Tíminn - 19.05.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.05.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn nntxA Fararheilli VtlrborS Ýsgar U Sieypi 1 Malbíkað j Oiluborið Umferöar/jös Q Ma/borið Q Fast Q Laust Sförmu, Knattspyma/KA: Tryggvi meiddur Fri Ásgeiri Pílssyni í Akurayri: Tryggvi Gunnarsson marfca- skorarinn mikli leikur ekki með. KA gegn KR í fyrstu umferð Ísiandsniolsius i knattspyrnu á fímmtudaginn. Það var í æfinga- leik gegn Magna nú um helgina sem Tryggvi meiddist og i læknis- skoðun kom í Ijós að flísast hafði uppúr ristarbcini. Verður Tryggvi að öllum líkindum frá i þrjár vikur. Platini hættur Knattspyrnugoðið Michel Platini hefur látið hafa eftir sér að leikur hans með Juventus í síðustu umferð ítölsku fyrstudeildarinnar á sunnudaginn hafi verið sinn síðasti. Platini hefur um árabil verið einn snjallasti knattspyrnumaður heims og annálaður fyrir knattleikni sína. Er ekki vafi að knattspyrnuunnendur um allan heim biða og vona að kappinn skipti um skoðun en sem stendur er lítil von til þess. Valsmenn verða íslandsmeistarar! Þjálfarar, fyrirliðar og formenn fyrstudeildarliðanna í knattspyrnu spáðu því á blaðamannafundi í gær að Valsmenn verði íslandsmeistarar í knattspyrnu 1987. Kosið var leynilegri kosningu og fengu Valsmenn 274,5 stig af 300 mögulegum. Framarar komu næstir með 247,5 stig. Spá þessi hefur verið árlegur viðburður fyrir upphaf íslandsmóts og virðist sú hefð vera að skapast að spáin stenst að því er varðar íslandsmeistar- ana. Þáð er kannski óþarfi að vera neitt að spila í sumar? Meira um spána og 1. deildina á íþróttasíðu Tímans á inorgun. Úrslit leikja í 1. umferð 2. deildar á Islandsmótinu í knatt- spyrnu um helgina: ÍR-Einherji .... 1-1 (0-0) (Páll Rafnsson)-(Kristinn Dav- íðsson víti) Víkingur-Leiftur . 2-1 (1-0) (Trausti Ómarsson, Einar Ein- arsson)-(Hafsteinn Jakobsson víti) ÍBV-Selfoss .... 2-2 (1-2) (Bergur Ágústsson 2)-(Jón Gunnar Bergs, Björn Axelsson) KS-ÍBÍ ............2-1 (1-1) (Hafþór Kolbeinsson, Björn Ingimarsson)-(Birgir Ólafsson) Þróttur-UBK ... 0-1 (0-1) (Ingvaldur Gústafsson). ÍÞRÓTTIR TILB0Ð TIL 23. MAl 25% VERÐIÆKKUN lld KR. MMC- BÚ KR. 296,2«,. Trausti Ómarsson Vfldngur skýtur hér að marki Leifturs og uppskar árangur sem erfiði. Staðan var þar með 1-0 fyrir Víkinga. Tímamynd Brein. jþróttir eru einnig á bls. 12. íslandsmeistaramót í hálf-maraþon: Ágúst sigraði Ágúst Þorsteinsson UMSB varð á sunnudaginn íslandsmeistari í hálf- maraþon. Sighvatur Dýri Guð- mundsson ÍR varð annar en þeir félagar fylgdust lengi vel að. Úrslit í hlaupinu urðu þessi: klst. 1. Agúst Þorsteinsson UMSB....1:12:55 2. Sighvatur D. Guðmundss.íR .... 1:13:31 3. Jakob Bragi Hilmarsson ÍR .. 