Tíminn - 06.09.1987, Síða 12
12 Tíminn
Sunnudagur 6. september 1987
Starfsfólk Þjóðleikhússins i vetur.
Leikhúsin að
taka til starfa
Bylting í
rafgirðingum!
Spennar meö innbyggðu aövörunarkerfi
Nyju spennarnir fra „PEL eru kraftmiklir og geta haldiö uppi spennu ó fjögurra strengja
giröingu allt aö 25 km langri, án teljandi spennufalls. Viövörunarkerfi sýnir meö 2 aövörun-
arljosum þegar spennufall veröur af völdum ónógs jarösambands eöa bilunar í giröing-
unm sjalfri þetta auöveldar mjög allt eftirlit og bilanaleit. Allir eftirtaldir spennar fró PEL
eru samþykktir af Rafmagnseftirliti ríkisins.
Öflugasti spennirinn
á markaöinum, held-
ur uppi spennu d 100
km. löngum vír eöa
25 km. langri fjögurra
strengja giröingu.
Spenna viö 500 OHM
PEL 25 mótstööu 5500
V. Tengdur viö 220V
veiturafmagn.
PEL fyrirtœkiö hefur
einnig hannaö litla
og handhœga
spenna fyrir randbeit
og hesta,þeir ganga
fyrir venjulegum
vasaljósrafhlööum.
Spennirinn er meö
rafhlööum og fer vel í
hnakktösku d feröa-
lögum.
Rafgeymaspennir er
heldur uppi spennu d
16 km. löngum vír
eöa 4 km. fjögurra
strengja giröingu.
Spenna viö 500 OHM
mótstööu er 3900 V
100 amperstunda
geymir endist í 5—8
vikur.
Meöalstþrkur spennir,
heldur uppi spennu á
50 km. löngum vír
eöa 12,5 km. langri
fjögurra strengja
giröingu. Spenna viö
500 OHM mótstööu
5000 V. Tengdur viö
220 V veiturafmagn.
Ennfremur hefur Globus hf. á boöstólum hina þekktu AZOBE rafgiröingarstaura, þanvír
(high tension), strekkjara, hliöhandföng, einangrara og allt annaö sem þarf til rafgirö-
inga.
Hagstœð verð og greiðslukjör
Hafið samband við sölumenn
G/obus/
LÁGMÚLI 5 -108 REVKJAVÍK SÍMI 681555
Nýtt leikár er nú að hefjast
hjá leikhúsum borgarinnar og
kennir þar margra grasa. Leik-
félag Reykjavíkur hefur starf-
semi sína um miðjan september
með því að taka upp tvö verk frá
fyrra ári. Það eru verkin DAG-
UR VONAR eftir Birgi Sigurðs-
son og DJÖFLAEYJAN í leik-
gerð Kjartans Ragnarssonar eft-
ir tveimur bókum Einars Kára-
sonar. Bæði þessi verk voru
sýnd fyrir fullu húsi á síðasta ári
alls um 60 sinnum hvort fyrir sig.
Við hlutverki Tomma í Djöfla-
eyjunni sem Guðmundur heit-
inn Pálsson lék svo eftirminni-
lega, tekur Karl Guðmundsson
sá gamalreyndi leikari.
Nýtt gamanleikrit í
Leikskemmunni við
Meistaravelli
Leikfélag Reykjavíkur verður
áfram með leikskemmuna við
Meistaravelli og eftir áramót
verður tekið þar til sýningar
nýlegt verk eftir systurnar Ið-
unni og Kristínu Steinsdætur,
SÍLDIN KEMUR OG SÍLDIN
FER. Leikrit þeirra systra er
gamanleikur sem var frumsýnt á
síðasta ári hjá Leikfélagi Húsa-
víkur við fádæma undirtektir.
Leikfélagið hefur fengið Valgeir
Guðjónsson til að semja tónlist
og söngtexta við verkið sem má
allt eins kalla söngleik. Mikill
fjöldi leikara og söngvara tekur
þátt í sýningunni, en ekki er enn
búið að ákveða hlutverkaskip-
an.
