Tíminn - 19.05.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.05.1987, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 19. maí 1987 Tíminn 9 SAMTININGUR !¦! Ingólfur Davíðsson: Sögulegur garður við Aðalstræti Kirkjugarður, tilraunagarður, Bæjarfógetagarður Öldum saman stóð kirkja Reykvík- inga í gamla kirkjugarðinum við Aðalstræti. En að lokum var ný kirkja byggð á núverandi stað, en • haldið áfram um hríð að jarða í gamla kirkjugarðinum, uns garður- inn á Melunum tók við. Gamli kirkjugarðurinn var, eins og flestir kirkjugarðar fyrrum, grasi vaxinn, með nokkrum legsteinum og mörg- um „þúfuleiðum". Hvílir þar fjöldi | Reykvíkinga fyrri alda, kannski síðan fljótlega eftir kristnitöku. En í kaþólskri tíð voru margar kirkjur í Reykjavík og á ýmsum stöðum, t.d. íNesi viðSeltjörn, Laugarnesi, Gufunesi og Viðey. II. Kirkjugarðinum breytt í ræktunartilraunagarð Árið 1883 settist Georg Schier- beck að sem landlæknir í Reykja- vík og starfaði þar í 11 ár. Lækn- ingastörfin rækti hann af dugnaði og samviskusemi. Garðyrkju hafði hann stundað í æsku og hafði jafnan mikinn áhuga á garðrækt. Litlu eftir að hann kom hingað reisti hann sér veglegt hús og afgirti garð við húsið, þ.e. gamla kirkjugarðinn sem hann fékk um- ráð yfir. Garðurinn var milli þrjú og fjögur þúsund ferálnir að stærð og lukti Schierbeck hann þriggja álna háum skíðgarði úr plönkum. . „Garðurinn hefur verið kirkju- garður heitur eins og tún, þangað til ég tók hann fyrir sáðgarð," skrifar Schierbeck. Þarna gerði hann umfangsmiklar tilraunir með matjurtir, skrautjurt- ir, tré og runna á árunum 1883- 1894, er hann flutti til Danmerkur. Hann reyndi einnig kornrækt. Schierbeck birti skýrslur um rækt- unartilraunir sfnar í Tímariti hins íslenska bókmenntafélags árin 1886 og 1890, og eru þær um margt hinar fróðlegustu. Gamli kirkjugarðurinn var um árabil helsta ræktunartilrauna- svæði landsins. Megnið af fræteg- undum til tilraunanna fékk Schier- beck frá prófessor Schiibeler í Kristjaníu (Osló), alls702 tegundir ýmiss konar fræja. Mikið af trjá- plöntum og jurtum var líka fengið frá Kaupmannahöfn. Hann skýrir frá tilraunum með um 40 matjurta- tegundir, nær 100 tegundir trjáa og runna og á þriðja hundrað tegundir einærra og fjölærra skrautjurta. Schierbeck hafði mikinn hug á að gera mataræði landsmanna hollara og fjölbreyttara með aukinni rækt- un og neyslu matjurta. Jafnframt mundi garðyrkja auka snyrti- mennsku. Bygg til kornyrkjutilrauna fékk Schierbeck frá Alten prestssetri á 70. breiddargráðu í Noregi, og einnig bæði Bodö og Danmörku. Hafra, rúg og sumarhveiti reyndi hann einnig. í göðum árum varð byggið fullþroska. En sum árin sem hann dvaldi á íslandi voru mikil harðindaár, mjög erfið allri ræktun. Ræktun barrtrjáa t.d. mis- Gljivíoikríslan stóra i Bæjarfógetagarðinum, ættmóðir flestra gljávíðitrjáa og gljávíðilimgerða í Reykjavík, rótarslitnaði og féll í hvassviðri í janúar sl. heppnaðist algerlega. En margt lánaðist fremur vel og tilraunir þessar höfðu mjög hvetjandi áhrif á íslenska garðrækt. „Á íslandi mætti (ritar Schier- beck) koma upp ágætum gróður- skálum, ef fé væri til þess, með því að veita heitu vatni frá hverunum eftir ræsum niðri í jörðinni og reisa hús yfir; þá væri bæði hitinn feng- inn og raki." Schierbeck var mikill atorkumaður, fullur af áhuga, starfslöngun og