Tíminn - 02.07.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.07.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Timirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Fríimkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason NíelsÁrniLund OddurÓlafsson Birgir Guömundsson Eggert Skúlason Steingrí mur G íslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- , Viðreisnarþráhyggja Löngu fyrir kosningar var vitað að gífurlegur áhugi ríkti meðal margra sjálfstæðismanna og krata á myndun nýrrar Viðreisnarstjórnar að afloknum kosningum. M.a. kom þessi áhugi greinilega fram í skrifum ritstjóra Morgunblaðsins sem túlkar skoðanir Sjálfstæðisflokksins. Til að samkomulag um slíka stjórn næðist þurftu þessir flokkar að fá meirihluta á Alþingi og í hugum þessara manna virtist ekkert í veginum til að svo gæti orðið. Þeir biðu aðeins eftir kosningum og viljayfir- lýsingu landsmanna í þá átt. En margt fer öðruvísi en ætlað er og í ljós kom að vilji landsmanna var ekki sá að þessir tveir flokkar mynduðu ríkisstjórn. Þvert á allar væntingar við- reisnarunnenda náðu þessir flokkar engan veginn settu marki og Sjálfstæðisflokkurinn tapaði meira fylgi en í nokkrum öðrum kosningum. Prátt fyrir þessa staðreynd ber á því enn að áhrifa miklir stuðningsmenn þessara flokka lifi í þeirri trú að ný Viðreisnarstjórn líti dagsins ljós, og hagi vinnubrögðum sínum í samræmi við það. Það er eitt af einkennum þráhyggjunnar. Strax eftir kosningar neituðu forystumenn þessara flokka öllum viðræðum við Framsóknarflokkinn um myndun meirihlutastjórnar, og augljóslega kom fram hjá formanni Alþýðuflokksins lítil hrifning á nokkru samstarfi við Framsóknarflokkinn. Eftir að Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins hafði haft umboð til stjórnar- myndunar í nokkurn tíma fór þó svo að hann ákvað að leita til Framsóknarflokksins um þátttöku í ríkisstjórn með Alþýðuflokki og Sjálfstæðisflokki. f þeim viðræðum hefur komið fram meiri málefnaleg samstaða Framsóknarflokks og Alþýðuflokks en flestir áttu von á, og gaf tilefni til bjartsýni um samstarf þessara flokka. Má fullyrða að slík samstaða gæti mælst vel fyrir hjá stórum hluta landsmanna. Á síðustu dögum hefur hins vegar ýmislegt gerst sem varpar skugga á þessa bjartsýni, m.a. yfirlýsingar í þá átt að viðræður Alþýðuflokks, Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks hefðu siglt í strand vegna kröfu framsóknarmanna um viðbótarráðherrastól. Þessari fullyrðingu hefur verið vísað á bug með fullum rökum. Bæði Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur skulu gera sér fulla grein fyrir því að Framsóknarflokkur- inn mun aldrei verða neitt þriðja hjól í nýrri Viðreisnarstjórn. Framsóknarflokkurinn hefur mál- efnalega mjög sterka stöðu sem nýtur fylgis meðal landsmanna, og flokknum hefur verið treyst fyrir að halda á lofti. Hann hefur einnig trausta forystumenn sem njóta virðingar langt út fyrir raðir framsóknar- manna. Því er það óskhyggja ein að halda að framsóknarmenn muni beygja sig í duftið fyrir einhverjum afarkostum Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks til þess eins að koma þeim til valda. Hér eftir sem hingað til munu málefnin ráða því með hvaða stjórnmálaöflum Framsóknarflokkurinn vinnur, og til að tryggja framgang þeirra krefst Framsóknarflokkurinn eðlilegs valdajafnvægis í þeim ríkisstjórnum sem hann á aðild að hverju sinni. Fimmtudagur 2. júlí 1987 ‘GARRI Jarlinn í íslenska blaöaheimin- um, Morgunblaöið, er byrjaður að birta aðHnnslur um Tímann og þykir okkur heiður að því, einkum þegar