Tíminn - 11.07.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.07.1987, Blaðsíða 6
6 Tímtnn Laugardagur 11. júlí 1987 Samtök um f ramfarir í landbúnaði 150 ára Þegar talað er um afmæli búnaðarsamtaka á íslandi, þá er það ekki endilega 150 ára afmæli Búnaðarfélags íslands þótt það hafi starfað samfellt í 150 ár. Það er einkum verið að halda uppá upphaf samtaka fyrir framförum í landbúnaði. Búnaðarfélagið er elsta félagið sem starfar að atvinnuvegi og þriðja elsta félagið á íslandi. Búnaðarfélag íslands telur aldur sinn til þess að 1837 var stofnað Suðuramtsins Húss-og bústjórnar- félag. Fyrri stofnfundur var 28. janúar á burðardegi konungsins og síðari stofnfundur var 8. júlí í lestatíðinni svo bændur ættu auð- veldara með að komast á fundinn. Afmælisdagarnir eru því tveir. Stofnendur þessa félags voru ekki bændur heldur allir æðstu embættismenn landsins. Það voru ÞórðurSveinbjörnsson háyfirdóm- ari sem var frumkvóðull félagsins og fyrsti forseti þess, stiftamtmað- urinn yfir íslandi, De Krieger, biskupinn yfir íslandi, dómkirkju- presturinn og sýslumaðurinn í Ár- nessýslu, landlæknir, einn kaup- maður og tveir bændur. Það voru semsagt 11 stofnendur félagsins. Stofnað sem framfarafélag Félagið var stofnað sem fram- farafélag líkt og félög sem stofnuð höfðu verið á öðrum Norður- löndunum eins og t. d. Konunglega danska landbúnaðarfélagið sem stofnað var 1769. Félagið starfaði eingöngu fyrir Suðuramtið til ársins 1899 þegar nafni þess var breytt og lögum líka. Frá og með því hét það Búnaðar- félag lslands. Þess ber að geta að í hinum ömtunum var unnið á svip- aðan hátt að landbúnaðarframför- um, en það voru ekki félög heldur svokallaðir búnaðarsjóðir amt- anna. Það voru búnaðarsjóður norður-og austuramtsins og búnað- arsjóður vesturamtsins. Þessir sjóðir voru stofnaðir fljótlega eftir aldamótin 1800. Fljótlega fjölgaði bændum mikið í Suðuramtsins-húss og bústjórnar- félagi og félagið efldist mjög. Það var reyndar kallað Búnaðarfélag Suðuramtsins frá 1873 og var orðið öflugt félag sérstaklega upp úr 1874. Þá fékk Alþingi fjárveitinga- vald og fór að veita fé til félagsins sem aftur veitti styrki til landbún- aðarframfara. Árið1899varðfélagið að Búnaðarfélagi íslands Árið 1899, sama ár og Búnaðar- félag íslands var stofnað voru sett lög um og stofnað Búnaðarþing. Það ár kom Búnaðarþing fyrst saman. Búnaðarsamböndin í land- inu voru ekki aðilar að Búnaðarfél- aginu framan af en þau voru stofn- uð nokkuð eftir aldamótin. Rækt- unarfélag Norðurlands var stofnað 1903 og það verður síðar að búnað- arsambandi. Búnaðarfélag Suður- lands var stofnað 1908 og á svipuð- um tíma eru stofnuð sambönd á Austurlandi og Vestfjörðum. Svo í kringum 1930 voru stofnuð búnað- arsambönd á Norðurlandi fyrir hverja sýslu og þá er Ræktunarfél- ag Norðurlands ekki búnaðarsam- band lengur. Smám saman breyttust reglurnar um kjör fulltrúa á Búnaðarþing en það var ekki fyrr en 1937 sem bændurnir fara að kjósa alla bún- aðarþingsfulltrúana beinni kosn- ingu innan búnaðarsambandanna. Fulltrúar orðnir 25árið1950 Áður var hluti af búnaðarþings- fulltrúunum kosinn á aðalfundi B.í. og hluti var kosinn fyrir ákveðna landshluta enda fulltrú- arnir þá miklu færri. Árið 1937 eru þeir hins vegar orðnir 25 og kosnir beinni kosningu af bændum einsog nú tíðkast. Eftir 1950 hefur búnað- arþing verið haldið árlega. Búnaðarfélagið f dag er semsagt félag ailra bænda, allir bændur eru í hreppabúnaðarfélögunum sem mynda 15 búnaðarsambönd. Það er sjálfstætt félag og Búnaðarþing kýsstjórnþess. Mörgum finnst ,að lii*i?BgBgglKWMgB J523SÍ3 f*-3DE iisilliiii lils in: ír i___llíiiMHIIBW IB^W"!1 ÍS&ffis ÍMMMNfe.. ¦ Reiðhöllin var formlega opnuð í gær en þessi mynd var tckiu fyrir viku síðan. Þá var margt óunnið. Næstu daga og fram að 14. ágúst vcrður inikið um að vera í höllinni og umhverfis hana við að undirbúa landbúnaðarsýn- inguna sem verður stærsta sýning sem haldin hefur verið á íslandi. Tímamynd BREIN þetta sé ríkisstofnun og stafar það af því að ríkisvaldið hefur alla tíð falið þessum félagsskap ákaflega mikilvæga þætti í því að vinna fyrir landbúnaðinn. Merkilegasta skref- ið í því var stigið 1923 þegar jarðræktarlögin voru samþykkt en þau eru rammi um stjórn ræktunar- mála og því um líkt. Þar er stuðn- ingur við alla jarðrækt og húsabæt- ur í landinu ákveðinn en Búnaðar- félaginu er falin framkvæmd lag- anna. Búnaðarfélagið fór strax um