Tíminn - 03.06.1987, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.06.1987, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 3. júní 1987 Tíminn 11 illllllllllllllilllllllllll ÍÞRÓTTIR llllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Evrópumeistaramótiö í fimleikum: Þrefalt heljarstökk - ein af nýjungum sem fram komu á mótinu Evrópumeistaramótið í fimleikum fór fram í Moskvu fyrir skömmu. Eins og venja er til á stórmótum komu fram ýmsar nýjungar í keppni. Valeri Ljúkin frá Sovétríkjunum Evrópumótið u-21 árs: Tékkar unnu danska liðið Reuter Tékkar sigruðu Dani með einu marki gegn engu í leik liðanna í Evrópukeppninni í knattspyrnu u-21 árs. Liðin leika í 6. riðli ásamt íslendingum og Finnum. Það var Gúnter Bittengel sem skoraði eina mark leiksins fimm mínútum fyrir leikslok. Staðan í 6. riðli er þá þessi: Tékkóslóvakía ... 4 3 1 0 8-1 7 Danmörk.........4 2 1 16-3 5 Finnland ....... 4 1 0 3 3-7 2 ísland.......... 2 0 0 2 0-6 0 Næsti leikur í riðlinum er viður- eign íslendinga og Dana hér á landi 24. þessa mánaðar framkvæmdi þrefalt heljarstökk á gólfi en þetta er í fyrsta skipti sem það er gert í alþjóðlegri keppni. Maik Belle frá A-Þýskalandi gerði afstökk af svifrá, þrefalt heljarstökk með heilli skrúfu og af tvíslánni fór hann tvöfalt framheljarstökk af endanum. Aléftína Prjakhina frá Sovétríkjunum gerði tvöfalt heljar- stökk með tvöfaldri skrúfu á gólfinu og Júrchenko stökk með heilli skrúfu í fyrra og seinna svifi. Prjakhina og Elena Shusunova frá Sovétríkjunum gerðu báðar tvöfalt heljarstökk með beinum líkama sem afstökk af tvíslá. Valeri Ljúkin sigraði í karlaflokki á mótinu, fékk 59,15 í einkunn samanlagt. Hann sigraði í fjórum reinum, gólfi, hesti, tvísláogsvifrá. kvennaflokki sigraði Daniela Sil- ivash frá Rúmeníu. Hún hlaut 39,775 í samanlagða einkunn og sigraði á þremur áhöldum. Hún fékk tvisvar 10,0 í einkunn, bæði í fjöl- þrautinni ogúrslitakeppninni. í bæði skiptin á gólfinu. Laura Munoz frá Spáni varð í 8. sæti með 38,550 en hún sigraði á fimleikamóti hér á iandi fyrr í vor. Hanna Lóa Friðjónsdóttir varð í 64. sæti með 33,875 í einkunn, Hlín Bjarnadóttir í 65. með 33,775 og DóraÓskarsdóttirí68. með33,600. ísland gegn A-Þjóðverjum í kvöld: Engar breytingar Varla hefur farið fram hjá nokkr- um manni að íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir liði A-Þjóðverja í kvöld á Laugardalsvellinum. Leikurinn er liður í undankcppni Evrópukeppninnar, í 3. riðli. ís- lenska liðið hefur leikið fjóra leiki í riðlinum, gert jafntefli við Frakka (0-0) og Sovétmenn (1-1) heima og tapað 0-2 fyrir A-Þjóðverjum og Frökkum á útivelli. íslenska liðið er því enn taplaust á heimavelli. Þar hefur liðinu enda jafnan gengið vel og stórþjóðirnar oft borið skarðan hlut frá borði á Laugardalsvellinum. Sætasti sigurinn vannst einmitt á Austur-Þjóðverjum en það var 5. júní 1975. Þá unnu íslendingar 2-1 og Ásgeir Sigurvinsson skoraði ann- að markið. fáum strax að gjalda þess ef við gerum mistök,*' sagði Held. Asgeir Sigurvinsson var meiddur og lék ekki með þegar íslenska liðið keppti við það austur-þýska í Karl- Marx Stadt í fyrrahaust. Það og að leikið er á heimavelli með alla leik- menn í góðu formi nú ætti að gefa tilefni til að ætla að úrslit gætu orðið íslenska liðinu hagstæð. Margir af leikmönnum Austur-Þjóðverja koma frá Lokomotiv Leipzig, liðinu sem lék til úrslita við Ajax í Evrópu- keppni bikarhafa í síðasta mánuði. Segir það auðvitað sína sögu um styrk liðsins en á móti kemur að í íslenska liðinu eru margir leikmenn sem standast þeim fyllilega snúning og vel það, atvinnumenn sem eru í hópi þeirra bestu í þeim löndum sem þeir leika í samanber t.d. Arnór Guðjohnsen svo dæmi séu nefnd. Svó er bara að hvetja fólk til að mæta á völlinn og hvetja strákana til sigurs. Það er ólýsanleg tilfinning að sjá íslenska landsliðið leggja stór- þjóð að velli í Laugardalnum og heyra 15.000 manns hrópa ÁFRAM