Tíminn - 11.07.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 11.07.1987, Blaðsíða 15
Laugardagur 11. júlí 1987 Tíminn 15 Mynd þessa tók Gunnar Rúnar, 20. eða 21. júní 1958 og á henni sést hvar verið er að dreifa fyrsta áburði úr flugvél hér á landi við Gunnarshoit á Rangárvöllum. Flugmaðurinn var Karl Eiríksson og flugvélin bar einkennisstafina TF-KAZ. 1946-47 fyrir kunningja minn am- erískan, og mátti ég hafa afnot af vélinni, eins ogég vildi yfir sumarið 1947. Brá ég nú skjótt við, seldi flugfarseðlana og lagði af stað frá Buffalo áleiðis til San Francisco. Sú ferð kemur þessu máli ekki við að undantekinni heimsókn minni tii Islendingabyggðanna í Garðar North Dakota. Þegar ég kom þang- að á miðju sumri 1947, var tekið á móti ferðafélaga mínum og mér með kostum og kynjum. Þarna voru stórbændur m.a. stærstu kart- öflubændur í Bandaríkjunum (Hall fjölskyldan). Meðal annars sem rætt var um, var að ég réði mig til þeirra næsta haust og komandi sumar til að fljúga áburðardreifing- ar og dreifingar á skordýraeitri. Parna kynntist ég í fyrsta sinn, hvað hægt var að gera í sambandi við áburðardreifingu úr lofti. Sér- staklega var það áhrifaríkt að sjá, hvað þeim hafði tekist að klæða Black Hills South Dakota grænu teppi, en það landsvæði var orðið algjörlega örfoka. Þessa daga var mér hugsað til sandstróksins, sem maður var bú- inn að fylgjast með á flugi um Suðurland, þar sem hann stóð út frá Sandkluftarvatni niður Hauka- dalinn og víðar á þessum slóðum. Á þessu augnabliki í South Dakota hélt ég með bjartsýnisaugum æsk- unnar að þarna væri fundinn töfra- sprotinn, sem klæða myndi Island aftur grænum kufli. Til þess að gera nú langt mál stutt, þá varð það nú svo að Sigurður Jónsson (Siggi flug), okk- ar fyrsti flugmaður, skrifaði mér og tjáði mér það, að mér stæði til boða starf sem flugvirki hjá Flugfélagi Islands veturinn 1947- 48, og væntanlega flugmannsstarf um vorið 1948. Varð þetta til þess, að ég talaði við velunnara mína, Hall fólkið í N. Dakota, og var það auðsótt að ég kæmi ekki til þeirra til áburðardreifingar, enda margir um boðið, því að á þessum árum var mikið aukaframboð á flug- mönnum, þar sem mikill fjöldi manna var að útskrifast úr flugherj- um bandamanna. Ég hóf störf hjá Flugfélagi íslands um haustið 1947 og flaug hjá þeim til 1950, er ég ásamt Finni Björnssyni og Sigurði Ágústssyni, flugvirkjum. stofnaði flugskólann í>yt hf.. Áburðardreif- ing úr lofti var ávallt mjög ofarlega í huga þessi ár, en fjárhagurinn leyfði ekki kaup á dreifingarflug- vél. Á þessu tímabili var það sem heimsókn þeirra félaga Sigfúsar og Tryggva átti sér stað og fellur þar hugsjón saman. Tryggvi Haraldsson. Opinberir aðilar höfðu sett nefnd á áburðardreifingarmálið, en á þessum árum sýndu þeir þessu máli engan áhuga, enda var fjár- hagsáætlun, sem gerð var af nefnd- inni allt of há og rekstrarkostnaður reiknaður algjörlega óraunhæfur. Mun það hafa fælt ráðamenn frá því að ráðast í áburðardreifingu úr lofti. Sumarið 1957 sóttum við félagar í Þyt um innflutningsleyfi fyrir Piper Super Cup með áburðar- dreifingarbúnaði. Við fengum að sjálfsögðu neitun á gjaldeyris- og innflutningsleyfi og þrátt fyrir eftir- gangsmuni það ár og veturinn 1957-58 kom allt fyrir ekki. Ekki fékkst leyfið. Par sem ég reikna með að sökin sé fyrnd, þá ætla ég nú að segja alla söguna um, hvernig fyrsta áburð- arflugvélin komst til íslands. Á þessum árum var ég flugmað- ur hjá Loftleiðum og því tíður gestur í New York. Þar átti ég góðan vin, Hannes Kjartansson, sem var sendiherra okkar hjá Sam- einuðu þjóðunum. Pegar ég sagði honum þá raunasögu, að leyfi fékkst ekki fyrir flugvélinni, bauðst hann til að leggja út fyrir vélinni, og ef ég fengi ekki gjaldeyrisleyfi fyrir árslok 1958, mætti ég borga hon- um í íslenskum krónum. 