Tíminn - 06.09.1987, Síða 5

Tíminn - 06.09.1987, Síða 5
Sunnudagur 6. september 1987 Tíminn 5 II VlSNAÞÁTTUR lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll 6. þáttur Sit með snilli Sauðafjöll Þegar Haraldur Kristjánsson, sem lengi bjó að Sauðafelli í Dölum varð fimmtugur kvað Ragnheiður Guðmundsdóttir, húsfrú á Svínhóli til hans svo. Sit með snilli Sauðafjöll sólin gylli vegi. Við skulum hylla Harald öll hans á tyllidegi. Þessi vísa er eftir ókunnan höfund, kröfuharðan. Peim er ekki gáfan góð gefin af náttúrunni, sem að ekki lærir Ijóð lesið einu sinni. Næstu tvær vísur eru eftir Þor- stein Kristinsson á Dalvík. Á ferð yfír Holtavörðuheiði. Úr öllum skörðum skefur hér skyggir á fjörðinn Húna. Holtavörðuheiðin er heldur örðug núna. Á ferð yfír Öxarfjarðarheiði. Petta er Ijótur djöfladans drynur Ford af reiði. Farðu öll til andskotans Öxarfjarðarheiði. Maður nokkur var í kunnings- skap við stúlku, en var tregur til að bindast henni. Af því tilefni kvað EgiII Jónasson á Húsavík. Gegnum blendið blíðuskraf birtast kenndir tvennar. Honum stendur uggur af undirlendi hennar. Auðunn Bragi Sveinsson var um skeið skólastjóri í Þykkvabæ. Þar kvað hann. Hér er hvorki hóll né barð né hengifoss er niðar, en hér má líta garð við garð og gróður á allar hliðar. Mjög oft rauluðu konur við prjónana sína, rokkinn eða barn í keltu. Oft voru þessar vísur ein- faldar að gerð og liggur ekki á Ijósu í hverju lífsmark þeirra var fólgið. Hér kemur ein slík, örugg- lega mjög gömul. Týndi ég prjóni æ æ æ ekki hafið þið séð ann. Gekk ég ofan frá Bjarnabæ beina götu héðan. Hjálmar Jakobsson er maður nefndur. Hann var úr Saurbæ í Dalasýslu. Sagt er að hann hafí launað næturgreiða með svo- felldri vísu. Friðarspillir falskur er flesta tryllir vinið, kvennahylli baga ber Bæjarfyllisvínið. Þá kemur vísa um lífsglaðan mann. Ekki veit sá, sem þetta skráir hver er höfundur eða um hvern er ort. Bjarni á Fossi fer á kreik fer í hrossakaupin. Gefur koss í lausaleik lætur fossa í staupin. Ingibjörg Ingimarsdóttir, húsfrú á Kaldrananesi á Ströndum orti um Sigurð Stefánsson bónda og sjómann á Brúará á Bölum, þessa vísu. Hirðir skjóma hugdjarfur hreystiblóma neytir. Sels á fróni Sigurður súðarljóni beitir. Það skeði á Neskaupstað sem oft vill henda, að kindur gerðu garðeigendum gramt í geði. Af því tilefni orti Jónas Árnason, fyrrverandi alþingismaður, svo. Ekki er vitað, hvort hann var sjálfur fjáreigandi eða orti í orða- stað annarra. Garðarollan mín leggur mér lið í lífsbjargarviðleitni minni. Hún breytir í hrútspunga, blóðmör og svið blómaræktinni þinni. Þegar sr. Lárus í Miklabæ var allur, var kveðið. Santi Pétur var í vanda vildi fagna gestinum. Byrjaði strax að blanda handa Blönduhlíðarprestinum. BÆNDUR - LANDEIGENDUR Hliðin sem vöktu svo mikla athygli á syningunni „BÚ ’87“ Hliöið sem opnast þegar ekið er á það og lokast sjálfkrafa að baki Hliðin eru uppseld í bili, en fleiri sending- ar væntanlegar Vegna mikillar eftirspurnar hvetjum við alla til að gera pantanir strax G/obus/ okkar heimur snýst um gxdi Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.