraheimilinu. Þar mætti hópur fólks frá Starfsmanna- félagi verksmiðja Sambandsins á Akureyri með verksmiðjukórinn í broddi fylkingar. Söng kórinn nokk- ur lög undir stjórn hins landsþekkta tónlistarmanns Árna Ingimundar- sonar við mjög góðar undirtektir. Síðan var stiginn dans af miklu fjöri fram eftir nóttu. Laugardaginn 9. maí var keppt í innanhúsknattspyrnu í íþróttahúsi Hagaskóla, og bar lið Iðnaðardeild- ar á Akureyri sigur úr býtum eftir æsispennandi keppni, en verðlaun voru afhent á Skálafelli um kvöldið. Á sjálfan afmælisdaginn tefldi Jón L. Árnason stórmeistari fjöltefli við starfsmenn Sambandsins og hafði sigur á öllum borðum. Félagar úr Fallhlífaklúbbi Reykjavíkur sýndu fallhlífastökk og svifu listilega niður á bílastæðið við Holtagarða. Síðan var opið hús í matsal Holtagarða þar sem á borðum voru miklar afmælis- tertur, og var þar fullt út úr dyrum. Sambandið hefur ætíð stutt vel við bakið á starfsmannafélagi sínu, og í tilefni af afmælinu voru því á árshá- tíðinni færðar að gjöf kr. 500.000. Verður þeirri fjárhæð m.a. varið til endurbóta á orlofshúsum Starfs- mannafélagsins að Bifröst, en þar á það tíu hús í orlofshúsahverfi Lands- sambands ísl. samvinnustarfs- manna. Dagana 1.-10. maí stóð einnig yfir í Hamragörðum myndlistarsýning starfsmanna Sambandsins. Þar sýndu 37 samvinnustarfsmenn um eitt hundrað myndir. í tilefni af afmælinu kom einnig út

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.