Tíminn - 06.09.1987, Blaðsíða 8
Sunnudagur 6. september 1987
8 Tíminn
„Árið 1950 tók Þjóðleikhúsið til
starfa, en Indriði Einarsson hafði
fyrst vakiö máls á stofnun þess.
Síðan tók Jónas frá Hritlu
hugmyndina upp og hélt henni
vakandi.“ (Heimir Pálsson:
íslandssaga eftir 1830. Bls. 314).
Efni þessarar greinar er frásögn af
því, hvernig íslendingar eignuðust
Þjóðleikhús. Ohætt er að taka undir
það sem hér er vitnað til að framan,
að nefndir menn halí átt mestan
heiður af því að Þjóðlcikhúsið varð
að veruleika.
En það tók langan tima, - svo
langan, - að yfirleitt gera menn sér
vart grcin fyrir því, þegar þeir koma
í dag inn í þctta stóra hús. Þetta var
stórt verkefni fátækrar þjóðar.
Verkefni sem kostaði mikla baráttu
og seiglu til þess að það yrði að
veruleika.
Þegar sú hugmynd fæddist rétt
eftir aldamótin að reisa þyrfti veglegt
leikhús í Reykjavk sem öll þjóðin
ætti þá var engu öðru til að dreifa en
áhuganum á fjölbreyttara
menningarlífi. Þessi áhugi glæddist
til muna þegar stjórnin fluttist inn í
landið. Leiklist blómgaðist á þessum
tíma. En erfitt var að halda
leikstarfseminni gangandi vegna
húsnæðisskorts.
Maðurinn, sem fyrst átti hug-
myndina að því, að fslendingar eign-
uðust fullkomið leikhús, var Indriði
Einarsson.
Indriði var fæddur 30. apríl 1851.
Gekk í Lærðaskólann 1865-1877.
Las stjórnfræði í Kaupmannahöfn
og kom heim til íslands 1878.
Störf hans hér cftir heimkomu
voru m.a.: Fulltrúi í Stjórnarráðinu
1904-1909. Síðan skrifstofustjóri í
Fjármálaráðuneytinu til 1918. Fékk
þá lausn frá starfi og gat helgað sig
allan áhugamálum sínum. En þau
voru fyrst og síðast leikhúsmálefni,
þ.e. leikritun og leikstarfsemi. Þessi
áhugi hans á leikhúsinu kom strax
fram hjá honum í Lærðaskólanum.
Helstu leikverk Indriða Einars-
sonar eru: Nýársnóttin, Hellismenn
og Dansinn í Hruna. Auk þess þýddi
hann leikverk eftir Shakespeare.
Þau vildi hann hafa til taks, þegar
búið væri að reisa leikhúsið.
Sama ár og Nýársnóttin kom út, -
1907, ritaði Indriði Einarsson grein
í Skírni og kallaði hana „Þjóð-
leikhús". Þar vekur hann sennilega í
fyrsta skipti máls á því, að íslending-
ar eigi að byggja sér leikhús til þess
að kóróna þá menningu, sem sprott-
ið hefur upp úr þjóðræknishreyfingu
19. aldarinnar. 1 þessari grein segir
m.a.: „Leiklistin er list listanna,
blóminn á menningargróðri þjóð-
anna, og leikritalistin er fjærsta tak-
mark skáldskaparins, efsta rimin í
stiganum." „...hún verður til með
þjóðunum, er þær hafa náð vissum
þroska með fullkomnu þjóðar- og
einstaklingsfrelsi. ... Svo kemur
spurningin: erum við komnir svo
langt á menningarbrautinni? Já,
ljóðlistin hefur staðið í blóma síð-
ustu 60-70 árin, hetjuljóðin höfum
við að vísu ekki átt, en í stað þess
skáldsagnalistina eftir 1848. Ræðu-
listin hefur átt kost á að þroskast,
síðan Alþingi var endurreist, en
tónlist og málaralist hafa aldrei verið
fjörugri á íslandi en nú.“
Árið 1907 verður því hiklaust
talið upphafsár í langri sögu Þjóð-
leikhússins. Indriði hélt stöðugt
vöku sinni og skrifaði hverja grein-
ina á fætur annarri um leikhúsbygg-
inguna. Hvatti menn til dáða og
reyndi af fremsta megni að fá menn
til liðs við sig. Það var engum Ijósara
en Indriða, að hugmynd verður ekki
að veruleika, nema því aðeins að
henni sé hrundið í framkvæmd. En
það varð bið á því. Landið var
fátækt og í mörg horn að líta hjá
smáþjóð, sem var að stíga sín fyrstu
spor í átt til sjálfstæðis.
En viðhorf áttu eftir að breytast.
Bjartsýni varð meiri eftir því sem
lengra leið í sjálfstæðisbaráttunni.
