Tíminn - 13.08.1987, Qupperneq 11

Tíminn - 13.08.1987, Qupperneq 11
Fimmtudagur 13. ágúst 1987 Tíminn 11 Landeyjar liðins tíma: Valdimars þáttur í Alfhólum Frá Sigríði og Jóni á Alfhólum Jón Nikulásson tók við Sleifinni eftir foreldra sína, 1872. Hann taldi þá fram 4 hundruð og 4 heimamenn. Hann bjó þar 13 ár, en tók þá Álfhóla og bjó þar til æviloka. Jón var fæddur 2. október 1844 og andaðist 23. apríl 1927, 82ja ára gamall. Kona hans Sigríð- ur Sigurðardóttir bónda í Miðkoti, Ólafssonar, var fædd 27. janúar 1851 og lifði til 19. maí 1945 - 94 og hálfan vetur. Hún missti 5 ára móður sína og fór þá eða skömmu síðar í fóstur að Skúmstöðum, til Sigurðar bónda Magnússonar og Þórunnar fyrri konu hans. Þeim Álfhólahjónum fæddust níu börn. Þau misstu dóttur þriggja ára og dreng á 14. ári. Sjö þeirra systkina komust til aldurs og þroska: 1. Þórunn (1876-1964) Ijósmóðir og kvenskörungur, átti Jón Gísla- son (1871-1956) lengi oddvita Út- Landeyja og bónda í Sleif og Ey. Þau komu upp ellefu börnum. Tvær dætur þeirra voru lengi hús- frúr á Rangárvöllum: Guðbjörg kona Sveins Böðvarssonar bónda á Uxahrygg og Jónína ljósmóðir kona Lýðs bónda Skúlasonar á Keldum. Sonur hennar er Skúli bóndi á Keldum. Tveir synir þeirra Eyjarhjóna: Ólafur í Eylandi og Ágúst hreppstjóri í Sigluvík, hafa lengi búið í Út-Landeyjum. Þrjú börn Ágústs sitja þar og að búum: Eiríkur hreppstj. í Álfhólahjá- leigu, Hildur húsfrú í Klauf og Jón í Sigluvík. 2. Sigurbára (f. 1879) eignaðist dóttur 19 vetra, og var síðan kyrr- sett heima fram yfir sextugsaldur. Lengstum önnnur hönd móður sinnar. Síðan bústýra Valdimars bróður síns, uns hún fór til dóttur sinnar Soffíu ísleifsdóttur í Reykjavík. 3. Sigurður (f. 1881) andaðist þrí- tugur ókvæntur og bamlaus. Stundaði barnafræðslu í Landeyj- um. 4. Bjarni (1885-1927) bóndi á Álf- hólum 1925-27, í tvíbýli við for- eldra sína. Góður smiður, geð- þekkur og greindur. Hann átti Pálínu Þorsteinsdóttur bónda á Hrafntóftum, Jónssonar og með henni fjögur börn: Jón bónda í Dufþaksholti, Þorstein bónda á Hrafntóftum, síðar í Hveragerði, Sigríði og Bjarna fyrir sunnan. 5. Ingibjörg (f. 1887) átti Inga Gunnlaugsson frá Kiðjabergi. Þau bjuggu lengi að Vaðnesi í Gríms- nesi, síðar í Reykjavík og áttu börn. 6. Ársæll (1889-1964) átti Ragn- heiði Guðnadóttur bónda að Eystri- Tungu í Landeyjumm. Þau bjuggu fyrst þar rúm 20 ár, en síðan í Bakkakoti á Rangárvöllum. Þar búa Jón og Bjarni synir þeirra, Guðríður dóttir þeirra býr á Skúm- stöðum. Átti hún fyrr Þorvald Jónsson bónda þar s.k. hans, og Ragnheiði meö honum. Síðar: Bjarna Halldórsson kennara og bónda þar. Þrjú börn Ársæls búa í Reykjavík: Guðni smiður, Sigríð- ur húsfrú og Ingi endurskoðandi. 7. Valdimar (1891-1985). Segirsíð- ar frá honum. 8. Ágúst (f. 1895) drukknaði af hesti á 14. ári. Þótti vera mjög efnilegur piltur. Álfhólahjón þóttu afburða dugleg, enda bjuggu þau vel. Um bústærð þeirra ár af ári eru heimild- ir hljóðar. Sveitarbækur Út-Land- eyja 1873- 1913 virðast glataðar. En sagt er, að þau hafi lengi haft átta mjólkurkýr í fjósi, 150 ær eða fleiri og 100 sauði í högum. í þennan tíma var þetta stórbú, þótt sleppt sé að telja fram hross og lömb á fóðrum. Jón var orðlagður atorku- ogdrengskaparmaður. Það bar við