Tíminn - 30.05.1987, Blaðsíða 5
Laugardagur 30. maí 1987 .
Tíminn 5
Þorsteinn Pálsson skilaöi umboðinu:
Segir Kvennalistann hafa
viljað lögbinda öíl íaun
og á því hafi strandað. Kennir áhugaleysi Framsóknar um
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins gekk í gær á
fund forseta Islands og skilaði
honum umboði því sem hann fékk
til myndunar ríkisstjórnar. Forseti
hafði í gær ekki ákveðið hverjum
skyldi veitt umboð til stjórnarm-
yndunar, en hallast menn að því að
nú sé komin röðin að Jóni Baldvin
Hannibalssyni, eða þá að Stein-
grími Hermannssyni verði veitt
umboð á nýjan leik.
Sagði Þorsteinn að aðilar þeirra
þriggja flokka sem nú reyndu
myndun ríkisstjórnar, hafi verið
komnir nærri sameiginlegum
“markmiðagrundvelli" fyrir ríkis-
stjórnina, en hins vegar hafi ágrein-
ingur milli Sjálfstæðisflokks og
Kvennalista um ákvörðun lág-
markslauna komið í veg fyrir að
svo mætti takast. „Það var ljóst að
þessir aðilar voru sammála því
markmiði að það þyrfti að móta
stefnu til að tryggja stöðu þeirra
lakast settu í þjóðfélaginu. Við
sjálfstæðismenn lögðum fram hug-
myndir, sem byggðu á þeim grund-
viðræður með þeim og Alþýðuflokki
velli að slík stefna yrði mótuð á
þann veg að ríkisvaldið í kjaras-
amningum við opinbera
starfsmenn, setti fram tillögur um
lágmarkslaun og dreifingu launa-
hækkana, þannig að mest kæmi í
hlut þeirra sem lægst hafa launin.
Við vildum ekki fara lögbindingar-
leið eða hlutast til um frjálsa kjar-
asamninga. Kvennalistinn vildi
fara leið einhliða aðgerða og laga-
setningar. Okkar mat var að slík
stefna færði launahækkanir þeirra
lægst launuðu upp allan launastig-
ann og samkvæmt upplýsingum frá
Þjóðhagsstofnun, þýddi slík 25%
launahækkun á alla yfir 90% verð-
bólgu í lok ársins og við vorum
ekki tilbúnir að taka þá áhættu. Því
náðu þessar viðræður ekki lengra,“
sagði Þorsteinn. Aðspurður sagði
Þorsteinn að hann gerði ráð fyrir
að Kvennalistinn hafi viljað koma
í veg fyrir þessi óheppilegu hliðar-
áhrif með lagasetningu varðandi
öll laun í landinu. „Ég held að það
Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf-
stæðisflokksins.
fari ekki á milli mála að annar
kostur hafi ekki verið fyrir hendi,
hefði þessi leið verið farin.“
Sagði Þorsteinn að þegar þessi
niðurstaða hafi legið fyrir hafi
menn leitt hugann að framhaldinu
og Sjálfstæðisflokkur hafi helst
bundið vonir við stjórnarmyndun-
artilraun með Alþýðuflokki og
Framsóknarflokki. „Mat mitt var
að ekki eru hafnar
það eftir að hafa kynnt mér viðhorf
Framsóknarflokksins með viðræð-
um við formann flokksins, að þar
væri ekki nægjanlegur áhugi á að
taka þátt í viðræðutn um slíka
stjórn, til þess að það gæfi okkur
ástæðu til að halda áfram," sagði
Þorsteinn Pálsson. Sagði Þorsteinn
að þó hafi komið fram að Fram-
sóknarflokkurinn hefði ekki neitað
að ganga til slíkra viðræðna, en að
hans mati hafi áhuginn ekki verið
nægur. Sagði hann að þingflokkur-
inn hafi verið honum sammála í
þessari stöðu að skila bæri umboð-
inu til forseta.
