Tíminn - 06.09.1987, Side 4

Tíminn - 06.09.1987, Side 4
4 Tíminn Sunnudagur 6. september 1987 Sunnudags- LEIDARI Ökumenn og foreldrar veri vakandi Um þessar mundir eru skólar aö hefja starfsemi sína og þúsundir barna streyma út á göturnar þessa fyrstu daga í september. Þessi mánuður hefur oft verið okkur dýrkeyptur og tekið sinn toll í gegnum tíðina. Hugur yngstu barnanna er þrunginn eftir- væntingu þar sem þau eru að taka sín fyrstu skref á skólabrautinni. Þeim er gjarnt að gleyma sér í öllum spenningnum og er því brýnt að ökumenn fari varlega. Ekki síður ættu allir foreldrar að vera vakandi °g fylgja börnum sínum í skólann fyrstu dagana og kenna þeim að varast hætturnar. Það hefur margoft sýnt sig, að bestu veðurskil- yrði eru ekki til þess að fækka slysum. Þvert á móti virðist sem ökumenn gæti frekar að sér í rigningu og slæmu skyggni. Septembersólin getur líka verið varasöm þar sem hún er lægra á lofti og skín þvf í augu og hamlar skyggni. Það má segja að á þessu sé hamrað á hverju hausti, en góð vísa er víst aldrei of oft kveðin. Bílar hafa heldur aldrei verið eins margir á götum borgarinnar, en gatnakerfið að sama skapi ekki fylgt þeirri þróun sem aukinn bílafjöldi útheimtir. Það er því meiri ástæða en nokkru sinni fyrr að fara með gát og ættu því allir að taka höndum saman og fara nú varlega og hafa það hugfast að með því er hægt að koma í veg fyrir örkuml og jafnvel dauða. Það er síðan önnur saga og raunar sér kapítuli útaf fyrir sig, að foreldrar í þessu vinnusama þjóðfélagi hafa hreint engan tíma til að vera heima og styðja börn sín þegar þau hafa hvað mesta þörf fyrir þau. Ekki er það svo lítið álag fyrir lítil börn og reyndar er það nokkurskonar vendipunktur í lífi þeirra þegar þau hefja sitt skólanám. Að vísu búa einhverjir við þær aðstæður að geta verið heima við þegar börnin byrja í skóla og sumar mæður jafnvel hætt að vinna utan heimilis, en það er ekki öllum gefið. Skólakerfið býður heldur ekki uppá það langa vistun í skólanum, að mæður geti unnið utan heimilis hluta úr degi. Reyndar hefur einn skóli í höfuðborginni tekið upp það kerfi að gefa börnum kost á sex klukku- stunda vistun og hefur það gefist vel, og gefið öðru foreldrinu kost á að vinna utan heimilis hluta úr degi áhyggjulaust. Það er því vonandi að fræðsluyfirvöld haldi áfram á þeirri braut og innleiði slíkt kerfi í alla skóla, það er víst tími til kominn, því algjör molbúaháttur hefur tíðkast í þessum efnum hér á landi til þessa. Krafa foreldra er samfelldur skóladagur, sem, myndi gjörbreyta allri aðstöðu þeirra til uppeldis barna sinna. Umsjón Helgarblaðs: Atli Magnússon Bergljót Davíðsdóttir Kristján Björnsson llllllllllllllllll! ERLEND mAl llllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllilllllllllllllillllllllllllllllllllPórarinn Þárarinssonl Þórarinn Þórarinsson: Helmut Kohl kom Ellemann- Jensen í opna skjöldu Vaxandi athygli beinist að flokki Glistrups Yfirlýsing Kohls kom Uffe Ellemann-Jensen illa EF MARKA má skoðanakann- anir í Danmörku hvílir mikil óvissa yfir fingkosningunum sem fara fram á þriðjudaginn kemur. í fyrsta lagi er óvissa um það, hvort stjórnarflokkarnir fjórir, ásamt fimmta stuðningsflokknum, halda meirihluta sínum á þingi, eða hvort hann fellur stjórnarand- stæðingum í hlut. ( öðru lagi er óvissa um, hvernig skiptingin verður milli stjórnar- flokkanna innbyrðis. Hvað stjórn- arandstöðuna snertir, þykir það víst, að sósíaldemókratar muni tapa, en Sósíaliski þjóðarflokkur- inn vinna á, og að þriðji stjórnar- andstöðuflokkurinn, vinstri sósíal- istar, muni þurrkast út, þ.e. að hann nái ekki 2% af greiddum atkvæðum, en það er skilyrði fyrir því, að flokkur fái þingsæti. Eftir að kosningabaráttan hófst, hefur bæst við enn ein óvissan, sem er sú, hvort Framfaraflokkur Glis- trups nái úrslitavaldi á þinginu og borgaralegu flokkarnir geti ekki myndað stjórn nema með stuðningi eða hlutleysi hans. Nokkrar líkur þykja benda til þess, því að fylgi flokksins fer heldur vaxandi, ef dæma má eftir skoðanakönnunum. Tvær fyrstu vikur kosningabar- áttunnar voru frekar litlausar, en ef til vill verður þriðja og síðasta vikan með öðrum svip. Segja má, að fyrstu vikurnar hafi það verið tveir menn, sem settu svip á hana. Annar var Glistrup vegna þess, að skoðanakannanir spáðu flokki hans vaxandi fylgi. Hinn var Helmut Kohl kanslari Vestur-Þýskalands, sent kom á óvart, þegar hann tilkynnti, að stjórn hans væri fús til að eyði- leggja hinar umdeildu 72 eldflaug- ar, ef það greiddi fyrir