Þrjú erlend verk f rumsýnd
Pann 22. september verður
frumsýnt í Iðnó það klassíska
verk. FAÐIRINN eftir
STRINDBERG sem fyrst var
sett upp í Danmörku árið 1887.
FAÐIRINN ásamt FRÖKEN
JÚLÍU telst til aðgengilegustu
og vinsælustu verka Strindbergs.
Leikritið er harmleikur í klass-
ískri merkingu þess orðs og
fjallar öðrum þræði um sam-
skipti kynjanna og heiftarlegt
tilfinningauppgjör fjölskyldu og
einstaklinga við sína nánustu.
Þýðinguna hefur Þórarinn Eld-
járn annast og Sveinn Einarsson
leikstýrir. Helstu hlutverk verða
í höndum Sigurðar Karlssonar,
Ragnheiðar E. Arnardóttur,
Jóns Hjartarsonar, Jakobs Þórs
Einarssonar og Guðrúnar
Stephensen.
HREMMING eftir BARRIE
KEEFE verður frumsýnt í okt-
óber og er það í fyrsta sinn sem
verk eftir það unga breska leik-
skáld er sýnt hérlendis. Verk
hans hafa verið sett upp víða á
liðnum árum og vakið mikla og
verðskuldaða athygli ásamt því
að vinna til eftirsóttra verð-
launa. HREMMING lýsir því er
ungur ráðvilltur skólapiltur, sem
hvergi á höfði sínu að halla í
tilfinningalausu og sjálfsánægðu
velferðarþjóðfélagi nútímans.
Hann heldur tveimur kennurum
sínum og skólastjóra í gíslingu
og hótar þeim lífláti ef ekki
verður farið að kröfum hans,
sem hann sjálfur veit síst hverjar
eru.
Þýðandi og höfundur söng-
texta er Karl Ágúst Úlfsson og
leikstýrir hann einnig. Leikend-
ur eru Helgi Björnsson, Harald
G. Haraldsson, Inga Hildur
Haraldsdóttir og Guðmundur
Ólafsson.
Þriðja erlenda verkið hefur
hlotið íslenska heitið AL-
GJÖRT RUGL í þýðingu Birgis
Sigurðssonar. Það ereftirungan
bandarískan höfund, Christoph-
er Durang sem telst í hópi aílra
athyglisverðustu leikritahöf-
unda vestra um þessar mundir.
Verk hans hafa vakið gífurlega
athygli og vinsældir. Öll eru
verk hans flokkuð sem gaman-
leikir eða svo kallaðar „svartar
kómedíur". Ekkert verður látið
uppi um efni verksins annað en
að um óborganlegan gamanleik
er að ræða.
Þegar líða tekur á leikár Leik-
félags Reykjavíkur verður frum-
sýnt nýtt íslenskt verk sem kynnt
verður síðar.
Rómúlus mikli,
Brúðarmyndin og
Vesalingarnir í
Þjóðleikhúsinu
RÓMÚLUS MIKLI verður
fyrsta verk Þjóðleikhúsins á
þessu leikári, frumsýnt þann 19
september. RÓMÚLUS MIKLI
er gamanleikur eftir svissneska
leikskáldið Friedrich Dúrren-
matt, en þetta verk vakti fyrst
athygli á honum. Þar segir frá
Rómúlusi hinum huglausa keis-
ara Rómverja. Hann hefur
megnustu andstyggð á valdbeit-
ingu og hefst ekki að meðan
óvinirnir nálgast, og ekki nennir
hann að flýja af hólmi. Hann
ákveður að gerast kjúklinga-
bóndi til að halda mannlegri
reisn og heldur lífi fyrir bragðið.
Rúrik Haraldsson fer með hlut-
verk Rómúlusar og Gísli Hall-
dórsson leikstýrir.
Guðmundur Steinsson á nýtt
verk á fjölunum í vetur sem ber
nafnið BRÚÐARMYNDIN og
verður frumsýnt í október. Um
er að ræða nútímaverk um nú-
tímafólk andspænis veruleika og
blekkingu, og enn sem fyrr mun
Guðmundur hræra upp í tilfinn-