Aðspurður hvort Jón Baldvin
hafi lýst yfir endurnýjuðum áhuga
á ríkisstjórnarsamstarfi við
Framsókn, sagði Þorsteinn að ljóst
væri að erfiðleikar væru á samstarfi
þessara tveggja flokka og hann
vildi þar ekki kenna einum frekar
en öðrum um. en heildarmatið
væri að það væri ekki nægjanlegur
vilji af „hálfu þessara aðila til að
hefjast handa til að gera slíka
tilraun". - phh
Jón Baldvin Hannibalsson um ríkisstjórnarsamstarf
með Framsókn og íhaldi:
KEMUREKKITIL
GREINA UNDIR
FORYSTU FRAMSÓKNAR
„Ég hef aldrei hafnað viðræðum
við Framsóknarflokkinn. Hitt er
annað mál að við höfum líka sagt
að við höfum ekki áhuga á að
verða þriðja hjól í vagni fráfarandi
ríkisstjórnar og ef að slíkum samn-
ingaviðræðum kæmi þá yrði það að
vera á nýjum málefnagrundvelli,
nýrri verkaskiptingu og undir nýrri
forystu. Þetta hefur verið og er
okkar afstaða,“ sagði Jón Baldvin
Hannibalsson í samtali við Tímann
í gær eftir að þingflokksfundur
Framsóknar hafði lýst áhuga sínum
á tilraun til ríkisstjórnar undir
forystu Framsóknar með Alþýðu-
og Sjálfstæðisflokki.
Aðspurður hvaða kostur til ríkis-
stjórnarmyndunar honum þætti
fýsilegastur í dag, þar sem Alþýðu-
flokkur ætti hlutdeild að, sagði Jón
Baldvin geta svarað því á þá leið
að fárra góðra kosta væri völ. En
ef samningar tækjust milli fráfar-
andi ríkisstjórnarflokka og AI-
þýðuflokks um róttækar breytingar
á stjórnarstefnu þ.á m. um heildar-
endurskoðun skattakerfisins, rót-
tæka endurskipulagningu á ríkisút-
gjöldum og um róttækt umbóta-
prógram í félagsmálum með
áherslu á húsnæðismál líf-
eyrismál og stjórnkerfi, þá væri
það ósköp gott. En líkurnar á að
slíkt samkomulag takist væru ekki
miklar.
Aðspurður um hvort Alþýðuf-
lokkur gerði það að skilyrði varð-
andi ríkisstjórnarsamstarf við
Framsókn, að tnargfrægum bú-
vörusamningi yrði rift sagði Jón
Baldvin að það væri pólitisk stað-
reynd, sem hefði komið fram í
undangengnum viðræðum að það
Jón Baldvin Hannibalsson.
eru a.m.k. fjórir flokkar sem styðji
þennan samning fjögur ár fram í
tímann. Það væri því pólitískur
meirihluti fyrir honum og þýðing-
arlaust að gera kröfu til að honum
verði rift. - phh
Kristín Einarsdóttir, Kvennalista:
Ekki ætlunin að
lögbinda öll laun
Stjórnarmyndunartilraun Þor-
steins Pálssonar strandaði á ágrein-
ingi milli Sjálfstæðisflokks og
Kvennalista um lögbindingu lág-
markslauna. Taldi Þorsteinn að ef
öll laun ættu ekki að hækka í
kjölfar 25% hækkunar lágmarks-
launa með þeim afleiðingum að
verðbólga yrði um 90% í lok
ársins, yrði að lögbinda öll laun og
á það hafi ekki verið fallist.
Kristín Einarsdóttir hjá Kvenna-
lista sagði að það hafi ekki verið
ætlun Kvennalistans að lögbinda
öll laun. „Ef aðilar vinnumarkað-
arins vilja þessa hækkun lágmarks-
launa ekki, er þetta auðvitað mjög
erfitt. En það má beita ýmsum
aðhaldsaðgerðum stjórnvalda í
þessu máli og maður hefði nú
haldið að það hefði mátt sameinast
um slíkar aðgerðir," sagði Kristín.