eitt haust, að sauðahópur - líklega frá Landeyjabændum - sem Stokkseyrarfélagið svo nefnt, þurfti að senda Söllner í Nýjakast- ala upp í vöruskuld frá vori, kom- ust ekki úr landi. Félagið komst í slæma klípu, með óreiðuskuld í öðru landi og vegalausa sauði undir vetur. Þá bjargaði Jón með því drengskaparbragði, að taka pen- ingalán og kaupa af því 100 sauði. Hann reisti nýtt hús yfir þá og setti á 200 sauði. Jón sótti lengi kappsamlega sjó frá Landeyjasandi. Vinsæll, snjall og happasæll formaður. Orðlagður fyrir örlæti við fátæka og bjargar- litla. Gaf þeim stundumm hlut sinn allan við skipshlið um leið og hann lenti. Hann missti heilsu hálfátt- ræður, og lá í kör lengstum 7 - 8 síðust æfiárin. Valdimar sonur hans tók þá við bústjórn samhliða móður sinni. Sigríður á Álfhólum var kona góðrar gerðar. Greind og djörf og Síðari hluti lands. Þegar báturinn lenti við sandinn, að lokinni síðustu ferð var Valdimar kominn þar og þurfti nauðsynlega að hitta mann á Vest- mannaeyjabátnum - og mæltist til þess að þeir ferjuðu hann. En formaður neitaði með þeim rökum, að það væri að brima og verða ófært. Valdimar sagði: „Það gerir ekkert til“. Hann kastaði klæðum, synti út - og að erindi loknu upp í sandinn, um 500 metra hvora Ieið. Þessu líkt var annað harðfengi hans. Helgi Hannesson: undan landi. En sjóveður var ekki gott og sýndist sumum tvísýnt. Eigi að síður ýttu menn öllum skipum frá Álfhólafjöru. En ekki höfðu þeir setið lengi, er brimverði, sem beið í landi sýndist sjór fara svo versnandi, að sjálfsagt væri að veifa þeim, og hvetja til lendingar. Allir nema Alfhólamenn réru til lands og lentu. Þeir bræður sátu kyrrir þar til þeir höfðu hlaðið skipið. Þá lentu þeir og losuðu í skyndi - og ýttu síðan aftur - og hinir á eftir þeim. En innan skamms var veifað í landi og Kota- skipin leituðu lands á ný. Álfhóla- bræður sinntu því ekki og hlóðu skip sitt aftur. Það er skemmst frá því að segja, að þeir bræður hlóðu fimm sinnum - og fengu 91 í hlut þann dag. Kotamenn ýttu jafnoft frá landi og var jafnharðan veifað Frá Álfhólum. hispurslaus við hvern sem hún skifti orðum. Velviljuð og hugul- söm við menn og málleysingja. Virt og dáð af flestum, sem þekktu hana. Hún var 70 ár hversdags- gyðja bónda síns og niðja. Frá Valdimar og Hrefnu á Álfhólum Valdimar var fæddur á Álfhólum 14. desember 1891 - og lést í Selfosssjúkrahúsi 31. maí 1985, 93ja ára og nærri hálfu betur. Hann átti alla ævi sína heima á Álfhólum. Var snemma vaskur vikapiltur og síðan linkulaus dugn- aðarforkur á búi foreldra sinna. Enda bitnuðu bústörf á honum þegar bræður hans hurfu að heim- an, um skemmra og lengra skeið. Og þegar faðir hans missti heilsu, sýndist hann taka við búsforráðum í reynd með móður sinni. Þótt hann væri eigi skráður bóndi fyrr en vorið 1930, er sanni næst að hann hafi búið 66 ár á Álfhólum, og þeir feðgar samfleytt 100 vetur auk þeirra 13 sem Jón bjó í Sleif. Eigi var Valdimar settur til mennta, umfram nokkra farskóla- fræðslu, sem Sigurður bróðir hans hafði þá á hcndi þar í sveit. Vera kann að lítill lærdómur hafi háð honum nokkuð. Eigi er á almanna- vitorði hvort hann saknaði þess. Hitt er kunnugt að hann lagði snemma alhug á líkamsþjálfun, íslenska glímu og aðrar íþróttir. Og 14 