Tíminn - 03.06.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.06.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn TRIPÓLI, Líbanon - Hópur manna safnaðist saman í Tripólí til að hugga fjölskyldu Rashid Karami forsætisráð- herra sem ráðinn var af dögum í fyrradag. Fánar voru í hálfa stöng og búðir, skólar og skrif- stofur voru lokaðar alls staðar í Líbanon í minningu þessa fremsta múslima úr hópi súnn- íta. Hann lést í fyrradag þegar sprengja sprakk í þyrlu sem hann var farþegi í. LISSABON — Hægrisinn- aðar skæruliðar í Mósambik sögðust í fyrsta skipti hafa gert árásir á herstöðvar í náaranna- ríkinu Zimbabwe til ao hefna fyrir stuðning Zimbabwestjórn- ar við marxistastjórnina í Mós- ambik. HARARE — Lögreglan í Zimbabwe sagði að tveir vest- ur-þýskir ferðamenn hefðu ver- ið skotnir til bana af byssu- mönnum í suðvesturhluta landsins. MANILA — Rannsóknaraðil- ar innan hersins á Filippseyjum hafa mælt með að 42 hermenn, sem sakaðir eru um dráp á sautján almennum borgurum, verði ákærðir fyrir morð. CANDIGARH, Indland- Sprengja sprakk fyrir utan kvik- myndahús í Punjabhéraði á Indlandi og létust fjórir manns og einir tuttugu slösuðust. Það voru öfgasinnar úr hópi síkha sem komu sprengjunni fyrir. PEKÍNG - Rokkstjarnan Elton John sagði rödd sína vera lægri eftir uppskurð sem hann gekkst undir fyrr á þessu ári. Hann kvaðst ætla að hvíla sig á tónleikahaldi það sem eftir væri af þessu ári. SEOUL — Chun Doo Hwan forseti Suður-Kóreu tilnefndi náinn samstarfsmann sinn, Roh Tae-Woo, forsetaefni Lýð- ræðislega réttlætisflokksins fyrir kosningarnar sem eíga að fara fram í lok þess árs. Chun er leiðtogi Lýðræðislega rétt- lætisflokksins, sem fer með völd í landinu, en Roh er formaður hans. Báðir eru mennirnir fyrrum hershöfðingj- ar og Roh hefur verið annar valdamesti maður landsins síðan árið 1979 er Chunkomst til valda eftir byltingu. Miövikudagur 3. júní 1987 lllilllllllllllllllllllllll ÚTLÖND llllllllllllilllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Sovétríkin: Spilltir dekurkrakkar sem yrðu óhæfir í stríði - Pravda gagnrýnir herskóla landsins í kjölfar flugs Vestur- Þjóðverjans Rust frá Helsinki til Moskvu Moskva-Rcuter Sovéska dagblaðið Pravda gagn- rýndi hina háttvirtu herskóla lands- ins í grein í gær og voru skólarnir sagðir útskrifa lélega nemendur. Gagnrýnin kemur nú þegar aðeins nokkrir dagar eru liðnir frá því Vestur-Þjóðverjinn Mathias Rust flaug eins hreyfils Cessnu flugvél sinni óáreittur frá Helsinki og lenti á Rauða torginu í Moskvu. Pravda er dagblað sovéska komm- únistaflokksins og þar mátti finna brot úr tveimur lesendabréfum í gær. I þeim báðum var að finna gagnrýni á skólana þar sem sagði að ncmcndurnir væru margir spilltir dekurkrakkar sem ekki gætu staðið sig í stríði. Ekkert var minnst á flug hins nítján ára gamla Rust alla leið að Kremlarmúrum en vestrænir stjórn- arerindrekar sögðu að bréf þessi hefðu greinilega verið birt til að gagnrýna herinn fyrir að ná ekki að stöðva flug Vestur-Þjóðverjans. Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi hjó reyndarskörð í yfirstjórn hersins strax um síðustu helgi með því að láta þá Sergei Sokolov varnarmála- ráðherra og Alcxander Koldunov, yfirmann loftvarna landsins, hætta störfum. Sokolov átti sæti í fram- kvæmdastjórn kommúnistaflokks- ins, æðsta stjórnráði landsins, og brottvikning hans þýðir að herinn á nú engan fulltrúa innan fram- kvæmdastjórnarinnar(Politburo). Dmitry Yazov, hinn nýi varnar- málaráðherra landsins, á ekki einu sinni sæti í miðstjórn kommúnista- flokksins. Gennady Gerasimov talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði í fyrra- dag að hann byggist við að fleiri ráðamönnum innan hersins yrði refs- að í sambandi við flug Rust á fimmtudaginn í síðustu viku. Svo kaldhæðnislega vildi til að kallaður er „dagur landamæravarðarins“ í Sovétríkjunum. Rust er nú í Lefortovo fangelsinu í Moskvu þar sem sovésk yfirvöld yfirheyra hann vegna flugsins. Ekki er ljóst hve harkalega verður tekið á þessu máli þar eystra en víst er að þótt öryggi Gorbatsjovs sé kannski ekki eins mikið og sumir myndu halda eru völd hans óumdeilanleg. Það sýndi sig er Sokolov og Koldun- ov voru látnir víkja úr störfum. Rust lenti flugvél sinni rétt hjá Rauða torginu eftir að hafa flogið óáreittur frá Helsinki í Finnlandi. Sovétmönnum er ekki skcmmt. Sri Lanka/lndland: Nýja Dclhi-Rcuter Indverska stjórnin hvatti í gær stjórnvöld á Sri Lanka til þess að endurskoða afstöðu sína gagnvart fyrirætlunum Indverja um að senda hjálpargögn með bátum til tamila á