Tíminn - 01.09.1987, Page 9

Tíminn - 01.09.1987, Page 9
Tíminn 9 Þriðjudagur 1. september 1987 VETTVANGUR Opið bréf til burtfluttra Arnesnreppsbúa og heimamanna Öll afskipti af kirkjunni eru háö samþykki sóknarnefndar. Engum er heimilt að fara með málefni hennar, þar með talin fjármál hennar, nema með samþykki og vilja sóknarnefndar. Enginn getur, eða má taka annars nafn eða stofnunar í heimildarleysi, séreða hugðarmálum sínum til fjáröflunar eða í öðrum tilgangi. Svo einfalt er það og ætti öllum að vera Ijóst. Ágæti fyrrverandi Árneshreppsbúi Áður en þessi ávarpsorð berast þér í hendur, kann þér að hafa verið sent bréf með óútfylltum gíróseðli, í nafni Árneskirkju á Ströndum, undirrituðu af fjórum hreppsbúum og þeim fimmta bú- settum í Reykjavík. í bréfinu er fjárbón til viðtakenda til viðgerðar á Árneskirkju. Af því tilefni þykir mér rétt að vekja athygli þeirra, sem bréf þetta hefur borist í hendur og annarra á eftirfarandi: Árneskirkja er safnaðar- og sóknarkirkja Árneskirkjusafnaðar og lýtur í einu og öllu stjórn sóknarnefndar í umboði safnaðar- ins. Öll afskipti af kirkjunni eru háð samþykki sóknarnefndar. Engum er heimilt að fara með málefni hennar, þar með talin fjármál hennar, nema með sam- þykki og vilja sóknarnefndar. Eng- inn getur, eða má taka annars nafn eða stofnunar í heimildarleysi, sér eða hugðarmálum sínum til fjár- öflunar eða í öðrum tilgangi. Svo einfalt er það og ætti öllum að vera ljóst. Viðhald Árneskirkju er af þess- um ástæðum í höndum sóknar- nefndar og hún sér um fjármagn til þess. Annarra aðgerðir þurfa ekki til þess. Þeir sem hafa undirritað umrætt bréf í nafni Árneskirkju með þeim hætti, sem umrætt bréf ber með sér, hafa gert það í fullu heimildar- leysi og án vitundar og vilja sóknar- nefndar. Því ber að líta á þessar gerðir sem beina fölsun. Engin formleg samtök eru til um verndun Árneskirkju, þó svo sé látið í veðri vaka, enda er það ótímabært meðan hún er þjónandi safnaðarkirkja og ný kirkja hefur ekki leyst hana af hólmi. Allt tal og sú viðleitni, sem fram hefur farið unr það, er í engu samræmi við lög og reglur þar um. Hefur þó ýmis- legt verið brallað og ruglað í því sambandi. Slíkt gæti heldur ekki gerst nema í fullu samkomulagi við ráðandi menn kirkjunnar. En eng- in orð hafa farið fram um það milli sóknarnefndar og þeirra aðila. sem hafa komið fram og látið sem þeir eigi Árneskirkju og hafi umráða- rétt yfir henni. Aðgerðum þessara manna er því ekki hægt að líkja við annað en skæruliðastarfsemi, utan við lög og rétt. Því er rétt fyrir þá, sem eru viðtakendur umrædds bréfs og fjárbónar í nafni Árnes- kirkju, að gjalda varhuga við því að verða ekki við henni nema að vel athuguðu máli. Það sem hér hefur verið sagt og vakin athygli á, ætti að nægja til að sýna heimildarleysi þeirra, sem sendu umrætt bréf frá sér, og koma í veg fyrir framhald þeirrar fjár- söfnunar. Enginn utan þess hóps, fylgist með henni. Hún er algerlega í þeirra höndum og þeir geta ráðstafað því fé sem þeir afla með þessum hætti að eigin vild. Þeim sem hefur borist þetta bréf og kynnu að vera í vafa um hvað þeir ættu að gera, er bent á að hafa samband við formann sóknar- nefndar Árneshrepps, Gunnstein Gíslason, Norðurfirði, og leita upplýsinga hjá honum. Hinsvegar er spurning hvernig skuli fara með það fé, sem þegar hefur safnast. Þeir gefendur, sem lagt hafa eitt- hvað af mörkum á þessum vafasömu forsendum, í þeirri trú að þeir væru að styrkja nýju kirkjubygg- inguna, eiga rétt á að fá fé sitt aftur, ef þeir kjósa það, annars rynni það til byggingar hinnar nýju kirkju, sem er