aldamótin að ráða ráðunauta og fram til 1920 eru tveir fastráðnir ráðunautar. Eftir 1920 fjölgar þeim mjög mikið. Þá var þegar orðið ljóst að B.I. færi með leiðbeininga- þjónustuna fyrir landbúnaðinn. Búnaðarfélagið fékk líka mikil- vægt hlutverk árið 1931 með bú- fjárræktarlögunum. Eftir þessum tveim megin lagabálkum vinnur B.I. mest enn þann dag í dag en það vinnur líka eftir öðrum lögum, t.d. lögum um búreikningastofu. Bændahöllin. Myndin er tekin árið 1963 þegar hallarbændur slógu með orfi og Ijá. Bændur annars- staðar á landinu voru þá búnir að taka véltækni í þjónustu sína fyrir mörgum úruiii. Útgáfustarfsemi Útgáfustarfsemi hefur alltaf ver- ið mikil hjá félaginu. Það byrjaði að gefa út Búnaðarritið 1899 og tók við útgáfu Freys árið 1936. Áður kom Freyr út á vegum ein- staklinga og hafði gert allt frá árinu 1904. Fram til ársins 1945 er B.í full- trúi bændanna ásamt afurðasölu- félögunum í sambandi við verð- lagsmálin. Það þótti ekki fara nógu vel saman að félag sem væri trúnað- araðili fyrir ríkið og væri einnig með félags-og leiðbeiningamál hefði síðan líka forystu í kjarabar- áttu bænda. 1945 er því stofnað Stéttarsamband bænda. Fyrsta árið var ætlunin að það yrði í tengslum við B.í. en á fyrsta aðalfundi þess var ákveðið að það yrði algjörlega sjálfstætt. Það er hins vegar önnur grein af sama meiði því grunnein- ingarnar eru þær sömu í báðum Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri: "Höldum stærstu sýningu sem haldin hef ur verið" Hvað ætla bændasamtökin eink- um að gera til að minnast þessa merka afmælis? „Það er einkum þrennt. Haldin verður landbúnaðarsýning í Reið- höllinni í Víðidal þann 14. ágúst sem stendur til 23. ágúst. Þetta verður stærsta sýning scm haldin hefur verið á landinu, því Reiðhöllin verður stærsta sýningar- höllin sem við höfum og útisvæðið er mikið og stórt. Við munum m.a. nota aðstöðu hestamannafélagsins Fáks og sýning verður í sumum hesthúsunum. Þessi sýning á að vera alhlíða sýning þar sem allir hafa eitthvað að skoða. Sérstakt svið verður fyrir skemmtiatriði; þar verða héraðs- vökur á hverju kvöldi, tískusýning- ar og fleira og fleira. Allar tegundir búfjár verða sýndar á aðgengilegan hátt. Það verða byggð nokkur útihús, senni- lega refahús, lítið fjós fyrir mjólk- urkýr og sumarhús svo dæmi séu tekin. Lögð verður sérstök áhersla á það nýjasta í starfsemi Búnaðarfé- lags íslands og landbúnaðarins yfir- leitt. Unnið hefur verið að því á undanförnum árum að skipuleggja tölvuþjónustu hjá öllum búnaðar- samböndunum og tölvunoktun í sambandi við Ieiðbeiningar. Það eru bæði hagfræðiáætlanir, áburð- aráætlanir og fleiri áætlanir sem ráðunautar geta gefið. Það ríður á að bændur fái sem mest út úr þcirri framleiðslu sem þeir hafa rétt til að skila á markaðinn og þar að auki er hófuðglíma að finna og leið- beina í nýjum greinum sem taldar eru vænlegar. Við höfum haft ráðu- naut um 5 ára skeið í hlunnindum. Hann hefur leiðbetnt um æðar- rækt, betri nýtingu á rekaviði, stuðlað að markaðsöflun í silungi og fleira. Þetta allt saman verður kynnt á sýningunni. Það verða fjölmargir sýningar- aðilar enda er sýningarsvæðíð inn í höllinni um 2000 fermetrar og sýningarsvæðið úti er fleiri hektar- ar. Annað sem gert er af þessu tilefni er að Búnaðarþing kemur saman til hátíðafundar þann 15. ágúst kl. 14:00 í Súlnasal Bænda- hallarinnar. Eftir fundinn verður haldin hátíðasamkoma sem er öll- um opin og því má búast við að Bændahöllin fyllist af bændum. Á hátíðafundinum verður borin upp ályktun til samþykktar og sú álykt- un er nú í undirbúningi. Vigdís Finnbogadóttir forseti ís- lands er verndari sýningarinnar og verður viðstödd opnun landbúnað- arsýningarinnar en getur því miður ekki verið viðstödd hátíðafund Búnaðarfélagsins því þá verður hún stödd á 300 ára verslunar- afmæli Ólafsvíkurkaupstaðar. Það þriðja sem gert verður í tilefni þessarra tímamóta, er að úm þessar mundir er verið að skrifa sögu Búnaðarfélagsins í 150 ár. Tvö bindi verða af sögunni og koma væntanlega út í haust. Það eru starfsmenn Búnaðarfélagsins Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri. ásamt nokkrum öðrum sem eru að skrifa sóguna. Ráðunautar skrifa hver á sínu sviði en aðrir skrifa almennu söguna, svo búast má við mjög ítarlegri sögu af þróun land- búnaðarins og þætti leiðbeininga- þjónustunnar í þróun hans", sagði Jónas.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.