Tíminn - 01.09.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.09.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 1. september 1987 Kór Langholtskirkju: Verkefni vetrarins mörg og fjölbreytt Vetrarstarf Kórs Langholtskirkju hefst nú í byrjun september. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir 25. októ- ber. Það verða minningartónleikar um Guðlaugu Pálsdóttur, en hún var félagi í kórnum um árabil. Minning- arsjóður hefur verið stofnaður af foreldrum hennar og systkinum og er höfuðtilgangur sjóðsins að styrkja Kór Langholtskirkju. Jafnframt kostar sjóðurinn tónlistarflutning í einni messu á ári þar sem hægt verður að flytja verk með hljómsveit og einsöngvurum. Á þessum fyrstu tónleikum verða fluttar þrjár kantöt- ur eftir J.S.Bach; Actus tragicus Afrekssjóöi komið á meö stórmeistarafjölteflinu Meistari teflir við meistara Jóhann Hjartarson, stórmeistari og námsmaður mun á föstudaginn takast á við tvo heimsmeistara, alþjóðlega meistara, íslandsmeist- ara og sveit Norðurlandameistara, í þeirri göfugu íþrótt skákinni í stórfenglegu fjöltefli á Lækjar- torgi, nánar tiltekið á útitaflinu. Jóhann mun tefla við heims- meistara barna, Héðin Steingríms- son, heimsmeistarasveina, Hannes Hlífar Stefánsson, þá Þröst Þór- hallsson og Davíð Ólafsson, sem báðir hafa náð sínum fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli, Guð- fríði Lilju Grétarsdóttur, íslands- meistara kvenna í skák og nýbak- aða Norðurlandameistara í skóla- skák, hina öflugu skáksveit Selja- skóla. Þetta verður klukkufjöltefli og hefst klukkan 13.30 á föstudag- inn. Með þessu fjöltefli hefst söfnun í sérstakan afrekssjóð Skáksam- bands íslands til að styðja við bakið á ungum og efnilegum skák- mönnum sem þurfa að berjast á alþjóðlegum vettvangi fyrir rétti sínum. Fyrsta verkefni þessa sjóðs verður að styðja Jóhann Hjartar- son í undirbúningi sínum fyrir baráttunni sem framundan er. Það eru Tomma hamborgarar og Stjarnan sem halda Reykjavík- urdaginn á Lækjartorgi og auk skákmótsins verður boðið upp á hin ýmsu skemmtiatriði. - SÓL Athugasemd frá Sölustofnun lagmetis: Tilhæfulaus árás á íslenskan útflutningsiðnað nr.106; Mildi Guð, nær mun eg deyja nr. 8 og Komm, du susse Todestunde. 29. og 30. desember verður fyrri hluti Jólaóratoríu Bachs fluttur, en flutningur hennar er orðin hefð hjá kórnum. Verður þetta fimmta skiftið að kórinn flytur verkið. Eftir áramót hefjast síðan æfingar á tveim verkum. Annars vegar Missa Solemnis eftir Beethoven sem kór- inn syngur ásamt Mótettukór Hall- grímskirkju með Sinfóníuhljómsveit Islands í maí, en stjórnandi verður Reinhart Scwartz frá Þýskalandi. Hitt verkið er nýtt verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson við texta Birgis Sigurðssonar,“Á Jörð erfu kominn". Þetta er kantata með jass- ívafi. Flytjendur ásamt kórnum verða Hljómeyki, kvartettinn Emil og fjórir einsöngvarar, Blásarakvint- ett Reykjavíkur og fimm jassleikarar og orgel. Verkið verður frumflutt í Langholtskirkju á listahátíð hinn 11. júní. IDS Hluti af stjórn Kórs Langholtskirkju ásamt stjórnanda kórsins Jóní Stefans- syni. Tímamynd Pjetur Ný markaðsstefna hjá Hótel Sögu: Gullfoss og Bláa lónið komið til Reykjavíkur Gullfoss og Bláa lónið er innan marka Reykjavíkur samkvæmt mar- kaðssetningu Hótel Sögu erlendis. Þó íslendingum finnist þessi stað- hæfing kyndug í meira lagi þá er hún meira en góð og gild þegar hótelið lýsir þeirri aðstöðu sem það hefur að bjóða. í kjölfar þeirrar stækkunar á hótelinu sem nú er orðin og þeirrar auknu samkeppni sem komin er í hótelrekstur í Reykjavík hefur hótelstjórnin tekið upp ákveðna markaðsstefnu og sérhæfingu. Hótel Saga leggur nú mikla áherslu að komast inn á hinn alþjóðlega árang- ursferðamarkað jafnframt því að að bjóða upp á mjög fullkomna ráð- stefnuaðstöðu sem hentar