í smíðum. Það yrði þó aðeins með vilja og samþykki gefanda. Af því, sem hér hefur verið sagt, ætti að vera Ijóst hvert haldleysi er í útsendu bréfi og fjárbón þeirra fimmmenninganna, sem undirritað hafa umrætt bréf til burtfluttra Árneshreppsbrúa og annarra í nafni Árneskirkju, og óþarft sé að fara fleiri orðum um það. En vegna þess, sem gerst hefur og er að gerast þessa dagana öllum til ang- urs og sálarkvala, sem það snertir, og villandi umfjöllunar í blöðum og fréttum þessa dagana. Þykir mér rétt að rifja upp nokkur atriði og atburði, sem gerst hafa kringum kirkjubyggingarmál okkar. Verður þó stiklað á stóru og mörgu sleppt. í bréfi fimmmenninganna, sem fylgir hinum óútfyllta gíróseðli, til réttlætingar gerðum sínum, er vitn- að til fundarsamþykktar, sem gerð var þann 3. maí 1986 á safnaðar- fundi. Sú tilvitnun fær ekki staðist. Hún er hártogun á tilraun sem gerð var til að leita sátta við þá í deilu um framtíð Árneskirkju. Sú tilraun var byggð á samkomulagi og lof- orði af þeirra hendi í von um frið til framhaldandi aðgerða að bygg- ingu nýrrar kirkju. Því loforði brugðust þeir á sömu stundu og þeir gáfu það. f skjóli þessarar tillögu tóku nokkrir einstaklingar, sem orðið höfðu í minnihluta um framtíðar- mál Árneskirkju, sér vald, á sl. hausti, yfir Árneskirkju, sögðu hana sína eign, sóknarnefnd og meirihluta safnaðar óviðkomandi og ráku sóknarnefnd af höndum sér með hrakyrðum þegar hún fór á fund þeirra til að forvitnast um gerðir þeirra. f framhaldi af því hófu þeir viðgerð á kirkjunni án vilja og samþykkis sóknarnefndar, eins og hún væri þeirra einkaeign. Því verki lýsa þeir í bréfi sínu svo það þarf ekki skýringa við. Meðan á þeim aðgerðum stóð, snéri sóknarnefndin sér til biskups um málið. Biskup reyndi með við- tölum við forsvarsmenn þessa til- tækis og við prest safnaðarins að koma í veg fyrir framhald þess og fá þá til að láta af því með góðu, það var til einskis. Þeir héldu áfram braski sínu og létu allar aðvaranir eins og vind um eyrun þjóta og luku þeim áfanga, sem þeir ætluðu sér, eins og ekkert hefði í skorist. Þegar séð varð, að engu tauti yrði við þessa menn komið, af heimamönnum, snéri sóknar- nefndin sér bréflega til biskups og leitaði umsagnar hans unr málið og réttmæti þess sem mennirnir voru að gera. Það dróst fram í janúar að svar kæmi frá biskupi. f svarbréfi sínu lýsti biskup slík afskipti af kirkjunni marklaus og að engu hafandi. Slík afskipti og meðferð á málefnum kirkjunnar gætu ekki átt sér stað án samþykkis og vilja sóknarnefndar. Þennan úrskurð biskups sendi formaður sóknar- nefndar forsvarsmönnum þessara framtakssömu manna til eftir- breytni og umhugsunar, í Ijósriti. Voru þá allir vongóðir um að þessum leiðindaþætti væri þar með lokið. Atburðir síðustu vikna og daga sýna að það hefur verið tálvon. Þeir hafa haft hann að engu. Allt bendir til þess að mót- takandinn hafi stungið honum und- ir stól án þess að gera fylgismönn- um sínum hann Ijósan svo sumir þeirra viti ekki um hann. Tilgangur þeirra með þessum aðgerðum hefur verið, að koma í veg fyrir að ný kirkja yrði byggð, þrátt fyrir meirihluta samþykktir um það á almennum safnaðarfund- um. Með því að verða á undan með að rétta gömlu kirkjuna við, sem orðin var skökk og skæld og hékk vart uppi, hugðust þeir reka fleyg í þá samstöðu, sem aftur var komin upp um byggingu nýrrar kirkju, og veikja með því samtaka- mátt þeirra sem í meirihluta voru og eyðileggja málið með þeim hætti. Öll önnur sjónarmið, sem þeir hafa borið fyrir gerðum sínum, um ræktarsemi sína umfram aðra og minninga- og minjagildi gömlu