Um og eftir 1910 fer að bera á
ungum og róttækum menntamanni í
þjóðlífi Islendinga, - manni sem
boðaði nýja stefnu. Þessi maður lét
sér fátt óviðkomandi hvað varðaði
málefni sem til heilla horfðu í land-
inu. Þar á meðal var áðurnefnt
hugarfóstur Indriða Einarssonar -
Þjóðleikhús.
Maðurinn var Jónas Jónsson frá
Hriflu.
Jónas Jónsson frá Hriflu var fædd-
ur í Hriflu í Suður-Þingeyjarsýslu
árið 1885. Hann varð gagnfræðingur
frá Akureyri 1905. Stundaði síðan
framhaldsnám í ýmsum löndum Evr-
ópu. Hann kynnti sér sérstaklega
málefni samvinnuhreyfingarinnar
ensku, verkalýðsmál og nýjungar í
kennslumálum. Hann kom heim frá
námi 1909 og hóf kennarastörf.
Einnig tók hann að skrifa pólitískar
greinar í blöð og tímarit. Þar gagn-
rýndi hann mjög nýríka íslenska
borgarastétt og embættisvaldið.
Jónas var því ekki hátt skrifaður
meðal borgarastéttarinnar. En hafa
ber það í huga síðar, þegar hann fór
að láta taka til sín á Álþingi eftir að
hann náði þar kjöri sem landskjörinn
þingmaður Framsóknarflokksins
1922.
Jónas Jónsson gerðist brátt mikill
talsmaður lista á Alþingi. Þar á
meðal fór liann fljótt að hugsa upp
ráð til þess að koma hugmynd Ind-
riða Einarssonar í gegn á Alþingi.
Eins og áður greinir var Jónas
Jónsson kosinn á Alþing 1922. Um
nokkurt skeið þar á undan hafði
hann verð allvel kunnugur Páli
Steingrímssyni sem síðar var ritstjóri
Vísis. Páll var tengdasonur Indriða
Einarssonar. Kona hans var
Guðrún, sem var þekkt leikkona í
Reykjavik á fyrrihluta þessarar
aldar. Önnur dóttir Indriða var gift
Jens Waage, sem einnig var virtur
leikari á sama tíma. Þetta hefur því
verið sannkölluð leiklistarfjölskylda
sem Jónas kynntist hér.
Afleiðingar þessa kunningskapar
áttu eftir að verða afdrifaríkar fyrir
framvindu byggingu Þjóðleikhúss-
ins.
Jónas - hin nýkjörni þingmaður -
ræddi þessi mál við fjölskylduna og
fæddist þá sú hugmynd um fjár-
mögnun byggingu lcikhússins sem
koma skyldi að gagni.
Skemmtanaskattur hafði verið
lögfestur á Alþingi 1919. Þetta var
skattur sem lagður var á skammtanir
landsmanna og var honum skipt
niður á sveitarfélögin í Iandinu. Þar
átti að nota fjármagnið sem fékkst af
þessari skattheimtu til ýmissa verk-
efna í hinum ýmsu byggðarlögum.
Jónasi kom það í hug að nota ætti
þennan skemmtanaskatt allan til
þess að byggja leikhús í Reykjavík.
Með því móti yrði hægt að byggja
stórt og veglegt leikhús sem þjóðin
yrði stolt af.
Jónas Jónsson gerði sér grein fyrir
því, að hann væri ekki vinsælasti
maðurinn á Alþingi 1923. Hann var
é helsti andstæðingur borgarastéttar-
innar í landinu. Flokkur hans hafði
ekki meirihluta á Alþingi svo leita
varð liðsinnis andstæðinganna til
þess að koma Þjóðleikhúsmálinu í
gegnum þingið. Það hefði því ekki
verið til neins, að Jónas gerðist
opinber talsmaður þess að skemm-
tanaskatturinn yrði eingöngu notað-
ur til þess að byggja Þjóðleikhús.
Auk þess sem augljóst var, að tals-
menn sveitarfélaga létu það ekki
viðgangast ómælt, að þessi tekju-
stofn yrði tekinn af þeim.
Hér þurfti því að beita pólitískum
klókindum ef málið átti að ná fram.
Jónas hóf því leynilegar Viðræður
við menn úr gamla Sjálfstæðis-
flokknum og þá einkum við Jakob
Möller, þingmann Reykvfkinga. En
hann var nákominn Indriða Einars?
syni og hafði tekið nokkurn þátt í
starfsemi Leikfélagsins. Var hann
mikill unnandi leiklistarinnar.
Niðurstaða þessara viðræðna varð
til þess, að Jónas og Jakob reyndu
að sameina Sjálfstæðismenh, sem þá
voru: Benedikt Svcinsson, Sigurður
Eggerz, Bjarni frá Vogi, Karl Ein-
arsson og Hjörtur Snorrason, við
Framsóknarflokkinn og koma
leikhúsmálinu í höfn.