ára fór hann suður og lærði sund á einni viku hjá Páli Erlings- syni sundkcnnara. Kominn heim æfði hann sig kappsamlega og varð fyrr en varði „syndur sem selur“ eins og Skarphéðinn Njálsson. A.m.k. einu sinni barg hann lífi sínu á sundi, þegar hann losnaði af hesti, í svo nefndum Gljáarál, sundvatni, semþá féll austurgljána milli bæjar og Alfhólafjöru og allir sem á fjöru fóru, til sjósóknar eða rekagæslu urðu að fara yfir á báti eða sundríða. Um sundfærni Valdimars sögðu menn frægðarsögur. Einu sinni seint á sumri, kom vélbátur frá Vestmannaeyjum vöruflutnings- ferð upp að Landeyjasandi. Varan var flutt á róðrarbáti milli skips og Hrefna. Hann þótti sækja selveiði djarf- mannlega. Stundum lágu stórir hópar sela á eyrum fyrir innan útfall Gljáaráls. Til þess að ná þeim þurfti að komast á milli þeirra og sjávar. Varð þá að nálgast Álinn með sjávarborði. Svo sund- reið Valdimar yfir Álinn og þver- girti hann með belgjatrossu. Stund- um greip hann selinn í tugatali. Sagt var að eitt sinn eða oftar hefði hann farið á sundi innum ósinn og komið selunum þannig í opna skjöldu. Ungur byrjaði Valdimar að róa með föður sínum og lagði efalaust alhug á, að tileinka sér og festa í minni formannssnillibrögð hans. En um það bil hálfþrítugur keypti hann í Austur-Landeyjum gamlan sexæring, sem þar stóð uppi, og gerðist sjálfur formaður á honum. Það sýndi sig fljótt, að hann var með afbrigðum góður formaður. í besta lagi glöggur á sjó og veður. Árrisull og fljótur að komast á flot. Var stundum kominn að með hleðslu þegar aðrir ýttu. Réri stundum einskipa er öðrum sýndist ófært. Var í einu varfærinn og djarfur. Og snillingur að stjórna bát og mönnum. Einn róðrardagur Valdimars varð mörgum minnisstæður. Hann fór þá við fjórða mann á sexæringi sínum. Einn af þeim var Bjarni bróðir hans, maður með ágætum glöggur á sjó og veður. Þá voru öll skip af Kotasandi komin á Álfhóla- fjöru. Nægur fiskur lá skammt Valdimar. til lendingar. Þeir höfðu 10-15 fiska hluti eftir daginn. Hiklaus glöggskyggni Álfhólabræðra í einu orði: formannssnillin, gerði þar gæfumuninn. Jón Nikulásson var leiguliði öll sín búskaparár. Bjarni sonur hans, mætismaður, varði fyrsta aflafé sínu fyrir Álfhólajörð. Síðar, fer- tugur að aldri, hóf hann búskap á henni hálfri á móti foreldrum sínum. Hann andaðist tveim árum síðar. Þá keypti Valdimar Álfhóla úr dánarbúi hans - og átti til æfiloka. Honum var jörðin harla kær - og hann lagði kapp og alhug á, að bæta hana og fegra. Ræktaði stórt tún og reisti traust hús yfir fólk og fénað.Átti gott og arðsamt bú - og eigi stærra en hann réði við. Þótti fóðra og fara vel með flestar skepnur sínar. Rækti þó lengur en vænta mátti ljótan sveitarlöst: Hafði ekki hesthús fyrir helming hrossa sinna. Svo segir glöggskyggn hestamað- ur, að engar skepnur hér á landi eigi verri né lengri nætur en Land- eyjahross, sem látin eru vera úti í öllum veðrum! Valdimar hneigðist á ungum aldri að flestu sem til framfara horfði þá og síðarmeir. Var ötull og heilshugar ungmcnnafélagi. Áhugafullur jarðræktarmaður, og iagði sjálfur hönd á plóginn, svo að um munaði. Var búnaðarfélagsfor- maður fjórðung aldar - og viðriðinn mörg sveitarfélagsmál. Rausnar- maður, raungóður og hjálpfús. Safnaði liði og fór