Tíminn - 01.09.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 01.09.1987, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 1. september 1987 Tíminn 19 Allir vita að leikstjórinn Steven Spielberg er ekkert annað en ofvaxið barn, en móðir hans ætti að vita best. Sonur minn hefur alltaf verið hálfgerður ógnvaldur, segirhún. Hann er þannig ennþá. Hann gerir þó ekki eingöngu hryllingsmyndir. Vissulega voru Hákarlarnir og Ránið á týndu örkinni í þá áttina, en E.T. og Purpuraliturinn eru andstæður þess. ' Heimilislegu mýsnar hans Spielbergs, sem skemmta nú börnum heimsins. I wí ■ ÉR líkar best við barna- efnið, segir Spielberg. Þaðer nauð- synlegt að koma áhorfendum á óvart, en þó er það hugmyndaflug- ið, sem að mestu skapar myndina. Sem ákafur aðdáandi Walt Disn- eys frá unga aldri, hefur Spielberg nú fetað í fótspor hans, fertugur að aldri og gert sína fyrstu teiknimynd í fullri lengd. Hún fjallar um Mous- ekewitz-fjölskylduna, sovéskar gyðingamýs, sem neyðast til að flýja heimaland sitt og hefja nýtt líf í Nýja heiminum. Sagan er eftir Spielberg sjálfan og gerist í New York 1885 og söguþráðurinn fylgir sígildum lín- um Disneys. Spielberg elskar mýs og má ekki til þess vita, að þeim sé gert illt. inni í herbergi sínu, fór hann bara út um gluggann. Fjölskyldan bjó í Cincinnati og faðir Spielbergs sem var rafmagns- verkfræðingur, fékk áhuga á kvik- myndatækni. Þegar sonur hans gagnrýndi verk hans, sagði hann: Fyrst þú veist svona mikið, af hverju gerirðu þá ekki kvikntynd? Það var byrjunin. Síðan hefur Spielberg yngri beitt hugmynda- fluginu óspart og alltaf notað ein- hvern úr fjölskyldu sinni sem fyrir- mynd að persónu. Nú er hann auðkýfingur og getur haldið áfram að gera það sem hann vill fyrir hvíta tjaldið. Hvers vegna skyldi hann þurfa að verða fullorðinn. Móðir hans heldur áfram: Hann var óskaplegur prakkari og kvaldi þrjár yngri systur sínar. Hann hafði hreina nautn af að heyra þær hljóða af skelfingu. Hann smurði hnetusmjöri á glugga nágrannanna og kastaði skemmdum appelsínum á vegfarendur. Það var ekkert við þessu að gera. Ef hann var lokaður Steven Spielberg hinn barnulegi ekki mjög spariklæddir, að ntanni virðist af myndum, því að þarna mættu tvær bráð- fallegar ungar dætur leikarans Roberts Wagner í gallabuxum, og Natasha - sú eldri - í gauð- rifnum upplituðum gallabux- um í þokkabót. Ljósmyndari sem var að mynda fína fólkið og tók þessar myndir af Wagners-dætrum, náði líka að mynda ungan og laglegan mann, sem var í stíl viðþæríklæða- STSB burði. Hann PlU var í flottum og skrautlegum J * jakka - en í 1 ■ upplituðum | | gallabuxum með göt á hnjánum. Þetta I If ■ ■ er kannski ný- jasta tískan í Hollywood? ■ rumsýningargestir við sýningar á nýjum kvikmyndum klæðast yfirleitt sínu fínasta pússi, og svo var um flesta sem komu á frumsýningu myndar- innar „Wish You Were Here“ (Vild'ðú værir hér - í Regnbog- anum) þegar hún var frumsýnd í Be- verly Hills. Þó voru sumir sýningargestir Hér flatmagar Gerry Volden og lætur Ijósmynda bindið, sem sýnist enn stærra og skrautlegra en ella þar sem það breiðiri úr sér nærri mvndj avélinni. § ■ Katie og Natasha Wagnei koma á frumsýningu í leðurjökkum og rifnum gallabuxum Deezil Zappa hcitir þessi laglegi ungi maður. Hann er sonur Frank Zappa, sem stundum var kallaður „Villimaðurinn í poppinu". Deezil hefur líka „puntað“ sig í rifnu buxurnar sínar! ^^lllt er nú farið að verðlauna. Gerry Volden. fasteigna - sölumað- ur í Lakeland á Florida, fékk fyrstu verðlaun fyrir „púkalegasta herra- bindið“ í samkeppni sem vikublað nokkurt stóð fyrir. Verðlaunin voru aðeins 50 dollarar, en verðlaunahaf- inn fékk birta af sér mynd með bindið sitt stóra og skrautlega, sent hann hirti þegar faðir hans hafði ætlað að setja það í ruslatunnuna með öðru skrani. Gerry er ntjög stoltur af bindinu sínu og skreytir sig oft með því ef hann fer í partí, - því að þá hafa allir nóg að tala um, segir hann, og ég er aðalpersónan í samkvæminu. Hann er líklega alveg einstakur dýravinpr þessi ameríski kattaeig- andi, sem er úti að ganga í sumar- rigningunni með kisu sinni. Hann hefur röndóttu regnhlíf konu sinn- ar til að skýla sér, - en kisa hans er í skjóli húsbóndaregnhlífarinnar sem eigandinn heldur vendilega yfir henni svo hún blotni ekki í göngutúrnum. SPEGILL iiillill illlllllllllll lllllllllllli

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.