1 bjartsýni var ekki beðið boðanna, heldur farið til Lock Haven Pennsylvania til Piperverksmiðjunnarogpöntuð áburðardreifingarvél með öllum búnaði. Þessi pöntun var gerð í árslok 1957 og fyrir velvilja verk- smiðjunnar átti vélin að afgreiðast um vorið 1958. Nú fóru áhyggjur að sækja að, því auðvitað þurfti innflutningsleyfi þó gjaldeyrismál væru komin í höfn, enda mér gert ljóst, að ég hefði engan rétt á því að taka erlend lán. Af og til átti það sér stað, að Loftleiðir þurftu að fljúga tómri vél yfir hafið. Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, bauð okkur að hann myndi flytja véiina ókeypis til landsins, ef tóm vél væri á leiðinni heim. Eftir að vélin kom heim, var hún sett út í skýli Loftleiða á Reykja- víkurflugvelli. Ég man alltaf eftir því, að Alfreð kom að líta á gripinn, sem Loftleiðir voru að sjálfsögðu ábyrgir fyrir að allt væri í lagi með aðflutningsgjöld fyrir. Þá sagði hann, nú ef þú stelur vélinni úr skýlinu okkar, þá get ég ekkert að því gert. Vélin var því sett saman í mesta hasti, og þegar ég orðaði það við flugmálastjóra, Agnar Kofoed Hansen, hvort hægt væri að fá vélina skráða, sagði hann: „Það stendur ekkert í mín- um bókum um það, að ég þurfi að spyrjast fyrir um innflutnings- leyfi." Því var það, að vélin var skráð 19. júní 1958 og hlaut einkennis- stafina TF-KAJ. Hófst svo áburð- ardreifingin annað hvort 20. eða 21. júní austur að Gunnarsholti. Það var eins og allt væri okkur til blessunar þetta fyrsta sumar, enda spíraði og spratt grasið með ólík- indum vel. Um haustið bauð Páll Sveinsson, landgræðslustjóri, svo fjárveitinganefnd Alþingis að sjá árangurinn. Ég sagði nefndar- mönnum, hvernig komið væri með leyfin og stóð ekki á því að innan nokkurra daga barst tilkynning um það, að Ieyfi, sem sótt hefði verið um til kaupa á áburðarflugvél, hefði verið afgreitt. Þetta sumar minnir mig, að við hefðum dreift 320 tonnum og næsta sumar bættist svo TF-KAZ við, þannig að við höfðum tvær áburð- arvélar. Þannig rættist gamall draumur og þeir félagar, Sigfús Jónsson frá Einarsstöðum og Tryggvi Haraldsson, upplifðu það, að þeirra hugmynd varð að veru- leika. Karl Eiríksson. Höfundur er forstjóri hjá Bræð- urnir Ormsson hf. Byggingar- happdrætti Sjáifsbjargar 6. júlí 1987 Vinningaskrá: íbúð að eigin vali kr. 1500000. 119860. Bifreið, hver v. á kr. 600000 6827 63187 112041 114456 Sólarlandaferð, hver v. á kr. 50000 3069 23694 60037 89342 97272 7051 24067 64408 90118 99726 9631 26110 65883 92438 99835 13844 37758 69768 92555 105566 19891 41720 83866 95233 106234 23256 46873 86669 96217 117538 Vöruúttekt, hver v. á kr. 40000 5746 18684 31269 73147 102053 10266 18883 60041 96895 109153 14614 29571 70133 99518 112050 PÓST- OG SlMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða til starfa við fjarskipti á strandstöðvum stofnunarinnar og við radioflug- þjónustu í Gufunesi. Umsækjendur skulu hafa lokið stúdentsprófi eða hafa sambærilega menntun. Góð málakunnátta er nauðsynleg, sérstaklega í ensku. Almennrar heilbrigði er krafist, aðallega er varðar heyrn, sjón og handahreyfingar. Starfið innifelur nám við Póst- og símaskólann í fjarskiptareglum, reglugerðum o.fl. Laun eru greidd meðan á námi stendur. Umsóknir, ásamt prófskírteini eða staðfestu Ijósriti af því, sakavottorði og heilbrigðisvottorði, berist Póst- og símaskólanum fyrir 1. ágúst n.k. Umsóknareyðublöð liggja frammi í Póst- og síma- skólanum, Sölvhólsgötu 11, Reykjavík, hjá dyra- vörðum Landssímahúss og Múlastöðvar ennfrem- ur á póst- og símstöðvum. Nánari upplýsingar eru veittar á fjarskiptastöðinni í Gufunesi, sími 91-26000. Reykjavík 09.07.’87 Fpst- og símamálastofnun. Verkfræðingar Tæknifræðingar Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða rafmagnsverkfræðing eða tæknifræðing til starfa við áætlanagerð við raforkuvirki. Kunnátta í Fortr- an-forritun æskileg. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu og m.a. aðgang að stóru tölvukerfi, sem nota má við áætlanagerð. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 686222. ^ RAF.UAGNSVEITA REYKJAVÍKlíR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.