fremstur í flokki oft er sveitungum hans var hjálpar- þörf. Hann var aldrei veifiskati eða dindilmenni. Aldrei á mörgum áttum. Samherji eða andstæðing- ur. Heill en ekki hálfur. Traustur og einlægur framsóknarmaður - ef til vill sá fyrsti í sinni sveit. Harð- snúinn íhaldsandstæðingur til síns efsta dags. Það var honum langvinn hversdagsraun, að meiri hluti sveit- unga hans gerði Moggann, Ingólf á Hellu og þar á ofan Bergþórshvols- feðga að veraldlegum villuljósum sínum. Hann yar ekki myrkur né mjúkur í máli, um átrúnað og ólán þessa fótkj. Þrátt fyrir þann ágrein- ing, var flestum vel við hann. Valdimar var vel af áum vaxinn ættarlaukur. Frá þrautseigum bændum og Sandasjóhetjum kom- inn nær sér og fjær. Frá prestum og stórbrotnum valdamönnum lengra fram í ætt - og bar þeirri blöndu vitni: Herðimaður hrjúfur og ljúfur, dáður og drengur góður. Eins og títt var um yngstu syni, varð Valdimar traustasta ellistoð foreldra sinna. Vinnumaður þeirra fram undir þrítugt. Síðan t' áratug aðal forsjá búsins. Þegar hann kominn fast að fertugu gerðist sjálfur bóndi á Álfhólum, var móð- ir hans eins og áður, húsmóðirin næstu fimmtán árin. Þegar hún lést og Sigurbára systir hans fór um sömu rnundir, stóð svo á að megin- þorri íslenskra kvenna var ófús að sinna búverkum í sveit. Bagalegur bústýruskortur svarf þá fast að mörgum sveitabónda. Fyrir það brugðu sumir búi, en aðrirpöntuðu vinnukonur sunnan úr Þýskalandi - og sumir kvæntust þeim. Valdimar þraukaði þolinmóður - oggerðiékkert þetta. Bústýrulaus og fáliðaður bjó hann næstu ár. Vistaði til sín vandræðadrcngi - útlaga Reykjavíkurborgar. Var þeim vinur og lærifaðir - og hafði mikil not af vinnu þeirra. Öllunt kom hann þeim til nokkurs, sunt- um mikils þroska. Þá var hann kominn hátt á sextugsaldur. Sumir uggðu að hans biði einmanalegt og ástlaust æfi- kvöld. Öllum að óvörum hófst þá fagurt ættaræfintýr. Til hans kom ung og ágæt kona - og fór ekki aftur. Þaðan í frá, í þrjátíu og fimm ár, var hún húsfreyja hans og gæfu- smiður. Gaf honum tugþúsund gleðidaga, efnileg börn - og ætt, sem má ætla, að endist öldum saman. Það ergæfagömlummanni að geta dreymt um góða niðja langt í aldir fram. Konan Hrcfna Þorvaldsdóttir bónda á Skúmsstöðum, Jónssonar í Hemru, er af skaftfellskum kjarnaættum blönduðum nokkuð með aðfluttu höfðingjablóði. Fjórði maður frá afbragðsmanni Sveini lækni Pálssyni í Vík. Sjötti frá Lýði sýslumanni í Vík og Skúla landfógeta. Sveitarprýði sjálf og ættarbót. Þessi eru börn þeirra Valdimars: 1. Sigríður bóndi á Álfhólum, sögð vera dugnaðarforkur. 2. Rósa húsmóðir í Reykjavík. 3. Valdi's Bára sagnfræðingur, einnig í Reykjavík. Allar eiga þær börn. Fóstri Valdimars og sonur Hrefnu er Þorvaldur Arnason kennari í Reykjavík. Ævistarf Hrefnu á Álfhólum er orðið gott og mikið. Hún mun vera ein af þeim hversdagshetjum, sem sjaldan fellur verk úr hendi og vinna störf sín með slíkri hógværð, að margir hætta að muna hversu mikilsverð þau eru, - og fáum er fullljóst, að þær eru haldreipi hei- milis, bónda og barna - og ágætustu innviðir samfélagsins. Þar lýk eg þessunt ættarþætti, með hlýrri þökk til heiðurskonunn- ar Hrefnu Þorvaldsdóttur. Á jólum 1986 Helgi Hannesson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.