Tíminn - 06.09.1987, Page 3
Tíminn 3
Oddný Anna Björnsdóttir.
Mamma og
pabbi borga
Oddný Anna Björnsdóttir
er að setjast í 7. bekk Öldusels-
skóla nú í haust. Við hittum
hana þar sem hún var að skoða
skólaföt. Hún sagðist vera búin
að kaupa sér pcysu en væri að
leita að snjóþvegnum gallabux-
um sem hún sagði að væru
allsráðandi áfram. Oddný var í
vist að passa börn í sumar, en
ekki ætlaði hún að nota þá
peninga sem hún vann sér inn
í fatnað, heldur væri hún að
safna. Mamma og pabbi borg-
uðu það sem vantaði fyrir
skólann.
Aðspurð hvort hún skipti
um föt eftir skóla, sagðist hún
ekki gera það, heldur nota
fötin jöfnum höndum alla
daga. Skólavörurnar ætlar hún
ekki að kaupa fyrr en hún er
búin að mæta einn dag í
skólann. því fyrr viti hún ekki
hvers hún þarfnast.
Hvað kostaði að klæða sig
fyrir skólann sagðist hún ekki
vita enn, því hún þyrfti að fata
sig alveg fyrir veturinn-ekki
eingöngu fyrir skólann.
Erla Hallgrímsdóttir.
Bleikt og Ijós-
blátt aðal litirnir
í verslun Máls og Menningar
við Síðumúla var nóg að gera
þegar við litum þar inn. Erla
Hallgríinsdóttir verslunarstjóri
sagði viðskiptin hefjast strax
þegar opnað væri kl. 8 á
morgnana. Hún sagði Mál og
Menningu hafa allt til skólans
fyrir alla aldursflokka og ekki
væri óalgcngt að framhalds-
skólanemar færu með um 20
þús. í bókakaup. Grunnskóla-
nemar slyppu betur þar sem
þeir þyrftu aðeins að kaupa
stílabækur og skriffæri, en þó
væri kostnaðurinn vart undir
tvö þúsund krónum. Erla gisk-
aði á að verð hel'ði hækkað um
20-30% frá í fyrra, en það
kænii ekki að sök þar sem
nemendur yrðu að kaupa þær
bækur sem þeir þörfnuðust.
Hvað yngstu nemendurna
varðaði þá gætti ákveðinna
tískusveiflna í vali bæði á
skólatöskum, pennaveskjum
og stílabókum. Bleikt og ljós-
blátt væru aðal litirnir og mikið
væri um fallega hluti. Sú tíð
væri liðin að aðeins væri um
gula blýanta og einfaldar stíla-
bækur að ræða. Börnin hefðu
mjög gaman af að kaupa hluti
með allskyns fígúrum sem
væru að sjálfsögðu eitthvað
dýrari. Að lokum sagðist Erla
ekki verða vör við að fólk
horfði í eyririnn, það liti á
þessi kaup sem nauðsyn.
Úrval
mikið og
verð
misjafnt
Sigríði Þorvarðardóttur og
börn hennar tvö þau Þorvarð
og Huldu hittum við einnig
fyrir í Hagkaupum. Sigríður
sagðist aðeins vera að skoða-
hún væri búin að kaupa það
sem börnin þyrftu til skólans.
Hún sagðist hafa keypt smátt
og smátt og byrjað snemma
þannig að hún hefur ekki fund-
ið svo mjög fyrir innkaupun-
Sigríður Þorvarðardóttir.
um. Þorvaður cr að hefja nám
í 11 ára bekk í Seljaskóla og
Hulda að stíga sín fyrstu skref
á námsbrautinni. Þorvarður
sagðist ekki hlakka til að byrja
í skólanum, en Hulda er liins
vegar spennt að hefja sína
skólagöngu.
Sigríður sagðist láta börnin
skipta um föt eftir skóla, að
minnsta kosti hefði það gengið
vel með Þorvald og stefndi hún
að því aö venja Huldu einnig á
það. Hún sagði aðspurð ekki
hafa fundið svo mikið fyrir
kostnaði við skólaundirbúning
barnanna, en Ijóst væri að verð
á fatnaði væri mjög misjafnt og
úrvaliö mikiö. Það væri því
mjög mikilvægt að hafa augun
hjá sér við valið.
IMISSAN DOUBLE CAB 2,4 bensín
4x4 pallbíll með 5 í sæti
NISSAN PICK-UP 2,3 díesel
m Verið velkomin
Eigum
þessa
traustu
NIS5AN
bíla
til á
lager
Bílasyning laugardag
og sunnudag
kl. 14.00- 17.00
^ 1957-1987^)/
30 St
>4^ ára jwf
Alltaf heitt á könnunni
INGVAR HELGASON HF.
Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560.
TRAUSTIR
NISSAN PATROL 3,3 díesel - 7 manna jeppi