Tíminn - 06.09.1987, Page 11
Sunnudagur 6. september 1987
Tíminn 11
[AMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SÁKAMÁL SAKAMÁL
sleppt vinnudegi eða komið mín-
utu of seint án þess að gefa skýr-
ingu í tíma.
Vinnufélagar og nágrannar fóru
að athuga málið. Einkennilegt
mátti þykja að enginn af vinum
Janetar og Karenar hafði fengið
póstkort, eins og þær höfðu þó
lofað. Hringt var heim til foreldra
Jackie, sem bjuggu í Port Coquitl-
am, en fljótlega var Ijóst, að þau
voru ekki heldur komin heim úr
ferðalaginu og enginn hafði heyrt
frá þeim. Vinir þeirra voru ekki
jafn áhyggjufullir og vinir Johnson-
fjölskyldunnar þar sem Bent-
leyhjónin höfðu hvort sem er lítið
verið heima eftir að þau eignuðust
húsbílinn.
Daginn eftir báðu vinir Johnsons
lögregluna að hafa augun opin á
þeirri leið, sem þau höfðu ætlað að
fara, ef slys skyldi hafa orðið. En
það bar engan árangur. Vitað var
að fjölskyldurnar höfðu ætlað að
hittast í Clearwater og lögreglu-
stjórinn þar, Frank Baruta, var
beðinn að kanna hvort þær hefðu
komið þangað. Auðvelt ætti að
vera að muna eftir rauða og silfraða
húsbílnum.
Baruta tilkynnti um hæl, að
báðar fjölskyldurnar hefðu sést á
gistisvæðinu, dvalið eina nótt og
haldið síðan áfram. Þá var lögregl-
an í Banff og við Louisevatn beðin
að kanna hjá sér, en þar virtist
enginn hafa séð fjölskyldurnar. Á
þessum stöðum eru gestir skráðir,
en hvergi fundust nöfnin sem leitað
var að. Þá þótti ljóst, að hvað sem
komið hafði fyrir fólkið, hlaut það
að hafa gerst á öðrum degi ferða-
lagsins, einhvers staðar milli Clear-
water og Banff.
Fjallalögreglan hóf þegar ieit á
þessu svæði, sem er gríðarstórt,
hrjóstrugt og strjálbýlt. Þarna eru
nokkur smáþorp við hraðbrautina,
bensínstöðvar og verslanir. Fólk
þar var spurt og leitað í öllum gjám
og jarðföllum. Bílarnir tveir og sex
manneskjur virtust hreinlega hafa
gufað upp. Hvergi fannst neitt og
enginn minntist þess að bensín
hefði verið tekið á rauðan húsbíl.
Vinir Johnsonfjölskyldunnar í
Kelowna komu á laggirnar leitar-
sveit til aðstoðar lögreglunni.
Margir fengu frí í vinnu og fóru á
eigin bílum alla leið frá Clearwater
til Jasper. Vitað var að Johnson og
Bentley höfðu báðir gaman af að
renna fyrir fisk, svo ekki þótti
útilokað að þeir hefðu ekið inn í
skógana eftir einhverjum afleggj-
aranum í því skyni.
mk LUGVÉLAR á vegum lög-
reglunnar leituðu stór svæði utan
vega og einkavélar aðstoðuðu.
Þegar hvorki hafði fundist tangur
■ Johnson fjölskyldan áður
en harmleikurinn gerðist:
Frá vinstri Karen, Jackie, Janet
og Bob.
né tetur af týndu fjölskyldunum á
laugardag, voru um það bil 400
sjálfboðaliðar frá Kelowna og Port
Coquitlan komnir til Clearwater.
Scotty Gardner lögregluforingi,
sem stjórnaði leitinni, varð sér úti
um gríðarstórt kort af svæðinu og
skipti því í reiti, sem litlir hópar
leituðu síðan vandlega, einn og
einn reit í einu. Enn kom allt fyrir
ekki og lögreglan íhugaði þann
möguleika, að fólkinu hefði hrein-
lega verið rænt og það flutt af
svæðinu.
Leitað var til umboðsins, sem
Bentley hafði keypt bílinn hjá og
þar fenginn annar, nákvæmlega
eins og útbúinn á sama hátt og bíll
Bentleys, meira að segja með ál-
bátnum og sama skráningarnúmer-
inu. Myndir af bílnum voru síðan
sendar út til fjölmiðla, einnig hand-
an landamæra Bandaríkjanna að
sunnan og í Alaska. Lögreglumenn
voru sendir á allar bensínstöðvar.
