Tíminn - 09.09.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Miðvikudagur 9. september 1987
Fjórðungsþing Vestfirðinga:
Byggðaáætlunin er
ekki nógu ítarleg
Fjórðungsþing Vestfirðinga
samþykkti að óska eftir því við
Byggðastofnun að halda áfram
samstarfi varðandi endanlegar til-
lögur um byggðaþróun á Vest-
fjörðum. Byggðastofnun hefur að
undanförnu unnið að gerð byggða-
þróunaráætlunar fyrir Vestfirði og
var áætlunin lögð fyrir Fjórðungs-
þingið sem haldið var í Reykjanesi
4. og 5. september.
Þingiö féllst á megin niðurstöður
áætlunarinnar að undanskildum
síðasta kaflanum þar sem tillögu-
gerð var „óljós, almennt orðuð og
hvergi nægilega sterklega kveðið á
um úrbætur í einstökum mála-
flokkum", eins og segir í ályktun-
inni.
Þingið telur að Byggðastsofnun
hafi safnað allgóðum upplýsingum
um sérmál sveitarfélaga á Vest-
fjörðum svo og greinargerð um
atvinnu-, félags-. menningar-, heil-
brigðis-og samgöngumál. Hins
vegar þurfi að setja fram ítarlega
og samræmda áætlun um alhliða
uppbyggingu á Vestfjörðum og
þeirri áætlun íylgi gróf kostnaðar-
áætlun. Sveitarstjórnir hafa frest
til októberloka að gera athuga-
semdir við áætlunina eins og hún
liggur nú fyrir en að þeim tíma
loknum verði hafist handa við
endurritun þannig að endanlegar
tillögur verði í samræmi við vilja
og óskir Vestfirðinga.
Fjórðungsþingið afgreiddi marg-
ar ályktanir, m.a. ályktun þess
efnis að Fjórðungssambandið geti
gegnt hlutverki héraðsnefnda sem
samkvæmt nýjum sveitarstjórnar-
lögum eiga að taka við af sýslu-
nefndum, einnig ályktun þar sem
mótmælt er skerðingum stjórn-
valda á framlagi til Jöfnunarsjóðs
sveitarfélaga og telur brýnt að
Samband íslenskra sveitarfélaga og
landshlutasamtök sveitarfélaganna
krefjist leiðréttingar á þeim í sam-
ræmi við samstarfssáttmála ríkis-
valdsins og Sambands ísl. sveitar-
félaga.
Stjórn Fjórðungssambandsins
var falið að athuga grundvöll fyrir
stofnun þróunar-og fjárfestingar-
félags á Vestfjörðum sem yrði í
samræmi við Jrær hugmyndir sem
Þróunarfélag Islands hefur ákveðið
að styrkja. Stjórninni var einnig
falið að taka höndum saman við
stjórnendur Byggðastofnunar um
að athuga möguleika á stjórnsýslu-
miðstöðvum í Vestfjarðakjör-
dæmi.
Fjórðungsþingið í Reykjanesi
fjallaði einnig um jarðgöng á Vest-
fjörðum og í ályktun um það efni
segir að „einungis jarðgöng geti
tryggt þær samgöngur sem séu
forsenda byggðar á norðanverðum
Vestfjörðum". Skýrslum um jarð-
göng sem tengja myndu Skutuls-
fjörð, Súgandafjörð og Önundarf-
jörð sem unnar hafa verið var
fagnað á þinginu og var talið að
þær yrðu grundvöllur að frekara
undirbúningsstarfi. ABS
Ný menningarmiðstöö vígð í Nuuk
á Grænlandi:
Sinfóníuhljóm-
sveitin ásamt
grænlenskum kór
Sinfóníuhljómsveit íslands hélt í
fjögurra daga tónleikaferð til Græn-
lands í gær. Tilefnið er vígsla nor-
rænnar menningarmiðstöðvar í
Nuuk, höfuðstað Grænlands, sem
norræna ráðherranefndin hefur látið
reisa. Sinfóníuhljómsveit ■ hefur
aldrei áður spilað á Grænlandi svo
hér er um að ræða merkan viðburð
í grænlenskri menningarsögu. Við
vígsluna munu listamenn frá öllum
Norðurlöndunum koma fram.
í dag mun sinfóníuhljómsveit ís-
lands halda tvenna hljómleika,
barnahljómleika og tónleika fyrir
íbúa bæjarins, auk þess sem hljóm-
sveitin mun æfa dagskrá ásamt græn-
lenskum kór, og mun sú dagskrá
verða flutt á opnun menningarmið-
stöðvarinnar sent verður á morgun.
