Tíminn - 09.09.1987, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 9. september 1987
Fjárlagagerö ríkisstjórnarinnar:
„Það sem var fyrst og fremst á
dagskrá var að við lögðum fyrir
ríkisstjórn stórar spurningar til pólit-
ískrar ákvörðunar áður en lengra
verður haldið. Það var markmið
ríkisstjórnarinnar um að minnka
hallann í ríkisfjármálum. Ég hef sett
mér það markmið við þessa fjárlaga-
gerð að draga verulega úr þessum
halla og markmiðið á að vera að
draga hann niður í hálft prósent af
vergri landsframleiðslu, þ.e. tölur
einhvers staðar á bilinu 12-13 hundr-
uð milljónir á þcim verðlagsforsend-
um sem við erum með,‘" sagði Jón
Baldvin Hannibalsson, fjármálaráð-
herra eftir ríkisstjórnarfund í gær,
þar sem m.a. var rætt um fjárlaga-
gerð.
„Það er einfalt mál að ná þessu
fram. Annars vegar með því að
halda verulega í við vöxt ríkisút-
gjalda og hins vegar með því að afla
n'kissjóði aukinna tekna í samræmi
við þá stefnumörkun sem kemur
fram í starfsáætlun ríkisstjórnarmn-
ar um það. Stóru málin í því eru
auðvitað þær róttæku breytingar sem
boðaðar hafa verið á söluskatti,
þ.e.a.s. að fækka verulega undan-
þágum. Síðan var farið yfir nokkur
stefnumótandi nýmæli við þessafjár-
lagagerð,"" sagði Jón Baldvin enn-
fremur.
Sem dæmi um nýmælin nefndi Jón
breytingar á verkaskiptingu rfkis og
sveitarfélaga, þar sem gerðar eru
tillögur um að farið verði eftir tillög-
um sem liggja fyrir og samkomulag
verið um. Fyrsta skrefið yrði þá
stigið í þessa átt með þessum fjárlög-
um og annað með næstu fjárlögum.
Annað nýmæli væri kerfisbreyting á
starfsemi ýmissa stofnana sem nú
eru rekin af ríkissjóði. Annars vegar
væru breytingarnar í því fólgnar að
breyta stöðu þeirra, gera þær sjálf-
stæðari eða að sjálfseignarstofnun-
um og hins vegar að margar stofnanir
verðleggi þjónustu sína nær fram-
leiðslukostnaðarverði.
„Einnig var rætt ítarlega um láns-
fjárlög og um nauðsyn þess að smíða
ný tæki til að ná betur fram mark-
miðum stjórnvalda, bæði til inn-
streymis erlends fjármagns og fyrir
innlendan lánsfjármarkað. Þar eru
ýmsar breytingar á döfinni og þá
aðallega til að draga úr sjálfvirkri
ríkisábyrgð á fjárfestingalánasjóð og
breyta núverandi kerfi á innstreymi
erlends fjármagns," sagði Jón
Baldvin.
„Að sjálfsögðu var rætt aftur um
sölu ríkisfyrirtækja. En þar erum við
að ræða um fleira en sölu. Uppi eru
hugmyndir um að ríkið geri auknar
kröfur um arðscmi fyrirtækjanna. í
annan stað munum við setja niður
samstarfshóp á vegum fjármálaráðu-
neytisins og hinna ýmsu íagráðu-
neyta sem stofnanirnar og fyrirtækin
heyra undir til að móta stefnuna
betur. Það þarf að leggja mikla
vinnu í mat á þessum eignum, því
það er alls ekki ætlunin að gefa
þetta, heldur á þetta að lúta fyrir-
fram mótuðum rcglum um aukna
hagkvæmni og arðsemi í tslensku
atvinnulífi. Um leið er dregið úr
ríkisforsjá þar sem hún á ekki
heima" sagði Jón ennfremur.
Fyrir liggja tillögur um hvernig ná
eigi niður halla ríkissjóðs í rúman
milljarð króna. Rætt verður betur
við fagráðherra sem eiga frekari
útgjaldaóskir við fjármálaráðherra.
Vonast cr til að endanleg ákvörðun
liggi fyrir á ríkisstjórnarfundi á
þriðjudag.
„Niðurskurðurinn á ríkisútgjöld-
um bitnar víða, því við erum réttlátir
Halldór Asgrímsson fertugur
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra varð fertugur í gær. Fjöldi
gesta heimsótti ráðherrann og færði honum góðar gjafir. Troðfullt var út
úr dyrum á meðan Halldór tók á móti gestum. Fluttar voru ræður
afmælisbarninu til heiðurs. Meðal þeirra sem fluttu ræðu var forsætisráð-
herra, Þorsteinn Pálsson. Líkti hann Halidóri við hvalinn og sagði bæði
hann og hvalinn komast þangað sem þeir ætluðu sér. Halldór þakkaði
gestum og vitnaði þá til orða Þorsteins og sagði að ekki væri alltaf hollt,
hvorki fyrir hann né hvalinn að komast þangað scm þeir ætluðu sér.
Meðal gjafa sem Halldóri voru færðar, var þetta málverk, sem er gjöf
frá framsóknarfélögunum í Reykjavík, Sambandi ungra framsóknar-
manna, Tímanum og dyggum stuðningsmönnum framsóknarfélaganna.
