Tíminn - 09.09.1987, Blaðsíða 2
2 Tímirin
Miðvikudagur 9. september 1987
Slysatryggingar almannatrygginga:
Slysabætur til bílstjóra
hækka langt umf ram aðrar
- Bætur til bílstjóra nálgast ört bætur allra annarra launþega
Slysabætur vegna bifreiðastjóra
eru stöðugt að verða stærri hlutur af
útgjöldum slysatryggingadeildar
Tryggingastofnunar ríkisins. Bóta-
greiðslur slysatrygginganna vegna
slasaðra bifreiðastjóra (í vinnu eða
að og frá vinnu) námu um 22,3
milljónum króna á síðasta ári,
samanborið við 34,5 milljónir vegna
slysa á öðrum launþegum en sjóm-
önnum (en um sjómenn gilda allt
aðrar bótareglur en aðra launþega).
Af heildarbótagreiðslum til ann-
arra en sjómanna fóru í fyrra 30%
til bílsjóra einna. Bætur vegna slas-
aðra bifreiðastjóra höfðu þá hækkað
úr um 6,3 millj. í 22,3 millj. kr., eða
um 250% frá 1983 á sama tíma og
slysabætur til annarra en bílstjóra og
sjómanna hækkuðu úr 18,6 í 34,5
millj. kr. eða nokkru minna en
verðbólgan á sama tíma.
Af þessum rúmlega 22,3 milljón-
um voru örorkubætur greiddar í
einu lagi (örorka undir 50%) um 5,4
millj. kr., dánarbætur og barnalíf-
eyrir vegna andláts um 5,9 milljónir,
örorkulífeyrir um 2,2 millj. kr.
sjúkrahúsvist um 3 milljónir, tann-
viðgerðir 660 þúsund og dagpening-
ar um 4,2 millj. króna. Dagpeningar
greiðast hafi viðkomandi verið
óvinnufær í 10 daga og voru þeir um
390 kr. á dag um síðustu áramót auk
84 kr. fyrir hvert barn á framfæri.
Parna gæti því verið um að ræða
dagpeninga fyrir samtals í kringum
10.000 daga, þ.e. eftir fyrstu 10
dagana frá vinnu í hverju slysatil-
felli.
Heildarbótagreiðslur slysatrygg-
inganna á síðasta ári námu um 135,5
milljónum króna, samkvæmt reikn-
ingum Tryggingastofnunar. Par af
námu bætur til sjómanna tæplega 61
Þrír stjórnarmeðlimir íslensku hljómsveitarinnar, þeir Ásgeir Sigurgestsson, gjaldkeri, Guðmundur Emilsson,
stofnandi og stjórnandi og Sigurður I. Snorrason, ritari, kynntu „Námur“ fyrir blaðamönnum í gær.
Tímamynd: Gunnar
íslenska hljómsveitin með tónleikaröð:
Veríc um tiltekin
tfmabil sögunnar
Islenska hljómsveitin mun laugar-
daginn 28. nóvember hcfja margra
missera áætlun með frumflutningi
Kristjáns Jóhannssonar, óperusöng-
vara og Islensku hljómsveitarinnar,
undir stjórn Guðmundar Emilsson-
ar, á tónverki eftir Þorkel Sigur-
björnsson við frumort ljóð Sigurðar
Pálssonar. Einnig verðursýnt mynd-
verk eftir Gunnar Örn Gunnarsson.
Með þessum frumflutningi hleypir
hljómsveitin af stokkunum glæsilegri
tónlcikaröð og menningarátaki sem
undirbúin hefur verið af kostgæfni
og verður kynnt undir nafninu
„Námur“ og fjallar um tiltekin brot
úr íslandssögunni, „ýmist stórat-
burði eða daglegt líf, söguhetjur eða
Norræn myndlist
og fjölmiðlun
Myndlist í fjölmiðlum var heiti
ráðstefnu sem Norræna myndlistar-
bandalagið hélt hér á landi í byrjun
mánaðarins og voru þar mættir full-
trúar hinna fimm íullvalda Norður-
landa og Sama, auk áheyrnarfuiltrúa
frá Færeyjum, Grænlandi og
Álandseyjum.