svo sýnist að Tíminn ætli að vcrða degi á undan með fréttir eins og af lóðamálum bifreiðasala. Það gctur varla verið skaðvænlegt, enda flytja bílasölumar út fyrir bæinn. Vort daglega bull Þetta leiðir hugann að því, að löngum hefur Morgunblaðið talið sig næsta einrátt í heimi íslensku blaðanna, og komi eitthvað í Morg- unblaðinu liggur við að Guð hafi sagt það sjálfur. Auðvitað fellur það í hlut Morgunblaðsins að birta kynstur af bulli, eins og það fellur í lilut annarra blaða, ncma að vegna stærðarmunar losna minni blöðin við hlutfallslega meira bull. Það er því góður kostur fyrir blaðalsendur að lesa önnur blöð en Morgunblaðið, enda ekki hollt neinum að fylla höfuð sitt af bulli á hverjum morgni. Lengi vel hefur það verið lenska hjá Morgunblaðinu að agnúast út í Þjóðviljann, hlæja að Tímanum og eiga sumleið méö DV í þýðing- armestu málum fyrir Sjállstæðis- flokkinn, þótt DV fyrir sérvisku- sakir beggja ritstjóranna, þurfí öðru hverju að sinna aukamálefn- um. Má þar til nefna sauðfjárhatur og Albertsást og allt þar á milli. En þurfi fjölskylduveldið á íslandi, sem í breyttum myndum hefur verið við lýði síðan á Sturlungaöld, á hjálp að halda, eða ef þurf að mæra rauðvínið góða, nautasteik í London og önnur þýðingarmikil stöðutákn koma sérfræðingar DV til skjalanna. Um Alþýðublaðið þarf varla að tala. „Það er þunnt að vunda", eins og stúlkan sagði í útvarpið og var ákærð fyrir. Við segjum ekki svonu um kollega, enda vandséð hvcr þynnstur er a.m.k. suma daga í hæstri gúrku- tíð. Þegar stórmæli þrýtur Veldi Morgunblaðsins hefur staðið lengi eða frá því í stríðsbyijun. Stundum notar það stærð sína til gáfulcgra hluta og verður þá nánast eins og stofnun, sem cr þakkarvert. Stórmenni kveðja þeir betur en aðrír, og miklir atburðir fá þar ýtarlegri umfjöllun en öðrum blöð- um er fær. Það brcytir ekki þeirri staðreynd, að á venjulegum dögum cr dinósárinn fastur í leirnum. Okkur Tímamönnum þykir mikilsvert að hafa Morgunblaöiö. An þcss værí lítið gaman að blaða- mennsku, því þar birtast „funder- ingar", scm halda i okkur lífinu þegar stórmæli þrýtur í þjóðfélag- inu. Við eigum margt sameiginlegt með Morgunblaðinu. Báðum blöskrar hvernig vegið cr að ís- lenskri tungu og hve mörg grund- vallaratriði íslenskrar menningar eiga í vök að verjast. Bæði blöðin leggja áherslu á frjálslyndi í eigin- legustu mynd. Sá er stærstur mun- urinn, að Timinn litur á sig sem blaö félagshyggju, cn málsvarar frjálshyggjunnar fá inni á síðum Morgunblaðsins, stundum með nokkuð ærslakenndum hætti. Engu að síður hefur Morgunblaðið eins og Sjálfstæðisflokkurinn, orðið að játast undir trú tímanna á almannatryggingar, opinbcra heil- brígðisþjónustu og vaxandi skóla- kcrfi. Allt heldur þetta áfram að hækka í verði þótt fólksfjölgun sé lítil. Morgunblaðið andmælir ekki. Það vill bara ekki skatta til að borga hallann. Gamalt Framsóknarhatur Um sinn hefur Morgunblaðiö átt við að stríða hcimilisböl í Sjálf- stædisflokknuin. Það ástand hefur gert það ergilegra en ástæður standa til. Eftir glæsilega og dug- mikla ríkisstjórn virðist eins og almannavinsældir forsætisráðherra hafi gert hann að svörtu peði í augum forustu Sjálfstæðisllokks- ins. Morgunblaðið dregur dám af þessu þótt það viti að Steingrímur var forsætisráðherra ríkisstjórnarinnar allrar og vann sem slíkur að fram- gangi hinna bestu mála. Þá hcfur Tíminn ekki taiið ástæðu til að ýfast stórlcga við Sjálfstæðisflokk- inn eftir hið ágæta stjórnarsam- starf. En kosningum var ekki lokið fyrr en gamalt Framsóknarhatur réði því að Morgunblaðið og