Tíminn - 09.09.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.09.1987, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 9. september 1987 Tíminn 7 Jón Helgason, landbúnaöarráöherra í heimsókn í Árneshreppi á Ströndum: Sauðfjárrækt er forsenda byggðar Hluti fundarnianna: Frá vinstri: Gunnsteinn Gíslason, kaupfélags- stjóri, Jóhann Ólafsson, forstöðum. Búreikningastofnunar, Ólal'ur Þ. Þórðarson, alþingismaður, Regína Thorarensen, Selfossi, Jóhanna Thorarensen, Gjögri, Áslaug Guðmundsdóttir Noröurfirði, Selma Samúelsdóttir Steinstúni og Ágúst Gíslason, Steinstúni. , Frá vinstri. Bjarni Guðmundsson, Jón Helgason og Hjalti Guðmunds- son fyrir framan yfirgefið mannvirki í Ingólfsfirði. Síðastliðinn sunnudag fór Jón Helgason landbúnaðarráðherra, ásamt Bjarna Guðmundssyni að- stoðarmanni sínum og Níelsi Árna Lund, norður í Árneshrepp á Ströndum, Lagt var af stað frá Ásgarði í Dölum snemrna um morg- uninn, en kvöldið áður var ráðherr- ann gestur á Bændahátíð Dala- manna. Ekið var vestur Dali og yfir Steinadalsheiði og síðan norður Strandir allt til Djúpuvíkur. Þar var litast um og sfðan snæddur hádeg- isverður í Hótel Djúpuvík. Síðan lá leiðin að Bæ í Árneshreppi þar sem þau búa hjónin Guðbjörg Þorsteins- dóttir og Hjalti Guðmundsson ásamt föður Hjalta, Guðmundi P. Val- geirssyni sem lesendur Tímans þekkja vel. Að loknu veislukaffi og spjalli í Bæ var ekið um byggðina í Arneshreppi undir leiðsögn Hjalta. Farið var í Ingólfsfjörð og virt fyrir sér yfirgefin mannvirki sem eitt sinn áttu að mala gull úr síld sem þó brást þar sem síldin hvarf áður en til þess kom. Þá var komið við hjá Gunn- steini Gíslasyni kaupfélagsstjóra í Norðurfirði. Þar var skoðuð nýja hafnaraðstaðan sem gerð var í sumar og mun gjörbreyta aðstöðu íbúanna á margvíslegan máta. Einnig var farið um sláturhús kaupfélagsins og skoðuð einkar vistleg aðstaða verka- fólks á staðnum. Að lokum var komið við í sölubúðinni þar sem kaupfélagsstjórinn gaf gestum árituð eintök af sögu Kaupfélags Stranda- manna sem hann hafði tekið saman. Um kvöldið var svo boðað til almenns fundar í samkomuhúsinu í Árnesi. Þar mættu auk heimamanna og fundarboðenda þeir Ólafur Þ. Þórðarson, alþingismaður sem kom akandi alla leið frá ísafirði til að sitja fundinn og Jóhann Olafsson, forstöðumaður Búreikningastofnun- ar landbúnaðarins sem staddur var fyrir vestan. Heimamennfjölmenntu á fundinn og kom fram greinileg samstaða þeirra og áhersla á sérstöðu sauðfjár- ræktar í Árneshreppi og nauðsyn hennar fyrir byggðina. Frá fundinum: Frá vinstri: Kristján Albertsson, Melum II, Björn Torfa- son Melum II, Bjarnheiður J. Foss- dal Melum II, Úlfar Eyjólfsson Krossnesi og Guðmundur P. Val- geirsson, Bæ. í Árneshreppi byggja menn at- vinnu nær eingöngu á sauðfjárrækt og verður ekki séð að annar atvinnu- vegur geti komið þar í staðinn. Fyrir tæpum tíu árum tóku bændur þar sig saman og byggðu upp ný útihús á nær öllum bæjum í hreppnum, enda þá ekki um nema tvennt að ræða; flytja burtu eða byggja upp á jörðun- um. Að þessari uppbyggingu unnu bændurnir í samvinnu og vakti þetta framtak þeirra verðskuldaða athygli. Þá hefur Kaupfélag Strandamanna í Norðurfirði komið sér upp góðri aðstöðu til slátrunar á sauðfé ásamt frystiklefa fyrir kjöt. Heimamenn vitnuðu til þessara hluta og bentu auk þess á að fé í Árneshreppi væri bæði vel ræktað og laust við alla sauðfjársjúkdóma. Þá töldu þeir að loðdýrarækt hentaði þeim alls ekki þar sem samgöngur væru erfiðar og langt í fóðurstöðvar. rúm til að aðlaga s'g breyttum að- stæðum. „Búvörusumningnum er ætlað að tryggja afkomu hefðbund- nu búgreinanna sem eru undirstaða landsbyggðarinnar, en jafnframt þarf að leita leiða til að finna ný atvinnutækifæri til sveita,“ sagði ráð- herrann. í því sambandi minnti hann á hugmyndabækling sem gefinn var út af Stéftarsambandi bænda, og varaði við því að gera of lítið úr þeim hugmyndum sem þar eru taldar upp. Nefndi ráðherrann að fæstir hefðu trúað því fyrir fáeinum árum að sveppatínsla gæti gefið nokkuð af sér. Staðreyndin væri hins vegar sú að nú fengjust á milli 300 og 400 krónur fyrir hvert kíló af villtum ætisveppum. Þá ræddi hann þær aðgerðir sem nú eru í gangi varðandi fækkun sauðfjár. Hann undirstrikaði nauð- syn þess að bændur legðu inn sem verðmætast kjöt og nýttu á þann hátt fullvirðisréttinn sem best. Síðan sagði Jón Helgason: „Þó að markaðsaðstæður marki mjög stöðu landbúnaðarmálanna, þá er það að sjálfsögðu einnig almennt stjórnar- far í landinu sem skiptir miklu máli fyrir bændur. Við vitum ekki hvernig núverandi ríkisstjórn tekst að ráða fram úr vandamálinu. Hún hefur að vísu mikinn þingstyrk en það hefur kom- ið fram að það er ekki sama festa hjá forystu hennar og var í síðustu ríkisstjórn og af þeim sökum er óvissan meiri hvernig þessi mál þróast." Ólafur Þ. Þórðarson lagði áherslu á sérstöðu Árneshrepps í sauðfjár- rækt og taldi að kornið hefði fram að fé af Ströndum safnaði ekki eins mikilli fitu og aðrir fjárstofnar. Því bæri að rækta það áfram. Þá minnti hann á gildi aukabúgreina og nefndi í því sambandi ferðaþjónustu sem sífellt væri að aukast. Fundinum lauk um miðnætti og og var þá haldið heim að Bæ og drukkið kaffi og tertur. Síðan var ekið til Hótels Djúpuvíkur og gist þar. Frá vinstri: Jón Hclgason, landbúnaðarráðhcrra, Hjalti Guðmundsson, fundarstjóri og Bjarni Guðmundsson, aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra. Landbúnaðarráðherra lýsti yfir fullum skilningi á sérstöðu sauðfjár- ræktar í Árneshreppi. Hann benti á að þær aðgerðir sem gerðar hafa verið til að draga úr framleiðslu sauðfjárafurða, hefðu verið óumflýj- anlegar og kvaðst vonast til að þær myndu skila þeim árangri sem til væri ætlast. Þá taldi hann að búvöru- samningurinn sem gerður var milli Stéttarsambands bænda og ríkis- valdsins s.l. vor gæfi bændum svig-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.