vel fyrir alþjóðlega fundi og ráðstefnur. Það er í tengslum við þessa stefnumörk- un sem Hótel Saga auglýsirfyrrnefn- da staði innan Reykjavíkur. Að sögn Bjarna Sigtryggssonar markaðsstjóra Hótels Sögu eru svokallaðar árangursferðir fyrir- tækja sífellt að verða algengari. Þá verðlauna stórfyrirtæki bestu sölu- menn sína með sérstökum ævintýra- ferðum til staða sem þeir annars ferðuðust síður til og hvetja sölu- menn sína þannig til aukinna af- kasta. Sem dæmi um það var hinn 700 manna hópur sem kom hingað til lands í sumar á vegum IBM stórfyrirtækisins. Að sögn Bjarna er Reykjavík og Hótel Saga kjörinn staður fyrir slíkar ferðir. Á Hótel Sögu sé allt sem til þyrfti í gisti og fundaraðstöðu og frá Reykjavík væri stutt á athyglisverða staði eins og Gullfoss og Bláa lónið sem er mjög vinsælt af útlendingum. Nú hefur Hótel Saga tekið í notk- un fjóra nýja fullkomna ráðstefnu- sali með fullkomnum tæknibúnaði sem uppfyllir fyllstu kröfur sem gerðar eru í þeim efnum. Þá sé í hótelinu ný heilsuræktarstöð, ný skemmtileg kaffi og matarstofa auk þeirrar aðstöðu sem fyrir var. Þegar Háskólabíó hefur lokið við byggingu á nýjum sýningarsölum sem nýtast munu til fyrirlestra í Háskólanum sagði Bjarni að við Hagatorg væri komin aðstaða til stórráðstefnuhalds sem uppfyllti vel skilyrði sem gerð væru til ráðstefnuhalla í stór- borgum erlendis. - HM Tíminn hefur verið beðinn um að birta eftirfarandi athugasemd: f frétt fréttatíma Stöðvar 2, mið- vikudagskvöldið 26. ágúst s.l. var afar ómaklega vegið að íslenskum matvælaiðnaði og þó sérstaklega lag- metisiðnaði landsmanna, þegar fjall- að var um dós af gaffalbitum sem gefin var í Alþjóðlegu fjölmiðlamið- stöðinni í tengslum við leiðtogafund- inn fyrir tæpum 11 mánuðum. Af þessu tilefni vill Sölustofnun lagmet- is koma eftirfarandi á framfæri: Á meðan leiðtogafundurinn stóð var starfrækt sérstök íslandsmiðstöð fyrir erlenda fréttamenn í Haga- skóla, þar sem lögð var áhersla á að kynna m.a. ferðaþjónustu, útflutn- ingsvöru og íslensk matvæli undir stjórn Útflutningsráðs íslands. Sölu- stofnun lagmetis sýndi þar útflutn- ingsvörur sínar og var erlendum blaðamönnum gefinn kostur á að smakka' ýmsa rétti og fengu ef þeir óskuðu, sýnishorn með sér heim. Áletranir voru á ýmsum erlendum málum, þ.á m. rússneskar á þeirri vöru sem ætluð er fyrir sovéskan markað, en sú vara var sett fram sérstaklega fyrir sovéska blaðamenn sem hér voru. Dósin sem fréttamaður Stöðvar 2 sá ástæðu til að nota til að kasta rýrð á íslenskan útflutning, innihélt gaff- albita og áletrunin var á rússnesku. Þar stóð skýrum stöfum að vöruna bæri að geyma við lágt hitastig í kæli og að líftími hennar væri 6 mánuðir. Umrædd vara er einvörðungu fram- leidd fyrir sovéskan markað. Fréttamaður sá er hlut átti að máli gerði enga tilraun til að afla sér upplýsinga hjá S.L. um þessa dós, sem verið hefur í eigu viðkomandi í tæpt eitt ár, eða til að fá einhvern til að þýða rússneska vörulýsinguna fyrir sig. Heldur var tækifærið notað til þess að sverta íslenskan mat- vælaiðnað að tilefnislausu. Sölustofnun lagmetis vill upplýsa eftirfarandi um niðurlagningu gaffal- bita: 1. Líftími niðurlagðra gaffalbita er 6 mánuðir eftir framleiðslu, að því tilskildu að þeir séu geymdir í kæli. 2. 11-12 mánaðagamlirgaffalbitar eru orðnir ónýt vara, jafnvel þótt geymdir séu í kæli. Við þetta langa geymslu eyðist fiskmetið í sósulegin- um, þannig að innihald dósarinnar líkist dökkri sósu. Þetta hefði fréttamaður Stöðvar 2 getað fengið upplýsingar um ef hann hefði viljað vanda vinnubrögð sín og segja satt og rétt frá, fremur en að gera tilhæfulausa árás á íslenskan útflutningsiðnað. Konráð Sigurðsson hótelstjóri ó Hótel Sögu tekur léttan sprett á þrekhjólinu í nýju heilsuræktarstöð- inni á hótelinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.