Tíminn - 01.09.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.09.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aöstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í fausasölu 55,- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Hagsmunir fara saman Undanfarna daga hafa birst í fjölmiðlum áskoranir frá landbúnaðarráðuneytinu og Framleiðsluráði landbúnaðarins til sláturleyf- ishafa og bænda þess efnis að flýta slátrun sauðfjár á komandi hausti og draga þannig úr hættu á of mikilli fitusöfnun sláturlamba. Þá hafa einnig verið gefnar út nýjar reglur varðandi flokkun kjöts, sem hafa það í för með sér að fitumesta kjötið er verðfellt allt að 25%. Þá má öllum ljóst vera, ekki síst bændum sjálfum, að svo mikill verðmunur á kjötinu getur haft verulega tekjuskerðingu í för með sér og því varlegt að draga lengi að koma fé til slátrunar. Ákvörðun um þessa verðfellingu er tekin í ljósi þeirrar reynslu að enginn markaður er til fyrir fitumesta dilkakjötið og miklar birgðir hafa safnast fyrir frá fyrra ári. í reynd eru það neytendur sem ráða hvaða kjöt þeir vilja fá og það er hagur framleiðenda að sinna óskum þeirra sem best. Bændur og sláturleyfishafar munu eflaust bregðast vel við þessari áskorun, enda er það þeirra hagur að koma með afurðirnar á markað, þegar þær eru bestar að gæðum og í hæsta verðflokki. Því er ekki að neita að á undanförnum árum og áratugum hefur of lítið verið lagt upp úr kröfum neytenda hvað þetta varðar. Bændur hafa getað lagt inn það kjöt sem þeir hafa framleitt og þeir hafa beint og óbeint verið hvattir til að koma með sem þyngsta dilka til slátrunar, sem síðan hafa reynst of fitumiklir og gengið treglega að selja. Nú þegar hver bóndi hefur aðeins tryggingu fyrir takmörkuðu magni afurða, hlýtur hann fyrst og fremst að leggja áherslu á að hafa afurðirnar sem verðmætastar. Þannig fara saman hagsmunir hans og neytandans. Gagnkvæmur skilningur neytanda og fram- leíðanda á þörfum og réttindum hvor annars er forsenda góðs samstarfs þeirra í milli. Öfgaraddir og sleggjudómar einstakra manna og hópa eru af hinu verra og til þess eins að tefja þá þróun sem nú á sér stað í málefnum landbúnaðarins og tvímælalaust mun skila árangri í framtíðinni. Þriðjudagur 1. september 1987 GARRI Aðgangur að bókhaldi : ............................................................................................................... Margföld fölsun Þjóðviljinn hefur nú tekið upp harða baráttu fyrir því að verkafólk fái aðgang að bókhaldi eirikafvrir- - tækja í fískvinnslu og útgerð. Eins og Garri rakti í síðustu viku er þetta byggt á þeim misskilningi að það hafí vcríð hinir mörgu og smáu útgerðannenn og fískverkendur í landinu sem buðu í Útvegsbankann á dögunuin; eins og menn vita var því alls ekki þannig farið. En einn af ritstjórum Þjóðviljans skrifaði hins vegar sunnudags- leiðara í blað sitt um þetta mál nú um helgina. Leiðarinn er skrifaður út frá því sjónarmiði að laun i fískvinnslu hafí undanfarið verið of lág, sem byggst hafi á því að fyrirtæki í fiskvinnslu hafí ekki sagst eiga neina peninga, og undir þetta hafi jafnvel verkalýðshreyf- ingin tekið. Nógir peningar Hins vegar hafl komið í Ijós að hér