Tíminn - 29.07.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.07.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 29. júlí 1987 Fjármagnsleigustarfsemin: Heildarlöggjöf varla tímabær Tíminn leitaði álits Þórðar Ingva Guðmundssonar framkvæmda- stjóra fjármögnunarleigufyrir- tækisins Lindar á nokkrum atrið- um. Varðandi erlendar lántökur og hlut fjármögnunarleigufyrirtækj- anna í þeim sagðist Þórður ekki telja að þessi starfsemi skrúfaði upp erlendar lántökur. Það sem frekar væri um að ræða væri að erlendu lántökurnar beindust í af- markaðri farveg. Nefndi hann sem dæmi að áður hefðu íslensk fyrir- tæki farið til framleiðenda erlcndis og beðið þá um fjármagn til að fjármagna viðskiptin. Síðan var fengið leyfi hjá viðskiptaráðuneyt- inu. Var þá um 66% fjármögnun að ræða erlendis, en afgangurinn eigin fjármögnun. En þá þurfti bankaábyrgð fýrir þessum 66%, en nú er það bannað og fyrirtæki eiga ekki auðvelt með að taka þessi lán erlendis. Nú koma þau bara bcint til innlendu fjármögnunarleigufyr- irtækjanna. Þórður sagði að erl- endar lántökur yxu auðvitað eitthvað en aðalatriðið í þessu máli væri þó ávallt, að um arðbæra fjárfestingu væri að ræða. Þá bar Tíminn undir Þórð Ingva það ákvæði stjórnarsáttmálans að setja heildarlöggjöf um fjármögn- unarleigu. Hann taldi að heildar- löggjöf væri svo sem allt í lagi, en spurningin snerist um það hvort það væri tímabært núna. Réttast væri að leyfa þessari starfsemi að þróast frekar og aðlagast í nokkur ár áður en slík löggjöf væri sett. Það sem mest vantar í dag eru skýrari reglur um skattalega með- ferð fjármögnunarleigusamninga, því enn er óljóst hvernig á að fara með þá. Þórður sagði að Frakkar og Bret- ar hefðu beðið með það í nokkur ár að setja slíka heildarlöggjöf. Lengst hefur þessi starfsemi verið stunduð í Bandaríkjunum eða allt frá stríðslokum og þar er löggjöf um starfsemina. Hins vegar mætti benda á að í Noregi væri komin tveggja áratuga reynsla á þessa starfsemi, en þarer þó engin heildarlöggjöf. Sama er að segja um Svíþjóð, þar sem starfsemi þessi hófst 1970 og Danmörk, en þar hófst þetta 1966. Aðspurður sagði Þórður að það væri misskilningur að fjármögnu- narleigur væru í botnlausum fjár- festingum í bílum. Töluvert væri um að leigubílar, sendibílar og aðrir fyrirtækjabílar væru keyptir á þennan hátt. Að vísu væri þarna um að ræða grátt svæði að því leytinu að bifreiðir smárra at- vinnufyrirtækja, s.s. fyrir endur- skoðendur, lækna, tannlækna, lög- fræðinga, væru bæði nýttar til heimilisbrúks og atvinnustarfsemi. Enn væri óljóst hvernig fjármagns- leiga í slíkar bifreiðar verður metin af skattayfirvöldum, þ.e. hvort þessi tæki fái sömu skattalega með- ferð og um væri að ræða bein framleiðslutæki. Að vísu liggur fyrir úrskurður frá ríkisskattstjóra þess efnis að aðrar skattareglur skuli gilda um bifreiðir, sem einnig eru notaðar til heimilisins, og eiga eigendur þeirra ekki rétt á að fá fullan frádrátt á leigunni, en þó er enn óljóst hvern- ig farið verður með þær. Sagði Þórður Ingvi að enginn áhugi væri hjá fjármögnunarleigu að setja fé í farartæki sem það getur ekki eignast sjálft og afskrif- að. Þá er það klárt að reglugerð viðskiptaráðuneytisins bannar innflutning venjulegra einkabíla á fjármögnunarleigusamningi. Við verðum að gera skil á öllum samn- ingum til Gjaldeyriseftirlits og það stoppar alla samninga þar sem ekki er um að ræða atvinnubíl eða þá „gráu“ bílana fyrrnefndu. Mcira að segja bílaleigur hafa lítið leitað til fjármögnunarleiga vegna 3ja ára lágmarksleigutím- ans, en leigurnar kaupa oft 100 bíla á vorin en selja mikinn hluta bíl- anna strax á haustin og hafa því ekki hag af fjármögnunarleigun-. um. ÞÆÓ Erlendir fagmenn í Kringlunni: Menntamálaráðherra Svíþjóðar: FLUTTIRINN MEDVÖRUNNI Væntanlegur til íslands Talsvert hefur borið á því að útlendingar hafa verið meðal Æviráðningar embættis- manna senn afnumdar: Bera Nordal rádin for- stöðumaður Listasafns Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að setja Beru Nordal listfræðing forstöðumann Lista- safns íslands til eins árs til að byrja