1:14:18 Gunnar Páll Jóakimsson IR varð svo í fjórða sæti. Af öðrum hlaupur- um sem renndu í gegnum hálfmara- þonið má nefna Sigfús Jónsson bæjarstjóra á Akureyri og lands- kunnan hlaupara og Aron Tómas Haraldsson úr Kópavogi sem er 11 ára gamall. Hann varð í 20. sæti á 1:54:29 klst. Kári Þorsteinsson UMSB, bróðir Ágústar, sigraði í 7,2 km skemmti- skokki. Þar urðu úrslit þessi: Karlar: 1. Kári Þorsteinsson UMSB .... 28:05 min. 2. Bergþór Ólafsson Á....... 28:45 mín. 3. Brynjólfur Gíslason...... 30:23 mín. Konur: 1. Debbie Brewster ÍR.......31:45 min. 2. Helen Robles ÍR...........35:18 min. 3. Guðrún H. Karls'dóttir... 39:05 mín. Ágúst Þorsteinsson. Tímamynd Brein. Mikið iraut um oívun rlut t á * SlYfijrjCÍ Mððii 0-74 ? M ára Fjöldl umferðaróhappa í apríl 1986 og í apríl 1987. Mán. ár Fjöldi óhappa Slasaðlr Margir segja þetta, þar til þeir rpka sig á, en þá er það um seinan því að eigin reynsla er alltof dýrkþypt þegar umferðarslys eiga í hlut! Apríl 1986 995 56 Aprfl 1987 1024 75 Nú tökum við slysin úr umferð með því að - hafa hugann við aksturinn, - virða umferðarreglur og - haga aksturshraða eftir aðstœðum. Það er heila málið! Eins og sjá má af töflunni hefur fjöldi óhap í apríl aukist lítillega á milli ára (3%) en fjöldi slasaðra hefur vaxið mun meira (34%). Æflar ú að Jeggja þitt af mörkum til að gera Almennur , 8/Cskyída ! Stöðvunars Maí 1986 875 —__ 1 50 Maí 1987 ? ? MARGVERÐLAUMÐUR Vinningstölurnar 16. maí 1987 Heildarvinningsupphæð: 23.728.682,- 1. vinningur var kr. 14.786.058,- og skiptist á milli 7 vinningshafa, kr. 2.112.294,- á mann. 2. vinningur var kr. 2.685.678,- og skiptist hann á 543 vinningshafa, kr. 4.946,- á mann. 3. vinningur var kr. 6.256.946,- og skiptist á 19738 vinningshafa, sem fá 317 krónur hver. Söluhæsti útsölustaður: Nætursalan, Akureyri. Uppiýsingasími: 685111- :. Meistarakeppni meistaranna: Skagamenn sigruðu - skoruðu tvö mörk án þess að Framarar næðu að svara Skagamenn fóru með sigur af hólmi í meistarakeppni KSÍ er þeir lögðu Framara með tveimur mörk- um gegn engu á Akranesi á sunnu- daginn. Þar með hafa Framarar tapað tveimur af þeim þremur bikur- um sem þeir unnu til í fyrra, aðeins íslandsbikarinn er eftir. Honum hafa Framarar fullan hug á að halda og verður sumarið að leiða í ljós hvort svo verður. Það var á 30. mínútu fyrri hálfleiks sem Guðbjörn Tryggvason skoraði fyrra mark Skagamanna. Mikil þvaga myndaðist fyrir framan Fram- markið eftir hornspyrnu en Guðbirni tókst að setja boltann f markið að lokum. Strax í næstu sókn áttu Framarar skot í stöng en úr því varð ekki meira. Arnljótur Davíðsson var þar á ferð. Staðan í leikhléi var 1-0 en Þrándur Sigurðsson bætti við öðru marki þegar sjö mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, skaut að marki eftir fyrirgjöf og boltinn lá í markinu. Bæði lið áttu þokkaleg færi en best voru þó þau er Valgeir Barðason Skagamaður fékk er hann komst einn innfyrir vörn