Sjálf- stæðisflokkurinn stóðu fyrir því að Framsókn taldist ckki viðræðuhæf. Að vísu voru það látin vera um- mæli Jóns Baldvins, en voru sam- þykkt mcð þögninni með viðræð- um Sjálfstæðisflokksins við hann, þar sem Framsókn var útilokuð. Gott samstarf i ríkisstjórn og góður árangur hennar virðist þannig með óskýranlegum hætti hafa farið þannig fyrír brjóstið á Árvakurslið- inu að skýringa er þörf. Ekki er reiknað með að svör fáist. En það getur verið hollt fyrir Morgunblað- ið að vita nú í aðfara nýrrar stjórnar að Tíminn gctur veriö langminnugur eins og fillinn. Og hann bíöur skýríngar. Garri Einfari í samtímanum Mikil viðleitni er höfð í frammi til að staðla mannfólkið og móta það allt í sama form. Miklar stofn- anir eru reistar og reknar í þessu skyni. Sérfróðir taka við börnunum á unga aldri og leitast við að kenna öllum hið sama. Kerfið neitar að viðurkenna að einstaklingar eru ekki allir sömu gáfum gæddir og er jafnréttið svo algjört að halda mætti að maðurinn sé samkynja vera. Hugmyndafræði tískunnar ákvarðar hverju sinni hvernig fólk á að vera í laginu og umfram allt í hvaða litum og með hvers konar sniði flíkur eiga að vera til að þeir sem hylja nekt sína falli inn í hópinn. Oft er á orði haft að listamenn séu öðrum frjálsari að tjá hug sinn og skoðanir og að verk þeirra endurspegli sjáifstæða hugsun og lífssýn. Hitt er sönnu nær að lang- flestir listamenn eru rígbundnir á klafa tískusveiflna og vinna undir oki þeirra hugmynda og fyrirsagna sem þeir halda að beri hæst á t hverjum tíma. Þctta er kallað að fylgjast með og þeir sem þá slóð feta eru ekki hræddari við annað en að dragast aftur úr. Aldrei hvarflaði það að Alfreð Flóka að skammlífar hugdettur nútímalistar ættu neitt erindi við hann. Hann hraktist ekki með straumum nýjungagirni né játaðist undir harðstjórn þeirra sem þykj- ast vita öðrum betur hverjar for- múlur samtímalistar eiga að vera. í dagfari var þessi fíngerði lista- maður hlédrægur og óáreitinn, blandaði sér ekki í deilumál og brosti sínu blíðasta ef orðhákar héldu sig fá höggstað á honum. En varð ekki svarafátt ef honum þótti taka að verja verk sín. Margt má um verk Flóka segja, en aldrei að teikningar hans séu áferðafallegt hlutleysi. Þær eru aft- ur á móti ögrandi og áreitnar og oft miskunnarlausar. Úr þeim skín áhugi á manneskj- unni, mystískum órum hennar og leitt er fram sitthvað af því sem flestir kjósa að dylja í dýpstu hugarfylgsnum. Alfreð Flóki var heiðaríegur listamaður og raunsær í allri sinni dulúð. Hann hafði kjark til að fara sínar eigin leiðir og skeytti aldrei hvort samtíma- mönnunum líkaði betur eða ver. Þótt Flóki væri ekki uppnæmur fyrir tískutildri listaheimsins bjó hann að sjálfsögðu að áhrifum myndlistar og bókmennta. En það verður að leita til evrópskrar menningar síðustu aldar til að sjá að Fióki var ekki einfari þótt hann bindi bagga sína öðrum hnútum en samferðamennirnir. A tímum staðlaðra einstaklinga og kröfu um jafnrétti öllum til handa, burtséð frá upplagi og hæfi- leikum, er notalegt til þess að hugsa að einhverjir þora að vera öðruvísi. Hafa kjark til að lifa, hugsa og starfa eftir því sem andinn innblæs og kæra sig kollótta hvort tíðarandinn fyrirskipi að þeir eigi að vera svona eða hinsegin. Þeir sem búa yfir hæfileikum og hugrekki til að stríða móti straumnum eru helst allra til þess fallnir að auðga líf og lífssýn þeirra sem hrekjast um í stöðluðum hug- myndaheimi sem bannar öll frávik viðurkenndrar stundartísku, sem er hverfulli en flest annað í heimi hér. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.