Tíminn - 13.08.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.08.1987, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 13. ágúst 1987 Tíminn 7 Aukinn byggingarkostnaður við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli: „Hefur ekki áhrif á halla ríkissjóðs11 - segir Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra „Aukinn byggingarkostnaður við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli kemur ekki beint við ríkissjóð og hefur ekki áhrif á halla ríkissjóðs, því það koma engir peningar beint úr ríkissjóði til framkvæmdanna, heldur hefur ríkissjóður tekið erlend lán til framkvæmdanna Hins vegar kemur þetta fram í hærri húsaleigu í flugstöðinni sem sumir telja allt of háa“ sagði Steingrímur Hermanns- son utanríkisráðherra þegar hann var inntur eftir því hver áhrif aukins byggingarkostnaðar við nýju flug- stöðvarbygginguna á Kefla- víkurflugvelli hefði á ríkissjóð. Kostnaður við flugstöðvarbygg- inguna hefur farið nokkuð fram úr áætlun, meðal annars vegna víðtæk- ari framkvæmda en gert var ráð fyrir í fyrstu. Að sögn Steingríms hefur kostnaðurinn í krónum talið farið hátt í 300 milljónir fram úr áætlun miðað við byggingarvísitölu, en vegna lækkunar dollarans gagnvart krónunni og stórhækkunar bygg- ingavísitölu hafi byggingarkostnað- ur farið 28 milljónir dollara fram úr áætlun. Sú hækkun fellur öll á ís- lendinga þar sem Bandaríkjamenn lögðu fram fasta upphæð, 20 millj- ónir dollara til flugstöðvarinnar. Þegar kostnaðaráætlun var gerð árið 1983 var gert ráð fyrir að hlutur íslendinga yrði 22 milljónir dollara. En á byggingartímanum hefur bygg- ingarvísitalan hækkað um 160% gagnvart dollar. Sú staðreynd að viðbættum þeim 300 milljónum sem byggingarkostnaður fór fram úr áætlun í íslenskum krónum talið, hefur leitt til þess að kostnaður við flugstöðina hækkaði úr 42 milljónum dollara í 70 milljónir dollara. Það þýðir að aukinn kostnaður fslend- inga mun vera um það bil 1 milljarð- ur íslenskra króna umfram upphaf- lega áætlun -HM Nýja flotbryggjan í Reykjavíkurhöfn. Tímamynd: Pjetur Reykjavíkurhöfn: Skútueigendur fá nýja flotbryggju Fjörtíu metra löng flotbryggja fyrir skútur hefur verið sett niður í Aust- urbugt, á milli Faxagarðs og Ingólfsgarðs. Skútueigendur keyptu sjálfir fjóra bryggjuhluta sem hver um sig er 10 metrar að lengd en Reykjavík- urhöfn lagði þeim síðan lið við að koma bryggjunni saman. Jón Þorvaldsson tæknifræðingur hjá Reykjavíkurhöfn sagði að forsaga málsins væri sú að fyrir nokkrum árum hefði Reykjavíkurborg byggt smábátahöfn fyrir vélbáta í Elliðavogi þar sem Snarfari er til húsa. Skútu- menn komu hins vegar ekki sínum skútum þangað inn eftir og hafa verið í Nauthólsvíkinni, þar sem félag þeirra, Brokey er til staðar. Þar, hafa skútueigendur hins vegar verið í vandræðum með stórar skútur og hafi því sótt ákaft eftir að komast í skjól í Reykjavíkurhöfn. Jón sagði jafn- framt að flotbryggjan hafi aðeins verið sett niður til reynslu. “Það er hins vegar ekki á neinn hátt búið að staðfesta skipulag á þessu,“sagði Jón að lokum. IDS Kiwanis-hreyfingin: Gefur 6,5 millj. króna til unglingageðdeildar Kiwanishreyfingin hefur formlega afhent Ríkisspítölunum rúmlega 6,5 millj. kr. til stofnunar unglingageð- deildar sem ætlað er að mæti brýnni þörf unglinga til greiningar og með- ferðar á geðkvillum hvers konar, þar með talin misnotkun áfengis og ann- arra vímuefna. Gjafaféð safnaðist með sölu lykilsins á K-daginn, sem var 18. október s.l. Þann dag seldu Kiwanismenn og fjölskyldur þeirra lykilinn enn einu sinni undir kjörorð- inu „Gleymum ekki geðsjúkum.“ Kiwanishreyfingin hélt sinn fyrsta K-dag 1974 og safnaði þá fé til að koma á fót þjálfunarvinnustað fyrir geðsjúþa sem væru í endurhæfingu. Fyrir það fé sem þá safnaðist var Bergiðjan sett á stofn. Síðar voru K- dagarnir notaðir oftar en einu sinni til þess að afla fjár til að koma á fót Endurhæfingarstöð Geðverndarfé- lags íslands í Álfalandi 15 í Reykja- vík. Kiwanis- hreyfingin hefur lagt áherslu á að söfnunarfé það sem fengist veð sölu lykilsins, nýttist fyrir alla landsmenn og er öll starfsemi sem söfnunarfénu er varið í, ætluð fólki hvaðanæva að af landinu. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Aarhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Alla þriðjudaga Kaupmannahöfn: Alla fimmtudaga Gautaborg: Alla föstudaga Moss: Alla laugardaga Larvik: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Leningrad: Santa Maria .......... 16/8 Helsinki: Santa Maria .......... 18/8 Halifax: Jökulfell............. 17/8 Jökulfell.............. 7/9 Jökulfell..............28/9 Gioucester: Jökulfell............. 19/8 Jökulfell.............. 9/9 Jökulfell..............30/9 New York: Jökulfell..............20/8 Jökulfell............. 10/9 Jökulfell............. 1/10 Portsmouth: Jökulfell..............20/8 Jökulfell............. 10/9 Jökulfell............. 1/10 Lubeck: Arnarfell .............28/8 Oslo: Hvassafell.............26/8 SK/PADE/LD ^&kSAMBANDS/NS LINDARGATA 9A PÓSTH. 1480 • 121 REYKJAVlK SlMI 28200 TELEX 2101 tAkn TRAUSTRA flutninga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.