Tíminn - 06.09.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.09.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Kristján Rúnar Kristjánsson. Notar úlpuna frá í fyrra. Kristján Rúnar Kristjánsson var ásamt móöur sinni aö velja skólatösku. Hann er aö fara í 10 ára bekk í Snælandsskóla í vetur. lJau voru að skoöa for- láta tösku sent var með auka hólf fyrir íþróttaföt og annað fyrir nesti. Móðir hans sagðist ekki þurfa að kaupa mikið fyrir vcturinn, hann ætti úlpu frá í fyrra sem dygði vel í vetur, cn stígvél ættu þau eftir að kaupa. 1 lún sagðist ætla að reyna finna loðfóðruð scm kæmu sér vel í kulda líka. Yetrarsúpur með tómötum Þegar komið er inn frá skíðum eða bara köldu vetrarveðri er fátt betra en að fásér fulla skál af rjúkandi súpu. Þegar súpurnar eru svo iíka þykkar og matarmiklar er hægt að hafa þær sem heila máltíð ef aðeins er bætt við brauði. ítölsk grænmetissúpa 1 msk matarolía 1 msk smjör I lítill laukur, saxaður 1 hvítlauksbátur, fínsaxaður Va bolli selleri, fínsaxað Va bolii gulrætur í sneiðum 'A bolli græn paprika, söxuð 1 msk söxuð steinselja Vi tsk basilikum salt og pipar 1 lítil dós tómatar 1 msk tómatkraftur 1 bolli kjötsoð 2 bollar vatn Va bolli olnbogamakkarónur 'A. bolli soðnar nýrnabaunir 1 bolli rifið hvítkál Hitið olíuna og smjörið í stórunt þykkbotna potti. Látið þar út í lauk, hvítlauk, selleri, gulrætur og grænu paprikuna. Sjóðið grænmet- ið í feitinni í nokkrar mínútur eða þangað til það er farið að mýkjast án þess þó að brúnast. Bætið út í steinselju, basilikum og ögn af salti og pipar. Hrærið saman við tómötunum, tómatkraftinum, kjötsoðinu og vatninu. Látið suðuna koma upp, minnkið hitann, látiö lok á pottinn og látið malla í 20 mínútur. Bætið út í makkarónunum og sjóðið þangað til þær eru næstum því meyrar. Látið þá út í baunirnar og hvítkálið. Látið lok á pottinn og látið malla í 30 mínútur í viðbót. Á þessu stigi er súpan mjög þykk og matarmikil en það er hægt að þynná hana með vatni þangað til hún er mátulega þykk. f>að fer eftir smekk ltvað hver vill hafa súpu þykka og bragðntikla. Leiðréttið krydd ef með þarf. skólanum, í skólanum... Jónas Hjartarson. Fer með 8-9 þús. í bækur Jónas Hjartarson er að hefja sinn þriðja vetur í Flensborg í Hafnarfirði nú í haust. Hann hefur verið í „slorinu“ eins og hann kallar vinnuna hjá Hval- eyri í Hafnarfirði, í allt sumar og þénað vel. Hann bjóst við að fara með 8-9 þús. í bækur, en sagðist spara nokkuð með því að selja bækur frá í fyrra og kaupa notaðar. Jónas fjár- magnar skólagönguna sjálfur að minnsta kosti til áramóta. Hvað fatnað varðaði, sagðist hann að sjálfsögðu fata sig vel upp og gallafatnaðurinn væri þar allsráðandi. Skólar eru að hefja göngu sína að nýju og sólríkt sumar að baki. Þessa dagana streyma þúsundir ungmenna um verslanir borgarinnar, margir með sumarhýruna í vasanum sem þau eiga ekki í vandræðum með að koma í lóg. Úrvalið er líka geysi mikið og ekki þurfa allir að vera eins. Drjúgur peningur fer líka í skólabókakaup fyrir þau eldri, en þau yngri sleppa betur. Helgarblaðið fór í könnunarleiðangur og spjallaði við unglinga, börn og foreldra um skólaundirbúninginn. Fjölskyldan frá Hornafirði. Þurfa ekki til Reykjavíkur í Hagkaupum hittum við fjölskyldu frá Hornafirði, hjónin Stefán Ólafsson kennara og Ástríði Svein- björnsdóttur ásamt tveinrur barna sinna, Vilborgu 13 ára og Gunnhildi 9 ára. Yngsta barnið kom ekki með í kaup- staðarferð að þessu sinni. Þau sögðust ekki þurfa til Reykja- víkur að versla. Allt sem þau þyrftu væri hægt að fá heima á Hornafirði. Ástríður var þó að skoða úlpu á yngsta barnið tveggja ára og sagðist ekki geta staðist mátið að kaupa hana. Vilborg ætlar að kaupa sér apaskinnsgalla sem hún sagði mjög hlýjan og góðan til að nota í skólann. Stefán sagði ekki borga sig að koma til Reykjavíkur í verslunar- leiðangur, enda væru þau ekki í bænum til að versla, en gaman væri að skoða. Fyrir utan apa- skinnsgallann áttu stúlkurnar eftir að kaupa skólatösku, allt annað væri tilbúið og ekkert eftir nerna að byrja í skólanum. Fjármagna skólann sjálfar Björg Geirsdóttir og Ólöf Halldórsdóttir. Á tali við Jónas voru þær Björg Geirsdóttir og Ólöf Hall- dórsdóttir, sem störfuðu með honunt hjá Hvaleyri í sumar. Þar sögðust þær hafa þénað vel, vikulaunin verið frá 9-15 þús eftir þvi hvaö mikil auka- vinna hafi verið í boði. Ólöf hafði verið að kaupa sér hljómplötu, sent hún hyggst setja á fóninn við lærdóminn. Þær eru að hefja nánr í Fjölbrautaskólanum í Garða- bæ og finna því fyrir bókakaup- unum í fyrsta skipti. Björg sagðist geta fengið bækur hjá eldri sytskinum og einnig ætl- aði hún að reyna að kaupa gamlar bækur. Fatnað voru þær rétt að byrja að líta á, en bjuggust við að kaupa galla- fatnað, stórar þykkar peysur og hlýja skó. Ólöf sagði tísk- una vera rnjög fjölbreytta og mikið úrval í verslunum, þann- ig að enginn þyrfti að ve*a eins og allt væri leyfilegt. Þær sögð- ust fjármagna skólagöngu sína sjálfar, ættu góða summu inni á bók sem þær ætluðu að láta duga sér í vetur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.