Tíminn - 19.05.1987, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.05.1987, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 19. maí 1987 Tíminn 13 FRÉTTAYFIRLIT BAHREIN — Olíuflutninga- skip frá Noregi, Golar Robin, varö fyrir árás íranskra skipa í norðurhluta Persaflóans úti fyr- ir ströndum Saudi Arabíu. LUNDÚNIR — Mir-Hossein Mousavi forsætisráöherra ír- ans sagði Persaflóann ekki vera öruggan staö fyrir stór- veldin og herskip þeirra og ættu þau að halda sig frá þessu svæði. PEKING — Deng Xiaoping leiðtogi Kína sagði stjórn landsins vera ofmannaða á öllum sviðum og þyrfti að gera alla stjórnun áhrifaríkari til að Kínverjargætu staðið jafnfætis öðrum á efnahagssvióinu. BEIRÚT — Óþekktir byssu- menn skutu háttsettan mann innan líbanska kommúnista- flokksins til bana á götu úti í Vestur-Beirút. Þar ráöa músl- imar ríkjum. LUNDÚNIR - Olíuverð hækkaði lítið eitt á mörkuðum í Evrópu þar sem sumir kaup- endur óttuðust að flugskeyta- árás íraka á herskip úr banda- ríska flotanum myndi draga úr flutningum á olíu frá Persa- flóanum. Flestir töldu þó að árásin myndi ekki hafa áhrif á olíuflutningana. CANDIGARH, Indland - Siddharta Shankar Ray ríkis- stjóri í Punjabhéraði á Indlandi sagði að allir þeir sem teknir hefðu verið höndum að undan- förnu, vegna gruns um að tilheyra hópum öfgasinnaðra síkha, yrðu leystir úr haldi. VÍNARBORG — Tveir pal- estínskir skæruliðar komu fyrir dómstól í Vín, sakaðir um að hafa gert árás á flugvél ísra- elska flugfélagsins El Al fyrir nærri sautján mánuðum. Alls létust fjórir menn í þeirri árás. MANILA — Skæruliðar kommúnista á Filippseyjum drápu sjö stjórnarhermenn og hétu að halda áfram baráttu sinni gegn stjórn Corazonar Aquino forseta. Frambjóðend- ur kommúnista hlutu slæma útreið í þingkosningunum sem fram fóru fyrir skömmu. PEKÍNG — Rigning, snjór og lækkandi hitastig hafa gefið þeim 34 þúsund mönnum sem berjast við skógarelda í norð-4 austur Kína von um að eldarnir fari senn að slokkna. Þeir hafa geysað í þrettán daga og hafa að minnsta kosti 191 manns látið lífið af þeirra völdum. Illllllllillllllllllllllll ÚTLÖND llllllllllllll Vestur-Þýskaland: Friðarhjal í Kohl eftir kosningasigur frjálsra demókrata - Kohl vill samkomulag um meöaldrægar og skammdrægar kjarnorkuflaugar- Kristilegir demókratar og græningjar fóru verst út úr kosningum í Rínarlöndunum og Hamborg Bonn - Rcutcr Helmut Kohl kanslari Vestur- Þýskalands sagðist í gær vera fylgj- andi samkomulagi milli austurs og vesturs um að fjarlæga öll meðal- dræg og skammdræg kjarnorkuvopn frá Evrópu. Yfirlýsing Kohls fylgdi í kjölfar kosningaósigurs flokks hans, kristi- legra demókrata, í tveimur fylkjum landsins. Kristilegir demókratar hafa hingað til fylgt harðlínustefnu í varnarmálum en óumdeilanlegur sigurvegari fylkiskosninganna í Rín- arlöndunum og Hamborg á sunnu- daginn var Frjálsi demókrataflokk- urinn, samstarfsflokkur kristilegra demókrata í ríkisstjórn landsins. Stjórnarflokkarnir tveir hafa að undanförnu deilt hart um stefnuna í afvopnunarmálum og hafa frjálsir demókratar verið mjög fylgjandi samningum á grundvelli tilboða Sov- étmanna í þessum málum. Friðarvilji frjálsra demókrata virðist hafa fært þeim aukinn fjölda atkvæða í fylkiskosningunum. Fylgi þeirra var, bæði í Rínarlöndunum Hans Dietrich Genscher utanríkis- ráðherra V-Þýskalands: Skoðanir hans á afvopnunarmálum virðast eiga upp á pallborðið hjá þýskum kjósendum og í Hamborg, yfir þeim 5% sem þarf til að komast inn á þing og Hans Dietrich Genscher utanríkisráð- herra og leiðtogi flokksins sagði á blaðamannafundi er úrslit voru ljós að þessi sigur yrði til þess að þrýsta á harðlínumenn innan flokks Kohls að láta af andstöðu sinni við sam- komulag um að fjarlægja kjarnorku- flaugar. í gær var búist við að kristilegir demókratar og frjálsir demókratar mynduðu með sér bandaiag í Rínar- löndunum, heimafylki Kohls. í Hamborg voru viðræður hins vegar í gangi milli frjálsa demókrata og jafnaðarmanna, sem endurheimtu sæti sitt þar sem stærsti stjórnmála- flokkurinn. Auk kristilegra demókrata töpuðu græningjar verulegu fylgi í kosning- unum í Hamborg og var það í fyrsta skipti