Tíminn - 09.09.1987, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 9. september 1987
Lausn hvalveiðimálsins virtist í augsýn:
Bandaríkjamenn sviku
óformleg loforð sín
„Það er alls ekki rétt sem komið
hefur fram að það sé búið að
ákveða að hætta hvalveiðum. Það
hefur enginn ákvörðun verið tekin
nema að við ætlum að verða við
þeim tilmælum að við bjóðum upp
á viðræður við Bandaríkjastjórn
um málið. Það hefur verið stungið
upp á Kanada sem viðræðustað, en
þegar við tókum ákvörðun um
þetta á sínum tíma í ríkisstjórn-
inni, þá kom fram í þeirri ákvörðun
að við værum tilbúnir til viðræðna
og samráðs við aðrar þjóðir um
þessa ákvörðun okkar og við það
munum við standa" sagði Halldór
Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra
eftir sjö klukkustunda langan ríkis-
stjórnarfund sem haldinn var í gær.
Halldór sagðist ekkert vilja segja
um hvort til greina komi að hætta
hvalveiðunum, en sagði að málið
væri komið á mjög alvarlegt stig og
því væri best að segja sem minnst
á þessu stigi og bíða átekta í tvo til
þrjá daga.
„Það hefur alltaf skipt megin-
máli hver framtíð hvalveiðanna
yrði. Á það hefur verið lögð
áhersla og hvert skref í málinu
hefur verið þáttur í því. Þetta er
ekki spurning um tuttugu hvali eða
fjörutíu. Þetta er spurning um
hvort við getum komist að þeim
niðurstöðum sem við höfum ætlað
okkur að komast að með rannsókn-
aráætlunum okkar, þannig að við
getum tekið ákvörðun til lengri
tíma“ sagði Halldór ennfremur.
Halldór sagðist ekki vita til þess
að svar Bandaríkjastjórnar um
fundartíma ríkjanna tveggja hefði
borist íslenskum stjórnvöldum, en
sagði að það yrði að gerast á næstu
dögum. Hann sagði að viðræður
við Japana um kaup þeirra á hval-
kjöti héðan væru á döfinni, í Ijósi
þess sem nú hefði gerst.
„Komið hefur fram að það er
mikil hætta á að Bandaríkjamenn
leggi fram staðfestingarkæru á Is-
lendinga. Það hefur legið í loftinu
í langan tíma, þó svo að við höfum
vonast til þéss að af því yrði ekki
og við höfum viljað koma í veg
fyrir það. Við förum í þessar
viðræður ef af þeim verður, og á
meðan verður ekki veitt.
Það þýðir ekkert að segja ef
þetta gerist og ef hitt gerist. Við
höfum barist í þessu máli á undan-
förnum árum. Við höfum barist
fyrir réttum málstað og munum
halda því áfram. Hitt er annað mál
að við höfum alltaf vitað að and-
staðan er öflug og við höfum ekki
látið það á okkur fá og ég vona að
við getum haldið áfram að berjast
fyrir réttmætum málstað eins og
hingað til“ sagði Halldór einnig.
Hann sagði það Ijóst að margir
sem sögðu að taka ætti nýja
ákvörðun eftir 1990 um hvalveiðar,
hefðu ekki meint neitt með þeim
orðum og ætluðu sér að berjast
fyrir því 1990 að veiðunum yrði
enn frestað. Ætlun þeirra væri að
koma í veg fyrir að hvalveiðar
hæfust nokkurn tímann aftur.
„Aðalatriði málsins er að við
getum haldið áformum okkar
áfram og það er ætlun okkar og
fyrir því erum við að berjast. Ég
verð að játa, að svo virðist sem það
hafi ekki gerst, að málamiðlunartil-
laga okkar um færri veidd dýr hafi
borið tilætlaðan árangur. Við höfð-
um fengið þær upplýsingar að slík
málamiðlunarlausn væri mjög lík-
leg til þess að koma málinu í höfn,
en ljóst er að það hefur nýr hnútur
myndast í málinu og við eigum
eftir að fá útskýringar hvernig á því
Matthías Á. Mathiesen og Halldór Ásgrímsson ganga af ríkisstjórnarfundi Friðrik Sophusson og Þorsteinn þungbrýndir að loknum ríkisstjórnarfund-
í gær. Halldór varð fertugur í gær og var kappinn glaðbeittur. inum. limyndir Pjétur
stendur" sagði Halldór og sagði
þessar upplýsingar liafa borist eftir
óformlegum hætti frá fulltrúum
Bandaríkjastjórnar. Halldór sagði
ekki koma til greina að minnka
kvótann enn frekar.