ÍSLAND. Leikurinn hcfst kl. 20.00 og for- sala aðgöngumiða verður frá kl. 12.00 við Laugardalsvöll og í Aust- urstræti. Hornaflokkur Kópavogs leikur létt lög fyrir leik og í hálfleik. Myndirnar hér að neðan voru teknar á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvellinum á niánudaginn. - HÁ Eins og síðast Byrjunarliðið í leiknum í kvöld verður það sama og á móti Frökkun- um í apríl sem þýðir að Lárus Guðmundsson verður á bekknum. Byrjunarliðið er þá þannig: Bjarni Gunnar Ágúst Már Sævar Sigurður Atli Ómar Ásgeir Ragnar Arnór Pétur P. Varamenn: Friðrik, Guðni, Lárus, Viðar, Pétur A. Sigi Held landsliðsþjálfari var ekki nema í meðallagi bjartsýnn þegar blaðamaður Tímans hafði samband við hann í gær. „Þeir verða erfiðir við að eiga en við reynum auðvitað allt sem í okkar valdi stendur til að vinna. Ég veit að strákarnir leggja sig alla í leikinn og ég vona að þeir spili líka skemmtilega knattspyrnu." Held sagðist mundu leggja aðal- áhersluna á varnarleikinn í upphafi og sóknarleikurinn yrði þá fyrst og fremst í formi skyndisókna. Fram- haldið yrði svo að ráðast af þróun leiksins. Þetta er sama leikaðferð og Held hefur lagt fyrir í hinum Evr- ópuleikjunum, engar breytingar. „Við höfum ekki efni á að taka áhættu, það er alveg öruggt að við Olympíuhlaup 20. júní Forseti Alþjóða Ólympíunefndar- innar hefur ákveðið að haldið verði upp á Ólympíudaginn í ár með því að efna til 10 km hlaups fyrir almenn- ing í öllum heimsálfum. Hlaupið verður í fimm löndum í hverri heims- álfu og er ísland eitt þeirra landa í Evrópu sem fyrir valinu urðu. Hlaupið verður í sambandi við Flugleiðamót FRI 20. júní. Hlaupið hefst á frjálsíþróttavellinum í Laug- ardal kl. 16.00 og endar á sama stað. Hlaupið verður um nágrenni Laug- ardalsvallar en fyrst verður hlaupinn krókur framhjá Höfða. Skráning í hlaupið hefst í miðbæ Reykiavíkur 17. júní en heldur áfr- am í Iþróttamiðstöðinni í Laugardal fram að hlaupi. Fyrstu 1000 (eittþúsund) hlaupar- arnir sem koma í mark fá viðurkenn- ingarskjal undirritað af forseta Al- þjóða Ólympíunefndarinnar og bol frá Heimssambandi framleiðenda á íþróttavörum. Að auki verður dreg- ið úr keppnisnúmerum um sérstök aukaverðlaun. Sigi Held landsliðsþjálfari sér um að markverðirnir hafi nóg að gera á æfingum. Friðrik var einn á þessari æfíngu, Bjarni var ekki kominn frá Noregi. 1 íinamynd Pjetur. Já Guðni minn, ég var búinn að vara þig við! Það er engu líkara en Gunnar Gíslason eigi eitthvað vantalað við Guðna Bergsson. Ekki er það nú svo heldur var Gunnar aðeins að aðstoða Guðna við að standa á fætur. Það hefur hver SÍtt lag á hlutunum... Timamynd Pjetur. Einar Ásbjörn kominn í Fram - fékk ekki að leika þá stöðu sem hann vildi með ÍBK Frá Margréti Sanders ú Suðumesjum: Einar Ásbjörn Ólafsson knatt- spyrnumaður í ÍBK ergenginn til liðs við Fram. í æfingaferð sem Keflvíkingar fóru í nú um pásk- ana gaf Einar út þá yfirlýsingu að hann ætlaði sér að hætta ef hann fengi ekki að spila þá stöðu sem hann vildi, þ.e. ámiðjunni. Einar var einn af máttarstólpum Kefl- víkinga stðasta keppnistímabil, þá sem aftasti maður 1 vörn. Einari snérist hugur og ákvað hann að berjast fyrir sæti á miðj- unni en þjálfari Keflavíkurliðs- ins, Peter Keeling, var ekki á því að taka hann strax inn í liðið. Einar var ósáttur við það og hefur eins og fyrr segir gengið til liðs til Framara. Gunnar Oddsson fyrirliði Kefl- vtkinga sagði í samtali við Tím- ann í gær að greinilegt væri að Einar væri að hugsa um eigin hagsmuni en ekki liðsins. hann hefði vitað að hann kæmist ekki í liðið fyrstu tvo leikina og viö það hefði hann ekki getað sætt sig. Gunnar sagðist feginn að þetta mál væri úr sögunni og bætti því við að Keflvíkingar væru sem fyrr ákveðnir í að gera sitt besta og berjast í sumar. Pétur, Ásgeir og Lárus, allir með boltatæknina á hreinu en svolítil þjálfun sakar aldrei. Tímamynd Pjctur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.