Jaffnaskaganum á norðurhluta eyj- unnar. Talsmaður indversku stjórnarinn- ar sagði hana vera hneykslaða á yfirlýsingum Sri Lanka stjórnar um að skjóta á indverska báta sem ætluðu sér að sigla til Jaffnaskagans með birgðir til nauðstaddra tamila þar. Indlandsstjórn hafði áður tilkynnt Bandaríkin: Volcker hættir - Ávöröun yfirmanns bandaríska Seölabankans um aö gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa olli lækkun dollarans í gær Lundúnir-Rcutcr Reagan Bandaríkjaforseti kom al- þjóðlegum peningamörkuðum al- gjörlega í opna skjöldu í gær þegar hann tilkynnti að Paul Volcker hefði beðist undan því að vera stjórnandi bandaríska Seðlabankans þriðja tímabilið í röð. Reagan tilkynnti að Alan Greesp- an, hagfræðingur sem starfað hefur í Wall Street, tæki við af Volcker í ágústmánuði. Volcker hefur verið yfirmaður Seðlabankans síðan árið 1979 þ.e. tvö fjögurra ára tímabil. Hann hefur ávallt talað fyrir stöðugleika á gjald- eyrismörkuðum og á hann hefur alltaf verið litið sem svarinn and- stæðing verðbólgumyndunar. Bandarfski dollarinn féll í verði þegar fréttist af ákvörðun Volckers, var seldur á 141,20 japönsk yen í gærdag en hafði daginn áður verið seldur á 144,45 yen. Hlutabréfa- markaðir röskuðust einnig verulega. Hinn verðandi seðlabankastjóri, Alan Greenspan, sagði þó í gær að Paul Volcker yflrmaður bandaríska Seðlabankans, oft kallaður annar valdamesti maður landsins, ætlar sér að eiga fleiri stundir eins og þessar á næstu árum. svo virtist sem dollarinn myndi ekki lækka meira: „Það bendir sannar- lega margt til þess“, sagði Greensp- an en eins og flestir vita hefur dollarinn lækkað mjög gagnvart öðr- um helstu gjaldmiðlum heims á síð- ustu tveimur árurn. að hún hefði í hyggju að senda tuttugu litla og óvopnaða báta til Sri Lanka í dag með matvæli og önnur hjálpargögn til almennra borgara á Jaffnaskaganum. Þar búa aðallega tamilar og undanfarna daga hefur stjórnarherinn sótt fram af hörku gegn skæruliðahreyfingum aðskiln- aðarsinna úr hópi þeirra. Fréttir hafa borist um að almennir borgarar eigi þar um sárt að binda. Þrátt fyrir aðvaranir Sri Lanka stjórnar var ekki að merkja í gærdag að indverska stjórnin ætlaði að hætta við að senda bátana yfir hið þrönga sund er aðskilur Jaffnaskagann og indversku hafnarborgina Rames- hwaram og deilan var greinilega komin í mikinn hnút. Telja verður þó ólíklegt að bátarnir sigli yfir sundið breyti stjórnin á Sri Lanka ekki afstöðu sinni. Atburður þessi var sá nýjasti er tengist hatrömmum átökum á Sri Lanka milli sinhalesa, sem eru búddatrúarmenn og eru í meirihluta á eynni, og minnihlutahóps tamila. Þeir eru hindúatrúar og hafa sterk menningarleg tengsl við þá fimmtíu milljónir tamila sem á Indlandi búa. í gær bárust einnig fréttir frá stjórnvöldum á Sri Lanka þess efnis að skæruliðar tamila hefðu myrt 29 búddamunka og fjóra aðra sinhalesa í héraðinu Amparai, um 200 kíló- metra frá höfuðborginni Colombo. Slíkir atburðir hafa því miður ekki verið fátíðir í hinu blóðuga borgara- stríði er hófst árið 1983. Ranasinghe Prenadasa forsætis- ráðherra á Sri Lanka sagði á þingi í gær að engin örbirgð ríkti á Jaffna- skaganum og ef indverska stjórnin vildi senda hjálpargöng til landsins yrði hún að viðhafa pólitískar venjur. Dagblaöiö Sólin í Bretlandi: Engin skvísa á þriðju síðunni - Varað við áframhaldandi kvenmannsskorti ef Verkamannaflokkurinn kemst til valda Lundúnir-Rcutcr The Sun, mest selda dagblaðið á Bretlandseyjum, sagði lesend- um sínum í gær að ypni Verka- mannaflokkurinn sigur í komandi þingkosningum gæti farið svo að myndin á blaðsíðu þrjú, vanalega af klæðlitlum ef ekki mjög fákl- æddum konum, hætti að verða daglegt efni í blaðinu. Sólin selst í um það bil 4,5 milljónum eintaka á dag og hefur ávallt stutt dyggilega við bakið á Margréti Thatcher forsætisráð- herra og íhaldsflokki hennar. f blaðinu í gær var sú fræga þriðja síða auð, þar sem vanalega má finna mynd af berbrjósta konu. í staðinn var fyrirsögn og grein þar sem sagt var að síðan myndi verða svona ef Verka- mannaflokkurinn ynni kosning- arnar þann 11. júní. „Hversu leiðinlegurstaðuryrði þessi heimur," sagði í greininni. Blaðið sagði að einn þingmað- ur Verkamannaflokksins, nánar tiltekið Clare nokkur Short, myndi reyna að fá myndir af fáklæddum konum flokkaðar sem klámmyndir. Hins vegar minntist blaðið ekki á að slíkar tillögur væri ekki að finna í kosningalof- orðum Verkamannaflokksins, en Sólin hefur jú alltaf verið þekkt fyrir að fara frjálslega með stað- reyndir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.