Tíminn - 13.08.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.08.1987, Blaðsíða 4
Yfirlýsing frá Landsvirkjun, forsvarsmönnum hreppsnefnda Ása- og Djúpárhrepps og Veiðifélagi Holtamannaafréttar: Viðræður hafnar um veiði í Köldukvísl - áhersla lögð á gott samstarf og að leysa vandamál sem upp koma 4 Tíminn Fimmtudagur 13. ágúst 1987 Fnjóskadalur: Skátamót í Vaglaskógi HÍA-Akureyri Um helgina verður haldð skáta- mót í Vaglaskógi í Fnjóskadal. Mót- ið hefst að kveldi fimmtudagsins 13. ágúst og lýkur sunnudaginn 16. ágúst. Mótið er haldið í tilefni 70 ára afmælis skátastarfs á Akurejri, og 75 ára afmælis skátastarfs á Islandi. Mottó mótsins er Sporið, og útleggur hver og einn það fyrir sig. Það er skátafélagið Klakkur á Akureyri sem stendur fyrir mótinu. Mestur hluti þátttakenda á mótinu er á aldrinum 11-15 ára og koma þau hvaðanæva að af landinu. Einnig verða starfræktar vinnubúðir fyrir 16 ára og eldri. Þá verða á svæðinu fjölskyldutjaldbúðir, og yngstu skátarnir; 7-10 ára munu koma í heintsókn á laugardeginum. Forr- áðamenn mótsins búast við miklum mannfjölda og hafa lagt sig í líma við að skipuleggja mótið sem best. Fjöl- breytt skátadagskrá verður alla dag- ana frá morgni til kvölds. Á laugar- deginum eftir hádegi er heimsóknar- dagur; og gefst þá fólki kostur á að koma og kynna sér skátastarfið. Á laugardagskvöldið verður Tívolí, kveiktur verður varðeldur og skáta- söngvar kyrjaðir. Þátttakendum á mótinu verður séð fyrir mat, en þeir verða að sjá um eldamennskuna sjálfir. Frá opnun útibúsins í Grindavík. Sparisjóðsstjórarnir Páll Jónsson og Tómas Tómasson. Tímamynd: Brein Sparisjóöurinn í Keflavík: Nýtt útibú í Grindavík Nýtt útibú Sparisjóðsins í Kefla- vík hefur nú verið opnað í Grindavík og er Grindavík því fjórða sveitar- félagið þar sem Sparisjóðurinn opnar, að sögn Tómasar Tómasson- ar útibússtjóra. Starfsfólk útibúsins mun fyrst um sinn koma frá aðal- bankanum í Keflavík og munu Tóm- as Tómasson og Páll Jónsson spari- sjóðsstjórar ásamt Geirmundi Krist- inssyni aðstoðarsparisjóðsstjóra skipta á milli sín viðtalstímum í Grindavík. Tómas Tómasson af- henti fulltrúum Slysavarnadeildar- innar Þorbjörns í Grindavík og Styrktarfélags Heimilis aldraðra í Grindavík sparisjóðsbók nr. 1 og 2 með 100 þúsund króna innistæðu í hvorri bók,sem gjöf í tilefni af opnun útibúsins. fossstöð hafa veitt í Köldukvísl og víðar í nágrenninu á undanförnum árum. Hefir það verið látið óátalið. Við þá breytingu sem nú er á orðin, með leigu vatnasvæðisins, telja eigendur veiðiréttar að öllum megi ljóst vera að brostnar séu forsendur fyrir veiði áðurnefndra starfsmanna Landsvirkjunar, án tilskilinna leyfa eða sérstaks sam- komulags. Um meðferð þessara mála og umgengni og umferð á virkjana- svæðunum hefir ríkt gott samstarf milli heimamanna og Landsvirkj- unar frá upphafi, og ávallt verið unnt að leysa þau vandamál, sem upp hafa komið, með góðu sam- komulagi. Fyrirsvarsmenn aðila telja fullvíst að svo muni einnig fara um það atvik, sem fréttin fjallar um, og að það muni engu breyta um þá stefnu, sem ráðið hefir í samstarfinu. Hafa þeir þegar tekið upp viðræður um aðgerðir og skipan þessara mála í framtíðinni í trausti þess að slíkir atburðir endurtaki sig ekki. F.h. Asahrepps, Olvir Karlsson F.h. Djúpárhrcpps, Sigurbjartur Gudjónsson F.h. Landsvirkjunar, Halldór Jónatansson F.h. Veiðifélags Holtamannaafréttar, Jónas Jónsson Vegna fréttar í dagbl. Tímanum hinn 6. þ.m. um svokallaðar skær- ur milli starfsinanna Landsvirkjun- ar og veiðivörslumanna Veiðifé- lags Holtamannaafréttar, vegna veiði í Köldukvísl á Holtamannaaf- rétti, vilja forsvarsmenn Lands- virkjunar, hreppsnefnda Ása- og Djúpárhrcpps, sem eiga upprekstr- ar- og veiðirétt á Holtamannaaf- rétti, og Veiðifélags Holtamanna- afréttar, taka fram eftirfarandi: Vegna virkjanaframkvæmda Landsvirkjunar á vatnasvæði Þjórsár og Tungnaár hafa orðið ýmsar breytingar á vötnum og vatnsvegum, sem hafa áhrif á veiði og veiðiaðstöðu á svæðinu. Meða! annars hafa orðið til uppeldisstöðv- ar og veiðisvæði, og samskonar svæði svo að segja þurrkast út. Sameiginlegt er með ölium vötnum sem heyra undir Veiðifélag Holta- mannaafréttar, að þar hefir ekki verið stunduð reglubundin veiði, bæði vegna framkvæmdanna og þeirra ráðstafana sem heimamenn hafa gert til að rækta upp veiði á þessum slóðum, sjálfir og í sam- vinnu við Landsvirkjun. Veiði hófst með skipulegum hætti á vatnasvæði Veiðifélags Holtamannaafréttar í vor leið, og svæði félagsins þetta tímabil. Það hefir verið á vitorði eigenda Leigugjald felst að verulegum veiðiréttar í Köldukvísl, að starfs- hluta í veiðivörslu. menn Landsvirkjunar í Hrauneyja- Veiðimaður við Köldukvísl snemma sumars samdi stjórn Veiðifélags Holtamannaafréttar um um leigu á allri veiði á vatna- Eyöni enn í stórsókn: 21 land í heiminum er „laust“ við sjúkdóminn Samkvæmt upplýsingum WHO, Alþjóða heilbrigðisstofnunarinn- ar, hefur sjúkdómurinn eyðni hreiðrað urn sig í 122 þjóðlöndum og löndum og eru sjúklingarnir samtals orðnir 56.320 talsins. Þetta er fjölgun um 3.200 á einum mán- uði, en í júlíbyrjun voru þeir 53.100. Sjúkdómurinn er því greinilega enn í stórsókn í heimin- um. 21 land í heiminum hefur til- kynnt að ekki sé um eitt einasta tilfelli af eyðni fyrir hendi, og teljast flest Austur-Evrópu ríkin til þeirra, því sjúkdómurinn er ekki viðurkenndur opinberlega í þeim löndum. Annars hafa Norður- og Suður- Ameríka flest tilfelli eða 44.253, Evrópa hefur 6.158, Afríka 5.148, Suðurhafslönd 569 og Asía 165.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.