Tíminn - 03.06.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.06.1987, Blaðsíða 6
6 Ttminn Miðvikudagur 3. júní 1987 Mjólkursamlagið á Sauðárkróki Góð afkoma síðasta ár - m.a. vegna aukinnar neyslumjólkursölu, þrátt fyrirsamdrátt í framleiðslu Mjólkursamlagið á Sauðár- króki tók á móti rúmlega 8.623 þúsund lítrum mjólkur á árinu 1986. Það er 579 þúsund lítrum minna en árið á undan, eða 6,7% samdráttur milli ára. Hins vegar seldust rúmlega 14 þúsund lítrum meira af mjólk á árinu 1986 en 1985, eða rúmlega 890 þúsund lítrar. Aukin neysla byggist m.a. á aukinni markaðshlutdeild á súrmjólkurtegundum sem hafin var framleiðsla á sl. ár. Osta og smjörbirgðir hafa minnkað og framleiðsla osta og smjörs og skyrs minnkað tölu- vert. Grundvallarverð til bænda er að fullu greitt og engar verðeft- irstöðvar því eftir. Meðalgrund- vallarverð til bænda hjá samlag- inu var á árinu rúmar 25 krónur á lítra en landsmeðaltal er rúmar 24 krónur. Afkoma samlagsins varð því góð á árinu en viðhaldi og endur- bótum á húsum og búnaði var slegið á frest og fjármagn sem til þess hefði verið varið var lagt í sérstakan framkvæmdasjóð sem notaður verður í framtíðinni til endurbóta á samlaginu. ABS Hólmadrangur með 1801 afgrálúðu Frystitogarinn Hólmadrangur landaði 180 tonnum af grálúðu á Hólmavík fyrir skömmu. Þennan afla fékk togarinn í 9 daga veiðiferð, og var þetta 3. grálúðutúrinn á einum mánuði. Aflinn í þessum þrem túrum er orðinn tæp 500 tonn og aflaverðmæti tæpar 40 milljónir króna. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Hólmadrangs hf. skilaði rekstur fyrirtækisins góðum hagnaði á síð- asta ári, en endanlegar tölur munu liggja fyrir í næsta mánuði. Á undan- förnum árum hefur Hólmadrangur skilað meiri tekjum í þjóðarbúið en flest önnur skip þrátt fyrir hrakspár í upphafi. Útgerð skipsins hefur haft mikla þýðingu fyrir Hólmavík og nærliggjandi sveitarfélög, og geta nú flestir verið sammála um að skipið hafi þjónað þeim tilgangi sem að var stefnt. Eins og áður hcfur komið fram hér í blaðinu var um 10.000 m3 af sandi dælt upp úr botni Hólmavíkur- hafnar sl. haust. Við þetta batnaði aðstaða Hólmadrangs í höfninni mikið, og getur skipið nú lagst að bryggju inni í höfninni í stað þess að liggja utan á bryggjusporðinum. Skipstjóri á Hólmadrangi ST-70 er Hlöðver Haraldsson, en fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins er Högni B. Halldórsson. Landssamband hjálparsveita skáta: Samæfing allra björgunarsveita - til aö undirstrika samstarfsviljann Landssamband hjálparsveita skáta (LHS) hélt fjórtánda lands- þing sitt á Akureyri dagana 29. og 30. maí sl. Þingið fer með æðsta vald í málefnum sambandsins og er haldið annað hvert ár. Á þinginu var meðal annarra markverðra atriða greint frá næstu samæfingu LHS sem fer fram á Hólsfjöllum í september nk. og verður öllum björgunarsveitum, hvar í sveit sem þær eru staddar og hvaða nafni sem þær nefnast, boðið til þátttöku í henni. „Þetta er til að undirstrika samstarfsviljann og halda árangursríka æfingu,“ sagði Jón Halldór Jónasson í LHS. Æfingin verður margþætt og skipulögð svo, að reyni á allar björgunarsveitarmenn. Lögð er' áhersla á æfingu í skyndihjálp og leitir og stjórnun þeirra, þar sem miklu skiptir að fjarskipti og heild- arskipulag gangi hnökralaust. Á samæfingu LHS í Borgarfirði í mars á síðasta ári mættu til leiks 250 manns frá 27 sveitum. Nú er búist við á fjórða hundrað manns til æfingar og reynir mjög á björg- unarmenn, þegar svo margir koma saman til heildarátaks. Jón Halldór mælist til þess, að björgunarsveitir hafi samæfinguna í huga, þegar starfsárið er skipu- lagt, svo einkaæfingar skarist