Fram, tvisv- ar frekar en einu sinni. Friðrik Friðriksson varði í bæði skiptin. Skagamenn voru ákveðnari aðil- inn í þessum leik og var sigurinn sanngjarn. Ágætt spil sást oft á tíðum í leiknum en hann datt svo niður á milli. Guðbjöm Tryggvason skoraði fyrra mark Skagamanna og hér er boltinn á leið í netið. Friðrik Friðriksson náði ekki að stöðva hann þrátt fyrir góð tilþrif. Á minni myndinni hampar Sigurður Lárusson fyrirliði Skagamanna meistarabikarnum. Tímamynd Pjeiur. ««íjö* íslandsmótið í knattspyrnu - 2. deild: Vorbragur á fyrstu umferð Það var háifgerður vorbragur á fyrstu umferð annarrar deildar ís- landsmótsins í knattspyrnu 1987. Knattspyrnan er enda nýbyrjuð og væntanlega von á mun betri leikjum í sumár. ÍR-ingar og Einherji frá Vopna- firði áttust við í fyrsta leik deildar- innar. Sá var rólegur lengst af en tvö mörk á síðustu mínútunum. Leikur Víkinga og Leifturs var að sama skapi vorlegur og lítið um færi en Víkingar gerðu þó tvö mörk. Ólafsfirðingar jöfnuðu úr vítaspyrnu á lokamínútunum og sóttu mjög eftir það en án árangurs. Sigurinn verður að teljast sanngjarn. Siglfirðingar unnu sætan sigur í fyrsta leik sínum í deildinni í ár er þeir fengu ísfirðinga í heimsókn. Úrslitin urðu tvö gegn einu. Fyrri hálfleikur var noklcuð jafn, gestimir skoruðu fyrsta markið og var þar Birgir Ólafsson að verki en Hafþór Kolbeinsson jafnaði með ágætu skallamarki sem kom eftir langt innkast. KS-ingar sóttu talsvert meira í síðari hálfleik og um miðjan hálfleikinn kom sigurmarkið sem Björn Ingimarsson skoraði með hörkuskoti. Nokkur vorsvipur var yfir leiknum en heimamenn þó sterk- ari aðilinn og sigurinn því sanngjarn. Eyjamenn fengu Selfyssinga í heimsókn og var sá leikur líklega sá besti í fyrstu umferðinni, ágætt spil oft og tíðum. Selfyssingar komust í 2-0 en heimamenn jöfnuðu áður en leikurinn var úti. Sanngjarnt jafn- tefli. Þróttarar og Blikar mættust í síð- asta leik fyrstu umferðar í gærkvöldi. Ingvaldur Gústafsson skoraði eina mark leiksins snemma í fyrri hálfleik og Blikarnir stóðu uppi sem sigur- vegarar. Þróttarar sóttu án afláts síðustu mínúturnar en í heild áttu Blikar meira í leiknum. Danmörk 1982 Gullverðlaun í 1 Island 1982 Gullverðlaun Danmörk 1985 Gullverðlaun • * ✓ / ' L ~ Island 1985 . Gullverðlaun - - Bandankin 1986 98 stig af 100 Kvennaknattspyrna: Valur vann Frii Ásgciri Pálssyni á Akureyri: Valsstúlkur sigruðu ú Morgun- blaðsmóti í kvennaknattspyrnu sem fór fram nú um helgina á Akureyri. Fjögur iið tóku þátt í mótinu, UBK, Valur, KA og Þór. Valsstúlkur sigruðu í öllum sínum leikjum en Þór varð í 2. sæti. Úrslit: KA-Valur 0-2, Þór- UBK 2-0, Valur-UBK 3-1, KA- Þór 1-2, UBK-KA 2-1, Þór-Valur 0-1. Ragnhildur Skúladóttir lék sinn 100. leik með meistaraflokki Vals gcgn Þór.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.