Þorsteinn Pálsson, forsætisráð-
herra, skrifaði Ronald Reagan,
Bandaríkjaforseta bréf í gærmorg-
un þar sem hann lagði til að
viðræður um hvalamálið færu fram
á næstu dögum og þær færu fram
undir forystu Steingríms Her-
mannssonar, utanríkisráðherra, af
hálfu íslensku þjóðarinnar. Enn
hefur ekki verið tekin ákvörðun
um hvar eða hvenær þessi fundur
verður haldinn, og heldur ekki
hver verði fulltrúi Bandaríkja-
stjórnar.
Hvalamálið var lagt fyrir örygg-
isráð Bandaríkjanna í síðustu viku
og þaðan gekk málið til Reagans
og af þeim sökunt sendi forsætis-
ráðherra íslands honum bréf til
áréttingar sjónarntiðum íslend-
inga.
-SÓL
Utanríkisráðherra ræðir við bandarísk yfirvöld:
Engin eftirgjöf
af okkar háífu
Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra.
bíður niðurstöðu fundar Stein-
gríms og bandarískra stjórnvalda.
Ekki eru taldar standa vonir til
þess að afstaða bandarískra stjórn-
valda breytist nokkuð í hvalamál-
inu, því bréf Bandaríkjaforseta um
málið er það afdráttarlaust. Steing-
rímur Hermannsson, utanríkisráð-
herra mun leggja áherslu á það, að
við ákveðum hér heima að nýta
hvali á skynsamlegan hátt með til-
liti til þeirra langtíma sjónarmiða,
að það verði gert undir eftirliti í
framtíðinni og gætt verði jafnvægis
í náttúrunni. Þetta eru okkar lang-
tíma sjónarmið og hvort sem við
tökum þessar tuttugu sandreyðar
eða ekki skiptir ekki máli. Það er
framtíðin sem verið er að ræða um.
Utanríkisráðherra mun reyna að
gera eins góða grein fyrir þessum
sjónarmiðum eins og honum er
fært, og einniggera grein fyrir þeim
pólitísku áhrifum, sem svona of-
beldi getur haft, m. a. á almenn-
ingsálitið hér, þannig að bandarisk
stjórnvöld geti gert sér grein fyrir
því hvert þau eru að stefna.
Steingrímur Hermannsson,
utanríkisráðherra, fór í gær til Ott-
awa til að sitja þing Alþjóðasam-
bands frjálslyndra flokka. í þessari
ferð mun hann ræða hvalveiðimál-
ið við bandarísk yfirvöld, en Tím-
inn hefur frétt að af íslands hálfu
muni ekki vera um neina eftirgjöf
að ræða, jafnvel þótt að ekki verði
af veiðum á sandreyði í ár. Stein-
grímur Hermannsson mun dvelja
fram til 18. þ.m. í Kanada og
Bandaríkjunum ogm.a.komavið í
íslendingabyggðum vestra.
Þýðingarmesta erindi utanríkis-
ráðherra vestur eru viðræður um
hvalveiðimálið við bandarísk
stjórnvöld. Þar mun Steingrímur
ræða þá alvarlegu stöðu, sem kom-
in er upp í sambúð þessara þjóða ef
Bandaríkjamenn fara að beita okk-
ur ofbeldi í málinu. Heimildir Tím-
ans herma að alls ekki verði gefið
eftir, heldur verði málið sótt af
fullri ákveðni og einurð. Ákvörðun
um hvað gert verður í framhaldi af
þessari ákveðnu afstöðu íslendinga