Tíminn - 13.08.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.08.1987, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 13. ágúst 1987 Tíminn 15 MINNING Guðmundur P. Guðmundsson Fæddur 22. janúar 1899. Dáinn 6. ágúst 1987. Þann 6. ágúst sofnaði Guðmundur svefninum langa eftir athafnasama, giftusama og oft erfiða starfsæfi. Hann var aðeins 24 ára gamall, elstur 12 systkina, þegar faðir hans, Guðmundur Guðmundsson bóndi á Melum í Strandasýslu, lést. Ábyrgð- in féll því á hans herðar að taka við búi og hjálpa móður sinni, Elísabetu Guðmundsdóttur, að ala upp syst- kinin og koma þeim til mennta. Þetta var fagur hópur gjörvilegra einstaklinga, sem yfirgáfu Mela, hver á eftir öðrum, þegar þeir höfðu fengið aldur og menntun, til þess að sjá fyrir sér og stofna hemili. Systkini Guðmundar hafa oft minnst þess sem Guðmundur gerði fyrir þau í æsku og sýnt þakklæti sitt í verki, því iðulega komu þau norður, eins og við sögðum, í sumar- leyfi sínu, og sum komu árlega til að hjálpa til við heyskapinn, sem var í þá daga framkvæmdur með orfí og ljá, Á heimili Guðmundar og Elísa- betar, móður hans, var oft fjölmennt því barnabörn Elísabetar dvöldu þar langtímum saman og mörg þeirra voru alltaf full eftirvæntingar að komast norður. Ég naut þeirra sérréttinda að vera hjá þeim mæðginum fleiri sumur og auk þess nokkra vetur. Ég kynntist því Guð- mundi frænda mínum vel og vissi hvílíkur mannkostamaður hann var. Hann var kærleiksríkur og hugsaði ekki ætíð um sinn hag og lét sér frekar umhugað um aðra, lagði mikla áherslu á að við, börnin, lærðum og hlýddi okkur yfir náms- efni, sem okkur var sett fyrir í skólanum, enda var hann víðlesinn, fróður og mikill stærðfræðingur. Þessi áhugi hans á mönnum kom meðal annars fram í því að hann hafði óslökkvandi áhuga á ættfræði, sem ágerðist með árunum. Guðmundur var einn af stofnend- um búnaðarfélagsins í sveitinni og vann hann af áhuga í mörg ár fyrir það og sá um að bændur fengju fræ og annað slíkt sem þurfti til jarð- ræktar. Þessir vísir búnaðarfélagsins stuðlaði örugglega að blómlegri jarðrækt í' Víkursveit. Enda var Guðmundur heiðraður fyrir störf sín af búnaðarfélaginu fyrir nokkrum árum. Guðmundur kvæntist eftirlifandi konu sinni, Ragnheiði Jónsdóttur frá Broddadalsá 1942. Þeim varð ekki barna auðið. En þrátt fyrir að ætíð voru börn á heimili þeirra tóku þau sér kjörbarn, Elísabetu. Elfsa- bet hefur líka reynst þeim góð dóttir og sýnt þeim artarsemi, sem væri hún þeirra eigið barn. Ragnheiður var samhent manni sínum, en það gerði að verkum að ætíð var ánægju- legt að heimsækja þau. Fyrir mig og marga sem minnast Guðmundar eru orð ritningarinnar, mikil huggun, sem segir: „Undrist þetta ekki. Sú stund kemur, þegar allir þeir sem í gröfunum eru, munu heyra raust hans (Jesú) og ganga fram, þeir, sem gjört hafa hið góða, munu rísa upptillífsins..." (Jóhann- es 5:28, 29 ). Já, þetta líf sem hér er talað um er jarðnesk Paradís, sem kristnir menn hafa beðið um í „Faðir vorinu", er þeir biðja um að „Guðs- ríki komi og að hans (Guðs vilji verði gerður svo á jörðu sem á himni." (Matteus 6:9-11). „Þá mun síðasti óvinurinn, dauðinn að engu gjörður" (1. Korintubréf 15:26). Guðmundur mun þá hafa tækifæri til að láta mannkosti sína þroskast og mun sjálfur njóta ávaxta handa sinna. Já, samkvæmt