ekki við æfingu LHS í Hólsfjöllum í september og sem flestir geti tekið þátt í henni. Heyrnleysingjaskólinn: Táknmálstúíkun verði viðurkennd í skólum - og heyrnarlausir nemendur fái rétt til aö hafa með sér táknmálstúlka í kennslustundir Heyrnleysingjaskólinn hefur sent menntamálaráðuneytinu fjárlagatil- lögur skólans sem fela í sér viður- kenningu á rétti heyrnleysingja í framhaldsnámi til að hafa táknmáls- túlka með sér í kennslustundir. Þetta kemur fram í fréttabréfi Heyrnleys- ingjaskólans. Tillögur skólans byggjá m.a. á frumvarpi um framhaldsskóla sem lagt var fyrir Alþingi á árinu þar sem segir að fatlaðir nemendur skuli stunda nám við hlið annarra eftir því sem kostur sé og á framhaldsskóla- stiginu skuli veita fötluðum nemend- um kennslu og þjálfun við hæfi og sérstakan stuðning í námi. Ný námstilhögun var tekin upp í framhaldsdeild Heyrnleysingjaskól- ans síðasta haust sem felur í sér að kennsla bóklegra greina fer fram í sérskólum og framhaldsskólum með aðstoð túlka, en eiginleg kennsla í framhaldsdeild Heyrnleysingjaskól- ans var að mestu aflögð. Þessi tilhög- un er liður í samnorrænu verkefni fimmtán skóla á sviði framhalds- menntunar fatlaðra. Verkefninu lýk- ur frá og með næstu áramótum. Að því loknu skrifast kostnaður vegna túlkunar á Heyrnleysingjaskólann. Á móti kemur að heyrnleysingjar ljúka námi á sama tíma í framhalds- skólum og heyrandi nemendur með þessu móti, en ekki tveimur árum síðar eins og miðað hefur verið við hingað til. Menntamálaráðuneytið hefur þegar gefið Heyrnleysingjaskólan- um heimild til að hefja námskeið fyrir skólatúlka í sumar, en á þessu ári hefur einnig verið gert stórátak í námskeiðum í táknmáli. Nemendur framhaldsdeildar Heyrnleysingjaskólans verða að lík- indum á milli 20 og 30 og munu þeir m.a. sækja nám í Iðnskólanum, Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Menntaskólanum í Kópavogi, Myndlista og handíðaskólanum, Þroskaþjálfaskólanum og Garð- yrkjuskóla ríkisins. ABS Frá samæfingu LHS í Borgarfirði í fyrra. Hér er verið að hala Sólveigu Þorvaldsdóttur, yfirkennara björgunarskóla LHS, upp úr Gljúfurá, þar sem hún þóttist hafa fallið niður. Ljósmynd: Kristinn óiafsson. Breiöafjöröur iöar af lífi: Hólmadrangur ST-70 í Hólmavíkurhöfn. Tímamynd: Stefán Gíslason Mesta grásleppuveiði í firðinum í tuttugu ár Grásleppuveiðin í Breiðafirðinum hefur verið með albesta móti undan- farna daga og muna elstu menn ekki aðra eins veiði og nú, síðustu 20 ár. Allt að 30 bátar eru nú að veiðum frá Stykkishólmi og fá bátarnir allt að 1000 stykki í róðri, en til að fylla tunnu þarf hálft annað hundrað grá- sleppur. Verð á tunnunum hefur far- ið stighækkandi og fá sjómenn nú 24 þúsund krónur fyrir hana, en fengu 18 þúsund krónur í fyrra. Grásleppararnir róa yfirleitt með 150 til 200 net á veiðarnar og er algengast að þeir séu þrír saman. En miðað við verðþróunina á aflanum ættu þeir ekki að líða skort, því þeir virðast afla vel. -SÓL Gasneysla minnkað - í kjölfar aögerða fíkniefnalögreglu í kjölfar aðgerðar ávana- og fíkniefnadeildar lögreglunnar gegn neyslu unglinga á kveikjaragasi, sem fékkst í almennum söluturn- um, lagði heilbrigðisráðuneytið blátt bann við sölu þess, nema á bensínstöðvum og þá ekki til ungl- inga undir 18 ára aldri. Arnar Jensson í fíkniefnalögreglunni sagði að greinilega hefði salan og þar af leiðandi neyslan minnkað gífurlega síðan. Altént á þeim stöðum sem könnun þeirra tók til. Sagði Arnar að erfitt væri að segja, hvort slegið hefði á neysluna eða hún færst til. Líklegt má telja, að umræðan og aðgerðirnar hafi samt haft jákvæð áhrif þj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.