kirkjunnar eru aðeins sett fram til að breiða yfir þann tilgang, og helber sýndarmennska. Sú sýndar- mennska er þegar orðin dýr þessu byggðarlagi fyrir þann fjandskap, sem hún hefur skapað milli bræðra, frænda og fjölskyldna. Þeir gera sér ekki grein fyrir því, að innan skamms getur svo farið, að þeir geti dansað hróðugir yfir þessu minnismerki þrjósku sinnar og sérlyndis í mannlausri byggð. Það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að þola slíka illsku og yfirgang, sem hafður hefur verið í frammi um hlut, sem búinn var að þjóna tilgangi sínum og átti það skilið að hverfa af sjónarsviðinu með sæmd, eins og aðrir forgengilegir hlutir og menn verða að gera. Þeir skynja ekki að með þessu framferði sínu hafa þeir vanhelg- að sóknarkirkju sína svo að ekki er hægt að líta til hennar nema með sársauka í huga. Þeir gera sér heldur ekki grein fyrir, að í hönd- um þeirra er spursmál hvort hægt er að kalla hana kirkju. Annað nafn væri betur við hæfi. Það er ömurlegt að annars sæmi- legasta fólk skuli láta leiða sig út í aðra eins ófæru í blindni, án þess að gera sér nokkra grein fyrir afleiðingum gerða sinna. Hafist hefur verið handa um byggingu nýrrar kirkju. Byggingu hennar verður haldið áfram eftir því sem efni og ástæður leyfa. í veg fyrir það verður ekki komið. Myndarlegar fjárupphæðir eru þegar farnar að berast frá velunn- urum sveitarinnar. Það ber að þakka. Umrædd fjárbeiðni fimm- menninganna hefur orðið til að villa fyrir mörgum. Miklar líkur eru á að henni hafi verið ætlað það. Nokkrir menn og konur hafa orðið til að spyrjast fyrir um hverju sú fjársöfnun sætti. Hér hefur verið leitast við að svara því. Eftir að lokasamþykkt var gerð um þessi mál á safnaðarfundi þann 3. júní sl. þar sem mælt var fyrir sáttum í einlægni og bróðurhug og enginn hreyfði andmælum eða gerði athugasemd við það sem til umræðu var og aðeins 6 menn sáu ástæðu til að greiða atkvæði gegn gerð nýju kirkjunnar, án þess að greina ástæður, voru menn að vona að sá ófriður, sem vakinn var upp á jólaföstu 1982 væri úr sög- unni. Hann hefur ekki orðið til að rækta sveitarfrið eða sálarró í Ár- neshreppi. Með „hlutleysi" og mótaðgerðum hefur verið reynt að gera erfitt fyrir um það sem þegar hefur verið gert. Storkandi aðgerð- ir við gömlu kirkjuna utan við lög og rétt eru í hámarki og á suðu- punkti. Allar líkur eru á að þær kalli á annað verra. í því felst lítið Kristlyndi. Á föstudagsmorgun síðastliðinn (þann 21. ág.) var hópur manna, karla og kvenna, saman kominn við gömlu kirkjuna til að halda áfram því verki sem frá var horfið sl. haust. Farið var að rjúfa þak kirkjunnar og þiljur. Því hefur verið haldið áfram. Sýslumaður kom á staðinn að reyna að koma viti fyrir þessa menn, en án árang- urs, að því er virðist. Að lokum læt ég í Ijósi þær vonir mínar og annarra að þeim illiilum Ijúki með farsælum hætti svo við megum lifa saman í bróðerni eins og áður var, áður en þessu bitbeini var kastað fyrir okkur. Ég vona að heimamenn, burtfluttir Árnes- hreppsbúar og aðrir velunnarar þess mannlífs, sem hér hefur verið lifað, athugi sem best hvernig þeir geta stuðlað að byggingu nýju kirkjunnar okkar, sem sameining- artákni kristinna manna og bræðralags, og öðrum framfara- málum Arneshrepps, íbúum hans til farsældar og biessunar í nútíð og framtíð. Sá yfirgangur sem hér hefur verið lýst er ekki til þess fallinn. Hann ber að stöðva. Sjái þeir sem að honum standa sig ekki um hönd, verði þeir menn að sæta ábyrgð gerða sinna. Bæ, 25. ágúst 1987, Guðmundur P. Valgeirsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.