Tíminn - 01.09.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.09.1987, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 1. september 1987 Tíminn 3 Lloyds skákmótið í Englandi: Hannes vann, en Þröstur tapaði Síðasta umferð Lloyds skák- mótsins sem haldið er í London var tefld í gær. Þröstur Þórhallsson, sem náði sér í annan áfanga af þremur að alþjóðlegum meistara- titli, tapaði í gær fyrir bandaríska stórmeistaranum Fedrovitzogend- aði því með 6,5 vinninga og í 15. - 25. sæti af 180 keppendum. Hannes Hlífar Stefánsson vann skák sína í gær og náði því Þresti að stigum, með 6,5 stig. Arnþór Einarsson, tapaði í gær og hlaut 4.5 vinning og Jón G. Viðarsson, gerði jafntefli við pakistanskan stórmeistara og fékk 5,5 vinning. Sigurvegarar mótsins urðu tveir, þeir Chandler og Weilder og hlutu þeir 8 vinninga. Sex manns fengu 7.5 vinninga og má þar nefna Bandaríkjamennina Benjamin og Fedrovitz, Englendinginn Plascett og Ástralíumannin Rogers. Pröstur í>órhallsson,sagði í sam- tali við Tímann í gær að hann hygðist reyna að ná þriðja og síðasta áfanganum að alþjóðlegum meistaratitli á fslandsmótinu sem haldið verður 17. september á Akureyri. Skákmennirnir munu koma heim í dag. Sannarlega stórglæsi- legur árangur hjá strákunum ytra. - SÓL Feðgar sigra í Ljómaralli Ljómarallinu lauk á laugardaginn með sigri þeirra feðga, Jóns Ragn- arssonar og Rúnars Jónssonar. Þeir óku á Ford Escort bíl. í öðru sæti urðu þeir Hafsteinn Aðalssteinsson og Witek Bogdanski einig á Escort og í þriðja sæti urðu bræðurnir Birgir og Gunnar Vagnssynir á To- yota Corolla. Aðcins 10 bílar luku keppni í þessu sjötta Ljómaralli sem margir segja að sé crfiðasta rall Evrópu, en 28 bt'lar hófu keppni. Flestir bflanna lentu í erfiðleikum en einungis bíll þeirra feðga Jóns og Rúnars komst í gegnum keppnina án þess að bila. Lokaúrslitin urðu þessi: (1) Jón Ragnarsson og Rúnar Jóns- son á Ford Escort (5:28:13) (2) Hafsteinn Aðalsteinsson og Wit- ek Bogdanski, á Ford Escort (5:51:16) (3) Birgir Vagnsson og Gunnar Vagnsson á Toyota Corolla (5:52:21) (4) Birgir Þ. Bragason og Hafþór Guðmundsson á Talbott Lotus (5:52:24) (5) Mikko Torilla og Ossi Lehtonen á Audi Quatro (6:00:09) (6) Ásgeir Sigurðsson og Bragi Guðmundsson á Toyota Corolla (6:04:33) (7) Birgir Viðar Halldórsson og Indriði Þorkelsson á Mazda 323 turbo (6:20:50) (8) Siguröur B.Guðmundsson og Arnar Theodórsson á Lancer 1600 (6:31:26) (9) Kristján Kristjánsson og Jóhann Jónsson á Subaru (6:58:42) (10) Þórunn Guðmundsdóttir og Guðný H. Úlfarsdóttir á Toyota Corolla (7:45:42) íslenskir Græningjar Hreyfing Græningja virðist nú vera að skjóta rótum á íslandi. í fréttatilkynningu frá nýstofnuðum samtökum Græningja á íslandi segir að hin íslensku samtök muni sem önnur Græningjasamtök berjast fyr- ir unthverfis-, friðar- og jafnréttis- málum. Ætla íslenskir Græningjar að ekki sé síður grundvöllur fyrir „grænar hugmyndir" á íslandi en annars staðar í Evrópu, þar sem Græningjar hafa haft talsverðan meðbyr. Þessa dagana er einn fulltrúi úr íslcnsku græningjasamtökunum staddur á ráðstefnu Græningja í Stokkhólmi, cn þar verða m.a. hval- veiðimálin rædd. *•:. í Síðdegis á laugardag voru farnar tvær skrúðgöngur sem síðan mættust og sameinuðust á mótum Þórunnarstrætis og Glerárgötu. Lúðrasvcit Akur- eyrar og blásarasvcit Tónlistarskólans fóru fyrir göngunum og eins og sjá má voru fánaborgir og skrautlcgir búningar einkennandi. Þessir tveir voru með regnhlíf ef vera kynni að veðurguðirnir tækju upp á því að hella úr sér. Þessi forsjálni reyndist þó óþörf. í Akureyrarafmæli Mikiö var um dýrðir á Ak- ureyri sl. laugardag þegar bærinn fagnaði 125 ára kaupstaðarafmæli sínu. Hér má sjá nokkrar svipmyndir frá hátíðahöldunum. Líf og fjör Forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir var heiðursgestur bæjarins á þessum tímamótum. Hér sést hún ásamt Gunnari Ragnars forseta bæjarstjórnar. Tímamyndir HIA Gífurlcgur mannfjöldi var saman- kominn í göngugötunni og allir skemmtu sér konunglega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.