Tíminn - 01.09.1987, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.09.1987, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987-190. TBL. 71. ÁRG. Aðalfundur Stéttasambands bænda á Eiðum: Stórfelldursam- dráttur og mikil búháttabreyting haldast í hendur Á aðalfundi Stéttasambands bænda, sem nú stendur yfir á Eiðum er eitt stærsta málið að gera tillögur um skiptingu fullvirð- isréttar mjólkur og kindakjöts milli lands- hluta. Mikilvægi þessa verks eykst stöðugt, þar sem flestir bændur geta fram- leitt mun meira en þeim er tryggt fullt verð fyrir, auk þess sem skipulagður samdráttur í framleiðslu minnkar stöðugt það heildar- magn sem skipt er upp milli bænda. Framleiðnisjóður landbúnaðarins hefur stuðlað að þessum samdrætti með kaup- um og leigu á fullvirðisrétti en jafnframt aðstoðað menn við að breyta um búhætti. Á aðalfundinum á Eiðum kom í gær fram, að á árinu hafa verið afgreidd framlög úr l sjóðnum til 110 bænda til búháttabreytinga og 120 umsóknir til viðbótar eru nú til umfjöllunar hjá sjóðnum. Þá hefur verið gengið frá 231 samningi um leigu eða sölu | á fullvirðisrétti í sauðfjárframleiðslu en I það svarar til þess að 440 tonn af kjöti verða ekki framleidd. Loks má nefna 65 § samninga sjóðsins vegna 2,2 milljón lítra | af mjólk. Þannig haldast í hendur umfangs-1 miklar búháttabreytingar í sveitum lands- ins og samdráttur í framleiðslu hefðbund- innar búvöru. Sjá bls. 5 sjá bls 3 Afmæli Akureyrar var vel heppnað Afmælishaldið sl. laug- ardag í tilefni 125 ára kaupstaðarréttinda Akur- eyrar tókst með ágætum. Forseti íslands, frú Vig- dís Finnbogadóttir var heiðursgestur bæjarins, en Akureyri sótti einnig heim margt annarra góðra gesta. Undirbún- ingur heimamanna þótti til fyrirmyndar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.