Tíminn - 13.08.1987, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.08.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT MANILA — Stjórn Filipps- eyja tilkynnti aö settir yröu sérstakir dómstólar, komiö yröi upp víðtækara hereftirliti og reynt yrði að leggja hald á tleiri ólögleg skotvopn. Mikil ólga er nú í landinu vegna tíöra póli- tiskra moröa sem átt hafa sér staö en Corazon Aquino forseti segist ekki vilja setja á neyðar- ástandslög og skerða þannig borgaraleg réttindi. PARÍS — Tveirfranskirtund- urduflaleitarar sigla bráðlega frá hafnarborginni Toulon til Persaflóans en ferð þeirra mun taka um tvær vikur. Þar munu skipin slást í hóp franskra her- skipa á Indlandshafi en flug- móöurskip er þar á meðai. NIKÓSÍA — Útvarpið í Te- heran sagði byltingarveröi ír- ana hafa fellt þúsund írakska hermenn er þeir reyndu að ná aftur á sitt vald stöðvum sem íranar höfðu hertekið í Kúrdist- anhéruðum innan landamæra Iraks. COLOMBÓ — Jarð- sprengja varð tveimur ind- verskum hermönnum að bana og særði tvo aðra á Sri Lanka. Hermennirnir voru að gera jarðsprengjur óvirkar nálæat borginni Jaffna í norðurhéruð- um landsins, helsta yfirráða- svæði tamíla á eynni. JERÚSALEM — George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun líklega heimsækja ísrael innan fárra vikna til að freista þess að koma aftur á stað tilraunum til að halda alþjóðlega friðarráð- stefnu um málefni Mið-Austur- landa. Þetta var haft eftir ísra- elskum embættismanni í gær. AÞENA — Þúsundir slökkvi- liðsmanna og hermanna börðust, fjórða daginn í röð, við skógarelda á grísku eynni Ródos og notuðu flugvélar við slökkvistarfið. SEOUL — Einir fimmtán hundruð mótmælendur í Se- oulborg í Suður-Kóreu kröfð- ust lausnar allra pólitískra fanga og laust hópunum sam- an við óeirðalögreglu. Þetta voru fyrstu átökin af líku tagi síðan stjórn landsins féllst á breytingar í lýðræðisátt í síð- asta mánuði. Suöur-Afríka: Fjöldahandtökur á svörtum námuverkamönnum Jóhannesarborg - Keuter Lögreglan í Suður-Afríku hand- tók í gær 78 blökkumenn sem standa framarlega í flokki í verkalýðssam- tökum svartra námuverkamanna. Verkfall námuverkamanna stendur nú yfir og eru þetta mestu vinnudeil- ur í sögu landsins, hundruð þúsunda blökkumanna er starfa við gull- og kolanámur landsins hafa lagt niður störf og krefjast hærri launa. Ekki fengust miklar skýringar hjá stjórnvöldum á þessum handtökum, Iögreglan gaf út tilkynningu þar sem sagði að meðlimir Landssambands námuverkamanna hefðu verið hand- teknir eftir að lögreglumenn hefðu ráðist inn í aðalstöðvar sambandsins í Klerksdorp, vestur af Jóhannesar- borg. Lögreglan sagði að þeir sem hafðir væru í haldi myndu verða ákærðir fyrir að hafa ætlað að fremja morð og aðrar ásakanir yrðu einnig færðar á hendur þeim. Ekki voru gefnar nánari skýringar. Talsmaður samtaka námuverka- manna sagði að þeir handteknu hefðu verið teknir í lögreglubíla og síðan keyrt á brott. Þeir voru í hópi um 300 meðlima samtakanna sem saman voru komnir í Klerksdorp. Verkfall námuverkamannanna svörtu hefur staðið yfir síðan um helgi og lamað mjög starfsemina í gull- og kolanámum landsins sem er undirstöðuatvinnuvegur þess. Frá Suður Afríku: Lögreglan handtók fjölda svartra námuverkamanna í gær Fimmtudagur 13. ágúst 1987 Argentína: Lýðræðið styrkist Washington - Reuter Raul Alfonsín forseti Argent- ínu og stjórn hans hafa stigið stórt skref fram á við í að tryggja borgaraleg réttindi og jafnrétti í landinu. Þetta kom fram í 88 síðna skýrslu um Argentínu sem mannréttindahópur í Bandaríkj- unum gaf út í gær. í skýrslunni var því haldið fram að andstæðingar lýðræðis ættu nú verulega undir högg að sækja í Argentínu og þeir væru ófærir um að ná eyrum fjöldans. „Aldrei fyrr í sögu Argentínu hefur stuðningur við lýðræði og hrópleg andstaða við alræðisvald komið jafn skýrt í ljós“, stóð í skýrslunni og var þar verið að vitna til atburðanna í aprílmán- uði. Þá settust óánægðir herfor- ingjar að í virkjum sínum og kröfðust þess að þeir yrðu náðað- ir fyrir mannréttindabrot á árun- um milli 1976 og 1983. Þessi smábylting var leyst á friðsaman hátt fjórum dögum síðar enda almenningur mjög á móti upph- laupi