samkomu- lagi risaveldanna um eyðingu með- aldrægra eldflauga. Yfirlýsing Kohls kom Uffe Elle- mann-Jensen utanríkisráðherra illa, þvt' að hann hafði varið það af miklum móði, að það væri nauð- synlegt vörnum Atlantshafsbanda- lagsins, að umræddar eldflaugar væru ekki eyðilagðar. Þetta hafði leitt sérstaklega til deilna milli hans og Lasse Budtz, helsta tals- manns sósíaldemókrata í utanrík- is- og varnarmálum. Lasse Budtz gat nú haldið því fram, að hann hefði haft rétt fyrir sér. Vörn Ellemann-Jensens var einkum sú, að bæði hann og utan- ríkisráðherrar fleiri Natólanda, hefðu verið búnir að hvetja vestur- þýsku stjórnina til undanláts, þótt þeir hefðu talið rétt að segja það ekki opinberlega. Frá þessu hefði hann verið búinn að segja á fundi utanríkismálanefndar þingsins, þar sem Lasse Budtz átti sæti og vissi vel um þetta. Síðar upplýstist, að ráðherrar íhaldsflokksins í stjórn- inni hefðu viljað fyrir nokkru, að sagt yrði opinberlega frá þessari afstöðu dönsku stjórnarinnar, en Ellemann-Jensen staðið á móti því og opinberlega varið stefnu vestur- þýsku stjórnarinnar til síðustu stundar. Ellemann-Jensen er ákafur stuðningsmaður Nató og taldi það koma Nató best, að ágreiningi innan þess yrði haldið leyndum. ELLEMANN-JENSEN er for- maður Vinstri flokksins gamla, sem er annar stærsti stjórnarflokk- urinn. Óljóst er, hvort þessi deila hefur einhver áhrif á stöðu flokksins. Hún gæti veikt hann í vinstri kantinn, en styrkt hann í hægri kantinn, sem snýr að stærsta stjórnarflokknum, íhaldsflokkn- um, sem er undir forustu Schlúters forsætisráðherra. Þetta gæti orðið til þess, að íhaldsflokkurinn fengi minni fylgisaukningu en honum var spáð um skeið. Önnur hætta og meiri vofir þó yfir íhaldsflokknum. Það er ekki talið útilokað, að tveir hinir stjórn- arflokkarnir, Kristilegi flokkurinn og miðdemókratar, missi svo mikið fylgi, m.a. til íhaldsflokksins, að þeir falli út úr þinginu, og dragi fall stjórnarinnar með sér á þann hátt. Einkum hefur Kristilegi flokkurinn verið talinn í fallhættu. Það er ekki ósennilegt, að einhverjir, sem ella hefðu kosið íhaldsflokkinn, telji hyggilegra að kjósa Kristilega flokkinn eða miðdemókrata undir Íiessum kringumstæðum. Fylgi haldsflokksins gæti því orðið minna af þessum ástæðum en ella. EINS OG ÁÐUR segir, spá skoðanakannanir Framfaraflokki Glistrups auknu fylgi og jafnvel það miklu, að hann fái oddavaid á þinginu, og núverandi stjórn geti ekki haldið áfram nema með stuðn- ingi eða hlutleysi hans. Það mun aftur á móti kosta, að stjórnin missir stuðning Róttæka flokksins. Foringjar flokksins hafa lýst yfir því, að þeir vilji ekkert nálægt stjórninni koma, ef hún verður á einhvern hátt háð flokki Glistrups. Leiðtogar Glistrupsflokksins hafa skilið þetta. Helst hefðu þeir viljað losna við Glistrup, en fylgi hans reynst það mikið í Kaup- mannahöfn, að hann náði öruggu sæti á framboðslista flokksins þar. Glistrup sóttist eftir því að verða talsmaður flokksins á sjónvarps- fundi flokkanna, sem verður hald- inn fáum dögum fyrir kosningarn- ar. Hann beið lægri hlut fyrir helsta keppinauti sínum, sem var Pia Kjærsgaard, en hún hefur verið helsti talsmaður flokksins á þingi síðustu árin og þótt reynast vel. Glistrup hefur nú fengið þá sára- bót að hann verður fulltrúi flokks- ins þegar talsmenn flokkanna ræða um úrslit kosninganna. Ýmislegt bendir til, að þéssi fundur geti orðið örlagaríkur, og margir kjósendur ákveði sig ekki fyrr en eftir hann. Bæði af hálfu Piu og Glistrups er lýst yfir því, að Framfaraflokkur- inn muni ekki bregða fæti fyrir stjórn borgaralegra flokka, því að flokkurinn vilji ekki stuðla að því, að sósíaliskir flokkar nái völdum. Flokkurinn muni því ekki greiða atkvæði með vantrausti né fella stjórnina í atkvæðagreiðslum varð- andi deilumál hennar og stjórnar- andstöðunnar. Þessum loforðum flokksins virðist illa treyst almennt, því að Glistrup sé til alls trúandi, ef hann sjái sér hag í því. Af hálfu stjórnarflokkanna er lýst yfir því, að flokkur Glistrups muni ekki undir neinum kringum- stæðum fá sæti í stjórninni. Ekki er talið ólíklegt, að uppgangur flokks Glistrups reynist óbeinn stuðning- ur við stjórnarandstöðuflokkana. Það einkennir talsvert kosninga- baráttuna, að allir flokkar virðast viðurkenna, að horfur séu uggvæn- legar í efnahagsmálum Dana. Dan- ir þarfnist því traustrar stjórnar eftir kosningarnar, en ekki virðast miklar líkur á, að þeir fái slíka stjórn hver sent úrslitin verða.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.