Jafnframt var tekið að safna fé í
Kelowna og innan skamms höfðu
vinir Johnsonfjölskyldunnar safn-
að vænni fjárhæð sem greiða skyldi
fyrir upplýsingar sem leiddu til að
fólkið fyndist.
Dagar og vikur liðu án þess að
nokkuð kæmi fram um fólkið eða
bílana og þetta undarlega mál var
nær daglega á síðum fréttablað-
anna. Allir lögðu fram tilgátur um
örlög fjölskyldnanna og einhver
þóttist meira að segja viss um að
þær hefðu verið uppnumdar til
annarra stjarna. Miðlar og skyggn-
ar manneskjur þóttust hafa séð
fólkið, en gátu ekki bent á staðinn.
Leitarstöð var sett upp í Kam-
loops og þangað höfðu meira en
2000 manns hringt, þegar þrjár
vikur voru liðnár af árangurslausri
leitinni. Allar ábendingar voru at-
hugaðar, öllum slóðum fylgt og
fólk allt frá Alaska til Nýfundna-
lands lagði þúsundir klukkustunda
að mörkum.
Svo var það tæpum sex vikum
eftir að fjölskyidurnar hurfu, að
hluti leyndardómsins kom fram í
dagsljósið.
F
JÖLSKYLDA sem var
berjamó um 35 km upp með Clear-
wateránni, kom auga á brunnið
bílhræ við mjóan skógarhöggsstíg.
Flakið var nær alveg hulið greinum
trjánna í kring, þannig að það
hefði ekki getað sést úr lofti.
Fólkið prílaði niður bratta brekku
til að aðgæta þetta nánar, en hörf-
aði skelfingu lostið, þegar við því
blöstu brunnar líkamsleifar inni í
bílnum.
Lögreglan var þegar kölluð á
staðinn og sá um leið, að hér var
kominn Plymouth Caravelle bíll-
inn hans Bobs Johnson. Ljóst var
að bíllinn gat ekki hafa fallið niður
brekkuna af slysni og síðan kvikn-
að í honum, þar sem öll líkin voru
í stafla í aftursætinu. Eldurinn
hafði unnið verk sitt vel og það
svo, að jafnvel málmhlutar í bíln-
um höfðu bráðnað og af hrúgaldinu
aftur í var ómögulegt að segja í
fljótu bragði, hvað líkin voru
mörg.
Læknar á vegum yfirvalda tóku
nú að tína rotnandi líkamsleifarnar
varlega út úr flakinu og fluttu þær
til rannsóknar í New Westminster,
þar sem dr. McNaughton tók við
þeim. Brátt var Ijóst, að þarna var
um að ræða sex höfuðkúpur og af
skrám tannlækna mátti auðveld-
lega ráða, að hér voru komnar
báðar fjölskyldurnar sem saknað
hafði verið svo iengi.
í sumum höfuðbeinunum fund-
ust byssukúlubrot og þar með upp-
lýstist, að fólkið hafði verið myrt,
áður en líkunum var haldið í bílinn
og kveikt í. Sérfræðingar úrskurð-
uðu, að skotin kæmu úr lítilli
byssu, en gátu ekki séð, hvort um
var að ræða eina eða fleiri.
fbúar Bresku Columbíu brugð-
ust óttaslegnir við, en einnig reiðir.
Spurt var hvers konar manneskja
gæti framið slíkan verknað. Mike
Eastman, sem hafði nú rannsókn
málsins með höndum, svaraði því
til, að þó ótrúlegt væri, að svona
lagað gerðist, hefði það engu að
síður gerst og einhvers staðar væri
maður eða menn á ferli, sem enga
virðingu bæri fyrir mannslífi. Það
er ekki útilokað, að svona lagað
gerist aftur, bætti hann við.
Fyrsta vísbendingin, sem lofaði
árangri, kom frá bensínstöð við
veginn milli Clearwater og Blue
River, en þar er ekið um áleiðis til
Edmonton og Calgary. Afgreiðslu-
maður, sem af einhverjum ástæð-
um hafði látið undir höfuð leggjast
að skýra frá því fyrr, sagðist muna
eftir rauðum húsbíl daginn eftir að
fjölskyldurnar hurfu í Clearwater.
