Tíminn - 13.08.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.08.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 13. ágúst 1987 Aöalfundur Sambands eggjaframleiðenda: Aöalfundur Sambands cggja- framleiðenda var haldinn að Hótel Sögu á þriðjudag. Þarvarm.a. rætt um lélega afkomu bænda og ástæð- ur hcnnar. Eggjaframleiðendur telja að það vcrð sem þeir fá fyrir eggin sé á bilinu 40 til 80% undir því verði sem kostar að framleiða þau. Hins vegar segja þeir að „frjáls" álagn- ing kaupmanna á egg sé að meðal- tali um 50% þannig að kaupmaður sem kaupir cgg af bónda fyrir 100 krónur selur þau síðan á 150 krónur. Eins og neytendur hafa kannski tekið eftir kosta egg næstum því það sama í öllum búðum, hvar sem er á landinu, þrátt fyrir frjálsa álagningu á eggjum. Eggjaframleiðendur telja að kaupmenn hafi ákvcðið að halda útsöluverði á eggjum cn láta niður- boðin bitna á framleiðendum sem þýðir um leið að neytcndur fá að njóta lágs verðs á eggjum frá framleiðendum. Framleiðendur pakka eggjunum, verðmerkja og koma ntcð þau tilbúin til sölu til kaupmanna og eiga meira að segja grindurnar sem eggjapakkarnir standa í inni í búðunum. Því telja þeir álagningu kaupmanna fyrir neðan öll velsæmismörk. Á aöallundinum komu fram til- lögur um að eggjabændur seldu egg sín sjálfir á markaði beint til neytcnda, en margir töldu að það yrði einungis til þess að undirboðið yrði ennþá meira, vegna þcss að slíkri samkeppni myndu kaup- menn mæta tímabundið. Menn nefndu dæmi þess að framlciðend- ur hefðu reynt að fá verslanir til að kaupa egg á enn lægra verði en gangverði til bænda, gegn því að lækka verð á eggjurn hjá sér og láta neytendur njóta lægra eggjaverðs, en kaupmenn hafi ekki verið til viðræðu um það. Á aðalfundinum var stjórninni cinnig falið að vinna að því að sameina að nýju Samband eggja- framleiðenda og Félag alifugla- bænda, en Félag alifuglabænda sagði sig úr Sambandi eggjafram- leiðenda þegar eggjadreifingastöð- in ísegg var stofnuð sem sölufélag og öllum meðlimum félagsins var gert að skyldu að selja þar í gegn. ABS Samband eggjaframleiðenda á aðalfundi á Hótel Sögu. Tímamynd: Pjetur Alþingismaöur flæktur í kvótasvindl?: „Ósannindi og uppdiktun sjávarútvegsráðuneytis“ - segir Skúli Alexandersson, alþingismaöur Eins og sagt var frá f Tímanum í fyrradag, hefur sjávarútvegsráðu- neytið, í samvinnu við flest sölu- samtökin, unnið að umfangsmikilli rannsókn á ýmsum fyrirtækjum varðandi möguleika á kvótasvindli. Eftir ítarlega könnun gátu öll fyrir- tæki, nema fimm, hreinsað sig af gruninum. En það eru ekki allir sáttir við þessa könnun ráðuneytis- ins. Einn þeirra sem ósáttur er, er Skúli Alexandersson, þingmaður Alþýðubandalagsins, og fram- kvæmdastjóri Jökuls hf. á Hellis- sandi. Hann hafði samband við Tímann út af málinu og hafði ýmis- legt við athuganir sjávarútvegsráðu- neytisins að athuga. „Samkvæmt athugunum ráðu- neytisins og tilbúnum rökum þess sjálfs, vantar 120 tonn af þorski til að Jökull hf. geti staðið undir fram- leiðslu. Þetta segi ég að séu alger ósannindi og uppdiktun hjá ráðu- neytinu. Þeirra rök fyrir þessu eru tilbúnar reglur, sem þeir hafa sjálfir búið sér til, svipaðar reglum sem búnar voru til fyrir austan tjald og Stalín gamli og Hitler notuðu á sín- um tíma, og dæma síðan eftir. Þeir hafa ekki leitað til neinna aðila sem þcir geta borið fullyrðingar sínar saman við. Þeir hafa ekki fundið þá aðila sem hafa landað hjá okkur og þar af leiðandi hafa þeir ekki getað sannað hvaðan þessi afli hefur kom- ið og þeir hafa ekki tekið mark á mínum fullyrðingum um það að þeir væru að fara með ranga hluti,“ sagði Skúli í samtali við Tímann. Hann gagnrýnir mjög aðferðir ráðuneytisins og segir reglur þeirra meðalreglur gerðar til að búa til meðalskussa úr íslenskum sjávarút- vegi. Hann bendir á að mismunur á nýtingu fyrirtækja geti verið mjög mikill og Jökull hf. sé vel rekið fyrirtæki með góða nýtingu, mun betri en hjá „sumum skussafyrir- tækjum" eins og hann orðaði það. „Þeir eru að ráðast á þetta fyrir- tæki með ósönnum hlutum. Ráðast á mig, sem er alþingismaður og jaðrar við að gera mig óvirkan í mínum störfum og sérstaklega í þeirri stöðu sem ég hef verið í sem einn