Þetta tókst en farið var leynt með
Indriði Einarsson vakti árið 1907 at-
hygli á því að íslendingar þyrftu að
eiga leikhús til þess að kóróna þá
menningu sem sprottið hefði upp úr
þjóðræknishreyfingu 19. aldarinn-
ar.
til að skemmtanaskatturinn
frá 1919 yrði notaður til byggingarinnar.
ráðagerðina af ástæðum sem fyrr er
getið.
Á fundi í Neðri deild Alþingis,
mánudaginn 19. mars 1923 varútbýtt
frumvarpi til laga um Skemmtana-
skatt og Þjóðleikhús.
Það er athyglisvert að Jónas er
ekki flutningsmaður að frumvarpinu
heldur Þorstcinn M. Jónsson, úr
Framsóknarflokknum og Jakob
Möller. Jónas gaf þá skýringu á
þessu, að hann hefði talið sigur-
stranglegra fyrir gangi mála á Al-
þingi, að hann kæmi þar hvergi nærri
opinberlega. Slíkar taldi hann óvin-
sældir sínar á Alþingi.
Jakob Möller fylgdi frumvarpinu
úr hlaði við fyrstu umræðu á þinginu.
Hann sagði m.a.:
„Jeg vona, að hv. deild taki þcssu
frv. vel, þvt ad nú er svo komid, að
það fer líklega algerlega eftir afdrif-
um þess, hvort leiklistin deyr út hér
á landi eða henni verður leyft að
þrífast hjer og hlómgast ekki síður
en öðrum listum. Alþingi hefir talið
sjer skylt að hlúa að íslenskum
listum og það hefir engan veginn
haft leiklistina útundan. Pað mundi
líka verða erfitt fyrir íslensku þjóð-
ina að halda fullri virðingu annarra
menningarþjóða, efhún Ijetileiklist-
ina verða úti á gaddinum. Merkur
maður útlendur, mikill vinur okkar,
sagði í brjefi til eins kunningja síns
hjer fyrír nokkrum árum, að sjer
væri ómögulegt að bera virðingu
fyrir þjóð, sem bristi kappsmuni eða
þjóðarmetnað til að koma sjer upp
leikhúsi og halda því við."
Síðar í ræðunni sagði Jakob:
„Leikhúsið á að vcra ckki aðeins til
skemmtunar, heldur og jafnframt
skóli fyrir almenning. “
Þetta sýnishorn gefur vel til kynna
hvernig málflutningur þeirra manna
var sem vildu reisa Þjóðleikhús. En
það voru ekki allir sama sinnis á
Alþingi.
Þegar málið kom úr Menntamála-
nefnd kvöddu andstæðingar frum-
varpsins sér hljóðs og deildu hart á
þá tilhögun að taka skemmtana-
skattinn einvörðungu til þess að
byggja leikhús og það í Reykjavík.
Hér komu við sögu byggðasjónar-
mið svo og sjónarmið Reykjavíkur-
bæjar. Bæjarstjórn Rcykjavíkur
mótmælti harðlega þessari ráðstöfun
sem fólst í breytingu á skemmtana-
skattslögunum. M.a. töluðu fyrir
bæjarins hönd þeir Jón Þorláksson
og Jón Baldvinsson. Þeir voru að
vísu ekki á móti byggingu leikhússins,
en töldu að fjármagnið sem Reykja-
víkurbær átti með réttu vegna
skemmtanaskattsins hefði verið
fyrirhugað að nota til þess að byggja
elliheimili og barnaheimili. Kæmi
því sú breytingsem fælist í frumvarp-
inu sér afar illa fyrir Reykjavíkurbæ.
Pétur Ottesen,þingmaður Borg-
firðinga talaði einnig á móti frum-
varpinu og var hann þá með hags-
muni Akraness í huga.
Niðurstaðan varð þó sú að frum-
varpið var samþykkt í Neðri deild
með 18 atkvæðum gegn 6. f Efri
deild var það samþykkt með 12
samhljóða atkvæðum.
Með þessari atgreiðslu AJþingis var
búið að hrinda í framkvæmd að
forminu til hugmynd Indriða Einars-
sonar. Leikhússjóðurinn óx og dafn-
aði og Indriði var settur yfir sjóðinn
til þess að gæta hans.
En þetta stóð ekki lengi. Menn
fóru að gera því fljótlega skóna að
nota ætti þetta fé til annarra hluta.
1925 bar Jón Magnússon forsæt-
isráðherra fram frumvarp í Efri
deild Alþingis unt það að taka ætti
helming leikhússjóðsins og leggja til
Landsspítalans.
Þetta hefði þýtt að sjóðurinn hefði
orðið lítils megnugur. Landsspítalinn
var nauðsynjamál og hugmyndin
vinsæl í Reykjavík. En þetta mál
náði ekki fram að ganga. Helstu
Þjóðleikhúsið
og Jónas
frá Hriflu
Stórt verkefni fátækrar þjóðar sem kostaði mikla
baráttu og seiglu að gera að veruleika
EFTIR
HJÖRT
HJARTARSON'