Var á ráðstefnunni rætt um leiðir
til að greiða aðgang myndlistar-
manna að fjölmiðlum, þó sjónvarps-
miðlar hafi greinilcga átt hug lista-
mannanna allan. í niðurstöðum ráð-
stefnunnar eru norrænar sjónvarps-
stöðvar hvattar til að auka umfjöllun
sína um inyndlist og myndlistar-
menn.
t>á var aðalfundur Norræna mynd-
listarbandalagsins haldinn á Selfossi
dagana 5. og 6. september og var
Gunnar Bay frá Danmörku kjörinn
formaður í stað Thorstein Rittun frá
Noregi. Á fundinum var ákveðið að
Færeyingar fengju aðild að banda-
laginu, „með fyrirvara vegna aukins
kostnaðar og fjárhagsstöðu banda-
lagsins.“-phh
milljón króna. Þar af voru kaup og
aflahlutur nær 36 millj. króna, en
vegna þeirra borga slysatryggingarn-
ar fullan aflahlut í stað framan-
greindra dagpeninga til annarra
launþega. Athyglisvert er aðörorku-
bætur og örorkulífeyrir til sjómanna
var um helmingi lægri upphæð en til
bílstjóra.
Slysabætur til annarra launþega
en sjómanna voru 34,5 millj. kr., þar
af um 11,3 millj. í dagpeninga og 8,5
millj. í örorkubæturog lífeyri. Slysa-
bætur vegna bænda, maka þeirra og
barna voru um 7,3 millj. Þá námu
bætur til íþróttamanna um 3,7 millj.
króna, eða meira en 10. hluta bóta
allra launþega annarra en sjómanna
og bílstjóra.
Um fjórðungur bóta til íþrótta-
manna var vegna viðgerða á brotn-
um tönnum. Samtals námu greiðslur
slysatrygginganna vegna tannvið-
gerða urn 5,3 milljónum króna á
síðasta ári og greiðslur vegna gerfi-
lima og gerfitanna voru um 3,9
milljónir króna.
Heildarupphæð greiddra dagpen-
inga var um 27,6 milljónir kr. á
árinu. Dagpeningar til slasaðra bíl-
stjóra hafa því verið nær 6. hluti
heildargreiðslnanna.
Slysatryggingarnar eru fjármagn-
aðar með iðgjöldum frá atvinnurek-
endum, sem námu tæplega 160 millj-
ónum króna á síðasta ári. -HEI
Rólegur og indæll
fundur í borgarráöi:
Opnunar-
tíminn
saltaður
Það var frckar rólegur og
indæll fundur í borgarráði í gær.
Menn áttu jafnvel von á átökum
vegna ákvörðunar um opnunar-
tíma verslana, ákvörðun um
hvort byggja skyldi ráðhús við
enda tjarnarinnar eður ei, og
vegna tillögu minnihlutans um
endurskoðun á launakjörum
þeirra er starfa á dagvistarstofn-
unum, úmönnun sjúkra og ald-
raðra.
Ákvörðun um opnunartíma
verslana og byggingu ráðhúss var
frestab til næsta borgarstjórnar-
fundar. Hins vegar var mikið rætt
um dagvistarvandann og voru
borgarráðsmenn sammála um að
sérstakt átak þyrfti að gera til að
ráða bót á þeim mikla vanda sem
blasti við.
lnn á fundinn barst bréf frá
samtökum foreldrasamtaka í
Reykjavík til borgarráðsmanna
þar sem ítrekuð er fyrri áskorun
samtakanna þar scm óskað var
eftir úrbótum í dagvistunarmál-
um. Samtökin lýstu stuðnir.gi við
framkomna tillögu minnihlutans
í borgarstjórn um að launamál
verði tekin til endurskoðunar.
Eiginleg afgreiðsla tillögunnar
fór ekki fram á fundinum, en
borgarráðsmenn lýstu vilja sínum
til þess að finna í sameiningu
leiðir til lausnar á vandanum. Því
má gera ráð fyrir að dagvistarmál
verði til umræðu aftur á næsta
borgarráðsfundi. Þá gætu einnig
legið fyrir tillögur um einhverjar
úrbætur frá stjórn dagvista.
-HM
almúgafólk. Ljóðskáld, tónskáld og
myndlistarmenn, nema þjóðararfinn
líkt og málm úr jörðu og beina
sjónum að honum á öld sterkra
erlendra menningaráhrifa. Lista-
verkum þcirra er ætlað að túlka
óblíða náttúru landsins, og glímu
mannsins við hana og sjálfan sig“
segir í fréttatilkynningu íslensku
hljómsveitarinnar.
Stjórnandi og stofnandi íslensku
hljómsveitarinnar er Guðmundur
Emilsson, sem á laugardaginn fékk
afhent bjartsýnisverðlaun Bröste í
smábænum Lyngby í Danmörku.
Borgarstjórinn í Lyngby, Kai Aage
Örnskov aflienti Guðmundi risa-
stóra ávísun upp á 30 þúsund dansk-
ar krónur og sagði að bjartsýnisvið-
horf Guðmundar sýndi sig best í
stofnun íslensku hljómsveitarinnar.