Þar mun sinfóníuhljómsveitin ásamt
grænlenska kórnum hefja opnunar-
dagskrána með flutningi á græn-
lenska þjóðsöngnum og síðan Fin-
Iandia eftir Sibelius, sem verður
sungið á grænlensku. Pá eru á dag-
skránni norskir dansar eftir Grieg,
Miðsumarsvaka eftir Alfen, Quarrt-
siluni eftir Riisiger, sem er tónverk,
byggt á grænlenskri tónlist og að
lokum Hátíðarmars eftir Pál Isólfs-
son.
Stjórnandi hljómsveitarinnar í
þessari ferð er Páll P. Pálsson, en
alls eru 63 tónlistarmenn með í
förinni, auk starfsmanna hljómsveit-
arinnar og fulltrúa íslands í norrænu
samstarfi. -HM
Ekkert lát á umferðarslysunum:
Önnur brú yfir Glerá
Á Akureyri er nú unnið að byggingu annarrar brúar yfir Glerá og þegar er búið að steypa báða stöplana undir brúna.
Brúin kemur til með að tengja umferð úr neðanverðu Glerárþorpi og Oddeyri enn frekar en gamla brúin yfir Glerá
því nýja brúin er staðsett mun neðar en sú gamla. Beggja vegna árinnar hefur ýms þjónustu-og atvinnustarfsemi
vaxið á undanförnum árum. Gleráin óx skyndilega á föstudag og tók að grafa burtu stífluna við brúna af miklu
kappi. Svo heppilega vildi til að jarðýta var staðsett við brúarbygginguna þannig að ekki hlaust tjón af árvextinum.
Tímamynd ABS
Fjorir a
slysadeild í gærdag
Ekkert lát virðist vera á þeirri
umferðarslysaöldu sem nú ríður
yfir höfuðborgina.
f fyrradag voru tæplega þrjátíu
árekstrar og einhver slys á fólki og
í gær voru tuttugu ogcinn árekstur
frá 6 um morguninn til 16. Einnig
voru fjögur umferðarslys.
Klukkan 7.55 í gærmorgun
missti ökumaður bifreiðar stjórn á
bíl sínum á mótum Hringbrautar
og Ánanausta með þeim afleiðing-
um að bíllinn lenti á Ijósastaur og
skemmdist. Ökumaðurinn var
fluttur á slysadeild.
Klukkan rúmlega hálf ellefu
lentu tveir bílar í árekstri á gatna-
mótunum Kringlumýrarbraut og
Bústaðavegur með þeim afleiðing-
um að annar ökumaðurinn var
fluttur á slysadeild.
Tæpri klukkustund síðar var
keyrt á ungan mann á léttu bifhjóli
á Hverfisgötunni og meiddist hann
eitthvað á fæti og var fluttur með
sjúkrabíl á slysadeild, en var leyft
að fara hcim skömmu síðar.
Klukkan 12.30 var síðan keyrt á
dreng á reiðhjóli við Tjarnarbrú og
var hann fluttur á slysadeild, en
meiðsli hans voru mjögóveruleg.
-SÓL
Forseti íslands í heimsókn til Japans og Frakklands:
Vigdís opnar sýningu
á nytjalist í Japan
Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís-
lands mun opna sýningu á nytjalist í
Japan 14. september. Sýningin er
hluti af norrænni menningarkynn-
ingu sem haldin er í Japan og er af
svipuðum toga og sýningin Scandin-
avia Today sem haldin var í Banda-
ríkjunum árið 1982. Kynningin í
Japan mun standa fram eftir næsta
ári. Vigdís mun einnig halda blaða-
ntannafund í Japan í tengslum við
menningarkynninguna og gerir grein
fyrir ellefu sýningum, tónleikum og
kynningum sem fyrirhugaðar eru.
Áður en forsetinn heldur frá Japan
hittir hún Japanskeisara en heldur
síðan til Frakklands á íslandskynn-
ingu í Bordeaux sem haldin verður
dagana 22. til 25. september. Forset-
inn dvelur í Frakklandi í boði Jacq-
ues chaban- Delmas borgarstjóra
Bordeaux og forseta franska þjóð-
þingsins.
Háskólinn í Bordeaux sæmir Vig-
dísi heiðursdoktorsnafnbót við hát-
íðlega athöfn þann 25. september. í
Bordeaux mun forsetinn ennfremur
heimsækja málþing fræðimanna unt
íslenskar bókmenntir, heimsækja
verslanir þar sem íslenskar vörur
verða á boðstólum, halda blaða-
mannafundi og knattspyrnukappleik
Islands og Bordeaux verður forset-
inn viðstödd svo og tónleika og
Ijósmyndasýningu íslenskra lista-
manna.