Tíminn - 03.06.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.06.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 3. júní 1987 Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. fngvarGíslason NíelsÁrniLund OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verft í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- FFSÍ 50 ára Farmanna- og fiskimannasamband íslands er 50 ára um þessar mundir, en það var formlega stofnað á sérstökum fundi sem boðað var til í Reykjavík 2. og 3. júní 1937. Þessi fundur var þá þegar kallaður ’fyrsta þing Farmanna- og fiskimannasambandsins, en þingin eru haldin annað hvert ár og hafa senn verið haldin 33 þing á 50 árum. Farmanna- og fiskimannasamband íslands eru landssamtök yfirmanna á kaupskipum og fiskiskip- um. Voru það einkum skipstjörar, stýrimenn og vélstjórar sem beittu sér fyrir stofnun sambandsins, og var Ásgeir Sigurðsson skipstjóri á Esju kjörinn fyrsti formaður sambandsstjórnar. Núverandi for- maður stjórnarinnar er Guðjón A. Kristjánsson togaraskipstjóri frá ísafirði. Farmanna- og fiskimannasambandið hefur frá upphafi verið atkvæðamikill félagsskapur, sem að sjálfsögðu hefur beitt sér sérstaklega í kjaramálum þeirra stétta sjómanna sem standa að þessum samtökum. í því sambandi er ástæða til að minnast þess aö Farmanna- og fiskimannasambandið hafði forgöngu um það fyrir 2 árum að gera samninga við atvinnurekendur til tveggja ára í stað eins árs eða skemmri tíma eins og oft hefur átt sér stað hér á landi. Hitt er ekki síður mikilsvert að Farmanna- og fiskimannasambandið hefur lagt sig fram um alhliða framfarir í sjávarútvegsmálum, aukna menntun sjó- manna, sókn í landhelgismálinu, bætta aðbúð um borð í skipuni og úrbætur í öryggis- og björgunar- málum. Ályktanir þings Farmanna- og fiskimannasambandsins í sjávarútvegsmálum og kjara- og menningarmálum sjómannastéttarinnar vekja ávallt athygli og hafa haft margs konar áhrif á aðgerðir og viðhorf ráðamanna í þeim efnum. Farmanna- og fiskimannasambandið lét landhelg- ismálið mjög til sín taka í þeirri langvinnu baráttu sem íslendingar háðu á alþjóðavettvangi um það mál í full 30 ár. Sama má segja um eflingu landhelgisgæslunnar. í því efni hefur Farmanna- og fiskimannasambandið sýnt framsýni og áhuga, sem vert er að minnast á 50 ára afmæli sambandsins. Eitt af merkustu verkum Farmanna- og fiski- mannasambandsins er útgáfa Sjómannablaðsins Víkings sem stofnað var árið 1939. Sjómannablaðið Víkingur hefur ætíð verið myndarlegt tímarit, sem fjallað hefur um málefni sjávarútvegs og sjó- mennsku af fjölbreytni og víðsýni, og hefur þar verið lögð jöfnum höndum áhersla á brýn framfara- og hagsmunamál sjávarútvegsins í heild og sjó- mannastéttarinnar en ekki síður menningar- og sögulegt efni sem tengist sjómannastéttinni. Sjó- mannablaðið Víkingur sem bráðum á 50 ára afmæli er merkilegt heimildarrit um þetta tímabil og skipar virðulegan sess í blaðaútgáfu síðustu áratuga. Tíminn sendir Farmanna- og fiskimannasam- bandinu hugheilar afmæliskveðjur og óskar því heilla í framtíóinni. Starfsemi FFSÍ í 50 ár hefur verið mikil og margvísleg og til mikilla nytja fyrir land og lýð. GARRI Fjórir og hálfur Framsóknarflokkur ión Baldvin Hannibalsson flokksleiðtogi Alþýðoflokksins lét þau hraustlegu ummæN falla í át- varpi og sjónvarpi í fyrrakvöld að á Alþingi íslendinga sæti núna fjórir og hálfur Framsóknarflokk- ur. IVfeð þessu átti hann við það að nýlega gerðir samningar landbún- aðarráðuneytis og samtaka bænda ættu stuðning í 4,5 flokkum á' þingi. Eins og kunnugt er befur Al- þýðiiflokkurínn lýst yflr harðri andstöðu við þessa sainninga. Meö uininælunum um fjóra og hálfan Framsóknarflokk lét Jón Baldvin þaö fylgja að núna yrði Alþýðu- flokkurinn