aðalgagnrýnandi kvótakerfis- ins, sem ráðuneytið hefur beitt sér mjög fyrir. Með áburði ráðuneytis- ins eru þeir að gera mig óvirkan í ákveðinn tíma þar til ég er búinn að hrista þetta slyðruorð af mér, sem verður erfitt fyrir mig vegna þess að ráðuneytið mun leggja sig allt fram við að halda sínum heiðri og sínum fullyrðingum gildum, hve rangar sem þær eru. Það er mjög auðvelt að kippa úr hópi landsmanna, ákveðnum hópi og það að laumast með óþverrann í stað þess að nafn- greina fyrirtækin, er enn verra. Mér barst tilkynningin um þetta fyrst í rnorgun" sagði Skúli að lokum. Sjávarútvegsráðuneytið vildi ekki tjá sig um þetta mál að svo stöddu. -SÓL Svisslendingur viö Landmannalaugar: Fékk hjarta- áfall og sóttur af Gæslunni Lögreglan á Hvolsvelli til- kynnti Landhelgisgæslunni rétt eftir 19 á þriðjudagskvöldið um brátt hjartaáfall við Landmanna- laugar og bað um að þyrla gæsl- unnar, TF-SIF yrði send á staðinn með lækni. Þyrlan fór í loftið fimm mínút- um fyrir átta og lenti á Borgar- spítalanum fimmtán mínútum fyrir tíu með manninn innan- borðs. Maðurinn er svissneskur ferðamaður og er hann nú á Landsspítalanum. Fiskitölur júlímánaöar: Heildarafli eykst íslenski fiskiskipaflotinn heldur áfram að moka fiskinum á land og samkvæmt nýútkomnum fiskitöl- um Fiskifélags íslands um júlímán- uð hefur heildarafli landsmanna aukist um tæp 170 þúsund tonn milli ára. Heilarþorskafli landsmanna í mánuðinum var 43.227 tonn, á móti 30.864 tonnum í sama mánuði í fyrra. Þar af veiddu togararnir 28.392 tonn í júlí, en veiddu 19.023 tonn í sama mánuði 1986. Heildarafli landsmanna það sem af er árinu cr orðinn 969.333 tonn. cn var 799.978 tonn fyrstu sjö mánuði ársins 1986. Togarar hafa veitt 244.463 tonn, en veiddu 224.911 tonn frá janúar til júlí í fyrra. Bátar hafa hins vegar aukið afla sinn úr 575.067 tonnum 1986 í 724.870 tonn í ár. Sem fyrr eru það Vestmannae- yingar sem eru atkvæðamestir í fiskeríinu, veiddu í júlí samtals 6.100 tonn, síðan Reykvíkingar með 4.411 ton,n og í þriðja sæti cru ísfirðingar með - 4.069 tonn. Heildarafli Vestmannaeyinga er orðinn 135.342 tonn á árinu 1987, en var 112.728 tonn á sama tíma í fyrra. -SÓL Hreindýraveiðar í Norðfjarðarhreppi: Deilur seinka veiði I Norðfjarðarhreppi er hreindýra- veiði nú fyrst að hefjast eftir að deilur innan hreppsins hafa tafið talsvert fyrir. Veiðitímabilið átti að hefjast 1. ágúst og standa til 15. september. Þó er allt útlit fyrir að hægt verði að veiða öll 52 dýrin sem Menntamálaráðuneytið hefur heim- ilað hreppnum. Deilurnar fólust í því að menn af nokkrum bæjum tóku sig saman um að óska eftir því að annar skotmaður yrði fenginn til veiðanna. Skipulag þessara mála er með ýmsu móti eftir hreppum en í Norðfjarðarhreppi hefur Svavar Björnsson í Neskaup- stað verið hvort tveggja eftirlitsmað- ur veiðanna og skotmaður. Þóttu þeim er hófu deilurnar full hátt gjald að greiða honum 3000 kr. fyrir hvert dýr og vildu lækka verðið og skipta inn nýjum mönnum. Einn þeirra er bóndi í sveitinni. Orsök þess að ekki var hægt að taka vilja þessara manna til greina, að sögn oddvitans Hákon- ar Guðröðarsonar, var aðallega sú að hann var ekki birtur hreppsnefnd fyrr en s.l. föstudag, eftir að veiði- tíminn hófst. Eftirlitsmaður er skipaður af menntamálaráðherra eftir tilnefn- ingu hreppsnefndar og í smærri hreppum er víða gripið til þess að hafa einn og sama manninn í báðum embættum. Það eina sem mælirgegn því er að eftirlitsmaðurinn á m.a. að hafa eftirlit með skotmanninum. Hefur Svavar gegnt báðum störfun- um að undanförnu og allt útlit er fyrir að svo verði áfram um sinn. Samkvæmt ákvörðun Mennta- málaráðuneytis er hreppum veitt veiðiheimild á ákveðinn fjölda dýra og skal veiðin gerð út á kostnað sveitarsjóðs. Sveitarsjóður sér síðan um að úthluta tekjunum er ganga af til lögbýla. Það er gert á grundvelli þess að í lögum er kveðið á um að tekjur af veiðum þessum skuli renna til þeirra lögbýla sem verða fyrir tjóni af ágangi hreindýra. Ekki er um það að ræða í Norðfjarðarhreppi og þess vegna er tekjunum deilt jafnt út á öii 15 lögbýlin eftir að kostnaður við veiðarnar hefur verið greiddur. KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.