Tíminn - 11.07.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.07.1987, Blaðsíða 3
Laugardagur 11. júlí 1987 Tíminn 3 Ríkisstjórnin brettir upp ermarnar: Bráðabirgðalög um efnahagsaðgerðir Kynnt voru bráðabirgðalög um samræmdar aðgerðir í peninga- og ríkisfjármálum á blaðamannafundi í gær. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra sagði markmiðið með aðgerð- unum vera að styrkja stöðu ríkis- sjóðs og ná jafnvægi í efnahagsmál- um. Forsætisráðherra sagðist vænta þess að verðbólgan á þessu ári yrði um 19%, sem er nokkuð fyrir ofan spá Þjóðhagsstofnunar um 15%- 16% verðbólgu, vegna áhrifa sölu- skattshækkana á framfærsluvísitölu- na, en úr því drægi þegar viðskipta- jöfnuður batnaði. Ef það verður þá getum við búist við verðbólgu innan við 10% á næsta ári sagði Þorsteinn. í fyrsta lagi er um að ræða bráða- birgðalög, sem fjármálaráðherra hefur gefið út til að auka tekjur ríkissjóðs á þessu ári og því næsta. Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra sagði að aðgerðir sínar væru bæði á sviði fjármála og pen- ingamála til að treysta stöðu ríkis- sjóðs og draga þar með úr lánsfjár- þörf úr Seðlabanka og erlendis frá og loks draga úr eftirspurnarþenslu. Aðgerðir Jóns eru eins og öllum er kunnugt fækkun undanþága frá sölu- skatti, 25% söluskattur á tölvum og farsímum; 10% söluskattur á mat- vörum ýmis konar og þjónustu, sem tekur gildi í upphafi ágústmánaðar. Þá kemur bifreiðaskatturinn til framkvæmda og verður hann lagður hálfur á í ár, en 4 krónur á kíló á því næsta. Þá hefur fjármálaráðherra hækk- að ríkisábyrgðargjald og lagt á lán- tökugjald á erlend lán til þess að draga úr eftirspurn lánsfjár. Til að vega á móti þessum hækk- unum eru aðgerðir til kjarajöfnunar. Elli- og örorkulífeyrir verður hækk- aður og tekjutrygging og heimilis- uppbót þannig að þessi framlög ásamt greiðslum úr lífeyrissjóðum nái lágmarkslaunum. Þá verður barnabótauki hækkaður úr 25.000 kr. í 30.000 kr. og kernur það til framkvæmda við álagningu tekju- skatts á þessu ári. Enn hafa ekki verið teknar ákvarðanir unt hækkun vaxta á spar- iskírteinum ríkissjóðs, en verður fljótlega. Mikið vantar á að salan hafi verið í samræmi við markmið um tekjuöflun á þessu ári eða um einn milljarður. Vaxtahækkun á þeim gæti jafnvel orðið meiri en þau 1,5%, sem talað cr um í málefna- samningnum Nettótekjur ríkissjóðs af þessum aðgerðum eru áætlaðar 840 m.kr. í ár og rúmlega 2,7 milljarðar á næsta ári. Reglur um fjármögnunarleigu, af- borgunarviðskipti og krítarkortavið- skipti eru einnig væntanlegar frá viðskiptaráðuneytinu, en þær að- gerðir eru ekki hugsaðar sem tekjuöflun til ríkissjóðs heldur bremsa á eftirspurnarþensluna. I öðru lagi er um að ræða bráða- birgðalög sem sjávarútvegsráðherra gefur út um aðgerðir í sjávarútvegs- málum. Halldór Ásgrímsson sagði að um tvíþættar aðgerðir væri að ræða. Frystar verða eftirstöðvar endurgreiðslna söluskatts, sem veitt- ar voru á fjárlögum 1987 til sjávarút- vegsins. Áætlað er að upphæðin nemi 200 milljónum það sem eftir er ársins og verður hún látin renna til Verðjöfnunarsjóðs og bundin þar til ársloka 1988, en greidd út eftir það í samræmi við reglur sjóðsins. Af fjárveitingu til endurgreiðslu upps- afnaðs söluskatts var ráðgert að 220 rn.kr. rynnu til