Hann sagðist hafa sett bensín á
bílinn og velt fyrir sér á meðan,
hvernig svo ræfilslega klæddir
náungar eins og þessir tveir, gætu
haft efni á að reka svona mikið
farartæki.
báðum um þrítugt, öðrum dökk-
hærðum, síðhærðum og skeggjuð-
um, úfnum og ótútlegum í alla
staði. Hinn var ljóshærður, með
þunnt, sítt hár og rytjulegt yfir-
skegg. Báðir hefðu talað með
hreim, sem hann taldi fransk-kana-
dískan og ólíkan því sem gerðist í
vesturhéruðum Kanada. Loks
hjálpaði hann teiknara að koma
saman myndum af mönnunum.
Þegar þær voru birtar, kom nýr
straumur símhringinga úr öllum
áttum, en þrátt fyrir margar ábend-
ingar, fundust mennirnir ekki eftir
þeim leiðum. Bíllinn sást heldur
hvergi og gert var ráð fyrir að hann
hefði jafnvel verið tekinn sundur
eða málaður aftur. Athugað var í
öllum verslunum, sem seldu bíla-
málningu á svæðinu.
Tveimur mánuðum eftir að líkin
fundust og án þess að rannsókninni
miðaði nokkuð, fóru tveir lög-
reglumenn í eftirlíkingunni af hús-
bílnum og hugðust halda þvert yfir
Kanada. Þeir komu við á bensín-
stöðvum og spurðu alla spjörunum
úr og sýndu myndirnar af mönnun-
um tveimur. Þeir komu til Montre-
al, án þess að verða nokkurs vísari.
Jafnframt var gert myndband með
öllum upplýsingum um morðin og
það sýnt í öllum sjónvarpsstöðv-
um, meðósk umupplýsingar. Lögð
var áhersla á mikilvægi þess að
hafa uppi á húsbílnum, því hann
gæti innihaldið þau sönnunargögn,
sem úrslitum réðu.
Enn var mikið hringt og hundruð
manna athuguðu ábendingar, en
þegar ár var liðið, sagði Eastman
fréttamönnum, að ótrúlegt mætti
þykja, að ekkert hefði komið fram,
sem leyst gæti málið. Við erum
nákvæmlega í sömu sporum og
þegar líkin fundust, sagði hann.
EiNU ári og
uðum eftir að fjölskyldurnar tvær
fóru í sumarferð sína, rákust skóg-
arhöggsmenn á afskekktu svæði á
brunnar leifar húsbíls við yfirgefn-
ar skógarhöggsbúðir, nær huldar
trjágreinum. Flakið var aðeins um
20 km frá þeim stað, er bíll Jóh-
nsons fannst.
Gera mátti ráð fyrir að mennirn-
ir hefðu því sést í Blue River, sem
er næsti bær. Nú er að leita að
einhverjum, sem á heima hér um
sióðir, sagði Mike Eastman frétta-
mönnum. Einhver sem til þekkir
hér hefur verið að verki, ekið báðum
bíiunum á staði, þar sem erfitt var
að finna þá.
Bílfundurinn varpaði þó ekki
neinu ljósi á ástæðuna fyrir morð-
unum.
Upprunalega kenningin var sú,
að morðinginn eða morðingjarnir
hefðu ætlað að ræna fólkið og
hirða húsbílinn. Nú var íhugaður
sá möguleiki, að Bentley og John-
son hefðu ekið inn í skóginn til að
veiða í einhverri ársprænunni eða
tína ber, en þá rekist á ræningjana.
Þeir hefðu tekið það til bragðs að
drepa alla, til að ekki yrðu borin
kennsl á þá og þeir kæmust undan.
Önnur kenning var sú að fólkið
hefði yfirgefið bílana til að veiða
eða tína ber, en komið að ræningj-
unum aftur og verið myrt er það
hótaði að fara til lögreglunnar.
Þetta bendir allt til að morðing-
inn sé héðan af svæðinu, fullyrti
Eastman og þar með var rannsókn-
inni beint að smábænum Clearwat-
er. Bestu menn Eastmans komu á
staðinn og athuguðu hvar hver
einasti íbúi hefði verið morðdag-
inn. Þetta var tímafrekt, en sem
betur fór var staðurinn lítill.
Tæknimenn höfðu séð, að öll
verðmæti höfðu verið fjarlægð,
áður en kveikt var í bílunum,
meðal annars utanborðsvélin í bát
Bentleys, en ekki hafði verið gert
opinbert, hvaða hlutir þetta voru,
svo ræningjarnir yrðu ekki of varir
um sig með þá.