að hverfa frá því að gera ógildingu þessara samninga að skilyröi fyrir þátttöku í ríkis- stjórn. Að sögn hans stafar þetta af því að þeir, sem hann nefnir framsókn- arllokkana á þingi, scu allir hlynnt- ir búvörusainningunum. Þess vegna sé greinilega meirihluti fyrir samningunum á þingi, og eins og hann nefndi réttilcga er Alþýðu- flokknuin því einfaldlega ekki stætt á því að berja höfðinu viö stcininn með þaö að hann er þar í minni- hluta. Framsóknarflokknum til sóma l’aö fer ckki á inilli mála að ætlun Jóns Baldvins hefur verið sú að gera lítiö úr Framsóknarflokkn- uin mcö því að kenna alla hina flokkana til hans í þessu máli. En þar hefur hann hins vcgar hlaupiö Jón Baldvin: Fjórir og Gudrún: Pekkir ekki hálfur Frumsóknar- vcrkulýtVsrekendur. flokkur. heldur hressilega á sig, sá góði maður. Það eru nú sem stcndur tíma- bundnir erfiðleikar í söiumálum landbúnaöarafuröa, en rcynslan hefur margsýnt að heimsmarkaö- urinn er hverfull og þar eru veöur fljót að skipast í lofti. Alþýðuflokk- urinn hefur barist fyrir þcirrí stefnu aö skera bændastéttina niður og fækka þeim scm hafa atvinnu sína af búvöruframleiöslu í sveituin landsins. Framsóknarflokkuríim hcfur hins vegar barist á inóti þessu. Fyrir forgöngu Jóns Helgasonar landhúnaöarráöhcrra voru þess vegna gerðir samningar um málið sem tryggja bændum það að þcir verða ekki skornir niður í stórhóp- um í fyrirsjáanlegri framtið. Að því er Jón Baldvin segir cru hinir flokkarnir saminála þessu. Og hvað sem Jóni Baldvin kann að finnast um málið þá er þetta Fram- sóknarflokknum til sóma. Og það er Alþýðuflokknum jafn mikið til ósóma að hann skuli stefna að því lcynt og Ijóst að skera bændur niður við trog, og þar með byggð í ntÖFgum Mómlegustu sveitahéruð- um landsins. Verkalýdsrekendurnir Ein niðurstaðan úr tilraunuin Þorsteins Pálssonar til stjórnar- myndunar er sú að kvennalistakon- ur komust þar áþreifanlega í snert- ingu við þá staðreynd að íslenskir verkalýðsrekendur bera hag þeirra lægstfaunuðu ekki sérstaklega fyrir brjósti, og ekki fram yfir það sem snýr að þeim sem hærri hafa laun- in. Þær Guðrún Agnarsdóttir og aðrar þingkonur flokksins virðast ekki hafa verið búnar að gcra sér grein fyrir þessu áður. Það er raunar ekki gott afspurnar fyrir þær, eftir að vera liúnar að taka tvívegis þátt í kosningabaráttu og sitja heilt kjörtímabil á þingi. Reynsla liðinna ára sýnir ncfni- lega að það er ákaflega erfitt að semja við verkalýðsrekcndurna um hækkanir til handa hinum lægst launuðu án þess að sama prósentu- hækkun rjúki upp um alla launa- stigana. Og til allrar hamingju eru menn nú farnir að skilja það báðu- inegin við samningaborðin að slíkt kemur engum að gagni, heldur leiðir aöeins af sér óðaverðbólgu og tjón fyrir alia hlutaðeigendur. Það bcr hins vegur ekki vott um mikinn stjórnmálalegan þroska hjá þeim kvennalistakouum að þær skuli ekki hafa veriö búnar að gera sér grein fyrir þessu áður cn kom til viðræðna um stjórnarmyndun. Eiginlega vill Garri gera þær kröfur til fulltrúa þjóðarinnar á þingi að þeir láti ekki hanka sig á svona vanþekkingu. Garrí. VÍTTOG BREITT Hreintrúarstefna og stofnanadýrkun Alltaf Skal hlaupa hland fyrir hjartað á Mörlandanum þegar imprað er á kynlífi á opinberum vcttvangi. Þrátt fyrir heimsmet í fjölda óskilgetinna barna ríkir hreintrúarstefnan enn þegar að því kemur að ræða um og viðurkenna mannlega náttúru. Sérstaklega verður frónbúinn snefsinn þegar upp kemur sú staða að mannfólkið er búið líffærum sem sköpuð eru til tímgunarathafna. Það væri að æra óstöðugan, að fara að telja upp dæmi um það ofboð sem grípur um sig í fjölmiðl- um og manna og kvenna á meðal, þegar launhelgar kynlífsins eru op- inberaðar einhvers staðar. Lestur unglingasögu í