Aðspurð sagði Kristín að viðræð-
urnar hefðu reyndar ekki verið
komnar svo langt að slíkar aðhalds-
aðgerðir stjórnvalda hefðu verið
ræddar og Kvennalistinn hefði ekki
verið búinn að leggja neinar "pat-
entlausnir" á borðið þar að lútandi.
Aðspurð hvort svona breyting á
launauppbyggingu kallaði ekki á
hugarfarsbreytingu áður en hún
væri framkvæmanleg og hvort
Kvennalistinn hefði lagt einhverjar
Kristín Einarsdóttir.
línur þar að lútandi, sagði Kristín
það rétt að hugarfarsbreyting væri
skilyrði svona brcytinga. „En mér
finnst það verðugt verkefni fyrir
aðila vinnumarkaðarins að taka að
sér, þegar ákveðið hefur verið og
það orðið staðreynd að fólk fái
ekki laun undir lágmarksfram-
færslu, að stokka kerfið upp og
jafna út þeirri fjárupphæð sem
Þingflokkur
Framsóknarflokks:
Vilja
Þriggja
flokka
stjórn
Þingflokksfundur Frani-
sóknarflokksins var haldinn í
gær og voru óskir þingmanna
varðandi hugsanlega ríkis-
stjórnarþátttöku kannaðar.
Mikil andstaða kom í Ijós
við stjórn Framsóknar og Al-
þýðuflokks undir forystu Sjálf-
stæðisflokks og enn meiri
andstaða við stjórn sömu
flokka undir stjórn Alþýðu-
flokks. Þá virtust þingmenn
ekki telja stjórn einhverra
fjögurra flokka undir stjórn
Framsóknarflokks, kost sem
leita ætti eftir á þessu stigi og
þá ekki heldur stjórn með
Kvennalista og Sjálfstæðis-
flokki undir forystu Framsókn-
ar.
Hins vegar kom í ljós að
flestir þingmanna flokksins
settu stjórn Sjálfstæðisflokks
og Alþýðuflokks undir forystu
Framsóknar efst á blað og
nokkrir töldu þetta næst besta
kostinn.
í öðru sæti lenti stjórn með
Sjálfstæðisflokki og Borgara-
flokki, enn undirforystu Fram-
sóknar og reyndist þessi val-
kostur álíka vinsæll og fyrsti
kosturinn. Þriðji vinsælasti
kosturinn var áframhaldandi
stjórn Framsóknar og Sjálf-
stæðisflokks með stuðningi
þriðja aðila, t.d. Stefáns Val-
geirssonar. - phh
atvinnuvegirnir hafa úr að spila.
Það verði gert þannig að þeir sem
eru betur settir verði að sætta sig
við það, að einhverjir drepist ekki
og mér finnst það ekki vera stjórn-
valda að raða fólki niður. Utan
þessa atriðis auðvitað og einnig
viljuin við leiðrétta hlut kvennast-
éttanna," sagði Kristín Einarsdótt-
ir.
- phh
PL'M^
íþróttavörur
Stenzel
Hvítir leðurskór. Gæðin
þekkja allir. Stærðirfrá
3'/2-6. Verð kr. 2364.-
Markmannspeysur frá
kr. 1151.-
Markmannsbuxur frá
kr. 1328.-
Markmannshanskar frá
kr. 346.-
Boris Becker
tennisspaðar.
Einning squashspaðar.
I
Vulkan hitahlifar.
Verðfrákr.818.-
Vulkan hitasokkar.
Ballerina
hanskasskinnskór, léttir
og þægilegir á götuna.
Litur: hvítir st. 31 -42 —
bleikir st. 36-41 — svartir
st. 36-46.
Verð frá kr. 1388.-
Póstsendum
SPÖRTVÖRUl/ERSUJN
JNGOLFS
ÓSKARSSONAR
Klapparstíg40.
Á HORNÍKLAPPARSTIGS
0G GRÍTTISGÖTU
s.nrn