Þegar íbúar Clearwater voru
spurðir, hvar þeir hefðu verið
staddir, þegar morðin voru framin,
var einnig innt eftir hvort þeir ættu
CB stöðvar, útvarpstæki, mynda-
vélar, dýran veiðibúnað, utanborös-
vél í bát, skartgripi og hvort þeir
þekktu einhvern, sem boðið hefði
slíka gripi til sölu.
Þetta bar árangur þegar ungur
piltur sagðist hafa keypt segul-
bandstæki af manni á knæpu unt
þetta leyti. Ég hafði á tilfinning-
unni, að það væri illa fengið, sagði
pilturinn, en kjörin voru svo góð,
að ég gat ekki annað en keypt
tækið.
P
ILTURINN átti tækið enn og
afhenti lögreglunni það. Það
reyndist vera tæki Janet og Karen
Johnson. Því miður mundi piltur-
inn aðeins óljóst hvernig sölumað-
urinn var í hátt, eftir 14 mánuði, en
lýsti honum sem um það bil fertug-
unt, lítið eitt gráhærðum og áreið-
anlega ekki íbúa í Clearwater. Ég
hef búið hér alla mína ævi og
kannast við flesta, sagði pilturinn.
Knæpueigandinn kvaðst ekki
muna eftir neinum, sem boðið
hefði hluti til sölu á staðnum, en
sagðist telja að pilturinn hefði bara
verið að draga lögregluna á asna-
eyrunum. Mér var sagt að fyrir um
það bil ári, þegar hann var atvinnu-
laus, hefði hann farið með fullan
bíl af dóti til Vancouver og komið
aftur með fulla vasa af peningum,
bætti hann við.
Þá var farið að athuga feril
náungans með segulbandstækið.
Hann hét David William Shearing
og var 24 ára. Á sakaskrá hans
voru minni háttar brot, glæfralegur
akstur og marijuana.
Ef hann er morðinginn, hvers
vegna hefði hann þá látið okkur fá
tækið af fúsum vilja? spurði lög-
reglumaður.
Hann gæti verið að leiða okkur
á villigötur, svaraði Eastman. Ef__
hann hefur meira af dótinu, ættum
við að geta fundið það. Fengin var
húsleitarheimild og þá kom í Ijós,
að Shearing var farinn til vinnu í
námubænum Chetwynd fyrir
norðan.
P
ANN 19. nóvember 1983
ók lögreglan til Chetwynd, hitti
Shearing fyrir í litlu húsi skammt
frá námunni, sýndi honum leitar-
heimildina og tilkynnti honum, að
hann væri grunaður um morð.
Varla hefði Mark Eastman getað
orðið meira undrandi, þegar David
Shearing tók til máls og bunaði
út úr sér fullri játningu um morð á
tveimur fjölskyldum, sex mann-
eskjum.
Farið var með hann til Kam-
loops, þar sem hann endurtók
játninguna á myndband. Síðan fór
hann með lögreglunni og sýndi
nákvæmlega hvar og hvernig at-
burðirnir höfðu gerst og hann
gengið frá öllu saman. Hann stóð
fast á að hafa verið einn að verki.
Hann hefði ætlað að ræna fólkið,
en vissi ekki hvers vegna hann
hafði drepið það. Sumu af fengnum
hafði hann haldið, en selt annað.
Þetta var um kvöld og þau sátu
við varðeld, sagði hann. Ég skaut
þau með litlum riffli, eitt og eitt í
einu, áður en þau vissu, hvaðan á
þau stóð veðrið.
En Shearing hafði meira í poka-
horninu, þegar hann kom fyrir
réttinn í Kamloops þann 16. apríl
1984. Gert hafði verið ráð fyrir að
hann játaði, en bæri við geðveilu
eða stundarbrjálæði. Hann játaði
hins vegar viðbárulaust og við-
staddir gripu andann á lofti.
Spurður hvort hann gerði sér
grein fyrir hvað glæpurinn væri
alvarlegur, játaði hann og bað
réttinn miskunnar. Hann hefði ver-
ið einn að verki, en eitthvað hefði
skyndilega komið yfir sig, sem
varð til að hann skaut fólkið,
gjörsamlega að ástæðulausu. Það
sá hann aldrei, hvað þá að nokkur
: átök hefðu orðið.
Dómurinn var sex sinnum lífs-
tíðarfangelsi. Eitt slfkt tilvik þýðir
venjulega 25 ár fyrir náðun, en
sexfaldur skammtur útilokar náð-
un með öllu.