útvarp. Saksóknari gegn kvikmyndahátíð. Tippið á japönskum dansara í sáraumbúð- um. Dönsk stelpa í bala. Bíóið um leikfangið ljúfa. Tískusýningar á nærhöldum. Konur gegn klámi í bókabúðum. Öngþveiti í Þorláks- messuumferðinni vegna þess að allt tiltækt lögreglulið höfuðborg- arsvæðisins í razzíu í myndbanda- leigum að hætti gestapó og KGB, til að hreinsa þær af allri synd. Þegar svo á að fara að fjalla um kynlíf af einhverri alvöru lendir allt í klúðri og klámi, eins og smokkafárið í vetur. Dapurlega hliðin Enn ein hremmingin hcfur rekið á fjörurnar. Námskeið í fullnæg- ingu kvenna með tilheyrandi náms- gögnum. Engin ástæða að fara nánar út í þá sálma, enda hefur Tíminn gert þeim góð skil og fólkið í landinu fengið kærkomið um- ræðuefni að japla á og ncsja- mennskan blómstrar. En það eru fleiri hliðar á málinu. Árni Bergmann viðrarefnið í Þjóð- viljanum og er eðlilega hissa á viðbrögðunum og einkum því að það skuli koma einhverjum á óvart að fóik sækist eftir kynferðislegri fullnægingu, jafnvel með öðrum aðferðum en þeim sem viðhafðar eru til að geta börn. En hann skrifar einnig um dap- urlegu hliðina og segir þar m.a: „Hinn dapurlegi þáttur er svo sá, að með námskeiði um enn eitt svið mannlegra tengsla erum við minnt á undanhald einstaklingsins fyrir vandanum að vera til. Á það að við lifum á tímum mjög áleitinnar sérhæfingar sem vinnur jafnt og þétt að því að svæla okkur út úr síðustu fylgsnum sjálfstæðra at- hafna þar sem við höfum talið okkur kunna fótum okkar forráð. Við höfum, nútímamenn, hægt og bítandi, verið að gefa frá okkur sjálfsmenntun, sjálfsaga, starfsval, makaval, barnauppeldi, umgengni við aldraða, eigið hcilsufar, kynlíf - hvað viljið þið nefna fleira, af nógu er að taka. Gefa það frá okkur að við ráðum sjálf við margs- konar vanda sem upp kann að koma - fyrir tilstilli vilja og skyn- semi, forvitni um mannlcga hagi, lífsreynslu þeirra sem við best þckkjum, fyrir tilstilli þeirra sem elska okkur eða hata. Þess í stað röðum við okkur á biðstofur sér- fróðra, sem ætla að gerast atvinnu- vinir okkar næsta klukkutímann. Þeir sérfróðu geta að sjálfsögðu verið hinir mætustu menn. En þeir eru feiknalega misjafnir, hvað sem prófum líður, sumir mannvits- brekkur, aðrir skaðlegir kreddu- menn, við höfum tilhneigingu til að trúa þeim öllum, gefa upp á bátinn gagnrýnisviðleitni okkar, kasta byrðum okkar á bak við þá í bríaríi í þeirri von að þær sjáist aldrei meir. Það getur orðið skammgóður vermir að pissa í þann skó.“ Stofnanavandamál Undirritaður getur tekið undir hvert orð í þessum tilvitnaða kafla. Einstaklingurinn er að kasta af sér allri ábyrgð á sjálfum sér yfir á stofnanir og sérfróða. Hann getur ekki einu sinni iðkað sjálfsfróun hjálparlaust. En það skýtur dálítið skökku við að lesa þessi sannleikskorn í Þjóð- viljanum. Blaðið og flokkurinn sem að því stendur trúir á stofnan- ir. Öll mannleg vandamál má lcysa með því að stofna stofnanir, efla þær og moka í þær fé. Þessi stofnanadýrkun gengur út á það að losa einstaklinginn undan öllum skyldum og að kunna fótum sínum forráð. Ritstjórinn orðar þetta svo, að við séum að gefa frá okkur sjálfsmenntun, sjálfsaga, starfsvai. barnauppeldi, umgengni við aldraða, eigið heilsufar. Stofnanir taka við öllu þessu og af þeim er aldrei nóg. Opinberir aðilar eru hundskammaðir fyrir að spara fé í stofnanir og skilja ekki þarfir þeirra og tilgang. Fjölskyldan er að hrynja og stofnanir taka við hlutverki hennar. Kunnáttusamleg meðferð gervi- kynfæra er nýjasta námsefnið til að auðga fagurt mannlíf. En við skulum venja okkur af að líta á tilbrigði kynlífsins eins og átján barna faðir í álfheimum, þegar hann góndi á langan gaur í lítilli grýtu. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.