Það er líka að öllum líkindum
hárrétt, því þessi sex ára gamla
stórsveit er rekin með aðeins 12%
ríkisstyrki og afganginn á framlögum
sem stjórn sveitarinar kríar út hér og
þar. Stofnskuld hljómsveitarinnar,
tvær milljónir króna, er þó alltaf til
staðar. Hins vegar er hún rekin
hallalaust, með fjármagnskostnaði.
Námur verða síðan kynntar jafn-
óðum og þær gerast. -SOL
Haustverkin:
Réttað á mörgum
stöðum á næstunni
Fyrstu réttir haustsins eru þegar
byrjaðar. Réttað var í Hrútatungu-
rétt í Hrútafiröi síðasta sunnudag
og um og eftir næstu helgi verður
réttað á mörgum stöðum í Húna-
vatnssýslum, Skagafirði og víðar.
Um næstu helgi verður m.a.
réttað í Húnavatnssýslum í Undir-
fellsrétt í Vatnsdal, Valdarásrétt
og Víðidalstungurétt í Víðidal,
Stafnsrétt í Svartárdal, Miðfjarðar-
rétt í Miðfirði, Skarpatungurétt í
Vindhælishreppi og Áuðkúlurétt í
Svínadal.
í Skagafirði verður réttað um
helgina í Skarðarétt í Gönguskörð-
um, Sifrastaðarétt í Akrahreppi og
í Laufskálarétt í Hjaltadal. I Suð-
ur-Þingeyjarsýslu verður réttað um
helgina í Hraunsrétt í Aðaldal, í
Hnappadalssýslu í Kaldárbakka-
rétt í Kolbeinsstaðahreppi.
Mánudaginn 14. september
verður svo réttað i Brekkurétt í
Norðurárdal og Fljótstungurétt í
Hvítársíðu í Mýrasýslu, Reynis-
staðarétt í Skagafirði og Fellsenda-
rétt í Miðdölum Dalasýslu.
Þeir borgarbúar sem vilja kom-
ast í réttir á þessu hausti nálægt
Reykjavík, verða að bíða til laug-
ardagsins 19. septemberþegarrétt-
að verður í Heiðarbæjarrétt í Þing-
vallasveit, Húsmúlarétt við Kolvið-
arhól, Nesjavallarétt í Grafningi
og Kaldárrétt við Hafnarfjörð.
Sunnudaginn 20. september verður
síðan réttað í Fossvallarétt við
Lækjarbotna. ABS
Slátrun að hefjast
Haustslátrun sauðfjár er nú að
hefjast af fullurn krafti oghefst m.a
á Sauðárkróki og í Borgarnesi í
dag.
Sigurjón Gestsson sláturhús-
stjóri á Sauðárkróki sagði að 1800
kindum yrði slátrað að meðaltali á
dag á Sauðárkróki miðað við að
slátrun lyki 9. október en búast má
við að slátrun Ijúki þó ekki fyrr en
um miðjan ntánuðinn.
Hcldur minna er jafnað niður á
hvern dag í haust en undanfarin
haust því meðaltalið hefur verið
nær 2200 kindur á dag. Ástæða
þess að minna er jafnað niður á
hvern dag er sú að misjafnlega
hefur gengið að fá fólk til að vinna
á sláturhúsinu. Til þess að ná
fullum afköstum þurfa að vinna
130 manns en útlit er fyrir að um
100 manns vinni í sláturhúsinu á
Sauðárkróki í haust. Fyrstu göng-
um og smölunum var flýtt nokkuð
frá því sem venja hefur verið í
Skagafirði að sögn Sigurjóns.
Gunnar Aðalsteinsson slátur-
hússtjóri í Borgarnesi sagði að
áætlað væri að slátra um 2200 fjár
á dag þegar allt væri komið í fullan
gang, en í dag verður slátrað 1000
fjár. Það er heldur minna en
undanfarin haust því þá hefur með-
altalið verið 2400 til 2500 á dag.
Alls er áætlað að slátra 62 þúsund-
um fjár í Borgarnesi í haust. þar af
er aðeins lítill hluti fullorðið fé.
Hundrað og þrjátíu manns hafa
hafið störf í sláturhúsinu í Borg-
arnesi en 170 manns þyrftu að
vinna í sláturhúsinu til þess að það
nái fullum afköstum. Sumarslátrun
var í Borgarnesi fjórum sinnum
síðla sumars og var milli 25 og 30
lömbum slátrað í hvert skipti.
ABS