sem þessi umhverfisverndar- flokkur tapaði fylgi til jafnaðar- manna. Hamborgargræningjar, sem hafa verið nokkuð í sviðsljósinu hér á landi vegna aðgerða gegn hvalút- flutningi íslendinga, misstu þriðjung fylgis síns, fengu alls 7% atkvæða og átta þingmenn kjörna á hið 120 rnanna þing. Suður-Afríka: Aðskilnadarstefnan studd af stjórn sem stjórnarandstöðu Höfðaborg - Rcutcr Harðlínumenn sem vilja enn auka á kynþáttaaðskilnaðinn í Suður-Afr- íku settust í gær í sæti þau sem þeir unnu í þingkosningum hvítra íbúa landsins fyrr í þessum mánuði. Það var íhaldsflokkurinn sem vann mest á í kosningunum, fékk 23 þingmenn kjörna og er nú stærsta stjórnarandstöðuaflið í landinu. Þjóðarflokkur P.W. Botha forseta er þó enn langstærsti stjórnmála- flokkurinn og heldur áfram um stjórnvölinn. Störf á hinu nýja þingi hefjast formlega í dag með ræðu Botha. Ekki er vitað á hvað forsetinn muni leggja áherslu, hið ríkisrekna útvarp P.W. Botha forseti Suður-Afríku: Setur þing í dag landsins sagði hann ætla að einbeita sér að frekari endurbótum á aðskiln- aðarstefnunni og pólitískum réttind- um til handa blökkumönnum en í kjölfar kosningasigurs hægri manna virðist ólíklegt að slíkt muni gerast. Síðustu tvær vikurnar hefur reyndar margt bent til þess að teknar verði upp harðari aðgerðir gegn andstæðingum aðskilnaðarstefnunn- ar. Botha forseti hefur hótað þessu í ræðum að undanförnu og fólk af öðrum kynþáttum en þeim hvíta, sem hefur komið sér fyrir með ólöglegum hætti í hverfum þeirra, hefur fengið bréf upp á brottför hið snarasta. Spánn: Krani snýr eggjaköku Carcacia, Spánn-Rcutcr íbúar bæjarins Carcacia á Norður- Spáni héldu í gær hátíð og var hápunktur gleðinnar át á 900 kílóa eggjaköku. Alls voru fimm þúsund egg notuð í kökuna og var notast við geysistóra pönnu til að framleiða herlegheitin. Að sögn heimildarmanna á staðn- um var krani notaður til að snúa eggjakökunni við á pönnunni. Skoðanakannanir í Bretlandi: íhaldsflokk- urinn með gott forskot Lundúnir - Reuter Niðurstöður skoðanakönnunar í Bretlandi sem birtar voru í gær sýna að íhaldsflokkur Margrétar Thatchers forsætisráðherra hefur tíu prósenta forskot á Verka- mannaflokkinn, nú þegar aðeins rúmlega þrjá vikur eru í þing- kosningarnar þar í landi. Vinni Thatcher sigur í þeim kosningum verður hún forsætisráðherra þriðja kjörtímabilið í röð. Skoðanakönnunin, sem sjón- varpsstöðin ITV lét gera, leiddi í ljós að 42% aðspurðra sögðust ætla að kjósa íhaldsflokkinn, 32% studdu Verkamannaflokk- inn og Bandalag frjálslyndra og jafnaðarmanna fékk 24% fylgi. Niðurstöður úr tveimur öðrum skoðanakönnunum sem birtar voru um helgina sýndu íhalds- flokkinn annars vegar með 14% forskot og hins vegar með 9% forskot. Ráðamenn íhaldsflokks- ins hafa þó varað liðsmenn sína við að slaka á í baráttunni fyrir kosningarnar sem verða þann 11. júní. Þjóðverjar vitna í Demjanju- málinu Köln, Vestur-Þýskaland-Reuter Hermaður sem starfaði með John Demjanjuk, Úkraínu- manninum sem sakaður er um hlutdeild í stríðsglæpum nasista, bar vitni fyrir rétti í Köln í gær. Vitnisburðurinn fór fram fyrir lokuðum dyrum í þessari þýsku borg en réttarhöldin yfir Demj- anjuk hafa nú færst frá Jerúsalem til V-Þýskalands. Það var maður að nafni Helmut Leonhardt sem bar vitni í gær. Hann var í Trawniki búðunum á sama tíma og Demjanjuk á að hafa fengið þjálfun sína þar, áður en hann hélt til Treblinka útrým- ingarbúðanna til að starfa sem vörður við gasklefana. Hinn 67 ára gamli Demjanjuk var gerður brottrækur frá Banda- ríkjunum á síðasta ári og fluttur til lsraels þar sem hann var leidd- ur fyrir rétt, sakaður um glæpi gegn mannkyninu og gyðingum. Verði hann fundinn sekur bíður hans dauðinn. Demjanjuk hefur neitað ásök- unurn, segist ekki vera gasklefa- vörðurinn „Ivan hræðilegi“ sem drap hundruð þúsunda gyðinga í Treblinka heldur sé tekinn fyrir annan. Demjanjuk gistir í farigelsis- klefa sínum í ísrael á meðan réttarhöldin í málinu fara fram í V-Þýskalandi. Þar verða þrír menn spurðir í þaula um mál Demjanjuks og verða vitnayfir- heyrslunar í jafnmörgum borgum, Köln, Kassel og Vestur- Berlín.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.