starfsþoli. Lengi var garðurinn við Aðal- stræti ein helsta prýði Reykjavík- urbæjar. Dálítið er sagt frá ræktun- arstarfsemi Schierbecks í Garð- yrkjuritinu árin 1955 og 1956. III. Bæjarfógeta- garðurinn Þegar Schierbeck flutti til Dan- merkur 1894 eignaðist Halldór Daníelsson bæjarfógeti, áður yfir- dómari fljótlega garðinn. Önnuð- ust þau hjónin Halldór og Ahna María kona hans garðinn lengi af mestu kostgæfni og hlaut hann þá nafnið Bæjarfógetagarðurinn. Halldór var fæddur á Glæsibæ við Eyjafjörð árið 1855 og varð bæjarfógeti í Reykjavík 1886. Dó árið 1923. Kona hans Anna María Leopoldine var dóttir Halldórs Kr. Friðrikssonar yfirkennara Latínu- skólans í Reykjavík, en móðir hennar var donsk, Charlotte Leop- oldinef. Degen. AnnaMaríafædd- ist árið 1856, en andaðist árið 1940. Einar Helgason (Einar í Gróðr- arstöðinni við Laufásveg) var lengi brautryðjandi í garðrækt. Hann var .í fyrstu lærisveinn Schierbecks en nam síðan garðyrkju í Dan- mörku. í bók sinni Bjarki, sem kom út 1914, segir Einar m.a. svo um skrúðgarða í Reykjavík: „Til- komumesti garðurinn sem til er hér á landi er garður sá er Schier-. beck landlæknir bjó til hjá húsi sínu við Aðalstræti í Reykjavík árið 1884. Sá garður er nú eign Halldórs yfirdómara Daníelssonar og hefur verið það síðan Schier- beck fór héðan (1894). í þeim garði er mikið af trjám og runnum og ýmiskonar blómjurtum og mat- jurtum". Af þessum orðum Einars er auðséð að garðurinn hefur verið í góðum höndum, þ.e. þeirra Hall- dórs og Önnu, langa hríð. Dönsk móðir Önnu hefur senni- lega vakið áhuga hennar á garð- yrkju. Anna María hefur verið . félagslynd og mikil starfskona. Hún var í stjórn kvenfélagsins Hringurinn í 18 ár og í stjórn Kvennaskólans í Reykjavík frá 1894. Heiðursfélagi í Hinu íslenska kvenfélagi. Margir munu hafa fengið plöntur hjá Önnu, plóntur úr Bæjarfógetagarðinum í tugi ára. Nú hefur verið þrengt mjög að garðinum og sneitt af honum undir byggingar, svo hann er varla nema svipur hjá sjón. Lengi settu fjögur stór gömul tré svip á garðinn, þ.e. tvö silfurreynitré, tvístofna mikil- fenglegt birki oggljávíðirinn mikli. Birkið dó fyrir allmórgum árum. Heyrt hef ég að Anna hafi gróður- sett það, en ekki veit ég sönnur á þvf. Gljávíðihríslan stóra rótar- slitnaði og féll í hvassviðrum ný- lega. Af henni hafa smám saman verið teknir fjölmargir græðlingar og eiga flest gljávíðitré og limgerði gljávíðis út um alla Reykjavík, ætt sína að rekja til gömlu stóru gljá- víðishríslanna við Aðalstræti. Annar stóri gamli silfurreynirinn var felldur fyrir nokkrum árum vegna byggingarframkvæmda. Hinn stendur enn 8-9 m hár gild- vaxinn mjög, líklega stærsti silfur- reynir landsins - og eina tréð núlifandi, sem Schierbeck gróður- setti í garðinum. Vegna atbeina stjórnar Garðyrkjufélagsins, minntist Póstmálastjórnin aldaraf- mælis félagsins með útgáfu frí- merkis með mynd af silfurreyni Schierbecks. Þeir Schierbeck og Árni Thor- steinsson landfógeti voru aðal- hvatamenn að stofnun Hins ís- lenska garðyrkjufélags árið 1885. Voru þeir landlæknirinn og land- fógetinn samhuga um að efla garð- yrkjuna. Báðir brennandi í andan- um. Líkneski af „föður Reykjavík- ur" Skúla landfógeta setur nú svip á garðinn. Verksmiðjuhúsin, er reist voru að frumkvæði hans, stóðu aðallega hér við Aðalstræti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.