Kristinn Finnbogason framkvæmdastjóri Tímans afliendir hér afmælis-
barninu málverkið.
Tímamynd Pjetur
Félag starfsfólks í húsgagnaiönaði:
Vinnustöðvun yfirvofandi
Félag starfsfólks í húsgagnaiðnaði
hefur boðað til verkfalls þann 15.
september hafi ekki náðst samkomu-
lag við VSÍ um gerð fastlaunasamn-
ings fyrir þann tíma. Að sögn Krist-
björns Árnasonar, formanns félags-
ins var um það samið í febrúarsamn-
ingunum að aðilar skuli ganga frá
fastlaunasamningi á tímabilinu
l.mars til 1. september. Það hafi
hins vegar ekki verið gert ,þrátt fyrir
tilraunir félagsins til að ganga til
samninga við VSÍ og því sé heimilt
að segja samningum upp frá 1.
september með tveggja vikna fyrir-
vara. Þetta hafi verið gert og jafn-
framt hafi verið boðað til vinnu-
stöðvunar þann 15. september.
Sagði Kristbjörn að framkvæmd
hefði verið launakönnun á vegum
Kjararannsóknarnefndar þann 15.-
28. mars sl. og sé kröfugerð félagsins
byggð á niðurstöðu hennar, en þar
kom m.a. fram að meðallaun í
félaginu eru um 350 kr. á klukku-
stund. Yrði að taka mið af hversu
mikið álag væri á starfsfólk og eins
að framleiðni í iðnaðinum hefði
aukist mjög mikið.
Þórarinn V. Þórarinsson frkst.
VSÍ sagði að þessi verkfallsboðun
væri merki um hina auknu sérhyggju
í verkalýðshreyfingunni. Húsgagna-
iðnaðurinn hefði ekki efni á að
borga hærri laun og allt tal unt að
miða kröfucerð við ákveðin með-
allaun í félagi sem hefði bæði faglært
og ófaglært starfsfólk innan sinna
vébanda væri út í loftið. Húsgagna-
iðnaðurinn hefði ekki safnað digrum
sjóðum og ef fyrirtæki stæði anrjars
vegar frammi fyrir því að fara á
hausinn vegna verkfalls eða ganga til
óraunhæfra samninga, veldu flest
eflaust fyrri kostinn.
Samningsaðilar funduðu í gær og
voru hæfilega bjartsýnir um árangur.
-phh
Jón Baldvin Hannihalsson fjáimála-
ráðherra.
menn. Það er ekkert einfalt svar til
við þessu. Því er hins vegar ekki að
neita að talsmönnum landbúnaðar-
mála finnst kannski að þeirra hlutur
verði of stór. Ég hef gert tillögu um
að sjávarútvegurinn fái ekki endur-
grciddan sinn söluskatt, þaðer rétt,“
sagði Jón Baldvin og aðspurður unt
hvort sú tillaga hefði mætt mikilli
mótspyrnu, svaraði hann: „Það var
a.m.k. enginn fögnuður."
Um er að ræða a.m.k. einn milljarð
króna. _sÓL
Viðræður
VMSÍ við
VSÍ og
VMS hafnar
Fyrsta fundi Verkamannasam-
bandsins og Vinnuveitcndasam-
bandsins og Vinnumálasambands
samvinnufélaganna lauk um hádegi
í gær. Að sögn þeirra Guðmundar J.
Guðmundssonar formanns VMSÍ og
Þórarins V. Þórarinssonar frkst. VSí
var þessi fundur gagnlcgur og málin
reifuð. Sagði Þórarinn að vilji hefði
komið fram af hálfu beggja aðila, að
reyna að semja á grundvelli kaup-
máttar frentur en krónutölu, en
hvort það tækist fyrir áramót væri
erfitt um að segja. Hins vegar ljóst
að menn væru að tala unt mjög litlar
breytingar.
VMSÍ lagði fram kröfugerð þá
sem samþykkt var á sögufrægri for-
mannaráðstefnu sambandsins um
síðustu helgi, en aðilar urðu sam-
mála um að setja á stofn vinnunefnd
sem starfaði á milli funda og hennar
hlutvérk fyrst í stað væri að skoða
hver þróun launamála hefði orðið
frá síðustu samningum. Næsti fund-
ur aðila verður kl. 14 næsta þriðju-
dag.
Sagði Þórarinn að viðsemjendur
VMSÍ hefðu gert kröfu til að fá að
vita fyrir hverja Verkamannasam-
bandið væri raunverulega að semja,
nú eftir að 11 verkalýðsleiðtogar
gengu af fundi um síðustu helgi og
lægi það vonandi fyrir á næsta fundi.
Guðmundur J. Guðmundsson sagði
að hann væri þegar byrjaður að ræða
við forystumenn áðurnefndra félaga
til að reyna að ná sáttum, en ákveðin
svör hefðu aðeins borist frá Vöku á
Siglufirði og Árvakri á Eskifirði, en
þau félög ætla ekki að semja með
VMSÍ. Hins vegar væri hljóðið mis-
jafnt í áðurnefndum forystumönn-
um og ómögulegt að segja hvernig
mál muni þróast. -phh
Er þér annt
um líf þitt
og limi