með. Forstöðumaður Listasafnsins hefur hingað til verið æviráðinn eins og margir embættismenn ríkisins. Starfsáætlun ríkisstjórn- arinnar kveður hinsvegar á um að æviráðningar embættismanna verði afnumdar og mun mennta- málaráðherra bera fram frum- varp á næsta Alþingi þess efnis að æviráðning forstöðumanns Lista- safnsins verði afnumin og tekin upp tímabundin ráðning eins og t.d. er í gildi í Þjóðleikhúsinu. ABS starfsmanna í iiýbyggingunni Kringl- unni í Kringlumýri. Þar er einkum um að ræða ítali, Þjóðverja, Aust- urríkismenn og Skandinava. Þegar Tíminn aflaði sér upplýsinga um málið kom í ljós að hér er yfirleitt um faglærða menn að ræða, múrara og smiði. „Þessir menn koma aðallega hing- að til að fylgjast með þcirri vöru sem verið er að kaupa af þeim og eru að fylgja framleiðslu síns fyrirtækis. Það er ekki neitt óeðlilegt við það,“ sagði Sigurður Hafsteinsson hjá Byggðaverki. „Á okkar vegum eru reyndar ekki starfandi nema tveir ítalir og það er vegna þess að þeir eru að fylgjast með því þegar verið er að leggja í marmara frá fyrirtæki þeirra á Italíu. Þeir eru ekki beint í vinnu hjá okkur því að þeir eru fyrst og fremst í eftirliti. Samt eru þeir með atvinnuleyfi. Þeir hafa verið hér af og til síðan í fyrra þegar þessi verkþáttur hófst. Ég skal samt ekki segja til um það hvort allir útlending- arnir hér hafi atvinnuleyfi.“ Aðspurður um heildarfjölda sagð- ist hann ekki geta áætlað það vegna þess að hópurinn væri svo breytileg- ur. Mest væri um erlenda fagmenn að ræða við uppsetningar á þeim innréttingum er fluttar hafa verið inn á vegum búðanna sjálfra eða þeirra eigin verktaka. Innflutningur þessi er oft og tíðum háður því að hingað komi menn frá framleiðanda til að vinna verkið að miklu leyti. Halldór Magnússon hjá Málara- meistarafélagi Reykjavíkur sagði að ekki væri um það að ræða að erlendir menn gengju í málningarvinnu í Kringiunni eftir því sem hann best vissi. Hann taldi að helstu orsakir fyrir ráðningu erlendra fagmanna væri sú að oftast fylgdu þeir fram- leiðslunni og ekki síður að þarna væri um að ræða mjög strangar tímasetningar sem innlendur vinnu- markaður réði ekki við á þessum tíma. „Það er bara enga menn að fá í þessi verk,“ sagði hann að lokum. „Þeir fylgja verkinu," sagði Friðr- ik Andrésson hjá Múrarameistara- félagi Reykjavíkur. Hann vissi ekki til þess að aðrir en 3-4 ítalir væru í múrverki en það væri fyrst og fremst vegna þess að um sérhæfða vinnu er að ræða sem íslendingar þekkja ekki til. „Svo er líka hitt að það er gífurleg vinna á markaðinum og allt of mikil spenna," sagði Friðrik. „í allt sumar hefur okkur vantað fólk og ástandið hefur alls ekki verið eðlilegt. Það hefur hins vegar ekki verið kölluð nein sveit frá Italíu til að ljúka byggingu Kringlunnar.“ - KB Áskrift oa dreifina í Reykjavík og Kópavogi er opin 9-5 daglega og 9-12 á laugardögum. Sími afgreiðslu 686300 Lennart Bodström, mennta- málaráðherra Svíþjóðar og eigin- kona hans Vanja Bodström koma til íslands 29. þ ,m. í boði mennta- málaráðherra og dveljast hér til 1. ágúst, segir í fréttatilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. I för með ráðherrahjónunum verða þrír embættismenn í sænska mennta- málaráðuneytinu. Gestimir munu ferðast til Norðurlands, en jafn- framt heimsækja Háskóla íslands og fleiri menningarstofnanir í Reykjavík. Þá mun sænski ráð- herrann einnig eiga viðræður við Birgi Isl. Gunnarsson, mennta- málaráðherra, um samskipti Svía og Islendinga á sviði menntamála og vísinda. Lennart Bodström hefur verið menntamálaráðherra síðan haustið 1985, en áður gegndi hann starfi utanríkisráðherra í ríkisstjórn Olofs Palme. Leiðréttur myndatexti Mistök urðu í myndatexta við mynd frá blaöamannafundi Pósts- og síma sem birtist í blaðinu í gær. Réttur er myndatextinn svona: Frá vinstri, yfírverk- fræðingarnir Bergþór Halldórsson og Hilmar Ragnarsson, Guðmundur Itjarnason aðstoðar póst- og símamálastjóri, Ólafur Tómasson póst- og símamálastjóri, Jóhann Hjálmarsson, og Bragi Kristjánsson frkvst. viðskipta- deildar. Timamynd: Pjclur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.