Tíminn - 11.07.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.07.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 11. júlí 1987 r Landmælingar íslands: Sérkort fyrir sumarleyfin G.KIotor-menn í ★ Vél 24 hestöfl ★ Sprengirúm 348 cc. ★ 4-gengisvél. ★ 5gíraráfram1 afturábak ★ Hátt og lágt drif ★ Rafstart/handstart ★ Læsist sjálfkrafa í fram- drif þegar þörf krefur ★ Fjöðrun á öllum hjólum ★ Tengill fyrir 12 volt ★ Hæð frá jörðu 18 cm ★ Grindur framan og aftan ★ Þyngd 252 kg. Y-FM 350 4x4 Frá blaAamannafundi í gær. Frá vinstri: T. Rindal, V.C. Lemmens, R. Royer og Gylfí Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Bílvangs sf. Um þessar mundir eru staddir hér á landi þrír af aðalforsvarsmönnum General Motors í Bandaríkjunum og Evrópu. Ronald G. Royer frá Bandaríkjunum, V.C.Lemmens frá Belgíu ogTorgeir Rindal frá Noregi. Þeir hyggjast kynna hér á landi stefnu í markaðsmálum G.M. í Evr- ópu með hliðsjón af nýjum Itönnun- um á bílum frá fyrirtækinu og hag- stæðri gengisþróun fyrir útflutning á bandarískum bílum. Bílvangur sf.,Höfðabakka 9, um- boðsaðili G.M. á íslandi gat fært þeim þremenningum ánægjulegar fréttir þar sem fyrirtækið hefur verið að auka markaðshlutdeild sína og afhenti fyrir nokkru 500. Chevrolet Monza bílinn. Innflutningur á Chevrolet Monza bílum hófst að marki árið 1986. Af þessu tilefni afhentu starfs- menn Bílvangs sf. hjónunum Jenn- ýju Bergljótu Sigmundsdóttur og Arna Björgvinssyni blómvönd og hljómflutningstæki í bílinn. Frá afhendingu 500. bílsins. Framsóknarfélögin í Reykjavík: Sumarferð um Fjalla- baksleið syðri Sumarferð framsóknarfélaganna í Reykjavík verður farin laugar- daginn 18. júlí. Lagt verður upp frá Nóatúni 21 klukkan átta um morguninn. Að þessu sinni er ferð- inni heitið inn á afrétti Suðurlands. Ekið verður upp úr Fljótshlíðinni og þaðan farin Fjallabaksleið syðri. Áætlað er að komið verði til Reykjavíkur aftur klukkan 22 um kvöldið. Valinkunnir menn verða í hverri rútu og lýsa því sem fyrir augu ber á leiðinni. Áningastaðir verða fjöl- margir og gefst farargestum gott tækifæri til komast í snertingu við náttúruna og ýmis náttúruundur sem á leiðinni eru. Slíka ferð er ekki hægt að fara án ræðuhalda sem gefur að skilja, og hafa þeir Guðmundur G. Þórar- insson og Jón Helgason boðist til að flytja stuttar tölur á áningarstað. Þeir sem hafa áhuga á að fljóta með í dagsferðina geta haft sam- band við flokksskrifstofuna í Nóa- túni í síma 24480. Verð fyrir full- orðna er krónur 1200. Aldurshóp- urinn 7 til 15 ára greiðir 700 krónur, en þeir allra yngstu ferðast ókeypis. Nesti verða menn að smyrja sér sjálfir og muna eftir að taka það með sér. Farið hefur verið fram á að fólk mæti stundvís- lega klukkan átta. boði Bílvangs FJÓRHJÓL Fyrirliggjandi Góð lausn fyrir þá sem þurfa að fara um óslétt land. Hefur ótrúlega dráttarhæfileika. Eigum nokkurfjórhjól sem við seljum nœstu daga á mjög góðu verði og greiðslukjörum. Góð varahlutaþjónusta Hafið samband og fáið nánari upplýsingar. Kaupfélögin og BUNABARDEILD ÁRMÚLA3 REÝKJAVÍK SÍMI 38900 LsS V.A00 000 Landmælingar íslands hafa nýlega sent frá sér tvö ný sérkort. Annað er af Skaftafelli í mælikvörðunum 1:25.000 og 1:100.000. Kortið er vandað að allri gerð og sýnir vel Skaftafell og útivistarsvæðið í kring- um Öræfajökul. Kortið fæst bæði flatt og brotið í kortaverslun Landmælinga íslands að Laugavegi 178 og á helstu sölustöðum korta. Einnig er komið út hjá Landmæl- ingum nýtt sérkort „Húsavík/ Mývatn1- í mælikvarðanum 1:100.000. Á kortinu eru sýnd öll helstu útivistarsvæði í nágrenni Húsavíkur og Mývatns, eins og Ás- byrgi, þjóðgarðurinn vestan Jökuls- ár á Fjöllum og Dettifoss, svo dæmi séu nefnd. Einnig það kort fæst bæði flatt og brotið í kortaverslun Landmælinga íslands Laugavegi 178 og öðrum helstu útsölustöðum korta. Einnig eru til önnur sérkort, m.a. Þórsmörk/Landmannalaugar, Þingvellir, Hekla, Vestmannaeyjar, Mývatn og Suðvesturland. Landmælingar hafa auk þess ný- lega gefið út Göngukort af Horn- ströndum, í mælikvarðanum einn á móti hundrað þúsund. Kortið sýnir allar helstu gönguleiðir um Horn- strandir. Einnig eru komnar út 23 nýjar útgáfur af Atlasblöðum í mæli- kvarðanum 1:100.000. í kortabúð- inni að Laugavegi 178 fást auk þessara sérkorta önnur kort er gefin hafa verið út hjá stofnuninni. Einnig fást öll helstu ferðakort á um 200 útsölustöðum um land allt. SERKOBT areeiAt. map spfs** 3PF2íAUsART G SKAFTAFELL 1:2&^00 1:10/ *■ SPE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.