hafí menn verið blekktir illa, og orðrétt segir ritstjórinn; „Hið skyndilegu ríkidæmi út- gerðarauðvaldsins sem kom í leitirnar þegar íhaldið var að tapa af Útvegsbankanum sýnir það Ijós- lega að frystihúsaeigendurnir og útgerðarjaríarnir Ijúga eins og fara gerír um afkomu fyrirtækja sinna hvenær sem þeim býður svo við að horfa. Við því á verkalýðshrevfingin ekki nema eitt svar. í stað þess að taka þátt í grátkór atvinnurekenda um slaka afkomu fyrirtækja sinna á hún að reisa sig og krefjast þess að fá aðgangað bókhaldi fyrirtækj- a nna.“ Að því er ritstjórinn telur þarna einnig er það opinbert Icyndarmál að cigendur og stjórnendur fyrir- tækja noti sjóði þeirra til að fjár- magna lúxuslíferni fyrir sig og sína. Hvers kyns einkaneysla, á borð við bíla, utanlandsferðir og jafnvel heimilisinnkaup, séu færð á reikn- ing fyrirtækjanna. Síðan segir ritstjórinn orðrétt: „/þessu felst í rauninni margföld fölsun og margfaldur stuldur. í fyrsta lagi er kostnaður fyrír- tækjanna falsaður og þannig stolið undan skatti. Þetta geríst mcð þeim hætti að cinkaneyslan, sem færð er á reikning fyrirtækjanna, sýnir stöðu þeirra á pappírnum lakarí en hún er í raun. Þau borga því minni skatta en ella. í öðru lagi eru laun eigenda og háttsettra stjórncnda líka fölsuð. Ýmis kostnaður við cinkaneyslu þeirra er færður sem gjöld fyrír- tækisins. en ekki sem tckjur á viðkomandi. Raunverulegar tekjur þeirra eru því ekki taldar fram til skatts, skattstofn þcirra verður minni fyrír bragðið og þeir lenda líka í lægra skattþrcpi. Þeir borga þvi snöggtum minni skatt en þeim ella bæri. í þriðja lagi er verið að hlckkja verkalýðshreyfinguna með svona vinnubrögðum. Henni cr gefið til kynna að staða fyrírtækja, jafnvel heilla greina, sé sýnu lakarí en hún er í raun. Kröfur hreyfingarinnar taka - illu heilli - mið af því. Þannig er líka verið að stela með bókstaflegum hætti aflaunafólki. “ Garra þykir nú raunar að hér sé tekið öllu hressilegar upp í sig í árás á tiltekna stétt en menn eiga almennt að vcnjast hér í blöðun- uin. Líka er ekki orði vikið í þessum leiðara að hlutverki skatta- yfirvalda í þessu máli og hvort rannsóknadeild ríkisskattstjóra standi til dæmis einhverra hluta vegna ráðalaus í dæntum sem þessum. En hitt lcynir sér ekki að í þessu er ráðist harkalega að cinkaaðilum í útgerð og fiskvinnslu. Væntan- lega fáum við að sjá einhvcr við- brögð þeirra á næstu dögum, því að varla er þess að vænta að þeir vilji almennt sitja undir þessu og samþykkja þessar ásakanir þannig mcð þögninni. Og vænta verður þess að ritstjórinn viti hvað hann er að gcra. Garri. Illlllllllllll VlTT OG RRFITT '^lllllllll^ Skæruliðar næturinnar Stöðugar óeirðir í miðbæ Reykjavíkur undanfarnar helgar hafa þótt benda til þess að ungt fólk hér í borg væri sérstaklega óeirið. Rúðubrot og barsmíðar eru algengir viðburðir, og kaupmaður, sem hefur orðið fyrir því að rúða hjá honum hefur verið brotin sautj- án sinnum gæti farið að halda að um náttúrulögmál væri að ræða. Dæmi eru til þess erlendis frá, að yfirvöld borga hafi gripið til sektar- ákvæða til að reyna að hindra að bæjarhverfi sykkju í skít og glerbrot. Hér virðist slett í góm út af rúöubrotum og flöskubrotum, miðarusli