spádómum Biblíunnar getum við vænst þess að ekki verði langt að bíða þessa dags, þegar Guð himnanna, fyrir milli- göngu sonar síns Jesú Krists, taki í taumana og stofni ríkið. í kjölfar þess mun þúsund ára Ríkið vera stofnað og réttlætið mun blómstra. f þessum heimi, paradís á jörð, trúi ég að Guðmundur muni vakna til lífsins aftur. Megi Guð varðveita minningu hans. Guðmundur H. Guðmundsson. Það kom mér á óvart þegar ég heyrði að afi væri látinn. Þrátt fyrir háan aldur hans datt mér ekki annað í hug, síðast þegar ég sá hann en að hann ætti eftir að lifa með okkur nokkur ár til viðbótar. Hann hafði svo lengi talað um að nú færi hann sennilega að fara að maður var hættur að taka mark á honum. Hann var iðulega léttur á fæti og hress og sá ég hann oft fyrir mér eins og ég fyrst man eftir hpnum. En þær minningar eru frá Melum þar sem hann bjó til girðingarstaura úr reka- viðnum og var í heyskapnum. Einnig man ég eftir gömlu grænu dráttarvél- inni hans sem svo gaman var að sitja á. Hann var ættfróður, víðlesinn og fróðleiksfús maður. Síðan ég man hafa bækur verið eitt aðal áhugamál hans og hafði hann mikla ánægju af lestri góðra bóka. Einnig hafði hann mikinn áhuga á öllu sem var að gerast í þjóðfélaginu og hafði sínar skoðanir á málunum. Hann giftist Ragnheiði Jónsdóttur 1942 og hafa þau nú búið saman í 45 ár. Alltaf hefur verið gott að koma til þeirra, fá eitthvað gott að borða og hlusta á skemmtilegar sögur. Hafði hanri ávallt frá mörgu að segja, sagði skemmtilega frá og var fyndinn um leið. í íslendingasögunum var hann vel að sér og leitaði ég oft til hans ef ég þurfti á hjálp að halda með þær sögur sem ég hef lesið á minni skólagöngu. Kunni hann allar sögurnar vel þó langt væri síðan hann hafði lesið þær og hefði hann ábyggilega leyst vel af hendi starf sem kennari í þessum sögum. Alltaf hefur hann reynst okkur systkinunum og fjölskyldunni vel í alla staði, hjálpað okkur í erfiðleik- um og létt lund okkar með sínu góða skapí. Þökkum við honum fyrir allar þær góðu gjafir sem hann hefur gefið okkur og fyrir ánægjulegar samver- ustundir. Guðmundur Heiðar Erlendsson. „Voðalegt er að sjá til þfn strákur; situr hérna hokinn fram á borðið, veldur varla skeiðinni og skilur svo rúsínurnar eftir í grautarskálinni." Þessi orð Munda frænda verða mér alltaf minnisstæð frá því ég dvaldi hjá honum og Ragnheiði eitt síðasta sumarið sem þau bjuggu á Melum, unaðsreit þessara hjóna sem svo skiljanlegt var að þau áttu erfitt með að flytjast frá í ellinni. Þessi ummæli Munda voru að mörgu leyti einkennandi fyrir hann, þennan hlýja, en blátt áfram húmor- ista sem gat slegið öll vopn úr hendi manna með hárfínum athugasemd- um um tímana tvenna. Mundi dó snemma í síðustu viku, næstum kominn á tíræðisaldur. Hann var samur við sig frá því ég kynntist honum, fyrst sem barn fyrir tuttugu árum, allt fram á síðustu ár; elskur að lífinu og fólkinu sínu sem hann hreif svo gjarnan með sér í skemmtilegarsamræður. Ogþargilti einu hvort viðmælendur voru börn eða fullorðnir; hann gerði þar engan greinarmun á, enda hef ég oft dáðst að því eftir á hvað hann bar mikla virðingu fyrir þeim yngstu og smæstu, engu síður en öðrum. Það er langur vegur milli Mela í Trékyllisvík, þar sem þeir bræður Mundi og Sigmundur afi minn höfðu lengi tvíbýli, og svo Locarno