Fiskveiðasjóðs. Hluti af þessu fé eða um 100 milljónir verða nú frystar á reikningi í Fisk- veiðasjóði íslands. Pykir nú gott svigrúm til að frysta þessar fjárhæðir og minnka þcnslu, þar sem nýlega hefur verið dregið úr greiðslum í Verðjöfnunarsjóð og fiskverð einnig gefið frjálst. Síðari aðgerðin er að jafna að- stöðu innan sjávarútvegsins með því að leggja sambærilegt gjald á útflutn- ing ísfisks í gámum og á unnar fiskafurðir til útflutnings, sem er 25 aurar á hráefniskíló frysts fiskjar og 1,35 kr. á hráefniskíló saltfisks. Verðjöfnunarsjóður á eftir að fjalla um þetta mál og taka ákvörðun um upphæð gjaldsins. En það verður í nánd við dæmin að ofan. Lögin ná ekki til fiskiskipa, sem sigla með aflann. Halldór sagði að gjaldið á ísfiskinn mundi trúlega hafa einhver áhrif á útflutning en vart mikil. Ekki færi króna af þessu í ríkissjóð, heldur í Verðjöfnunarsjóð, sem væri eign sjávarútvegsins. Óeðlilegt væri að fiskkaupcndur í Evrópu gætu keypt hér fisk í salt án þess að borga í Verðjöfnunarsjóð á meðan innlend- ir verkendur gerðu það. Loks gefur landbúnaðarráðherra út bráðabirgðalög um aðgerðir í landbúnaði þar sem lugt verður á 4 króna grunngjald á hvert kíló inn- flutts kjarnfóðurs og rennur það allt í ríkissjóð. Jón Helgason sagði að verð á korni til útflutnings hcfði lækkað mjög að undanförnu eða um 25% vegna niðurgreiðslna viðkom- andi ríkja, sem er hlutfallslega meira en nemur kjarnfóðurgjaldinu. Ekki er gert ráð fyrir að þetta gjald valdi hækkun á kjarnfóðurlið mjólkur- og sauðfjárafurða, þar sem þessar og aðrar aðgerðir stjórnvalda muni draga úr notkun erlends kjarnfóð- urs, sem þá vegur þar á móti. ÞÆÓ Banaslys í umferðinni Einn maður lést og annar slas- aðist alvarlega þegar fólksbíll og jeppi rákust saman á blindhæð í grennd við Þórisvatn í fyrradag. Farþegi í fólksbílnum var lát- inn þegar að var komið og öku- maður bílsins var alvarlega slas- aður. Hann var fluttur á slysa- deild Borgarspítalans með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Tveir menn voru í jeppanum og sluppu þeir báðir með minniháttar meiðsli. - ES Missti hand- legg í dráttar- vélarslysi Þrettán ára stúlka missti handlegg í vinnuslysi í Gnúpverjahreppi í fyrrakvöld. Slysið varð með þeim hætti að stúlkan fór með handlegg í drifskaft milli dráttarvélar og hey- vagns, með þeim afleiðingum að upphandleggur fór í sundur. Þá meiddist stúlkan talsvert á höfði. Leiðrétting Leiðinleg mistök urðu íTíman- um í gær. f frétt þar sem sagt var frá höfðinglegri gjöf til Háskóla íslands var rangt farið með nafn annars gefandans. Gefendur voru hjónin Margrét Finnbogadóttir og Sigurgcir Svanbergsson. Sig- urgeir var nefndur Sigurður í blaðinu í gær, en það er bróðir hans. Biðjum viö hlutaðeigendur afsökunar á þessum mistökum. Laugardaginn 18. júlí nk. Farin verður FJALLABAKSLEŒ) SYÐRI upp úr Fljótshlíð um Emstrur og Mælifellssand og komið niður í Skaftártungu Ávörp flytja: Guðmundur G. Þórarinsson og Jón Helgason Lagt af stað frá Nóatúni 21 klukkan 8. f Verðkr. 1.200,-fyrirfullorðna, kr. 700,- fyrir 7-15 ára og ókeypis fyrir þá yngstu. Mætið stundvíslega og munið eftir að taka með ykkur nesti Nánari upplýsingar og skráning í síma 24480. FRAMSÓKNARFÉLÖGIN í REYKJAVÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.