og öðru því drasli sem leggst til hjá mannfjölda og látið er falla á götur og stéttir, eins og það tilheyri náttúrulögmáli. Lögreglan er hvergi nærri nógu ákveðin, og skortir kannski fyrirmæli um að hjálpa til við að halda uppi sæmi- lega siðuðu samfélagi. Hnífsstungur og morð En þegar kemur til samanburðar er Ijóst að illvirkin eru ekki ein- vörðungu unnin i Reykjavík. Piltur er stunginn hnífi á Dalvík og annar piltur er hreinlega myrtur í verbúð í Njarðvíkum. Um sömu helgi var maður stunginn á götu í Reykja- vík. Svo rosaleg ofbeldishneigð, sem felst í þeim þremur hnífsstung- um um eina helgi, og hér hefur verið rakin hlýtur að verða umhug- unarefni hjá þeim sem eiga að vinna að því að halda uppi siðuðu samfélagi. Hin almennu gildi mannlegra samskipta hafa verið fyrir borð borin á liðnum áratug- um, uppeldi lagt á altari útivinnu foreldra, inni á heimilum eru hald- in sýnimorð í sjónvarpi svo til á hverju kvöldi, þar sem börn alast upp við þá tilfinningu að ekkert mál sé að stinga menn hnífum, og löggæsla sem heldur tekur þann kost að hverfa af vettvangi í miðbæ Reykjavíkur þar sem verið er að brjóta rúður, berja á fólki og stinga með hnífum, heldur en að eiga á hættu að stofna til uppþots með návist sinni. Hið siðaða samfélag Þá er ótalinn sá djöfulskapur, sem engin vörn virðist gegn, og rekinn er gegn fólki í síma. Marg- víslegar hótanir og svívirðingar ganga á fólki sólarhringum saman, og virðast svo alvanalegar, að þeg- ar kvartað er til lögreglu lítur hún svo á að málið sé aðeins partur af siðuðu samfélagi. Hún hreyfirekki hönd eða fót til varnar þolendum og þeir mega jafnvel sæta því að vera taldir svolítið skrítnir. Aftur á móti fá þolendur þau svör að verði þeir stungnir með hnífi eða skotnir á færi eins og melrakkar, þá sé kannski ástæða til að tala við lögreglu. Fyrr geti verjendur siðaðs samfélags ekkert aðhafst. Og það er einmitt í þessu andrúmslofti sem ofbeldið þrífst með þeim hrikalegu afleiðingum, að um eina helgi var hnífum beitt þrisvar sinnum. Ár- angurinn af þeim hnífaleik var eitt morð. Skæruliðar næturinnar Þótt tryggingafélög bæti rúðu- brot hjá kaupmönnum, sem eiga verslanir sínar við Austurstræti og Laugaveg, breytir það engu um •það óþolandi ástand sem ríkir svokallaðar helgarnætur á þessum svæðum borgarinnar. Vilji stjórn- lausir unglingar og uppeldislausir vaða um þessi svæði eins og skæru- liðar og skilja sem mesta rúst eftir eiga verjendur siðaðs samfélags engan kost annan en þann að fara með nægan liðsstyrk á vettvang til að ryðja svæðið og dreifa skærulið- um næturinnar. Jafnframt mundi engan saka þótt teknar væru upp marktækar sektir fyrir að dreifa rusli á almannafæri, jafnt að nóttu sem degi. Tryggingafélög geta svo sem bætt fyrir rúður kaupmanna, en þau bæta ekki fyrir það hugarfar ærsla og stjórnleysis, sem skærulið- ar næturinnar temja sér í skjóli þess að engum dettur í hug að halda beri uppi siðuðu samfélagi. Eftir hin sífelldu morð samkvæmt dagskrá í stofum uppalenda verður að lokum ekkert mál að reka hníf í næsta mann. Það er þá sem lögreglan segir að nú sé málið komið á það stig, að hún geti skipt sér af því. IGÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.