Tíminn - 09.09.1987, Blaðsíða 1
' . , , , , r\ • r * ■ \ . . , , . . w
Steingrimur Hermannsson utanrikisraöherra ræðir hvalamalio vestra:
Reynir að koma
viti fyrir Kana
Steingrímur Hermannsson utanrík-
isráðherra mun hitta bandarísk yfir-
völd að máli á næstu dögum, þar
sem hvalveiðimálið verður rætt. Við-
ræðurnar fara að öllum líkindum
fram í Ottawa í Kanada, en Stein-
grímur hélt þangað í gær á alþjóð-
lega ráðstefnu frjálslyndra flokka.
Hefur utanríkisráðherra gefið kost á
viðræðunum þrátt fyrir aðrar erinda-
gerðir þar vestra. Mun Steingrímur
ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er
komin í samskiptum þjóðanna
tveggja, við fulltrúa Bandaríkja-
stjórnar. Heimildir Tímans herma að
við munum alls ekki gefa eftir í
þessu máli, jafnvel þó ekki verði af
veiðum á sandreyði þetta árið.
Sjá bls. 5
Utanríkisráðherra lætur hætta undirbúningi á Vellinum:
Framkvæmdum frestað
Tíminn hefur eftir öruggum heimildum að
Steingrímur Hermannsson, utanríkisráð-
herra, hafi á mánudagskvöld ákveðið að
fresta svokölluðum forúthlutunarfundi um
framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Rök-
semdir utanríkisráðherra munu hafa verið
þær, að hér ríkti svo mikil spenna í efnahags-
málum, að óhjákvæmilegt væri fyrir okkur
að skoða þau mál betur. Þessi stöðvun
utanríkisráðherra á undirbúningi fram-
kvæmda á Vellinum vakti strax grunsemdir
um, að meira lægi á bak við en þenslan í
þjóðfélaginu. Þessi ákvörðun utanríkisráð-
herra mun þegar vera komin til Washington
og vera á borðum þar. Þennan úthlutunar-
fund átti að halda í lok þessarar viku. Ekkert
liggur fyrir um hvenær fundurinn verður
haldinn, en Ijóst er að utanríkisráðherra
hefur frestað öllum fyrirhuguðum fram-
kvæmdum á Keflavíkurvelli um óákveðinn
tíma um sama leyti og hann heldur til
Bandaríkjanna til viðræðna um hvalveiðar
íslendinga.