herforingjanna. Skýrsluhöfundar gagnrýndu engu að síður stjórn Alfonsín fyrir að setja svokölluð „hlýðnis- lög“ en samkvæmt þeim er ekki hægt að dæma lægri setta foringja í hernum fyrir mannréttindabrot, samkvæmt þessum lögum voru þeir aðeins að hlýða skipunum. Fjörutíu ár liðin frá því að Indland og Pakistan fengu sjálfstæði: Taumlaustortryggni Keutcr - Rajiv Gandhi forsætisráðherra Indlands og Zia Ul-Haq forseti Pakistan: Óttinn og tortryggnin ráða enn ríkjum í þessum mánuði eru liðin fjörtíu ár síðan Indland og Pakistan fengu sjálfstæði en ótti og torfryggni einkennir þó enn samskipti ríkj- anna tveggja. Morð á ótöldum þúsundum hindúa, sfkha og múslima, þegar löndin voru aðskilin árið 1947, hafa skilið eftir ör sem ekki gróa svo auðveldlega. Tortryggnin er enn áberandi þrátt fyrir að ýmislegt hafi færst til betri vegar í sambúð þessara ríkja þar sem samtals búa um 900 milljónir manna. Þjóðirnar hafa háð þrjú stríð sín á milli síðan breski fáninn var dreginn niður í Karachi þann 14. ágúst 1947 og degi síðar í Nýju Delhi. Þessi átök hafa einkennt sam- skiptin, herforingjar tala um að ráð séu brugguð handan landamær- anna, stjórnmálamenn saka stjórn- ir hvors annars um að styðja upp- reisnarmenn í sínu landi og dag- blöð láta ekki sitt eftir liggja til að halda tortryggninni lifandi. Ýmis merki eru þó um að yngri kynslóðin sé ekki eins fordómafull í garð nágrannans og sú eldri, sextán ár eru nú liðin frá síðustu átökum ríkjanna og þeir yngri virðast hafa fengið mun meiri áhuga á ýmsu sem sameinar lands- menn þessara ríkja. f báðum löndunum eru krokett og hokkí nánast trúarbrögð og fólk beggja vegna landamæranna fylgist vel með indverskum kvikmyndum en sá kvikmyndaiðnaður er gi'fur- lega umfangsmikill og líflegur. Margir Pakistanar horfa á ind- verskar kvikmyndir, bæði á mynd- böndum og í sjónvarpi. Raunar stilla margir á indverska sjónvarpið seint á kvöldin til að fylgjast með myndum sem eru öllu frjálslegri en þær sem hinir sjálfskipuðu siða- postular múslima í Pakistan leyfa til sýninga í landinu. Þrátt fyrir nokkur batamerki eru ríkin tvö þó furðanlega einangruð þó nálægðin sé til staðar. Landamæralínan er um 3000 kílómetrar að lengd og var á sínum tíma dregin upp af breskum ráða- mönnum. Aðeins eitt opinbert landamærahlið er á allri þessari vegalengd, milli Lahore og Amrits- ar. Engar skipulagðar flugsamgöng- ur eru á milli höfuðborga ríkjanna tveggja og stjórnvöld stjórna ræki- lega allri vegabréfsáritun t.d. til þeirra sem vilja hcimsækja ættingja sína handan landamæranna. Skipting hins breska Indlands varð til vegna ótta múslimaleiðtoga að þeir yrðu undir í samskiptunum við hindúa í einu ríki. Þetta leystu bresku heimsvaldasinnarnir með stofnun Pakistan sem þýðir bók- staflega „ríki hinna hreinu". Milljónir manna fluttu á milli landsvæðanna á þessum tíma og ættflokkaátök voru grimm, hundr- uð þúsunda manna urðu fórnar- lömb alls kyns ofbeldisverka og samskiptin milli hinna nýju ríkja fóru dagversnandi. Stríð braust út árið 1947 og stóð styrrinn um héraðið Kashmir. Það hérað var einnig orsakavaldur ann- ars stríðs ríkjanna er braust út árið 1965. Enn þann dag í dag eru yfirráðin yfir Kashmirhéraði hita- mál milli stjórnmálamanna ríkj- anna tveggja. Héraðið hefur verið skipt fram á þennan dag og sjá sveitir Sameinuðu þjóðanna um að friður haldist á landamæralínunni þar. Árið 1971 braust aftur út stríð, þá studdi Indlandsher aðskilnaðar- sinna í austurhluta Pakistan og vann algjöran sigur á pakinstanska hernum. Upp úr því var stofnað sjálfstætt ríki, Bangladesh. Ráða- menn í her Pakistan viðurkenna að vísu ekki opinberlega að þeir hafi ekkert að gera í hendurnar á nágrannarisanum en í einkavið- ræðum kemur þetta vel fram. Það helsta sem ríkin tvö þrátta um nú er annars vegar barátta síkha fyrir sjálfstæðu ríki í Punj- abhéraði á Norður-Indlandi, en stjórn Rajivs Gandhi sakar Pakist- anstjórn um að styðja þá baráttu, og hins vegar kjarnorkuvopna- framleiðsla. Indverjar sprengdu sína fyrstu kjarnorkusprengju árið 1974 og fáir trúa neitunum Pakistanstjórn- ar um að hún sé ekki að láta gera tilraunir á þessum vettvangi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.