í Sviss þar sem ég skrifa þessi orð á evr- ópskri kvikmyndahátíð. Samt leitar hugurinn heim til Stranda og sam- verustunda með Munda, nú þegar ég veit að þær verða ekki fleiri. Vertu blessaður Mundi minn - ég veit að systkini mín og foreldrar taka undir með mér þegar ég þakka þér þá hlýju og gleði sem þú gafst. Sigmundur Ernir Kúiiarssoii Kristinn Þorsteinsson fyrrverandi deildarstjóri Fæddur 6. október 1904. Dáinn 10. juní 1987. Kveðja við andlátsfregn. Dýru er lokið dagsverki þínu. Skýlir þér móðir í skauti sínu. Minning þín vermir og mildar klókkvann. Brosir við morgunn á bak við dökkvann. Svifin er önd þín til sviða hærri, við söngsins hljóma, í sóldýrð skærri. Og tónaflóðið mun til þín streyma, er dyrnar opnast til draumaheima. Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. <y uHP The University of Manitoba Manitóbaháskóli Prófessorsstaða í íslensku er laus til umsóknar Tekið verður á móti umsóknum eða tilnefningum til starfs við íslenskudeild Manitóbaháskóla og boðið upp á fastráðningu (tenure) eftir tiltekið reynslutímabil í starfi ef öllum skilyrðum er pá fullnægt. Staðan verður annaðhvort veitt á stiginu „Associate Professor" eða „Full Professor" og hæfur umsækjandi setturfrá og með 1. júlí 1988. Laun verða í samræmi við námsferil, vísindastörf og starfsreynslu. Hæfur umsækjandi þarf að hafa lokið doktorsprófi eða skilað sambærilegum árangri á sviði íslenskra bókmennta bæði fornra og nýrra. Góð kunnátta í enskri tungu er nauðsynleg sem og fullkomið vald á íslensku rit- og talmáli. Kennarareynsla í bæði málfræði og bókmenntum er mikilvæg og æskilegt að umsækjandi hafi til að bera nokkra kunnáttu í nútímamálvisindum. Þar sem ís- lenskudeild er að nokkru leyti fjármögnuð af sérstökum sjóði og fjárframlögum Vestur-íslendinga, er ráð fyrir því gert að ís- lenskudeild eigi jafnan drjúga aðild að menningarstarfi þeirra. Þess er vænst að karlar jafnt sem konur sæki um þetta embætti. Samkvæmt kanadískum lögum sitja kanadískir þegnar eða þeir sem hafa atvinnuleyfi í Kanada í fýrirrúmi. Umsóknir eöa tilnefningar með ítarlegum greinargerö- um um námsferil, rannsóknir og starfsreynslu, sem og nöfnum þriggja er veitt geti nánari upplýsingar, berist fyrir 30. október 1987. Karen Ogden Associate Dean of Arts University of Manitoba Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd byggingardeildar óskar eftir tilboðum í niðurrif húsa á fyrrverandi lóð Bæjarútgerðar Reykjavíkur, á horni Meistaravalla og Grandavegar í Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 26. ágúst n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYK)AVlXURBORGAR Fríkirkjuvagi 3 - Sími 25800 Allt í stofuna Rodoa sófasett 3+1+1, sófaborð + lítið borð og bókahilla, hár skenkur, borðstofuborð og sex háir stólar allt sami viður, askur. Er rúmlega 1 árs frá TM húsgögnum. Vandað og fæst á góðu verði. Upplýsingar í síma 91-53521, eftir kl. 19.00. Hey til sölu Til sölu úrvalshey. Upplýsingar í síma 93-51283. Heybindivél til sölu Deutz Fahr heybindivél til sölu. Upplýsingar í síma 99-4361 Dráttarvél til sölu Zetor 7011 árg. '84 til sölu. Notuð tæpar 600 vinnustundir. Vel með farin. Upplýsingar í síma 99-4178 Njóttu feröarinnaríá Aktu eins og þú vilt að aðrir aki Góðafert! itófi™ JgSs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.