Tíminn - 06.09.1987, Page 13
Sunnudagur 6. september 1987
Tíminn 13
ingum áhorfenda. Fyrir réttu ári
var verkið leiklesið á miklu leik-
skáldaþingi í Eugene 0‘Neill-
miðstöðinni í Bandaríkjunum
og vakti óskipta hrifningu þeirra
sem þar voru viðstaddir. Aðal-
hlutverk verða í höndum Erlings
Gíslasonar, Kristbjargar Kjeld,
Guðnýjar Ragnarsdóttur og
Halldórs Björnssonar. Stefán
Baldursson leikstýrir.
VESALINGARNIR, söng-
leikur gerður eftir samnefndri
skáldsögu Victors Hugo verður
frumsýndur á milli jóla og nýárs.
Þessi söngleikur hefur gengið í
tvö ár fyrir fullu húsi í London
og var nýlega settur upp á
Broadway og er þar uppselt
marga mánuði fram í tímann.
Um er að ræða stórsöngleik eða
Rokkóperu sem hlotið hefur
einkunnina „snilldarverkið með
stóra hjartað". Um þrjátíu
leikarar og söngvarar koma fram
í sýningunni og má þar nefna
Egil Ólafsson, Jóhann Sigurðar-
son, Sigurð Sigurjónsson, Sverr-
ir Guðjónsson, Aðalstein
Bergdal, Eddu Heiðrúnu
Backman, Sigrúnu Waage,
Eddu Þórarinsdóttur og Lilju
Þórisdóttur. Böðvar Guð-
mundsson sá um þýðingu og
leikstjóri er Benedikt Árnason.
Sam Shepard í mars
A LIE OF THE MIND er
glænýtt leikrit eftir eitt fremsta
Hluti leikara Leikfélags Reykjavík-
ur samankominn á fyrsta starfsdegi.
leikskáld Bandaríkjamanna
Sam Shepard. Þjóðleikhúsið
hyggst frumsýna það í mars, en
verkið hefur ekki enn hlotið
íslenskt heiti. Það er Úlfur
Hjörvar sem sér um þýðingu og
Gísli Alfreðsson leikstýrir.
Shepard er Pulitzer- verðlauna-
hafi og hefur samið yfir 40
leikrit. Pekktust þeirra eru Barn
í garðinum (Buried Child), Tru
West og Fool for Love, en
síðasttalda verkið hefur verið
kvikmyndað og nýlega sýnt hér-
lendis. Þá samdi Shepard hand-
ritið að kvikmyndinni Paris
A LIE OF THE MIND er
ástaróður sem er í senn ofsa-
fengið og bráðfyndið og lýsir
samskiptum foreldra og sona,
eiginkvenna og eiginmanna á
þann hátt sem honum er einum
lagið. Gagnrýnendur í New
York útnefndu það sem besta
leikrit ársins 1986.
Seinni hluta Ieikársins setur
Þjóðleikhúsið upp FJALLA-
EYVIND, meistaraverk Jó-
hanns Sigurjónssonar sem allir
íslendingar þekkja og þarf vart
að kynna. Leikstjóri verður
Bríet Héðinsdóttiren hlutverka-
skipan hefur ekki enn verið
ákveðin. í apríl verður
LYGARINN eftir hinn ítalska
Moliére sett á svið og hefur
Þjóðleikhúsið fengið til liðs við
sig, víðfrægan ítalskan leikstjóra
Giovanni Pampiglione. Lygar-
inn er miskunnarlaus farsi um
erkilygarann og kvennaflagar-
ann Lelio, sem er svo heillandi
að enginn stenst honum
snúning, hversu ósennileg sem
lygin er.
Hlíf Svavarsdóttir nýr
listdansstjóri
íslenska dansflokksins
íslenski dansflokkurinn gerði
stormandi lukku s.l. vor með
þeirri gáskafullu sýningu ÉG
DANSA VIÐ ÞIG. Það verður
tekið upp aftur nú í haust, en
aðeins sex sýningar eru fyrirhug-
aðar. Hlíf Svavarsdóttir hefur
verið ráðinn listdansstjóri
flokksins, en Hlíf hefur starfað
og búið í Hollandi undanfarin
ár. í nóvember mun Hlíf fá til
liðs við sig Angelu Lindsen frá
Hollandi og munu þær setja upp
sýningu með flokknum. í febrú-
ar er síðan fyrirhuguð frumsýn-
ing hjá flokknum, en ekki enn
verið ákveðið hvaða verkefni
verður fyrir valinu.
Barnaleikrit Þjóðleikhúsins
verður HVAR ER HAMAR-
INN eftir Njörð P. Njarðvík og
hefur hann samið og byggt verk-
ið á Þrymskviðu. Um er að ræða
sprellfjörugan gleðileik þar sem
ségir af för Þórs þrumugoðs í
dulargervi á fund Þryms til að
endurheimta hamarinn góða.
Loks má geta tveggja ís-
lenskra verka sem sett verða
upp á litla sviðinu, annað eftir
Ólaf Hauk Símonarson sem ber
nafnið BÍLAVERKSTÆÐI
DADDA. Hitt er eftir Þorvarð
Helgason og nefnist KVENNA-
FÁR. BD
KAUPFÉLÖGIN OG
BÚNADARDEILD
ARMÚLA3 REYKJAVlK SlMI 38900
Moksturstæki
TRIMA
ýyy%4
NÝ "
á a/lar vélar
%
A
k.
• Nýtist með eða án jafnstöðuarma - sama tækið!
• Fljóttengd - tvívirk lyfta - tvívirk skófla og hraðlosun.
• Losunarhæð við skóflutengi 3,4 metrar.
• Lyftigeta frá ca. 100 í yfir 2000 kg.
• Á allar gerðir dráttarvéla.
• Einn lipur stjórnarmur.
• Fljóttenging skóflu og tækja.
$TRIMA
™ Bergsjö Trima AB
BOYTHORPE
Fóðurturnar og vélbúnaður
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið
BÆND UR
Munið að umsóknarfrestur
vegna stofnlána rennur út
15. september.
Veitum allar upplýsingar og fyrirgreiðslu